Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992.
41
- Mik Magnússon, talsmaður gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á vígvöllunum í Sarajevo
Sú var tíð að hvert mannsbam á
íslandi þekkti rödd Miks Magnús-
sonar fréttamanns. Hann talaði á
ensku í útvarpinu á hverjum degi og
þegar átök hófust við Breta um 50
mílna landhelgi við ísland þóttumst
við eiga hauk í homi þar sem Mik
var og túlkaði sjónarmið okkar í
breska útvarpinu BBC.
Svo var eins og hann hyrfi af sjón-
arsviðinu en skýtur nú allt 1 einu upp
kollinum sem talsmaður gæsluhðs
Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo í
Bosníu. Erlendar fréttastofur vitna
stöðugt til hans þegar leita þarf frétta
af ástandinu í borginm. Þar er stund-
um tekið svo til orða að Mik Magnús-
son, íslendingurinn staðfasti, hafi
upplýst þetta eða hitt.
Lögheimilið enn
í Vestmannaeyjum
Og rétt er það að Mik er bæöi ís-
lendingur og staðfastur. Að vísu er
hann Skoti að uppruna og hét Bmce
Mitchell þar til hann varð íslenskur
ríkisborgari og að sögn meiri íslend-
ingur en margir þeir sem eru fæddir
á Islandi og hafa ahð þar allan sinn
aldur.
Mik kom til íslands árið 1963 og fór
á vertíð í Vestmannaeyjum. Þar á
hann enn lögheimili og heimsótti
eyjamar síðast fyrir tveimur árum.
í Eyjum kynntist hann konunni
sinni. Hún heitir Hanna Mally Jó-
hannsdóttir og er dóttir Jóhanns
Bjarnasonar hafnarvarðar og
Oddnýjar Bjarnadóttur. Þau eiga
tvær dætur, Rósu og Bjarndísi, sem
búsettar era hér á landi. Skammt er
síðan Hanna og Mik shtu samvistum
og býr Mik nú með chileskri konu,
Alice aö nafni. Hún er með honum í
Sarajevo.
Mik réðst til Ríkisútvarpsins um
1970 til að annast fasta fréttatíma á
ensku. Það var þá nýjung á íslandi.
{framhaldi af ensku fréttunum í út-
varpinu varð hann fréttaritari BBC
hér á landi og enn síðar hóf hann
störf fyrir Menningarstofnun Banda-
ríkjanna og svo sem blaðafulltrúi
bandaríska hersins hér á landi. Á
þeim áram flutti hann hermönnun-
um á Keflavíkurflugvelh reglulega
fréttir af menningarlífinu í Reykja-
vík í Kanaútvarpinu.
Skammaður fyrir að
styðja íslendinga
„Þetta er mikill indæhsdrengur og
glúrinn við margt,“ segir Ami Gunn-
arsson, fyrrum fréttamaður hjá út-
varpinu, alþingismaður og nú fram-
kvæmdasfjóri Slysavamafélags ís-
lands. Þeir voru samtíða hjá útvarp-
inu.
„Mik var ákaflega leitandi maður
og ég gæti trúað að starfið, sem hann *
gegnir núna, ætti vel við hann,“ seg-
ir Ami. Ami þekkti m.a. vel til starfa
Miks fyrir BBC á tímum þorska-
stríðsins um 50 mhumar.
„Hann fékk stimdum ákúrur frá
yfirmönnum sínum fyrir að styðja
málstað íslendinga um of. Einu sinn
talaði hann við mig um hvemig hann
ætti að bregðast við.
Mik var og er sjálfsagt enn mikhl
þjóðemissinni fyrir íslands hönd
enda Skoti og því htiö hrifinn af Eng-
lendingum. Hann var þjóðemissinn-
aöur eins og Skotar einir era og þjóð-
emishyggjan færðist yfir á ísland
þegar hann var sestur hér að. Ég
held að það megi fuhyrða að hann
hafi verið íslendingum ákaflega
gagnlegur í þorskastríðinu,“ sagði
Ami.
Sigurður Sigurðsson fréttamaður
vann einnig með Mik á þessum tíma.
Hann kannast vel við að fréttáflutn-
ingur Miks hafi verið íslendingum
hagstæður í þorskastríðinu.
„Þetta er framgjam maður og
margt th hsta lagt. Það er gaman að
sjá hvað hann hefur náð langt og
kemur ekki á óvart,“ sagði Siguröur.
Mik Magnússon hefur það hlutverk með höndum i Sarajevo að skýra þróun mála af hálfu gæsluliðs Sameinuðu þjóöanna. Þetta er alvarlegra strið en
stríðið um 50 mílna landhelgina á íslandsmiðum. Þar sá Mik einnig um fréttaflutning.
Frá lokum stríðsins um 50 mílna landhelgina. Joseph Luns, framkvæmda-
stjóri NATO, talar en blaðamennirnir Mik Magnússon, Ólafur Ragnarsson,
Ólafur Sigurðsson, Haukur Helgason, Árni Þórarinsson og Oddur Ólafsson
hlusta.
Altekinn
af Afríkubakteríunni
Mik imdi í nokkur ár í þjónustu
Bandaríkjamanna hér á landi. Þar
kom þó að hann fór að hugsa sér th
hreyfings og í ársbyrjun 1981 fór
Fréttir á ensku voru verkefni Miks
hjá útvarpinu.
hann th Uganda á vegmn Rauða
krossins. Þar var hann í þijá mánuði
og kom heim að þeim tíma loknum
„altekinn af Áfríkubakteríunni",
segir Jón Ásgeirsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Rauða krossins og nú
forseti Handknattleikssambandsins.
Reynsla Miks í Afríku varð th þess
að hann leitaði þangað aftur og fór
héðan alfarinn árið 1983. Eftir að th
Afríku kom á ný réðst Mik th Um-
hverfismálaráðs Sameinuðu þjóð-
anna í Nairobi í Keníu. Hann hefur
unnið fyrir Sameinuðu þjóðimar
upp frá þvi.
„Hann var algerlega með hugann
við Afríku eftir fyrstu ferðina þang-
að," segir Jón Ásgeirsson. Ami
Gunnarsson segir að áhugi Miks á
Afríku hafi stafað af þörf hans fyrir
að leita á nýjar slóðir, rétt eins og
þegar hann kom th íslands.
„Hann fékkst við ákaflega margt í
Afríku og hefur efalaust fengiö þar
góöa þjálfun fyrir starfið sém hann
gegnir nú,“ sagði Ami.
Löglegir möskvar eða ólöglegir?
Mik Magnússon hlýðlr á Gæslu-
mennina Guðmund Benediktsson og
Höskuld Skarphéðinsson skipherra.
Frá Afríku til Sarajevo
Fyrir tveimur áram tókst Mik m.a.
á hendur að vera upplýsingafuhtrúi
Sameinuðu þjóðanna í Namibíu
vegna almennra kosninga sem þar
vora haldnar undir vemd samtak-
anna. Starfið í Sarajevo er hhðstætt
en þó hættulegra því þar hafa staðið
nær látlausir bardagar síðustu mán-
uði og mannfah orðið í gæsluhði
Sameinuðu þjóðanna.
Mik hefur veriö í Júgóslavíu frá
því í vor en ekki lent í sviðsljósinu
fyrr en nú síðla sumars eftir að átök-
in hörðnuðu og erfitt að afla frétta
nema leita th gæsluhðsins.
Arin sem Mik var á íslandi lagði
hann hart að sér við að læra íslensku
th að geta talist íslendingur með fuh-
um rétti. Hann náði furðugóðum tök-
um á tungumálinu.
íslendingum, sem þekkja Mik, hgg-
ur vel orð th hans og sumir halda
enn sambandi nú þrátt fyrir fjarlægð
og erfiðar aðstæður.
„Ég kunni vel við Mik,“ segir
Oddný, fyrrverandi tengdamóðir
hans. „Hann er bráðvel gefinn maöur
og kemur vel fyrir.“ -GK
A ieið til Afriku f ársbyrjun 1981 eftir nær tveggja áratugá dvöl á Islandi.
Til íslands hefur Mik aðeins komið sem gestur síðustu árin.