Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Qupperneq 13
L'AUGÁRDAGÚR 8. ÁGÚST 1992. 13 Ferðaþjónusta er háska- legur atvmnuvegur - fyrir þá sem ekki kunna til verka, segir Símon í Görðum Símon Sigurmonsson, Göröum í Staðarsveit, er feröaþjónustubóndi og gamall í hettunni sem slíkur. Þaö var árið 1978 sem Flugleiðir auglýstu eftir aðilum sem væru tilbúnir að hýsa erlenda gesti og Símon og Svava Guðmundsdóttir, eiginkona hans, skrifuðu bréf. í upphafi voru her- bergi fyrir gesti í íbúðarhúsi þeirra hjóna en síðar gerðu þau upp gamalt íbúðarhús. „En það var ekki nógu gott. Nú er búið að rífa húsið. Gunn- ar Bendér blaðamaður gisti þar eitt sinn og skrifaði grein í DV þar sem hann sagði að húsið væri ekki boð- legt. Við fokreiddumst og skrifuðum grein á móti. En þetta var alveg rétt hjá honum. Nú erum við honum mjög þakklát. Hann drap þetta niður. Þá fórum við að byggja húsið sem við erum í núna. Það er gott og stórt. Nú getum við hýst 35 manns í upp- búnum rúmum. En við getum líka boðið upp á svefnpokapláss. Þetta er allt teppalagt og dálítið til af dýnum. Þannig getum við hýst allt aö 40 manns. En maður verður að passa sig á að láta fólkinu líða vel. Ekki hrúga í húsið. Það gera sumir. Það er ekki gott,“ sagði Símon. Stjómmálamenn ekki hátt skrifaðir Símon hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum - og er ekkert að skafa utan af þeim. Hann brosir með aug- unum og rær ögn í gráðið. Ferðaþjón- ustubóndi af lífi og sál. Hann hefur lítiö álit á stjómmálamönnum, telur litlu skipta hvar atkvæði lenda þar sem þeir séu allir eins. Við Símon höfum komið okkur þægilega fyrir í notalegum afkima og talið berst fljótt aö verðlagi hér á landi. Ég spuröi Símon hvort ísland væri orðið full- dýrt fyrir íbúa meginlandsins. „Al- veg tvímmælalaust. Það hverfur þetta venjulega fólk. Nú kemur fólk í betri efhum.“ En hvað á að gera? Þegar við Símon gengum um húsið nefndi hann gengisfellingu en aðeins í hálfum hljóðum. „Það þarf að lækka okrið á bílaleigubílunum og síðan það sem ekki má nefna, gengið. Nú, viö verðum að flýta ögn vegageröinni og hvíla ögn þessi minnismerki þing- manna og tengja saman venjulega vegi. Ég efast um að það sem á að gera næst, að þessar brýr yfir firði og göt í gegnum fjöll, sé alveg rétt. Þetta er reyndar í lagi hvað varðar Vestfirði og Ólafsfjörð en það mætti kannski aðeins bíða með fleiri göt. En það er ómögulegt að neita því að gengið skiptir máli.“ Erfítt að keyra á grjót- hrúgum Símon leggur áherslu á bættar samgöngur. „Ef maður hugsar sem útlendingur þá er erfitt að keyra á þessum gijóthrúgum. Það verður aö byija að klára hringveginn og tengja kaupstaðina. Fólk verður að komast Reykvíkingar nota þessa vegi miklu meira en við á sumrin. Fyrir feröa- þjónustu eru samgöngur lífsnauð- syn. Það má ekki deila vegafé eins og hreppapeningum. Skelfing væri gott ef stjórnmálamenn hættu að koma nálægt þessum málum. Ein- breiðar brýr á stofnbrautum eru sér- stakur kapítuli.;“ Ferðaþjónusta er lykilorð í ræðum margra stjómmálamanna, ekki síst þeirra sem leita að nýjungum í at- vinnulífi til sveita. Símon segir að á því sviði megi menn ekki flana að neinu. „Þetta er alveg háskalegur atvinnuvegur fyrir þá sem kunna ekki til verka. Fólk í ferðaþjónustu verður að kunna tungumál, vera kurteist og elda mat sem útlendingar upp á Smjörhnjúk. „Það er ekkert sport að segja eftir ferðina að maður hafi farið upp á Rjúpnaborgir. Það er ekkert til að segja frá. Jökullinn er til að segja frá.“ Og Símon nefnir fegurðina, kyrrðina og hið ósnortna land. „Þama getur maður fundið alls konar fyrirbæri og dranga. Og ef menn nenna að lesa svolítið í jarð- fræði er margfalt skemmtilegra að - Hvaða skilaboð vill Símon senda stjómmálamönnum? „Ég get alveg kveðið skýrt að orði með það. Ég held þó að best sé að gera það ekki. Það mætti hins vegar senda skilaboð til kjósenda að athuga fyrst hvort menn eigi nokkuð að rölta á kjörstað. Það virðist nefnilega vera alveg sama hvem menn kjósa.“ Enn var knúið á um svar hjá Símoni og nú var hann spurður hvað sá stjóm- málamaður ætti að gera sem vildi vel í ferðamálum. „Hann ætti ef til vill að byija á því að ferðast hringinn í kringum land- ið,“ var svarið. Símon stóð á fætur. Hann er þéttur á velli. Góður fulltrúi sinnar stéttar. Hans biðu skyldustörf - að aka börn- umáíþróttamót. ask Með morgunverði, sem efltirréttur, eða bara...bara. Svava og Símon. vilja borða. Það verður að skilja hugsunarhátt útlendinga. Það þýðir ekki að taka menn beint úr fjósinu eða frá rollunum og skella þeim beint í ferðaþjónustuna..“ Hvalir myndu kóróna ferðina „Selir em númer eitt. Ef til væm hvalir myndi það kóróna ferðina. Sumir íslendinganna era líkir út- lendingum. En þeir sem ekki þekkja landið missa af Rauðfeldargjá og Dritvík og fleira. Það gerist ekki ef menn kynna sér landið. Krafturinn í jöklinum er vissulega til. Hann kemur oft innanfrá. Þegar menn búa í svona fallegu umhverfi og labba upp á fjöllin eða niður í flöra byggj- ast menn upp. Ég hef voða gaman af að taka myndir og geng oft upp á flöllin í nágrenninu. Ég hef fundið nokkrar gönguleiðir sem era hreint ágætar fyrir venjulegt fólk. Án mik- illar fyrirhafnar er hægt að ganga á Rjúpnaborgir, Helgrindur og Smjör- hnjúk, svo að dæmi séu tekin. Þetta era allt frábærir myndatökustaðir. Það þarf ekki að eyðileggja sig á þreytu ef maður fer á rétta staði.“ Lesum jarðfræðina svolítið Hvað veldur því að ferðamennimir fara ekki á flöllin hans Símonar. Hann færist allur í aukana og sjálf- sagt í huganum kominn hálfa leið DV-myndir ask fara upp á flöll. Þetta er tiltölulega lítið mál fyrir greint fólk að læra örlítið í jarðfræði. Þá sér maður hlut- ina í allt öðra ljósi þegar upp er kom- ið. Ég hef safhað ljósmyndum í þess- um ferðum mínum. Þegar maður er orðinn gamall og lappalaus er gaman að skoða myndimar.“ Pláss fyrir300 þúsund ferðamenn Á ísland framtíð fyrir sér sem ferðamannland? „Alveg tvímælalaust. Þetta kjaft- æði að Island sé úttrampað af ferða- mönnum á bara við nokkra staði. Það þarf að laga og er ekkert mál. Það er nóg pláss fyrir 300 þúsund ferða- menn á íslandi yfir sumariö. Undar- legt hvað pólitíkusar hafa sumir lít- inn skilning á þessu.“ - Er það vegna þess að þeir geta ekki reist sér minnismerki á því sviði? Símon glottir. „Það er vel hægt. Eitt er á Keflavíkurflugvelli. Þessi minnismerki era venjulega í stærra lagi.“ TÍVOLÍ SKEMMTIGARÐUR OPIÐ DAGLEGA Hveraportið, markaðstorg, opið alla sunnudaga. Ný og spennandi vélknúin leiktæki. Besta fjölskylduskemmtunin Til okkar er styttra en þú heldur. l í Tívolí er alltaf gott veður. 1 fíVOLÍ, Hveragerði |P SOFEHJ^ HJÁ^MÉR ^ - HOTH. BORGAKNES _ tðg OKEYPIS UTFILMA FYLGIR HVERRI FRAMKÖLLUN rAli MYNDSYN SÍMI91-77755

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.