Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 23 Saknaði fjölskyldnnnar og íslenska jólamatarins - Svava Haraldsdóttir fegurðardrottning segir frá mánaðarlöngu ferðalagi „Þetta var eiginlega alltof langnr tími. Það var ekki um eiginlegan undirbúning að ræða fyrr en síðustu vikuna og við voru mikinn hluta tímans inni á hótelinu. Öryggisgæsl- an var mjög öflug og við fengum alls ekki að fara einar út af hótelinu. Þegar við fórum út að versla vorum við minnst þrjátíu saman í hóp og þá í fylgd öryggisvarða." A hótelinu gátu stúlkumar æft í tækjasal og stytt sér stundir við að horfa á sjónvarp og heimsækja hver aðra á herbergin. Þær sem voru 21 árs og eldri máttu taka þátt í frétta- mannafundum þar sem boðið var upp á áfenga drykki. Hópurinn fór tvisvar út að borða og einu sinni á körfuboltaleik. Auk þess var farið í nokkrar skoðunarferðir. Aðfangadagskvöld bara venjulegt kvöld „Á aðfangadagskvöld dressaði ég mig upp en flestar aðrar voru bara í ósköp venjulegum fótum þar sem aðfangadagskvöld er bara venjuiegt Svava var mest með fegurðardrottn- ingu írlands á meðan á undirbún- ingi keppninnar stóð. Hér eru þær á leiðinni til Suður-Afriku með full box af snyrtivörum. „Það var svolítiö einmanalegt úti um jólin og ég saknaði fjölskyldunn- ar og íslenska jólamatarins," segir Svava Haraldsdóttir, fegurðar- drottning íslands, sem er nýkomin heim eftir mánaðarlangt ferðalag í sambandi við fegurðarkeppnina ungfrú alheimur. Keppnin var hald- in í Atlanta í Bandaríkjunum þann 28. desember síðasthðinn. Sigurveg- ari í keppninni varð ungfrú Venezú- ela. „Við hittumst allar í London mán- uði fyrir keppnina og vorum þar í tvo daga. Frá London flugum við til Jó- hannesarborgar í Suður-Afríku. Þar heimsóttum við munaðarleysingja- hæli og færðum bömunum þar mat og gjafir. í London hafði verið haldið uppboð á gjöfum sem allir þátttak- endur í fegurðarsamkeppninni höfðu meðferðis frá sínu heimalandi og var féð sem safnaðist gefið til styrktar munaðarleysingjahælunum og fleiri þurfandi. Þessar heimsóknir urðu mjög eftirminnilegar," segir Svava aðspurð um það sem á daga hennar hefur drifið. í Suður-Afríku vora gerðar mynd- bandsupptökur fyrir lokakvöldið með fegurðardrottningunum sjötiu og níu í sundbolum. Einnig var farið með stúlkurnar í ferðalög til ýmissa staða í landinu. í Suður-Afríku voru fegurðardísimar í níu daga og síðan var flogiö til Bandaríkjanna. Til Atl- anta komu þær 10. desember en þá voru nær þrjár vikur þar til stóra stundin átti að renna upp. Oflangur undirbúningstími Það var ungfrú Venezúela, í miðið, sem hlaut titilinn ungfrú alheimur. hðið vor. „Lokakvöldið í Atlanta var eins og æfing. Þetta var gert algjör- lega fyrir sjónvarpið. Þrátt fyrir að áhorfendur væru viðstaddir var komið upp á svið og okkur raðað áður en sjónvarpsvélarnar voru sett- ar í gang. Það var einnig gert hlé fyrir sjónvarpið." Margar góðar vinkonur Upphaflega haíði verið gert ráö fyr- ir að keppnin færi fram í Puerto Rico og það var ekki fyrr en Svava kom til London sem hún fékk að vita um breytta áætlun. „Okkur var sagt að um rafmagnstruflanir hefði verið að ræða í húsinu þar sem keppnin átti að fara fram og menn vora hræddir um að það yrði ekki komið í lag áður en keppnin færi fram. Þess vegna hefði keppnin verið flutt.“ Svava er við nám í Menntaskólan- um í Hamrahhð og á eftir rúmlega eitt ár. Vegna aiheimsfegurðarkeppn- innar og ferðalaganna sem hún þurfti að fara í í tengslum við hana tók Svava sér frí síðasthðna önn. En þó svo að henni hafi þótt skipulagið í Atlanta ekki nógu gott kveðst hún ahs ekki hafa vhjað missa af keppn- inni. „Þetta var mjög gaman og ég eign- aðist margar góðar vinkonur meðal keppenda," segir Svava sem kom heim í tæka tíð til að fagna áramótunum með fjölskyldu og vinum. -IBS Svava Haraldsdóttir, fegurðardrottning Isiands, ásamt fegurðardrottningum frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. kvöld í Bandaríkjunum. Það var reyndar farið í kirkju á miðnætti. Það var ekki haldið upp á jóhn fyrr en á jóladag og þá komu tuttugu munaðarlaus böm í heimsókn th okkar á hótehð. Á jóladagskvöld var roastbeef og kalkúnn á hiaðborðinu og ýmiss konar meðlæti. Eftirréttur- inn var jólabúðingur." Svava segir að þegar lokakvöldið nálgaðist hafi spenna farið að gera vart við sig meðal keppenda. Sjálf segist hún hafa verið minna stressuð en fyrir keppnina hér heima síðast- Dansskóli Auðar Haralds Gleðilegt nýtt ár! Innritun 2.-6. jan. '92 kl. 10-19, símar 39600 og 686893. Kennsla hefst þriöjud. 7. jan. '92. Ath. Weihendur, sem voru fyrii jól, allir alíli^fÍolÉar, vinsamjjgast endurimðfekírteinin sunnud. J. Skeifunni 11 B kl. 13-18. unslustaðir: Skeifan 11 B, -heimilió v/Frostaskjól, Hramiberg í Bteiðholti. n',rnadansar fyrir 3 5 ára. uramerískir og standarddansar. I lu dansarnir. 'n'roll, tjútt og boogie-woogie i sértimum eða með öðrum dönsum -MMuwidancing. 10 tíma námskeið. Byrjehdur og framhald. Gestafeinarar veróa Constanza Krauss og Rainer* MHi^ester ásamt Diana Hearn frá Engla Kennsfuönnin er 16 vikur ásamt grímu- og lokadansleik. Euro - Visa raðgreióslur Dí og FÍD tryggir betri kennslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.