Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Töfrabúgreinar? Aukin ferðaþjónusta bænda og aukin hrossarækt þeirra er ekki lausn á samdrætti hefðbundins landbún- aðar í sauðfé og nautgripum. Ferðaþjónusta og hrossa- rækt eru sérhæfðar og þegar ofsetnar atvinnugreinar, sem ekki búa yfir markaði handa mörgum nýhðum. Á sínum tíma sá kerfið lausn í loðdýrarækt og jafn- vel fiskeldi. Strax í upphafi bentu utankerfismenn á, að slíkir draumórar mundu ekki rætast. Reynslan af loð- dýrarækt og fiskeldi ætti að kenna mönnum að varast óra kerfisins um gróða af ferðaþjónustu og hrossarækt. Ekki þarf mikinn hagfræðing til að reikna, að tekjur ferðabænda geta ekki staðið undir miklum stofnkostn- aði við búháttabreytingu. Varhugavert er að hvelja bændur til nýsmíða og annarra viðamikilla útgjalda í von um, að ferðamenn komi síðan nánast á færibandi. Ferðaþjónusta getur orðið arðbær hjá fólki, sem hefur í fyrsta lagi sérstakar aðstæður til að bjóða ferðafólki, svo sem veiði, golf eða útreiðatúra. í öðru lagi laust húsnæði, sem ekki kostar mikið að breyta. í þriðja lagi þekkingu og innsæi í umgengni við ferðafólk. Ef öllum þessum þremur skilyrðum er fullnægt, er auðvitað til mikilla bóta, að vera þegar búinn að starfa í greininni um nokkum tíma og ná þannig niður stofn- kostnaði og öðrum útgjöldum, sem fylgja fljótlega á eft- ir án þess að miklar ferðaþjónustutekjur komi á móti. Margir ferðabændur hafa byggt þjónustuna upp með því að hafa öll skilyrði í lagi og með því að taka öll laun sín af öðrum búgreinum á uppbyggingartímanum. Þótt sumum þeirra vegni sæmilega að þessu loknu, er ekki unnt að reikna með, að nýliðum í greininni vegni vel. Svipaðar reglur gilda um hrossaræktina. Bændur á því sviði þurfa þekkingu og innsæi; þeir þurfa að búa við hagstæð skilyrði í húsum og búnaði, þannig að stofn- kostnaður sé að mestu afskrifaður; og þeir þurfa að byggja á traustum ræktunarmerg kynslóðanna. Sumir hrossabændur geta lifað af starfi sínu og sömu- leiðis nokkur ^öldi tamningamanna og þjálfara, svo og ekki sízt örfáir sölumenn, sem finna markað fyrir reið- hross hér heima eða í útlöndum. Þessi markaður hefur vaxið ágætlega, en tekur engum stökkbreytingum. í báðum þessum greinum getur fólki vegnað sæmi- lega við þau skilyrði, sem ríkt hafa undanfarin ár, er markaður hefur vaxið jafnt og þétt. Farsælast er, að byggt verði sem mest á þeim grunni, sem þegar er feng- inn, en ekki sé verið að ýta óreyndu fólki á flot. Greinar af þessu tagi eru háðar sveiflum, sem oft fylgja frjálsum markaði. Tímabundinn samdráttur getur riðið skuldsettum nýliðum að fullu, þótt hinir lifi af, sem eru búnir að koma sér fyrir. Þess vegna á kerfið að fara varlega í að ýta fólki í ferðaþjónustu og hrossarækt. Reynsla íslendinga og annarra segir, að bezt sé, að atvinnugreinar þróist og dafni að innan, en ekki með handafli hins opinbera, þar sem menn eru reiðubúnir að taka trú á hveija nýja töfragreinina á fætur ann- arri. Þetta gildir víðar en í landbúnaði einum. Ánægjulegt er, að ferðaþjónusta og hrossarækt skuli hafa fest rætur í þjóðfélaginu og geta veitt fólki tekjur, sem það stendur sjálft undir, en ekki skattgreiðendur landsins. En jafnframt er skynsamlegt, að hinir hæfustu fái að vera í friði við að byggja upp þessar greinar. Offramboð af hálfu nýliða, sem vanir eru sjálfvirkri afsetningu mjólkur og kjöts, verður aðeins til þess, að botninn dettur úr markaðinum og allir verða fyrir tjóni. Jónas Kristjánsson Bush situr í klípu eigin fortíðar Flokksþing repúblíkana til að velja forsetaefni kemur saman um miðjan mánuðinn í Houston, heimaborg George Bush Banda- ríkjaforseta. Aðdragandi flokks- þingsins hefur veriö samfelldur hrakfallabálkur fyrir forsetann og stjómina sem hann setti yfir kosn- ingabaráttu sína. Bush á vísa tilnefningu í framboð með yfirgnæfandi meirihluta en viku fyrir flokksþing þykir sýnt að erfitt verði að sýna í Houston þá hrifningu og sigurvissu sem þarf til að ganga í augu sjónvarpsáhorf- endum eins og viðeigandi þykir þegar kosningabaráttu er hrundið úr vör fyrir alvöru. Haft er fyrir satt að þriðjungur öldungadeildar- manna repúblikana æth ekki til Houston af því þeir telji sér lítt til framdráttar að láta sjá sig við end- urútnefningu Bush og Dan Quayle, varaforsetaefnis hans. Fram að flokksþinginu hefur Bush gert sér far um að vera for- setalegur og koma fram í embættis- nafni en Quyale fékk það hlutverk að halda uppi ádeilu á demókrata og merkisbera þeirra, Bill Clinton. Varaforsetinn hefur gert hvert ax- arskaftið af öðru, allt frá stafsetn- ingu til bameignamála, og er orð- inn aö enn meira athlægi en fyrr. Um skeið gekk fjöllunum hærra að Bush myndi skipta um varaforseta- efni fyrir þrýsting úr forustuiiði flokks síns en nú þykir útséð um að svo verði. Kvíðnir repúblíkanar eygja þann vonameista að James Baker utan- ríkisráðherra, sem stýrði fyrri kosningabaráttu Bush, verði kall- aður til að gegna sama hlutverki á ný upp úr flokksþingi. Tvíeggjað gæti þó reynst gagnvart almenn- ingsálitinu að taka úr þýðingar- miklu ráðherraembætti þann mann sem þykir bera af í ríkis- stjóminni til að reyna að bjarga vini sínum og yfirboðara úr pólit- ískum ögöngum. Eftir flokksþing demókrata hafa frambjóðendur þeirra forsetaefnið Bill Clinton, fylkisstjóri í Arkans- as, og varaforsetaefniö A1 Gore, öldungadeildamaður frá Ten- nessee, sópað að sér fylgi í skoðana- könnunum og kosningaferðalög þeirra farið fram úr öllum vonum, bæði í aðsókn og undirtektum. í nýjustu könnunum era yfirburðir Clintons og Gore komnir upp í 30% umfram Bush og Quayle. Er það með eindæmum á þessu stigi kos- ingabaráttu. Velgengni demókrata er skýrð með ýmsu móti. Þeir hafa efdr flokksþingið tilbúna stefnuskrá sem reynist falla í góðan jarðveg. Bush hefur hins vegar enn sem komið er enga áþreifanlega stefnu að bjóða til að ráða fram úr þjóðfé- lagsvanda, sem þorri Bandaríkja- manna telur mikinn og aðkallandi. Demókratarnir era báðir af kyn- slóð sem ekki hefur fyrr komið til greina í æðsta embætti Bandaríkj- anna. Margir fréttaskýrendur era þó á því að drýgst dragi þá félaga mun- urinn á því hvemig þeir annars vegar og Bush og samstarfsmenn hans hins vegar bragöust við upp- náminu sem varð út af framboðstil- burðum millj arðamæringsins Ross Perot snemmsumars. Perot gerði Erlend tíðindi Magnús Torfi Olafsson sig líklegan til að efna til forseta- framboðs utan flokka og fékk um skeiö ótrúlegar undirtektir, fór í skoðanakönnunum fram úr Bush og Ghnton báðum og sigldi hrað- byri að því að safna nægum undir- skriftum til að komast á kjörseðil í flestum ef ekki öllum fylkjum. Kosningastjóm Bush réðst að Perot með offorsi, þegar hún hafði áttað sig, gróf upp og kynnti vafa- söm atvik á ferh hans í kaupsýslu og afskiptum af opinberam málum og lét í það skína að hann væri ekki í geðsmunajafnvægi, haldinn einræðistilhneigingum og fáfróður í ofanálag. En um leið og Perot dró sig skyndilega í hlé kom aht annað hljóð í strokkinn hjá mönnum for- setans. Nú var skírskotað til þeirra sem hneigst höfðu til fylgis við Perot með því að bera á hann lof fyrir visku og hugrekki. Clinton og háns menn fóra þver- öfugt aö. Þeir leiddu persónu Pe- rots og aöferðir hans hjá sér, en hömraðu á að það væri frambjóð- andi demókrata sem byði raun- verulega stefnubreytingu og for- ustu um úrbætur á þeim sviðum sem mest hefðu farið úrskeiðis á tólf ára stjómarferh repúblíkana. Nú er árangurinn að koma í ljós. Skoðanakannanir benda til að fjór- ir af hveijum flmm væntanlegum kjósendum Perots hyggist haha sér að Clinton. Sérstaka þýðingu hefur, ef þessi skipting fylgismmanna Perots gengur eftir í Kalifomíu, þar sem þeir virtust firna öflugir. Fjöl- mennasta fylki Bandaríkjanna vel- ur um fimmta hluta þess fjölda kjörmanna sem þarf til forseta- kjörs. Nú er atvinnuleysi þar 9,5%, hið mesta í nokkra iðnaðarfylki, og Kalifomía hefur verið íjárlaga- laus í mánuð og greiðir reiicninga- með skuldaviðurkenningum, af því fylkisstjómin hefur engin ráð fundið til að ráða við 10,7 mihjarða dohara greiðsluhaha. Kjósendur í Kalifomíu veita Clinton 34% yfir- burði umfram Bush í skoðana- könnunum. Síðustu tvær vikur hafa áhrifa- menn í rööum repúblíkana og fréttaskýrenda sem þeim era hiynntir gengið fram fyrir skjöldu og lagt að Bush að draga sig í hlé svo flokksþingið fái frjálsar hendur th að velja forsetaefni með raun- veralega sigurmöguleika. Wihiam Bennett, háttsettur í stjórnum Re- agans og Bush og einhver skelegg- asti talsmaður þeirra, ráð forsetan- um í sjónvarpi th að tala í einlægni við sjálfan sig. Fyrst ætti hann að spyija: „Vh ég í raun og vera fara út í þetta?“ Og önnur spurningin þyrfti aö vera: „Th hvers ætla ég svo að nota það?“ Síðan hafa dálkahöfundarnir Ge- orge Wih í Washington Post og A.M. Rosenthal í New York Times lagst á sömu sveif af enn meiri þunga og sömuleiðis áhrifamikið íhaldsblað í Kalifomíu, Orange County Register. Undirrót vandans hjá Banda- ríkjaforseta er að þrír fjórðu landa hans telja að þjóðin sé á rangri braut og sú braut var vahn á tólf ára tímabili þar sem hann var fyrst varaforseti í átta ár og síðan for- seti í fjögur. Skipti hann nú um stefnu afneitar hann eigin ferh. í stjórn Bush sitja menn eins og Louis Sulhvan hehbrigðis- og fé- lagsmálaráðherra, Jack Kemp hús- næðismálaráðherra og Lamar Alexander menntamálaráðherra, sem hafa komið fram með tihögur um úrbætur á hripleku heilbrigðis- kerfi, húsnæðisneyðinni og al- mennu fræöslukerfi í niðumíðslu, en forsetinn hefur ekki fengist til aö Uta við úrlausnum sem rekast á kennisetningu gamla íhaldsins um að láta eigi einkaframtakið og markaðinn um að leysa máUn. E.J. Dionne bendir á í Washington Post að Bih Clinton hafi gert að sínum ýmsar hugmyndir þessara van- nýttu ráðherra Bush. George Bush í hópi stuðningsmanna á flugveilinum i Reno í Nevada eftir aö hann ávarpaöi þing fatlaðra uppgjafarhermanna þar f borg. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.