Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Page 28
40
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992.
Síðustu ár hefur uppgræösla lands-
ins vakið meiri athygli og áhuga enda
ljóst að landið fýkur smám saman
burt. Fáum er þetta betur ljóst en
þeim sem búa nálægt hálendinu og
öðrum þeim svæðum þar sem
ástandið er verst. Nemendur í 10.
bekk Reykholtsskóla í Biskupstung-
um eru meðal þeirra sem sinnt hafa
uppgræðslu af alúð. Þeir hafa til
umráða girt svæði á afréttum
Tungnamanna í svokölluðum Róta-
mannatorfum.
Rótamannagihð var vahð til upp-
græðslu en það er 5 km suðvestur
af Bláfelh, um 5-600 metra langt,
2-250 metra breitt og stefnir til norð-
urs inn í melöldu. A svæðinu eru 10
Svona lita Rótamannatorfur út i dag. Rofabörðin eru áberandi en grænu vinjarnar eru vaxnar þéttu birkikjarri.
Uppgræðsla svæðisins miðar að því að hefta rofabörðin og gróðursetja islenskar jurtir sem binda jarðveginn.
og gera tilraunir með uppgræðslu.
Þennan sunnudag komu tvær th að
vitja um „fósturbömin" og hlú að
þeim. Sveinn Kristjánsson, fyrrum
bóndi að Drumboddsstöðum, kom að
hta á sinn reit sem hann kom sér upp
í fyrra. Þessi aldni bóndi vill leggja
sitt af mörkum til uppgræðslu og
skha landinu einhveiju th baka.
Hann var nokkuð ánægður með fóst-
urbömin sín og gaf þeim áburðar-
skammt.
Upp af gilinu em rofabörðin sem
ráðast á í þessari ferð. Þama er
greinUega verk að vinna og sum
böröin eru há og Ulvíg.
Uppgræðsla í Rótamannagili við Kjalveg:
Unglingar í Tungunum
snúa vöm í sókn
Ráðist á rofabörðin
Vopnuð skóflum hélt flokkurinn
af stað upp á börðin. Leiðin er í kring-
um þykkt birkikjarr þar sem súmar
plöntumar em nærri þrír metrar.
Af þeim birkigróðri, sem eftir er á
börðunum, má álykta að á þessu
svæði hefur verið gróðursælt fyrr á
öldum þó lítið sé nú eftir nema auðn-
in. GanUar heinúldir segja frá skóg-
arítökum kirknanna að Bræðra-
tungu og Torfastöðum því tU stuðn-
ings og einnig hafa fundist á svæðinu
leifar kolgrafa sem vitna enn frekar
um þann gróöur. Trén voru höggvin
í ákveðna stærö og úr þeim gerð kol
sem notuð vora við gerð áhalda.
Að sneiða rofabörð með þykkum
trjárótum er ekkert áhlaupaverk.
Barðið er sneitt niður í áföngum og
torfumar hlaðnar upp eftir sárinu.
Dagsverkið var um fimmtán metra
langt svæði sem var sneitt og hlaðið.
Allir verða rykugir upp fyrir haus
og sérstaklega skólastjórinn sem
stendur neðan við barðið og tekur á
móti sneiðunum. Þetta er líklega eina
tækifærið sem nemendurnir fá til
þess að ata skólastjóra sinn auri að
gamni sínu. Þrátt fyrir allt puðið eru
krakkarnir kátir og slá á létta
strengi.
Þegar búið var að hlaða torfunum
upp 1 réttan haUa var dreift yfir þær
tilbúnum áburði. Síðan var birki-
hríslunum stungið niður á víð og
dreif.
Vonir um skóg
Einn úr hópnum hafði það verkefni
að kvikmynda allt sem fram fór og
annar ijósmyndaði helstu atriði.
Þessi heimUdasöfnun er liður í verk-
efninu og verður því skUað með rit-
gerð, myndbandi og Ijósmyndum. TU
mikUs er að vinna því í fyrstu verð-
laun er ferð fyrir 10 manna hóp á
umhverfisráðstefnu í Bergen að ári.
Miklar vonir era bimdnar við að
birkið vaxi og dafni á þessum stað
og ekki útUokað þar sem það er
þama fyrir. Hvort svæðið verður
skógi vaxið eftir áratugi er ómögu-
legt að staðhæfa. Krakkarnir gera
sér vonir um að í framtíðinni eigi
þeir vísi að skógi í Rótamannatorfum
þótt líklegast verði ekki -hægt að
sveifla sér í tijánum að hætti Tarz-
ans. -JJ
gróðurtorfur, allstórar sumar hveij-
ar, með háum börðum og sumar með
birkUeifum.
Friðað svæði
Árið 1989 var svæðið friðað og sá
Landgræðslan um að girða það með
rúmlega 4 km rafmagnsgirðingu auk
þess sem hún hefur gefið áburð, gras-
fræ og fleira. Skógrækt ríkisins hefur
einnig styrkt átakið. Áhugafólk sá
um gróðursetningu árlega en í fyrra-
haust tók 9. bekkur Reykholtsskóla
að sér að sinna verkefnum á svæð-
inu.
SíðastUðinn vetur auglýsti
menntamálaráðuneytið eftir um-
sóknum og þátttöku í samnorrænp
umhverfisverkefni og fékk Reyk-
holtsskóli samþykki fyrir sínu ásamt
sjö öðrum skólum á öllum stigum
sem sinna annars konar umhverfis-
verkefnum. Umsjónarmenn eru
Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri og
Ragnheiður Jónasdóttir garðyrkju-
fræðingur.
Hópurinn hefur farið fjórar feröir
inn á afréttina í sumar. Blaðamaður
DV var með í ferö sunnudaginn 26.
júlí og fylgdist með hópnum að störf-
um. Rúta sækir krakkana á bæina í
Biskupstungum en kostnaðurinn er
greiddur af hreppnum. Krakkamir
koma með sín áihöld en áburður og
plöntur gefa Skógræktin og Land-
græðslan.
Hópurinn, sem sinnlr uppgræðslu i Rótamannagili, er ekki stór. Að þessu
sinni vantaði nokkra nemendur úr 10. bekk Reykholtsskóla en mæting aö
sumri er ekki skylda. Frá vinstri: Grfmur, Ragnheiður, Unnar Þór, Böðvar,
Vilborg, Dóra, Egill, Ólafur og Eyja bilstjóri. DV-myndir JJ
Það er ekki létt verk að skera niður rofabörð með þéttum birkirótum.
gefur til kynna að plöntumar í hálf-
gróna svæðinu standi sig einna best.
Enginn skyldi þó ætla að hér séu
stærðartré á ferðinni. Þessar htlu
hríslur era rétt yfir 20 sentímetra
háar og þegar gengið er um svæðið
verður að gæta þess vandlega aö
traðka þær ekki niður. En þótt þær
láti lítið yfir sér núna er líklegt aö
þetta verði hin myndarlegustu tré
þegar fram í sækir.
Hlúð að
fósturbömum
Upp með lækjarbökkunum hafa
nokkrar fiölskyldur tekið flag í fóstur
- liður í norrænu umhverfísverkefni
Gjóskulag frá söguöld
Þegar komiö var upp á Kjalveg
blasti auðnin við. Alls staðar era
ógrónir melar og í rokinu fýkur jarð-
vegurinn upp og safnast saman í vit-
unum. Til marks um hve uppblástur-
inn hefur verið gegndarlaus síðustu
aldir má nefna að jarðvegur er sums
staðar kominn niður í gjóskulag frá
söguöld. Gjóskan er létt og fýkur eins
og vindlaaska þegar vind hreyfir.
Það verður öllum ljóst sem sjá eyði-
legginguna að nú verður að snúa
vörn í sókn og loka þessu sári sem
menn og skepnur hafa krafsað í frá
upphafi íslandsbyggðar.
Girti skikinn í Rótamannagili er
eins og vin í eyðimörkinni. Á aðeins
þremur áram hafa plöntumar veriö
að feta sig áfram um svæðið, ofurvar-
lega eins og þær séu á báðum áttum.
Á melunum norður af læknum hafa
vérið geröar tilraunir með gróður-
setningu á ' íslenskum jurtum og
standa þær sig vel.
Gróðurtilraunir
með birki
Stelpumar í hópnum fara í könn-
unarleiðangur og huga að þeim
birkiplöntum sem gróðursettar vora
í haust sem leið. Gróðursett var í
þrenns konar jarðveg, gróinn, hálf-
gróinn og mel. Athugun stelpnanna