Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Fréttir Samprófanir ákærðu og vitnisburðir lögregiunianna í málningarfötumálinu 1 gær: Stefán og Hallgrímur halda fast við sitt Nokkrir fikniefnalögreglumenn, sem önnuðust rannsókn málsins á sínum tíma, á árunum 1987 og 1988, voru kallaðir fyrir dóminn í gær og þeir spurðir um þær alvarlegu ásak- anir sem sakbomingamir hafa borið á þá. Allir lögreglumennimir, sem spurðir vom um ásakanimar, vom á einu máli um að framburðir sakbom- inganna tveggja fyrir dómi væm ekki á rökum reistir. Annar verjandinn fór út í einkamál Veijandi Hallgríms Más óskaði eft- ir að kona, sem þegar hefur verið dæmd fyrir aðild sína að málningar- fótumálinu, yrði kölluð fyrir dóminn í gær. Hún var sakfelld í vor fyrir milligöngu um sölu á 6,5 kílóum af hassi í málningarfótumálinu. Dóm- urinn var kveðinn upp í Sakadómi í ávana- og Ðkniefnamálum síðastliðið vor. í sama sakamáli var konan einn- ig dæmd fyrir innflutning á 4,1 kílói af hassi sem hún var handtekin með í tösku í Leifsstöð er hún var að koma frá Kaupmannahöfh. Hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. í héraðsdómi í gær upplýsti sam- býlismaður þessarar konu, núver- andi lögreglumaður hjá rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík, að hann hefði tekið á móti konunni á Keflavíkurflugvelli í framangreint skipti þegar hún var með hassið í töskunni - í maí 1989. Þetta kom fram eftír spumingu verjanda Hallgríms. Á þessu tímabili var lögreglumaö- urinn ennþá starfsmaður fikniefna- deildar lögreglunnar en var þó ekki í því hlutverki á flugvellinum heldur að taka á móti vinkonu sinni. Sam- kvæmt upplýsingum DV vissi mað- urínn ekki um innihald töskunnar. í júni 1989, eða mánuði eftir hand- töku konunnar, fékk maðurinn flutning úr fíkniefnadeildinni. Þá var rannsókn málningarfotumálsins lokið en hann var engu að síður ann- ar tveggja fíkniefnalögreglumanna sem önnuöust flestar yfirheyrslur í því máli - í lok ársins 1987 og byijun árs 1988. Umræddur lögreglumaöur yfirheyrði m.a. Hallgrím Ævar. Kon- an upplýsti fyrir dóminum 1 gær að sambúð þeirra hefði hafist árið 1990 - annar verjandinn Stefán Einarsson og Hallgrímur Ævar Másson, sakbomingamir í málningarfotumálinu, héldu fast við fyrri framburði sína þegar þeir vom samprúfaðir í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Þeir kváðu báðir misræmi vera í framburði hins en eins og öam hefur kom í DV í gær stangast frá- sagnir þeirra verulega á. Þeir segjast þó báðir hafa verið beittir þvingunum og hótunum hjá lögreglu þrátt fyrir nákvæmar játningar beggja hjá lög- reglu og Hallgríms fyrir dómi í lok árs 1987 og ársbyijun 1988. ídómsalnum Óttar Sveinsson Frá vinstn: Jón Magnússon, verjandi Stefáns Einarssonar, Hallgrímur Ævar Másson og verjandi hans, Gisli Gísla- son. Gísli kallaði fyrir dæmda konu sem vitni í gær. Hún er núverandi sambýliskona lögreglumannsins sem að mestu leyti sá um að yfirheyröa skjólstæðing hans þegar hann var i gæsluvaröhaldi i lok árs 1987 vegna málning- arfötumálsins. Umrædd kona var dæmd í vor fyrir aðild sína að málningarfötumálinu. Fólkið bar í gær að „sam- band“ þess hefði ekki hafist fyrr en eftir að rannsókn málningarfötumálsins lauk. DV-mynd G VA en samband þeirra byijað tæpu ári áður. Framburður Haligríms þróaðist í gæsluvarðhaldinu Lögreglumaðurinn kvaðst að- spurður hafa oftast verið einn með Hallgrími Ævari þegar hann yfir- heyrði manninn í gæsluvarðhaldinu skömmu fyrir jól 1987 en síðan fengið aðra til að votta undirskrift skýrsln- anna. Hann lýsti því hvemig fram- burður Hallgríms heföi mótast er leið á gæsluvarðhaldsvist hans þangað til viðurkenningar lágu fyrir og heild- armynd var komin á framburð hans. Þessi lögreglumaður, eins og aðrir sem komu fyrir dóminn í gær, kvað þaö ósannindi hjá Hallgrími aö hót- anir eða þvinganir hefðu átt sér stað við yfirheyrslumar. Hann sagöijafn- framt að hann hefði hitt Hallgrím nokkrum sinnum eftir að sá síðar- nefndi varð laus og hefði farið vel á með þeim. Lögreglumaðurinn hefði m.a. verið að ræöa um framtíöar- áform Hallgríms sem hefði leitaö ráða hjá honum um hvemig hann ætti að snúa sér í lífinu. Ferðaðist heimshorna á milli fyrir andvirði krana Sverrir Einarsson héraösdómari spurði Stefán ítarlega út í öll þau feröalög erlendis sem hann tókst á hendur á árunum 1985-1987, a þvi tímabili sem málningarfotusending- amar níu komu til íslands, sam- kvæmt ákæm. Fyrir utan a.m.k. níu ferðir til meg- inlands Evrópu, það er til Þýska- lands, Hollands, Belgíu og Lúxem- borgar, kvaðst Stefán hafa farið til Arabíu, Indlands, Singapúr og Kína á svokallaðri Cargolux-rútu, hann hefði dvalist í nokkra mánuði í þess- um ferðum og þurft að borga uppi- hald en ekki flugfar, aðeins trygg- ingu. Hann kvaðst einnig hafa dvalið í einn mánuö í Rio de Janeiro í Bras- ilíu og þá greitt fyrir flugferð sína og uppihald að hluta. Einnig kvaðst hann hafa dvalið í nokkra mánuði í Kalifomíu. Dómarinn spurði Stefán hvemig hann hefði fiármagnaö allar þessar ferðir þar sem í Ijós hefði komið að tekjur hans hefðu verið takmarkaðar á þessum tíma samkvæmt skattfram- talL „Ég átti tvo krana,“ svaraöi Stef- án. Hann kvað kranana hafa verið þá stærstu í einkaeign hér á landi á þessum tíma. Stefán sagðist ekki muna hvenær hann eignaðist kran- ana og kvaðst aðspuröur hafa látið undir höfuð leggjast að telja sölu- hagnað þeirra fram á skattframtali. „Þetta er ekki mín skrift" Áður en þinghaldi lauk í gær barst ijósrit af veðskuldabréfi sem var með veði í íbúð Hallgríms á sínum tíma. Því var aflýst af handhafa bréfsins, Stefáni Einarssyni, samkvæmt und- irskrift á bréfinu. Hallgrímur hefur haldið því fram að hann hefði ávallt verið undir þrýstingi frá Stefáni meðan á máln- ingarfötumálinu stóð þar sem sá síð- amefiidi hefði átt hönk upp í bakið á sér eftir að hafa aðstoðað hann vegna fj árhagsvandræða. Þessu neit- aði Stefán í framburði sínum. Til að færa sönnur á framburð skjólstæðings sjns hafði Gísli Gísla- son, veijandi Hallgríms, uppi á ljós- riti af veðskuldabréfinu. Á því var undirskrift Stefáns Einarssonar, þess sem greinilega aflýsti því af íbúð Hallgríms. Þegar veijandinn sýndi Stefáni bréfið í dómsalnum í gær hugsaði hann sig um í stutta stund en horfði svo á dómarann og sagöi: „Þetta er ekki mín skrift." Á mánudag verður síöasta vitnið í málningarfotumálinu yfirheyrt fyrir dómi - Amar Jensson, fyrrverandi yfirmaður fikniefnadeildar lögregl- unnar. Að því loknu hefst munnleg- ur málflutningur og verður málið væntanlega lagt í dóm þegar honum lýkur er líða tekur að kvöldi mánu- dagsins. „Vissulega er um samdrátt að ræða en staða okkar er samt þokkaleg. Við sögðum upp 30 fastráönum starfsmönnum í sumar og gerðum þá ráð fyrir að þurfa að segja upp allt að 200 manns nú í haust ef staðan batn- aði ekki Viö gerum nú ráð fyrir að starfsmenn veröi ríflega 100 í janúar en þeir era 180 núna,“ seg- ir Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-Kletts hf. Jóhann sagði að stóra verkefh- unum væri að Ijúka og þá væri óhjákvæmilegt að fækka starfs- fólki. Flestir þeirra sem kæmu til með að bætta hefðu aðeins viku eða mánaöar uppsagnarfrest. Jó- hann sagði ekki útilokað að enn meiri fækkun yrði er hði á vetur- inn, áætlanir fyrirtækisins fram í maí gerðu þó ekki ráð fyrir þvL Hann sagðist ekki vera mjög svartsýnn á veturinn, ekki dygði annað en vera bjartsýnn. í júlí störfiiðu 260 manns hjá fyrirtækinu. Þá sagði Jóhann í viðtali viö DV aö ef staðan batn- aði ekki þyrfti að segja upp allt að 200 manns i haust og aðeins halda mn 60 til 70 yfir vetrartím- ann. -Ari JanHerin: Sænska leiðin komalltof seint Jan Herin, yfirhagfræðingur sænska vinnuveitendasam- bandsins, sagði á fundi Lands- nefndar Alþjóða verslunarráðs- ins á Hótel Sögu í gær að þær aðgerðir, sem kallaðar hafa verið „sænska leiðin“ í efnahagsmál- um, heföu komið til allt of seint Hann óttast að gengisfall sænsku krónunar geti hægt verulega á nauðsynlegum breytingum og uppstokkun í sænsku efnahags- lífi. Jan Herin taldi aö Norömenn gætu forðast gengisfellingu enda væri staða ríkisfjármála mun betri í Noregi en Sviþjóð. Norð- menn væra þó núna undir gífur- legri pressu í gengismálum. Þeir þyrftu að grípa til aðgerða en ættu að komast hjá gengisfell- ingu. Hann sagði íslendinga verða aö fylgja þeirri stefirn að lækka kostnað á atvinnufyrirtæki. -Ari Fjórir bOar rákust saman um hádegisbiliö í gær á AkranesL umferðar og ökumenn þriggjabilasemáeftirkomi ekki að stööva þá í ta»ira 4 urðu tveir aðrir árekstrar á nesi seinnipartinn. Tveir bílar rákust sæ og hfll _fór út af i hálku undir i.LögregJan og gat hann haldið áfram sinnL OIl þessi óhöpp má re tilhálku. Guðmundur J. Guðmundsson á Dagsbrúnarfundi í gær: Kórvilla að lækka kaup verkamanna „Ef menn halda að gæfa þjóðarinn- ar liggi í því að lækka tímakaup verkamanna úr 300 krónum í 260 krónur á tímann þá er það alger kór- villa. Mér er alveg sama þótt spreng- lærðir hagfræðingar komi með kenningar um þetta, ég segi þetta er rangt. Það er síðasta leiðin sem má fara. Ef á að mæta einhveijum erfið- leikum í þjóðfélaginu verður aö gera það á annan hátt en þennan," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, á félagsfundi í gær. Hann hafnaði þar alfarið að verka- fólk yrði látið taka á sig byrðar til að létta sköttum og skyldum af at- vinnuvegunum. „Á að leggja byrðar á herðar verka- fólks til að létta undir með þeim sem era nú að fá hvem frystitogarann á fætur öðrum í allt of stóran fiskveiði- flota fyrir einn mifljarð hvem?“ spurði Guðmundur. „Dagsbrún verður að vera leið- andi, betur leiðandi en hún hefur verið í haust. Ég boða fundi, fjöl- menna útifundi til að beijast gegn þessu,“ sagði Guðmundur. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.