Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 28. MÁRS 1992. „Þetta hlýtur að hafa verið út af matnum,“ hugsaði Garpur verkalýðsforingi þegar hann fann fyrir nistandi sársauka í brjóstinu í miöri ræðu. Viðbrögð hans við verknum voru dæmigerð. Hann sagði að ekki hefði hvarflað að sér að um kransæðastiflu væri aö ræða. Þó vissi hann vel að bæði faðir hans og föðurbróðir höfðu áður dáið úr þessum sjúkdómi. Verkalýðs- leiðtogi með kransæðastíflu Verkalýösleiðtoginn Garpur B. fékk kransæðastíflu um daginn. Hann er maður liðlega fimmtugur, vel í holdum og hrókur alls fagnaðar í góðum vinahópi. Hann reykir 1-2 pakf’a af sígarettum á dag og er stöð- ugt Ífullri ferö fram og aftur í þjóö- lífi rýrnandi kaupmáttar. Síminn hringir látlaust öll kvöld enda þykir Garpur ákaflega bóngóður maður. Hann er kvæntur jafnöldru sinni úr forystusveit annars verkalýðsfé- lags. Þau híttust á ASÍ-þingi á Akur- eyri og hrifust mjög af glóðinni í augum hins. Skömmu síðar skildu þau við maka sína og tóku saman. Heimilislífið er stormasamt. Þau eiga bæði börn frá fyrri samböndum sem sætta sig illa við nýjar aðstæð- ur. Garpur var fenginn einn fimmtu- dag til að flytja hádegisverðarerindi um stöðuna í samningamálum hjá fyrirtæki í borginni. Hann fékk steikta ýsu að borða og stóð síðan upp til að halda erindi sitt. í miðri ræðu fann hann fyrir nístandi sárs- auka í brjóstinu. Honum sortnaði fyrir augum en hélt þó áfram að tala og verkurinn virtist færast til, minnka og festast í hálsinum. Garpur taldi sig hafa fengið ýsu- bein í hálsinn og bölvaði í hljóði gervitönnum sínum og kæruleysi kokkanna við beinhreinsun. Hon- um tókst að ljúka erindinu enda virtist verkurinn hjaðna. „Þetta hlýtur að hafa verið út af matnum," h'ugsaði Garpur með sér og tók leigubíl frá fyrirtækinu niður í Alþingishús til að hitta flokks- bræður sína. Honum leið illa í bíln- um, svimi ágerðist, hann varð kald- sveittur. „Ég hlýt að vera kominn með flensu," sagöi Garpur. Hann fann hvernig brjóstverkur- inn kom aftur og ágerðist. Hann los- aði um bláyijótt polyesterslifsið og hallaði sér aftur í bflnum svo aö verkurinn liði hjá. Bflstjórinn virt- ist nú veita ástandi farþega síns at- hygli. „Er eitthvað að, þú ert alveg öskugrár." Garpur stundi upp mifli saman- bitinna varanna: „Eg er sennilega með matareitrun." Bflstjórinn ákvað að kalla upp sjúkrabíl þó að hann hefði skömm á verkalýðsbaráttu Garps. Neyöar- bíll kom strax á vettvang. Þá var Garpur orðinn illa haldinn af verkj- um og greinflega fárveikur. Sett var á hann hjartarit og kom þá í Ijós að hjartað sló óreglulega og blóðþrýst- ingurinn fór lækkandi. Hvasseygur læknir og kaldranalegur hjúkrun- arfræðingur hófust þegar handa og gáfu honum lyf og vökva og síðan var ekið í loftinu upp á Borgarspít- ala. Þar greindist stór kransæða- stífla og var Garpur þegar í stað lagður inn á hjartadeild. Blóðsegi og segalosun Þegar kransæðastífla greinist hef- ur blóðsegi eða tappi stíflað æð til hjartavöðvans og veldur þar drepi. Einkennin, sem fólk finnur fyrir, eru sársauki eða þrýstingur í brjóst- inu sem oft leiðir út í vinstri hand- legginn. Þessu fylgir slappleiki, Álaeknavaktiimi þreyta, mæði, flökurleiki og stund- um heiftarleg uppköst. Ef hjartslátt- urinn breytist getur liðiö yfir fólk og alvarleg hjartabilun getur komið upp ef stór hluti hjartavöðvans verður fyrir áfalli vegna skyndilegs súrefnisskorts. Þegar læknar höfðu gengið úr skugga um að Garpur hafði fengið kransæðastíflu var ákveðið að gefa honum streptokínasa en það er segaleysandi efni. Auk þess fékk hann acetylsalicylsýru eða magnyl auk lyfja vegna óreglulegs hjart- sláttar. Þá brá svo við að verkurinn hvarf og hjartaritið breyttist til hins betra. Næstu daga var Garpur á deild- inni og lagaðist hratt. Streptokínas- inn virtist hafa leyst upp blóðtapp- ann í æöinni. Hann var sendur í hjartaþræðingu og kom þá í ljós að um mikil þrengsli var að ræða í kransæðunum og var ákveðið hann færi í svokallaða „by-pass“ hjarta- aðgerð eins fljótt og auðið væri. Afneitun ogtöf Viðbrögð Garps viö verknum voru dæmigerð. Hann sagði síðar að ekki hefði hvarflað aö sér að um krans- æðastíflu væri að ræða. Þó vissi hann vel að bæði faðir hans og föð- urbróðir höfðu áður dáið úr þessum sjúkdómi. Hann hugsaði með sér: „Þetta getur ekki komið fyrir mig og allra síst fyrir framan flölda manns.“ Það er algengt að fólk bregðist við á þennan hátt. Flestir eru í afneitun á alvarlega sjúkdóma og trúa því ekki að eitthvað geti komið fyrir þá. Stórar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á fórnarlömbum kransæða- sjúkdóma, sýna að margir þessara sjúklinga eru með einkenni í marga klukkutíma eða daga áður en þeir _ leita læknis. Þessi töf í greiningu á sjúkdómnum getur reynst afdrifa- rík því að batahorfur sjúklings eru mun betri ef sjúkdómurinn greinist fljótt. Með streptokínasa meðferðinni var hægt að bjarga Garpi en það hefði ekki verið hægt ef hann hefði farið heim og látið hjá líða að leita læknis í nokkrar klukkustundir. Eftirleikurinn varð erfiður hjá Garpi. Hann varð að hætta að reykja og hægja ferðina í verkalýðsbarátt- unni. Meðan hann lá á sjúkrahúsi til æðaskipta í hjarta var honum velt úr sessi í stjórninni og ungir menn tóku við með eld í augum. Garpur settist þá í helgan stein og ritaði ævisögu sína, „Svikinn á sótt- arsæng", fulla af beiskju og bitur- leika. Smám saman jafnaði hann sig og fór að vinna á bensínstöð. Hann uppgötvaði allt í einu að hann hafði nægan tíma til að njóta lifsins með flölskyldu sinni. Síminn þagði öll kvöld og Garpur gat setið og notið kvöldverðar með öllum sínum börn- um, stjúpbörnum, tengdabörnum og bamabörnum. „Þetta er allt annaö líf,“ sagði hann stundum. „Ef kransæðastíflan hefði ekki stoppaö mig af í leigubíln- um forðum hefði ég aldrei kynnst flölskyldu minni. Æth ég sendi ekki leigubílstjóranum eintak af bókinni minni með áritun og kveðju." Útboð Kaldbaksvík 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í endur- lagningu Strandavegar um Kaldbaksvík og Kol- beinsvík. Helstu magntölur: Lengd kafla 5,2 km, bergsker- ingar 1.670 m3, fyllingar og fláafleygar 20.550 m3, neðra burðarlag 10.570 m3 og malarslitlag 970 m3. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera), frá og með 30. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1992. Vegamálastjóri N.Y.T.T /I pollo - heimsins stærsti framleiðandi á .ZjLviðbótarhári, býður þér lausn sem er svo eðlileg að þú færð þá tilfinningu að hafa fengið þitt eigið hár aftur. Hringið eða skrifið .jfc eftir nánari upplýsingum, 100% trúnaður . RAKARA- OG |9 HARGREIÐSLUSTÖFAN * GKEII IM HRINGBRAUT 119 » 22077 HAIR •svstenvs JA ég vil fá meiri upplýsingar um Apollo-hár. Nafn: Heimilisfang:. Póstnúmer: _ HÁR Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram sjötti útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989 og þriðji útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1990. Einnig annar útdráttur í 2. flokki 1990. Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1992. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. CpO HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS L_l HÚSBRÉFADEILD • SÚÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.