Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Kvikmyndir Until the End of the World, nýjasta mynd Wim Wenders: Upptökur í tíu löndum Wim Wenders ferðaðist með hóp kvikmyndafólks um allan heim við gerð Until the End of the World. Nýjasta kvikmynd Wim Wenders, Until the End of the World, er óvenju- leg að því leytinu til að hún er tekin í tíu þjóðlöndum. og leikarar og tæknimenn eru frá öllum þessum löndum. Aðspurður af hveiju hann hefði ekki tekið myndina upp í einu landi og notfært sér stór kvikmynda- ver svaraði Wenders því til að sjálf kvikmyndagerðin yrði að vera jafnmikið ævintýri og sagan sem sögð er í kvikmyndinni og hann ger- ir því kvikmyndahópinn einnig að hluta af kvikmyndinni sjálfri. „í byijun var það ætlun mín að fara með einn hóp sem ferðast um allan heiminn. Vegna íjármagns- kostnaðar varð ég að halda mig við tuttugu manna lið sem ferðaðist um og fékk svo aðstoð frá heimamönn- um,“ segir Wenders. „í lokin var þessi litli hópur orðinn svo úr sér genginn að aðeins vegna þess að fenginn var nýr og nýr aðstoðar- mannahópur í hveiju landi var hægt var að klára dæmið. Má segja að hópurinn hafi í lokin þjáöst af of- neyslu ferðalaga." Ef Until the End of the World er um eitthvað þá er það tími og hreyf- ing. Gerist myndin 1999. Kjarnorku- knúinn gervihnött rekur stjórnlaust um himinhvolfið og getur hvenær sem er hrapað og myndi þá valda kjamorkusprengingu. Claire To- umeur (Solveig Dommartin) rekst á dularfullan mann Sam Farber (Will- iam Hurt). Peningar hafa verið settir honum til höfuðs og er hann á flótta undan mönnum sem reyna að drepa hann. Claire laðast að Farber og fylgir honum borg úr borg: París, Berlín, Lissabon, Moskva, Beiing, Tokyo og San Francisco era allt borgir sem þau heimsækja. Sam heillast af Cla- ire, en þar sem hann getur alls ekki verið viss um að hún sé ekki á eftir honum peninganna vegna er hann kuldalegur í hennar garð. Á eftir þeim fylgja svo fyrrverandi elskhugi Claire, skáld sem Sam Neill leikur og einkaleynilögreglumaður sem leikinn er af Rudiger Vogler. Það verður svo í auðnum Ástralíu sem hópurinn sameinast þegar fólkið verður vitni að undraverðri tilraun þar sem draumar þess era kallaðir fram. Kvikmyndir Wim Wenders eru oft- ar en ekki um menn sem eiga erfitt með að finna sér samastað. Ætti það því ekki að koma neinum á óvart að hann segir frá fólki í Until the End of the World sem hvergi tollir, en það má ekki gleyma því að það er saga utan um söguna eins og áður sagði. Fleiri persónur koma við sögu sem tengja aðalpersónurnar við atburð- inn með gervihnöttinn. Max von Sydow leikur föður Sam sem er vís- indamaður í felum í Ástralíu. Þar er hann að gera tilraunir í því skyni að gera bhnda eiginkonu sína sjáandi (Jeanne Moreau). Until the End of the World verður frumsýnd víða í þessum mánuði og verður forvitnilegt að sjá hvernig viðtökumar verða. Ný kvikmynd eft- ir Wim Wenders er ávallt viðburður og mynd þessi er að mörgu leyti ólík öllu sem Wim Wenders hefur gert áður. Sjálfur segir hann að hann sé meir og meir farinn að finna fyrir þeirri þörf að segja sögur með „góð- um endi“. -HK Væntanleg kvikmynd - V.I. Warshawski: Bandaríski rithöfundurinn Sara Paretsky er ábyrg fyrir því að hafa skapað einkalögreglukonuna V.I. Warshawski en bækumar um þessa sjarmeramdi stúlku, sem er hörkutól inn við beiniö, hafa farið sigurför um hinn vestræna-heim hin síðari ár og hefur ein bóka Paretsky um Wars- hawski verið þýdd á íslensku. Fyrir þessar leynilögreglusögur sínar hef- ur Paretsky verið verðlaunuð bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ein þeirra sem lesið hafa um ævin- týri Warshavski er leikkonan þekkta Kvikmyndir Hilmar Karlsson Kathleen Tumer og var það hún sem átti hugmyndina að gerö myndarinn- ar V.I. Warshawski sem bráðlega verður sýnd í einhveiju Sam-bíóana. Er myndin ekki byggð á neinni ein- stakri bók heldur persónum og blöndu söguþráðar úr þeim sex bók- um sem litið hafa dagsins ljós og aðalhetjan er V.I. Warshawski. Warshavski starfar í Chicago og notfærir sér til hins ýtrasta kyn- þokkafullt útlit sitt og reynslu konu sem þekkir til víða í undirheimum stórborgarinnar. Warshawski hefur einn veikleika en þaö eru skór. í myndinni tekur Warhawski að sér að leysa morðgátu en fyrrverandi íshokkístjama hefur verið myrt og leitar þrettán ára dóttir hans á náðir Warshawski þegar lögreglan getur ekki fundið morðingjann. Leikstjóri V.I. Warshawski er Jeff Kanew sem er búinn að vera viðloð- andi kvikmyndgerð í rúm þijátíu ár, hefur leikstýrt nokkrum myndum, má þar nefna Eddie Macon’s Run, Revenge of the Nerds, Tough Guys og Troop Beverly Hills, auk þess sem hann hefur unnið við klippingu á myndum (Ordinary People), skrifað handrit og kennt kvikmyndagerð við Columbia háskólann. -HK Eins og einkaspæjara er siður bregður Warshawski fótunum upp á skrif- borð sitt, að vísu einnig til aö dást að skónum sínum en skór eru henn- ar helsti veikleiki. Kathleen Turner leikur kynþokkafullan einkaspæjara, V.l. Warshawski, i samnefndri kvikmynd. Charlie- Kvikmynd umChaplin Richard Attenborough er kom- inn af stað með nýja mynd og eins og Gandhi er Charlie byggð á sögu eins af stórmennum sög- unnar, Charlie Cliaplin. í meira en ár hefur mikið verið rætt um það hver myndi leika hinn ódauð- lega konung gamanmyndanna og voni mörg nöfh nefnd og víst er að Attenborough talaði við marga og prófaöi aðra áður en hann réð Robert Downey jr. til að leika Chaplin. Kom sú ákvörðun hans nokkuð á óvart. Hingað til hefur Downey jr. ekki sýnt mikil til- þrif, hefur aö vísu ekki fengið mörg tækifæri til þess. Það eru margir sem leggja hönd á hand- ritið, má þar nefna William Gold- man og Tom Stoppard, Auk Downey verða þekktir leikarar í nokkrum hlutverkum, má nefna Dan Aykroyd og Kevin Kline. DaltonTrumbo skrifaðihandritið að Roman Holiday Meira en fjörutíu árum eftir að handritshöfundurinn Dalton Trumbo var settur á svarta list- ann í Hollywood hafa samtök handritshöfunda gefið út þá yíir- lýsingu að óskarsverðlaunin fyr- ir handrit að Roman Holiday hefðu átt að fara til Ðalton Trumbo en ekki Ian McLellen Hunter sem tók á móti þeim. Sá orðrómiu að Trumbo hafi skrifað þetta handrit hefur lengið verið við lýði i Hollywood en nú er fyrst komin staðfestingin. Trambo skrifaði meðan hann var á bann- lista átján kvikmyndhandrit og 1956 fékk Robert Rich óskars- verðlaunin fyrir handrit að The Brave One. Þaö kom síðar á dag- inn að þessi Robert Rich var eng- inn annai' en Ðalton Trumbo. Trumbolést 1976. Meðalhandrita sem hann skrifaði eftír að útlegð- inni lauk má nefna Spartacus, Exodus, The Last Sunset, Hawaii, The Fixer og Papillon, sem var það síðasta sem hann skrifaði. Notaðfólk Marcello Mastroianni hefur ekki leikið í mörgum myndum með ensku tali og þær fáu sem hann hefur leikið í eru flestum gleymdar. Mastroianni er samt einn vinsælasti evrópski leikar- inn vestanhafs og því skortir hann ekki tilboðin og næsta mynd hans er bandarísk og heitir Used People. Þar leikur hann eldri mann sem kemur til konu sama dag og jarðarför manns hennar fer fram og viðurkennir að hann hafi elskað hana í tutt- ugu og þijú ár. Shirley MacLaine leikur konuna, Jessica Tandy leikur móður hennar og aðrar dætur hennar leika Kathy Bates og Marcia Gay Harden. Leikstjóri er Beeban Kidron. NewYork gagnrýnendur hrifnirafSilence oftheLambs Rétt fyrir jólin veittu kvík- myndagagnrýnendur í New York sín árlegu verðlaun og fékk Sil- ence of the Lambs öll helstu verö- launin. Þeir kusu hana bestu kvikmyndina og Jonathan Demme fékk verðlaun sem besti leikstjórinn. Þá fengu bæði Jodié Foster og Anthony Hopkins verö- laun sem bestu leikarar í aöal- hlutverkum. Viö sama tækifæri völdu gagnrýnendurnir pólsku kvikmyndina Europa, Europa bestu erlendu kvikmyndina. Ejallar hún um gyðing sem gefur sig út fyrir að vera kristinn í Þýskalandi Hitlers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.