Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. 15 Fyrirhugaður skattur á fjármagnstekjur: Ný „breið bök" undir skattinn Byltingarkennd breyting er að verða- á skattkerfinu okkar. Landsfeðumir hafa fundið ný „breið bök“. Nú á að leggja skatta á tekjur af fjármagni, svo sem vaxtatekjur einstaklinga. Skatt- lagningin hefst líklega árið 1994 og verður lagt á tekjur fólks árið 1993. Skattur af íjármagnstekjum gæti skilað ríkissjóði um hálfum öðrum milljarði króna. En á móti leggur nefnd fjármálaráðherra til, að eignaskattar verði lækkaðir, svo að tekjur ríkisins aukist ekkert, þegar á allt dæmið er litið. Hætt er þó við, að nýi skatturinn komi að einhveiju leyti til viðbótar þeim, sem fyrir eru, þegar fram liða stundir. Það er lykilatriði, að svo verði ekki. Tæplega 40 prósent skattur á rauntekjur Nefndin skilaði í vikunni áfanga- skýrslu. Kunnugir telja, að útkom- an verði, að alþingi samþykki fyrir árslok kerfi eitthvað svipað þvi, sem nefndin leggur til. Stjómar- flokkamir standa að þessari nefnd og sumir nefndarmanna em bein- hnis fulltrúar stjómarflokkanna. í fyrra starfaði svipuð nefnd á veg- um vinstri stjórnarir^par og lagði einnig til. að fjármagnsskattur yrði tekimf upp. Munurinn var sá, að í tillögum þeirrar nefndar var ekki jafnskýrt og nú er, að nýi skattur- inn yrði ekki bara viðbót við allan „glaðninginn“, sem skattborgar- amir fá frá ríkinu. Nú er lagt til, að allar eignatekj- ur, svo sem vaxtatekjur, verði skattskyldar og leggist einfaldlega við aðrar skattskyldar tekjur og myndi með þeim sameiginlegan skattstofn. Á þann skattstofn verði lagður skattur í sama hlutfalli. Þetta þýðir, að menn munu greiða 39,85 prósenta skatt af fjármagns- tekjunum eins og öðrum tekjum, ef þeir em á annað borð yfir skatt- leysismörkum. Nefnd vinstri stjómarinnar hafði lagt til 33 pró- sent skatt á fjármagnstekjur. Áður en reiknaður er skattur af tekjum af fjármagni, svo sem vaxtatekjum, verður verðbólgan „tekin út úr“. Menn greiða því skatt af tekjum sínum af raunvöxtum, en ekki nafnvöxtum, svo aö dæmi sé tekið. Til skattstofns teljast vext- ir og verðbætur, sem greiddir em eða lagðir við höfuðstól að frádreg- inni verðleiðréttingu, sem ætlað er að leiðrétta fyrir verðbólgu, svo að menn greiði skatta af raunvirði. Þetta verður gert eftir nokkuð flóknum reglum. Sams konar regl- ur munu gjlda um verðbréf yfir- leitt, verðtryggð og óverðtryggð. Eigi menn verðbréf skemur en í eitt ár, verður reiknuð ákveðin „hlutdeild". Þannig er ætlað með því kerfi, sem lagt er til, að reikna „rauntekjur", sem menn hafi haft af því að eiga verðbréf. Arður af hlutabréfum, tekjur af hlutdeildarskírteinum og leigu- tekjur myndi skattstofn án leiðrétt- inga fyrir verðbólgu og greiða menn þá skatt af slíkum tekjum. Frítekjumark Lagt er til, að lægstu eignatekj- umar verði skattfijálsar. Þannig verði sett frítekjumark eignatekna „í þeim tilgangi að hvetja til spamaðar, eyða óná- kvæmni í mælingu raunstofiis eignatekna og koma á móti al- mennum minni háttar vaxtagjöld- um heimilanna", eins og nefndin segir. Lagt er til, að frítekjumark þetta verði á bilinu 100-150 þúsund krónur fyrir einstakling og 200-300 þúsund krónur fyrir hjón. Fjár- magnstekjur innan þessara marka yrðu þá skattfijálsar. Hins vegar fái menn ekki að draga vaxtagjöld sín frá skattskyld- um tekjum. I því ákvæði felst órétt- læti, að menn geti ekki dregið vaxtagjöldin frá skattskyldum vaxtatekjum. Nefndarmenn segja, að fleiri og fleiri ríki séu að hætta að leyfa slíkan frádrátt frá skatt- skyldum tekjum, og því er lagt til, að þetta verði svona hér á landi. Ekknaskatturinn detturút Það er grundvallaratriði, að eignaskatturinn lækki á móti tekj- um ríkisins af nýja skattinum. Nefnd fjármálaráðherra leggur til ýmsar breytingar á eignaskattin- um. Allar eignir, þar með taldar innstæður í innlánsstofnunum, verðbréf og hvers kyns peningaleg- ar eignir, hlutabréf, stofnfé og svo framvegis, myndi sameiginlegan stofn til eignaskatts og verði skatt- lagðar með sama hætti. Þó kemur _ til greina, að eignaskattsfrelsi rík- ‘isverðbréfa og húsbréfa haldist, þar til unnt sé að innleysa þau. Ný bréf yrðu skattlögð. í þessu felst, að eignaskattsstofn- inn breikkar, fleiri eignir en fyrr yrðu skattlagðar. Nýja kerfið kemur harðast niður á eigendum bankainnstæðna og nýrra ríkisverðbréfa. Þeir fara nú að greiða skatt. En lagt er til, að skatthlutfall svokallaðs „þjóðar- bókhlöðuskatts“ eða „sérstaks eignaskatts“ verði lækkað, þannig að hann gefi ríkinu sömu tekjur og fyrr, þótt fleiri eignir verði skatt- lagðar. Þá verði „ekknaskatturinn" afnuminn, þannig að hærra þrepið í hinum svonefnda „almenna eignaskatti" veröi lagt niður en skatturinn síðan lagður á í sama hlutfalli á allar þær eignir, sem eru fyrir ofan skattfijálsa fríeigna- markið. Nefhdin vill einnig, að Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri þetta skattfrelsismark verði hækk- aö. Skattur á verzlunar- og skrif- stofuhúsnæði verði lagðtu- niður. Milljarðar út og inn Lítum nánar á þetta. Nýi skatturinn af fjármagnstekj- um gæti gefið ríkinu um tvo millj- aröa króna. En nefndin gerir tfilög- ur um áðumefnt skattfrelsi á eignatekjum innan ákveðinna marka. Við það mundu tekjur rík- isins af skattinum minnka um 600 milljónir króna. Eftir stæðu þá 1,4 milljarðar, sem nýi skatturinn gæti gefið ríkinu. Þar sem fleiri eignir en fyrr yrðu skattlagðar með eignaskatti, gæti það gefið ríkinu 1,3 milljarða í tekj- ur. En skattur af verzlunarhús- næði og skrifstofuhúsnæði fellur niður, og missir ríkið við það 0,5 milljarða króna. Eftir stendur þá 0,8 milljarða aukning tekna ríkis- ins. Þegar þetta er lagt saman, sést, að í tfilögum nefndar felst skatta- hækkun upp á 2,2 milljarða tfi rík- isins, en þá upphæð á að nota tfi að lækka eignaskattinn eins og nefnt var hér að framan. Útkoman yrði þá núll, eins og skýrt hefur verið. Allir stjómmálaflokkamir virð- ast nú á því að taka upp skatt á íjár- magnstekjur, þótt slíkt skref sé vafasamt. Stjómarflokkamir virðast ætla að fara að tillögum nefndarinnar og þeir segjast munu lækka eigna- skatt á móti nýju tekjunum, sem ríkið fær. Sfiómarandstaðan vfil ekki mæta þessu með lækkun eignaskatts samkvæmt tillögum nefndarinnar, heldur með hækkun skattleysismarka. Þannig er misjafnt, hversu „breið bök“ stjómmálamenn telja sig hafa fundið hjá þeim, sem hafa tekjur af fjármagni. Þessum skatti hefur vaxið fylgi að undanfömu. Frelsi skert Skattbyrðin hér á landi er alltof mikil. Hún hefur vaxið gífurlega síðustu áratugi. Ríkisstjómir slá hvert metið af öðra í skattaálögum, og Friðrik Sophusson slær Ólaf Ragnar út sem „skattmann". Á þetta má alls ekki bæta. Vissulega kemur frekar tfi greina að leggja nýjan skatt á, sé tryggt, að hann komi ekki tfi viðbótar. Það er ekki tryggt. Mestu skiptir, að eignaskatturinn lækki og sett verði skattleysismörk með þeim hætti, sem nefndin legg- ur tfi. Með tillögunum er höggvið grimmt að bankaleynd. Nefndin vill, að lögfest verði ákvæði um upplýsingaskyldu fjármálastofn- ana og annarra aðfia á fjármagns- markaði til skattyfirvalda. Þessi upplýsingaskylda yrði sambærileg við þá upplýsingaskyldu, sem nú er um launagreiðslur, hlutafé og arðgreiðslur. Þetta segir nefndin, að sé ófrávíkjanleg forsenda þess, að skattlagning eignatekna sé framkvæmanleg. Hörmulegt er, hvflíkir „skatt- menn“ ráöherrar núverandi stjómar ætla að verða. Full ástæða er tfi að óttast, að nýi skatturinn verði innan fárra ára að mestu við- bót við þá skatta, sem fyrir em, og tekjur ríkisins aukist, þótt reynt sé að fegra máhð nú um sinn. Þá yrði reynslan, að gengið hefði verið á frelsi einstaklinganna, svo sem bankaleyndina, tfi þess að auka ríkisbáknið. Gamla fólkið verður illa úti, þeg- ar lagður verður skattur á fjár- magnstekjur. Landsfeðumir höggva stöðugt í þann knémnn. Nýi skatturinn veldur vafalaust hækkun vaxta, eftir að hann kemst í gagnið. Fjármagnseigendur munu taka tillit tfi skattsins og krefjast hærri vaxta fyrir vikið. Fjármagnsflótti verður vafalaust töluverður, eftir að skatturinn verður tekinn upp. Að vísu em svipaðir skattar víðast á Vestur- löndum, en skattamir em sums staðar lægri en lagt er tfi, að þeir verði hér. Þar má nefna Belgíu, Finnland, Frakkland, Portúgal og Tyrkland, þar sem skattar af vaxta- tekjum verða lægri en hér, verði tillögur nefndarinnar samþykktar. Skatturinn vegur að spamaðin- um, þótt lækkun eignaskatts kæmi að einhveiju leyti á móti. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.