Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. Myndbönd Nútímaálfkona THE BUTCHER’S WIFE Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Terry Hughes. Aóalhlutverk: Demi Moore, Jeff Daniels, George Szundza og Mary Steenburgen. Bandarísk, 1992-sýningartimi 94 min. Leyfð öllum aldurshópum. I þjóðsögum og ævintýrum eru álfkonur faRegar konur sem sjá fyrir óorðna hluti, leyndardóms- fullar og heillandi. Þessi lýsing get- ur alveg átt við aðalpersónuna í The Butcher’s Wife, Marinu, að öllu leyti nema að hún er mennsk nútimakona. Marina er falleg og sér fram í tímann. Hún gerir ein mistök, velur rangan eiginmann. Hæfileikar eiginkonunnar til aö sjá fram í tímann fara í taugamar á eiginmanninum, sem er hræddur um að veröa að athlægi, og ná- grannanum sem er sálfræðingur. En það er einmitt þegar Marina sér sálfræðinginn sem hún gerir sér grein fyrir mistökum sínum. The Butcher’s Wife hefði sjálfsagt getað orðið skemmtileg, hugmynd- in að myndinni er góð, en handritið er ekki vel skrifað og leikarar áhugalausir, sem verður að skrif- ast á reikning leikstjórans. Betri leikstjóri hefði gert hetri mynd. DEATH DREAMS Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Martin Donovan. Aðalhlutverk: Christopher Reeve, Marg Helgenberger og Fionnula Flanagan. Bandarisk, 1991 -sýningartimi95min. Leyfö öllum aldurshópum. George og Crista Westfield eru í byrjun myndarinnar að halda upp á ársbrúðkaupsafmæli. Þau eru ímynd hins fullkomna pars og Crista telur að loksins sé hún búin að höndla hamingjuna, en hún haíði misst báða foreldra og systk- ini. Skjótt skipast veður í lofti. Dag- inn eftic- brúðkaupsafmælið drukknar dóttir hennar og hún brotnar saman. Eftir slysið fer hún að sjá sýnir sem gera það að verk- um að hana fer að gruna að það sé ekki allt komið á yfirborðið varð- andi dauða dótturinnar... Death Dreams er dæmigerö mynd þar sem hugmynd er skellt á borðið en enginn vegur reynist að vinna úr henni enda er myndin ákaflega illa gerð. Ferill Christop- her Reeve hefur lengi verið á niður- leið enda hæfiieikar takmarkaðir. Bestur var hann í Supermanhún- inginum. ★★★ Alveg einstakur vinur WHAT ABOUT BOB? Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: Frank Oz. Aðalhlutverk: Bill Murray, Richard Dreyfuss og Julie Hagerty. Bandarísk, 1992 - sýningartimi 95 min. Leyfð öllum aldurshópum. What about Bob? fjallar á mjög skemmtilegan máta um það hvern- ig einn sjúklingur fer að því að gera sálfræðing sinn vitskertan. Bill Murray leikur Bob Wiley sem haldinn er fjölfælni og setur allt sitt traust á sálfræðing sinn. Hann er að vísu aðeins búinn að fara í einn tíma hjá mikilsvirtum sál- fræðingi, Leo Marvin (Richard Dreyfuss), þegar sáli tilkynnir hon- um aö hann sé að fara í frí og þeir sjáist eftir mánuð. Ef Leo Marvin hefur haldið að með því að fara í frí væri hann laus við Bob þá er það algjör misskiln- ingur því Bob truflast alveg þegar enginn sálfræðingur er til að ráö- leggja honum. Hann þefar Marvin uppi þar sem sáli er í sveitasælunni ásamt fjölskyldu og setur allt heim- ilislíf hans á annan endann en það sem Leo Marvin hefur ávallt tahð sér til tekna er fastmótað fjöl- skyldulíf þar sem hann stjórnar öllu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sála til að losna við sjúkhng sinn, sérstaklega vegna þess að þaö á að taka við hann viðtal í beinni sjón- varpsútsendingu í vinsælum sjón- varpsþætti, situr Bob sem fastast Lifandi dauðir SOMETIMES THEY COME BACK Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Tom McLoughlin. Aðalhlutverk: Tim Matheson, Brooke Adams og Robert Russler. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 97 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Stephen King er óþrjótandi sögu- brunnur fyrir kvikmyndagerðar- menn. En kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið eftir sögum hans eru mjög misjafnar. Nokkrar eru mjög góðar og má þar nefna úrvals- myndimar Misery, The Shining, Stand By Me og Dead Zone. Aðrar hafa verið það lélagar að King sjálf- ur hefur mótmælt gerð þeirra og enn aðrar hafa siglt lygnan sjó, ágætlega gerðar og spennandi án þess að vera nokkuð sérstakar og er Sometimes The Come Back ein slíkra. í myndinni segir frá kennaranum Jim Norman sem kemur á æsku- slóðir þar sem hann ætlar að reyna aö byrja nýtt líf með fjölskyldu sinni. Fljótlega fara að ásækja hann minningar úr æsku þegar bróðir hans var drepinn og þeir sem urðu valdir að dauða hans drápust einnig. Og ekki nóg með þaö, dag einn hverfur einn nem- enda hans og birtist þá sá fyrsti af banamönnum bróður hans eins útlítandi og hann var fyrir nærri þrjátíu árum... Sometimes They Come Back er hröð og spennandi. Ekki hefur und- irritaður lesið söguna sem myndin er gerö eftir en atburðarásin er kunnugleg með ekta Stephen King þema þar sem raunsæi er htið sem ekkert en þess í stað reynt á ímynd- unarafl áhorfandans. -HK Litlar breytingar eru á tistanum þessa vikuna. Curly Sue stoppaöi aðeins eina viku á toppnum, Kuffs leysir hana af þessa vikuna. í níunda sæti er spennumyndin Doubte Impact þar sem stagsmála- kóngurinn Jean-Claude van Damme leikur tvö hlutverk, bræður sem sameinast gegn föðurmorðingja. Kuffs Cuiiy Sue What about Bob? Thefma and Louise Frankie & Johnnie 7(7) Probiem Child 2 8(9) The Butcher’s Wife 9 (10) Double Impact 10 (11) Switch 11 (8) Bifl & Ted’s Bogus Journey (12) Don’t Teil Mom the Babysitter's Dead 13 (■) Oscar 14 (-) Lies of the Twins 15 (■) FX2 D V-myndbandalistmn BIIL MURRAY RICHARD DREYFUSS -ft’s One Scorcher Of A Comedy!" PROBLEM CHILD 2 Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjórl: Brian Levant. Aóalhlutverk: John Rltter, Michael Oli- ver og Jack Warden. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 91 min. Leyfó ölium aldurshópum. Þeir sem höfðu mest gaman af Problem Child voru aö sjálfsögðu böm sem ahtaf hafa gaman af prakkarastrikum og nóg var uin slíkt í myndinni. Galhnn var að þrátt fyrir að hægt væri að hlæja af einstaka prakkarstrikum þá vom þau of kvikindisleg. Michael Oliver hét drengurinn sem lék prakkarann og era leikhæfileikar hans ákaflega takmarkaðir. Problem Child fékk ekki góðar viðtökur og því kom það mörgum á óvart að Problem Child 2 skyldi vera gerð. í henni fáum við tvöfald- an skammt af prakkarastrikum því ekki er nóg með að Junior taki upp fyrri iðju á nýjum staö heldur hitt- hefur útlitið með sér í prakkara- hlutverkið. Enda er það svo að þau mörgu prakkarastrik sem vonandi veröa ekki endurtekin í raunveru- leikanum er þó það eina í mynd- inni sem skemmtun er af. Sögu- þráðurinn sjálfur er jafn ómerki- legur og vitlaus og í fyrri myndinni. Faðirinn er sem fyrr leikinn af John Ritter. Er hann jafn óheppinn og áður, en einhverra hluta vegna sjá ahar ógiftar konur bæjarins hann fyrir sér sem fyrirmyndareig- inmann og hefst mikið kapphlaup um pabbann, kapphlaup sem Juni- or er hreint ekkert hrifinn af. Leikhæfileikar Michael Oliver hafa htið skánað og er Ivyann Schwan sem leikur telpuna skömminni skárri. Af fullorðnu leikurunum er það aðeins Jack Warden í hlutverki afans sem sýnir sæmilegan leik. -HK Sjúklingurinn (Bill Murray) er hér kominn í óvænta heimsókn til sálfræð- ings síns (Richard Dreyfuss), honum til mikillar skapraunar. ir hann fyrir jafnoka sinn í líki ungrar telpu sem svo sannarlega Bob s a special kími of íficnd The kind that dnvcs yno cra?y! hjá fjölskyldunni, öðrum meðlim- um hennar til mikillar ánægju, og þegar loks kemur að sjónvarpsvið- tahnu er það að sjálfsögðu Bob sem stelur senunni. What about Bob? er einstaklega fyndin og hugmyndaauðug gaman- mynd. Húmorinn felst ekki í farsa- kenndum látum heldur hnitmiðuð- um setningum og skemmtilegu lát- bragði aðaheikaranna, Bills Murray og Richards Dreyfuss, sem sjaldan hafa veriö betri. Um leiö er myndin fyndin ádeila á sálfræð- inga og það hfsmunstur sem þeir yilja að aðrir viðhafi. This tinie, Jtmior has a braml ncw friend. Leikstjóri myndarinnar er Frank Oz sem vex með hverri mynd. Oz er sjálfsagt þekktastur fyrir að hafa verið maðurinn á bak við nokkrar af vinsælustu röddunum hjá Prúðu-leikuram Jims Henson. -HK ★★ ★ ■/2 Tvöföld vandræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.