Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Side 30
42 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. Helgarpopp Júpíters á heimavelli. Júpíters - stefnan er stefnuleysi hjá stærstu poppsveit landsins Júpíters er eina poppsveit landsins sem getur stillt upp 11 manna fótbolta- liði og framkvæmdastjóra á linuna. Táp, fjör og frískir menn. Betur verð- ur spútnik-hljómsveit sumarsins ekki lýst. Hljómsveit sem er stærri og sveiflukenndari en aðrar á þessu landi. Þeir sitja þrettán á árunum og fleyinu, sem ber nafnið Júpíters, er róið á önnur og fjarlægari mið en gengur og gerist með íslenska kol- lega. Ræðaramir þrettán sækja feng sinn þangað sem hitinn er meiri og aldan léttari en hér norður í Ballar- hafi. Nýveriö sendi Júpíters fyrstu afurð sína á markað og hefur henni verið tekið með kostum og kynjum enda ólík flestu því sem íslenskt tónlistar- sumar hefur boðið upp á. Á Tja tja er brugðið upp svipmyndum af ólík- um menningarheimum sem Júpíters hefur kynnst á ferðum sínum um heimshöfin. Það eru þrír áhafnar- meðlimir, þeir Jón Skuggi Steinþórs- son, Eiríkur Stephensen og Stein- grímur Guðmundsson, sem hér bregða birtu á ævintýrið um Júpít- ers. 32 ára aldursmunur á elsta og yngsta meðlimi - Af hveiju svona stór hljómsveit? „Hún verður að vera svona stór. Það er erfiðara að skipuleggja fyrir stóra hljómsveit og við erum allir fyrir erflðleikana," segir Eiríkur og Steingrímur bætir við brúnaþungur að stór hljómsveit gefi mun meiri möguleika. Júpíters hefur starfað í þijú og hálft ár, að sögn Jóns Skugga, en á þeim tíma hafa orðiö ýmsar manna- breytingar. Innáskiptingar voru al- gengar í byijun og ekki alltaf á hreinu hversu margir voru í hljóm- sveitinni. Síðasta eitt og hálfa árið hefur hins vegar einkennst af stöðug- leika og á þeim tíma hafa sömu þrett- án meðlimimir verið í bandinu. Val- inn maður í hveiju rúmi. - Hafa liðsmennirnir svipaðan bak- grunn í tónlist? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Hþómsveitarmeðlimimir em frá tuttugu og tveggja ára til fimmtíu og fjögurra ára gamlir. Slagverks- leikaramir Sigtryggur og Tóti og einnig Halldór Lámsson em sprottn- ir upp úr pönkinu. Rúnar Gunnars- son og Hjalti Gíslason eiga rætur sín- ar í Jazzi. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur eiga fulltrúa sína í Júpíters. Það hrærast því í hljómsveitinni alls konar bylgjur og bakgmnnurinn er mjög ólíkur hjá mönnum sem er til góðs.“ Þremenningarnir em sammála um að það sé stór kostur að mönnum séu ekki settar reglur um hvers konar tónlist á að spila og menn setja sjálf- um sér engar reglur. Menn em óheft- ir og njóta tónlistarlegs frelsis. Hugmyndir íhakkavél - Er anarkismi þá ráðandi? „Að vissu marki. Menn em alla vega ekki bundnir af Berkley-reglun- um,“ segir Eiríkur og heldur áfram. „Menn hafa verið að finna að sólum hjá okkur og fundist þau óhefðbund- inn. Djass-gúrúar vilja hafa hlutina í réttum farvegi en þá em sömu menn búnir að flokka okkur sem djasshljómsveit sem er út í hött og segir meira um þá en okkur." - Viðfangsefni Júpíters er frá- bmgðið því sem hefur tíökast hjá öðrum íslenskum hljómsveitum. „Ég held að þessi hópur hafi valist saman vegna þess að menn hafa ekki átt samleið með þeim sem fara hefð- bundnar leiöir," segir Steingrímur. „Þetta em allt menn sem vilja nálg- ast tónlistina á eigin forsendum. Það syngur hver með sínu nefi í þessu bandi. Við erum fordómalausir gagn- vart nýjungum en gemm fráleitt í því að reyna að vera eitthvað örðu- vísi.“ - Það er hiti í tónlist Júpíters. Emð þið ekki á bandvitlausum stað á hnettinum? „Við erum að hita upp fyrir gróður- húsaáhrifin," segir Steingrímur og félagarnir skella á lær sér og reka upp roku. Lögin á Tja tja hafa orðiö til á síð- ustu þremur ámm en platan var hljóðrituð á tímabilinu október til apríl í vetur. Hér er um fmmburð hljómsveitarinnar að ræða og því tæplega hægt að segja að hún hafi verið afkastamikil. Jón Skuggi segir þó Júpíters eiga efni á tvær stórar plötur til viöbótar. Hann segir lögin oftast verða til í samvinnu eftir að einhver hefur komið með hugmynd, misjafnlega þróaða. Reyndin hefur nú orðið sú að þessar hugmyndir hafa verið teknar svo harkalega í gegn af hljómsveitinni að menn þekkja oft ekki lögin sín aftur." Steingrímur segir ferlið vera frá því að lag verður til í djammi á æfingum upp í það að einhver komi með nær fullbúið lag. Þegar síðamefndi hátt- urinn er upp á teningi er lagið sett í Júpíters hakkavélina. „Það er oft skemmtilegt þegar verið er aö þróa útsetningar og allir eru í einu að reyna finna sína línu og þijóskast við að spila hana þegar hún er fundin. Þaö getur tekið tíma að greiða úr þeim „útsetningum“. Lögin vinnast mjög misjafnlega. Sum ganga strax upp en önnur geta verið heilt ár í smíðum. Þau leggjast í dvala í nokkra mánuði og eru svo vakin upp,“ segir Jón Skuggi. Júpíters eins og fjölskyldualbúm - Hver er staða Júpíters í íslensku tónlistarlífi? „Við höfum lítið haft af öðrum hljómsveitum að segja en ætli að þaö verði ekki að játast að við séum tölu- vert á skjön við aðra. Samsetningin af hljómsveitum sem nú eru starf- andi er heföbundnari en oft áður. Stærðin, stefnuleysið og ringulreiðin í okkar hljómsveit eru líklega þeir þættir sem gera hana öðruvísi. Skortur á sameiginlegum bakgrunni skiptir þarna einnig miklu máli. íslenska tónlistartertan skiptist eiginlega í tvennt. Annars vegar poppböndin sem eru öll frekar lík, essin öll, og hins vegar dauðarokkið sem er orðin ansi stór deild en lifir og hrærist algerlega neðanjarðar. Einn tertugeirinn sem var digur hér fyrir nokkrum árum er horfmn en það eru Smekkleysu-böndin svoköll- uðu. Viö eru að einhveiju leyti kom- in á staðinn í tertunni þar sem þau voru. Þaö er einkenni á mörgum hljóm- sveitum og þá kannski sérstaklega í dauðarokkinu að aðhyllast harðlínu- stefnu. Það er svipað því að ljóðskáld yrki einungis í ferskeytluforminu. Slík stefna er algerlega andstæð okk- ar hugmyndum í Júpíters þar sem stefnan er stefnuleysi. Fyrir nokkr- um árum var til slagorð innan hljóm- sveitarinnar sem var Death to Dixie- land. Það var fellt úr gildi fyrir margt löngu og við gætum þess vegna farið að spila dixieland á morgun." - Textar Júpíters eru illskiljanlegur hrærigrautur ólíkra tungumála og að því leyti lík tónlistinni að erfitt er að henda reiður á þeim. „Fyrir vikið fær hljómsveitin al- þjóölegt yfirbragö," segir Eiríkur og glottir við tönn. „Ólík reynsla og ferðalög sem menn hafa farið í setja svip sinn á textana. Menn hafa viðað að sér frösum úr matseðlum og öðr- um sneplum sem verða á vegi ferða- langa. Lögin eru mikið til instru- mental og tilfinningin í laginu verður þess vegna mjög sérstæö. Það er eins og menn fái einhveija hnattstöðu á heilann þegar verið er að spila; Lögin hafa því fengið nöfn eins og Nótt í Trípólí, Vika í Lima, Svartahafsþok- an og Swizzz. Það myndast stemning frá stað þar sem einhver úr hljóm- sveitinni hefur einhvemtíma alið DV manninn. Þetta er líkt því að Júpít- ers sé fjölskyldualbúm íjórtán manna sem ferðast um heiminn og tónlistin soðin upp úr albúminu," segir Steingrímur. Helst að matareitrun fái stöðvað bandið - Tónleikar Júpíters era rómaðir og þykir sveitin ná upp stemningu sem er fáséð á íslandi. Skiptir tónleika- hald og þau viðbrögð sem sveitin fær frá áheyrendum miklu máli? „Það er engin spuming að Júpíters nærist algerlega á tónleikunum. Menn fá feikilega útrás og keyra sig út á tónleikunum. Við hættum ekki að spfia fyrr en menn era orðnir ör- magna og yfirleitt spilum við klukkutíma lengur en við þurfum," segir Jón Skuggi og Eiríkur bætir við. „Á Púlsinum um daginn mætti vinnuveitandi minn á tónleika með okkur og hann hafði aldrei séð mig púla eins rosalega og þetta kvöld, það hlakkaði greinilega í honum. Ég fletti algerlega ofan af sjálfum mér. Á tónleikum fær ekkert stöðvað okkur drengina. Það er svipað og með draumalið Bandaríkjamanna í körfubolta, það fær ekkert stöðvað þá á óympíuleikunum nema matar- eitrun.“ - Mórallinn í hljómsveitinni? „Hann er mjög sveiflukenndur. Hljómsveitin er kjörinn vettvangur til alls kyns klíkumyndana og átaka. Einn getur farið í fýlu út í alla hina í hljómsveitinni, nokkrir geta rottað sig saman og verið fúlir út í suma, síðan geta allir verið vinir og allir verið óvinir. Allar þessar stöður hafa komið upp. Enda væri óeðlilegt ef Umsjón: Snorri Már Skúlason menn rifust ekki og væra á öndverð- um meiði. Þetta er eins og mafía þar sem menn skipta skapi og kyssast að lokum." Jón Skuggi segir togstreitu óum- flýjanlega enda verið skapa og það sem menn leggja í sköpunarverkið sé komið beint frá hjartanu. Stein- grímur segir það einn af kostum þess hve hljómsveitin sé stór að þó að til átaka komi og einhver fari í fýlu þá lamast sveitin ekki eins og gerist oft með minni bönd. „Á meðan drama- tískir hlutir eru að gerast á einum stað í hljómsveitinni þá blómstrar annar og þaö smitar út frá sér. Júpít- ers er sjálfgræðandi apparat." Hliðarsporin nauðsynleg Það vita sjálfsagt fæstir að innan Júpíters era starfandi nokkrar smá- sveitir. Það eru að sögn Eiríks hópar sem vilja sinna sérviskulegum hugð- arefnum eins og polka og gömlu dönsunum. Þessi hhðarspor era mönnum nauðsynleg hvíld frá Júpít- ers enda tíðkast allt önnur vinnu- brögð innan þeirra. „Polkasveitin Hringir hefur getið sér gott orð og sömuleiðis hljómsveitin Sígaun sem eðh málsins samkvæmt flytur sí- gaunatónhst. Bómuh og Einar er mehan innan Júpíters, hljómsveit sem svífst einskis og viljum við ekki láta bendla okkur við hana. Ein hljómsveitin heitir Io, skírð eftir einu fylgitungh Júpíters. Sú hljómsveit sphar eingöngu við opnanir mynd- hstasýninga. Þá er sönghópur starf- andi innan Júpíters. Við eram sífellt að spha instramental tónlist og það er því mikhl léttir að syngja í rödd- un. í framtíðinni gæti svo farið að við legðum frá okkur hljóðfærjn og enduðum sem karlakór.“ Hljómsveitin Júpíters er á leiðinni th Englands síðar í þessum mánuði th tónleikahalds. í síðasta mánuði var endurhljóðblöndun á laginu Hót- el Haförn dreift á dansstaði í Eng- landi og því vonandi að tjalhnn kveiki á Júpíters og fagnaðarerind- inu Tja tja. Þar er á ferðinni besta íslenska platan sem komið hefur út á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.