Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 43 „Karlmaður getur haldið áfram að hafa samfarir svo lengi limurinn fyllist af blóði og mönnum ris hold. Hæfni til kynmaka minnkar eitthvað með aldrinum en mun minna en áður var talið.“ Tjörvi hittir Egil Skallagrímsson og spjallar um kyn- getu eldri manna Þeir hittust einn daginn á ættar- móti á Logalandi, Tjörvi læknir og Egill SkaUagrímsson frá Borg á Mýrum. Tjörvi hefur ávallt saknað þess að eiga enga þekkta sýslu- menn, presta, biskupa eða fram- haldsskólakennara í ættum sínum en sagst vera afkomandi Egils gamla á Borg. „Þaðan hef ég allan drykkjuskapinn, ofstopann, skál- dagáfuna og líkamsburðina," segir hann stundum til að ganga í augu yngismeyja. Fæstar þeirra þekkja þó Egil þennan enda hafa ljóð hans ekki komið út á geisladiski. Ættarmót á Logalandi Á dögunum var ákveðið að halda ættarmót, Agli og afkomendum hans til heiðurs. Nokkrir drykk- felldir, feitir hljóðfæraleikarar úr ættinni slógu saman í hljómsveit, þekktur og vinsæll hagyrðingur setti saman klaufalegar vísur og dapureygur, trúrækinn matsveinn tók að sér að hræra saman ham- borgara fyrir hópinn. Skemmtunin fór ágætlega fram. Afkomendur Egils frá öllum tímum fjölmenntu til fagnaöarins, kváðust á, dönsuðu og drukku stíft. Tíörvi var kátur og hress og ræddi lengi við Þor- stein son Egils um búskaparháttu til forna. Egill sjálfur sat meö af- komendum sínum og þuldi yfir þeim óskiljanleg kvæði sem flest- um virtust leiðast mjög. Auk þess sagði hann langar sögur af bardög- um sínum og konungahylli. Harðs- núin kynslóð nútímabama, sem alist hefur upp í sjónvarpsstyijöld- um og fjöldamorðum í beinni út- sendingu, lét sér þó fátt um flnnast. Skyndilega sá hann Tjörva og kall- aði til hans. „Þú ert sagður manna fróðastur um kynlíf í fomsögum,“ sagði öldungurinn. Tjörvi fór hjá sér. „Gætir þú ekki hjálpað mér? Ég er nefnilega alveg hættur að ná upp einhveiju holdrisi.“ Egill var feimnislegur á svip. „Þetta finnst mér hið versta mál, „algjör böm- mer“, eins og þeir segja yngstu af- komendumir þegar brennivínið klárast um helgar hjá leynivínsöl- unum í Borgamesi." Tjörvi minnt- ist nú vísu sem hann kunni eftir Egil um getuleysi sitt. Vals hef ég vofur helsis, váfallur er eg skalla. Blautur erum bergis fótar borr en hlust er þorrin. (Ég hef riðu í hálsinum. Mér er hætt við að falla á skallann. Getn- aðarlimur minn orðinn linur en heyrninþrotin.) Getuleysi eldri manna Tiörvi hugsaði sig um eitt andar- tak en hóf síðan upp langa ræðu eins og hans er vandi við slíkar aðstæður. „ Já, Egill minn. Þetta Á læknavaktiimi getur verið vandamál hjá eldri mönnum en þó er ekkert algilt í þessu efni. Karlmaður getur haldið áfram að hafa samfarir svo lengi limurinn fyllist af blóði og mönn- um rís hold. Hæfni til kynmaka minnkar eitthvað með aldrinum en mun minna en áður var talið. Eldri karlmenn eru líkamlega frískari nú en fyrr og hæfari til kýnlífs. Aldurinn breytir kynferðislegum viðbrögðum og snerpu, æsingurinn og tryllingurinn minnkar, en inni- leiki og lengri atlot aukast. Menn ættu að lifa kynlífi eins lengi og þeir geta og gleyma aldrei þeirri lífsnautn sem það er. Kynorkan er frumkraftur manneskjunnar sem viðheldur æskufjöri og lífsgleði. Allir verða þó einhvem tíma að lúta í lægra haldi fyrir Elli kerl- ingu. Það er mismunandi hvenær menn bíða þann ósigur, sumir halda ákveðnum þrótti fram í háa elli, aðrir ekki. Richelieu mar- skálkur lést 93 ára gamall og segir sagan að ástarbréf frá 3 konum hafi fundist á náttborði hans. Abra- ham kallinn eignaðist ísak í hárri elli og áttræður orti Victor Hugo syrpu af ástarljóðum. Kynorka Göthes var annáluð eins og margra annarra andans manna. Þú skalt því ekki örvænta, frændi sæll, en auðvitað þarftu að taka tiflit til ald- ursins." Egill kætist Egill kættist mjög við þessa ræðu. Hann hafði einhvern tíma minnst á þessi kynlífsvandamál sín við heflsugæslulækni nokkurn. Sá hafði hlegið vandræðalega þegar Egfll kvartaði undan lélegu holdr- isi og sagt aö gamhr menn ættu ekki að hugsa um kynlíf. Tjörvi hélt áfram: „Roskið fólk á ekki að hætta öllu kynlífi í þeirri trú að einhvern tíma slökkvi líkaminn á sér í þessum efnum. Svo er ekki og margir kynlífsfræðingar hafa á liðnum árum hjálpað mörgum eldri manneskjum að öðlast trú á sjálfa sig á nýjan leik og ná þannig að finna aftur kynnautnina. Þetta getuleysi stafar oft af vankunnáttu, vantrú á eigin getu og alls konar kellingabókum og hindurvitnum um mannlega hrömun. Auk þess eru tfl ótal leiðir tfl að nj óta kynlífs með einhveijum sem manni þykir vænt um, j afnvel þótt menn geti ekKi tekið undir með Páli Ólafssyni þegarhannsegir: „Eitflhart er undir mér, eins og það væri flöskugler." “ Þeir frændur horfðust í augu uin stund. Tiörvi hugsaði með sér: „Ég hlýt að hafa þennan óseðjandi áhuga á kynlífi frá Agli líka.“ Hann stóð skyndilega á fætur og faðmaði Egil að sér, kyssti hann vandræða- lega á skegguga og hijúfa kinnina og sagði: „Þakka þér fyrir allt!“ Egill brást ókvæða við og bandaði Tiörva frá sér með miklum fúk- yrðaflaum. SJÚKRALIÐAR Sjúkraliða vantar að Hjúkrunar- og dvalarrými Horn- brekku, Ólafsfirði. Allar nánari upplýsingar veita forstöðumaður eða hjúkrunarforstjóri í síma 96-62480. Skrifiegar umsóknir berist fyrir 30. nóvember 1992. _______________________________________________________J Laugavegur 166, Reykjavík Tilboð óskast í lokafrágang á annarri haeð Laugavegar 166, Reykjavík. Stærð hæðarinnar er um 1000 m2. Verktími er til 15. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 24. nóvember til og með fimmtu- deginum 10. desember gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borg- artúni 7, þriðjudaginn 15, desember 1992 kl. 14.00. IIMNKAUPASTOFIMUN RIKISINS T BORGAFíTUNI 7 10S REYKJAVIK SVFR Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn sunnudaginn 29. nóvember 1992 á Hótel Loftleiðum, Víkingasal Fundurinn hefst kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn SVFR Auglýsing um veitingu leyfis til áætlunarfiugs innanlands. Samkvæmt auglýsingu nr. 523 frá 3. nóvember 1989 um leyfi til áætlunarflugs innanlands munu sérleyfi til áætlunarstaða, þar sem árlegur meðalfjöldi farþega árin 1990 og 1991 var hærri en 12 þúsund farþeg- ar, breytast í almenn áætlunarleyfi frá og með 1. jan- úar 1993. Ráðuneytið lýsir hér með eftir umsóknum flugrek- enda um leyfi til áætlunarflugs á flugleiðinni Reykja- vík-Egilsstaðir-Reykjavík. Leyfið verður veitt með eftirfarandi skilyrðum: 1) Sætaframboð skal eigi vera meira en 10% af heild- arsætaframboði á umræddri flugleið í vetraráætlun og sumaráætlun samkvæmt mati ráðuneytisins. 2) Heildarfarþegaflutningar skulu ekki nema meira en 10% af heildarflutningum í áætlunar- og leigu- flugi á sömu tímabilum. Með umsókninni skulu fylgja: - Drög að ársáætlun á viðkomandi flugleið. - Upplýsingar um þær flugvélar sem áætlað er að nota til flugsins. - Gögn um fjárhagsstöðu flugrekanda. - Önnur gögn sem umsækjandi telur skipta máli. Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til samgöngu- ráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember nk. Samgönguráðuneytið, 19. nóvember 1992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.