Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Side 14
14
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992.
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Sæstrengsórar
Sæstrengsverksmiðja er til ýmissa hluta nytsamleg
fiárfesting, en alls ekki til að auka atvinnu fólks í Reykja-
vík. Þeir eru á villigötum, sem rökstyðja stuðning sinn
við könnun málsins á þeim forsendum, að Reykjavíkur-
borg sé með þessu að efla atvinnutækifæri borgarbúa.
Sæstrengsverksmiðja kostar fimm milljónir króna á
hvert starf, sem hún skapar. Að því leyti er hún afar
dýr kostur, sem tekur fjármagn frá tækifærum, er gætu
veitt mörg störf á hverjar fimm milljónir í fjárfestingu.
Enn óhagstæðari eru hlutfólhn í tilheyrandi orkuverum.
Stóriðja og orkuframkvæmdir eru girnilegir kostir í
þjóðfélagi, þar sem ríkir umframatvinna, þar sem reynt
er að efla verðmætasköpun, er truflar vinnumarkaðinn
sem minnst. Á þeim forsendum var á sínum tíma ráðizt
í samninga um byggingu álvers í Straumsvík.
Viðhorfm hljóta að vera allt önnur í þjóðfélagi at-
vinnuleysis. Þá hljóta Ijármagnsfrekar framkvæmdir
að hverfa í skugga aðgerða til að hlúa að atvinnugrein-
um, þar sem lítil flárfesting er að baki hvers starfs, sem
búið er til. Þannig nær hver króna meiri árangri.
Sæstrengsverksmiðja getur samt verið góður kostur,
en á allt öðrum forsendum en atvmnuaukningar. Hún
gerir ríkinu og dótturfyrirtæki þess í orkugeiranum
kleift að koma ónotaðri orku í verð. Þetta er grundvall-
arforsenda aðildar Landsvirkjunar að slíku dæmi.
Sæstrengnum fylgir sá hliðarkostur, að hann er ekki
í málmgeiranum eins og áhð og járnblendið, sem lenda
í sérstaklega mikhh sveiflu, þegar krepputitringur fer
um heimsbyggðina í kjölfar þess, að köldu stríði lýkur
og hergagnaverksmiðjur neyðast til að loka.
Sæstrengsverksmiðja getur líka verið gagnleg fyrir
sveitarfélagið, þar sem hún starfar. Henni fylgja að-
stöðugjöld og útsvar, ef ríkið hrifsar ekki til sín of mik-
inn hlut í formi einhvers konar landsútsvars á gamal-
kunnum forsendum baráttu gegn byggðaröskun.
Forráðamenn sveitarfélags á borð við Reykjavík
verða að hafa í huga, að gráðugt og stundum lítt vin-
veitt ríkisvald getur stjórnað því með handafli skatt-
heimtu og byggðastefnu, hve mikið borgin hefur upp
úr að leggja morð fjár í áhætturekstur af þessu tagi.
Einnig verða forráðamenn Reykjavíkur að hafa í
huga, að eignaraðild að viðskiptavini hefur stórfehd
vandamál í för með sér, þegar iha gengur. Þannig sjáum
við nú, að ríkið neyðist th að láta Landsvirkjun lækka
spottprísinn á orku til járnblendiversins í Hvalfirði.
Þegar iha gengur hjá sæstrengsverksmiðjunni fyrir-
huguðu, munu forráðamenn hennar hlaupa grátandi til
stóra hluthafans og biðja um frestun og afslátt á greiðsl-
um. Þeir munu biðja um borgarábyrgð og rekstrarlán
og aukið hlutafé, alveg eins og jámblendimenn.
Sæstrengsdraumurinn er reldnn áfram af órum, sem
við þekkjum úr stóriðjudraumum, fiskeldisdraumum
og loðdýradraumurn. Hann felur í sér tækifæri, en getur
hæglega breytzt í martröð, einkum ef opinberir aðhar
á borð við ríki og borg eiga að útvega peningana.
Samt er ekki vitlaust af Reykjavíkurborg að verja 20
mihjónum á móti 80 milljónum frá útlöndum til að láta
kanna hagkvæmni slíkrar verksmiðju. Sumt af pening-
unum og reynslunni skhar sér th baka, þótt ekki verði
af framkvæmdum. Athugun jafngildir ekki martröð.
Hinu megum við svo ekki gleyma, að hugmyndin um
sæstreng th orkuflutnings er ekki háð því, að sjálfur
strengurinn sé framleiddur í landinu eða í borginni.
Jónas Kristjánsson
Jeltsín leitar liðs
framkvæmda-
manna úr nóm-
enklatúrunni
Eftir því sem nær dregur mánaða-
mótum eykst pólitísk spenna í
Moskvu. Fyrsta desember á Þing
þjóðfulltrúa, æðsta löggjafarsam-
koma Rússneska sambandslýð-
veldisins, að koma saman til síðara
hálfs mánaöar þinghalds á árinu.
Andstæðingar Boris Jeltsín Rúss-
landsforseta hafa gert lýðum ljóst
aö fyrir þeim vakir að nota þing-
haldið tii allsherjaratlögu gegn
honum og stjórn hans.
Þing þjóðfulltrúa var kjörið 1990,
viö aðstæður gjörólíkar þeim sem
nú ríkja. Valdaeinokun Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna hafði ný-
skeð verið aflétt og flokksvélin
hafði enn mátt til að ráða þorra
þingfulltrúa af landsbyggðinni.
Síðan hafa Sovétríkin leyst upp og
flokkurinn veriö bannaður en tahð
er að gömul flokksbönd geti ráðið
afstöðu verulegs meirihluta þing-
manna.
Þingið kýs 252 manna Æðsta ráð
til að sitja að staðaldri í Moskvu. í
störfum þess hefur hvað eftir ann-
aö sýnt sig að raunverulegir stuön-
ingsmenn Rússlandsforseta eru
þar í miklum minnihluta. Fyrir
viku gekk Æðsta ráðið í berhögg
við forseta og ríkisstjóm með því
að samþykkja frumvarp um aö rík-
isstjómin væri ábyrg fyrir þinginu
en ekki forsetanum. Atkvæði féllu
þannig að 137 í Æðsta ráðinu
greiddu atkvæði með þessari stork-
un viö Jeltsín en aðeins 13 á móti.
Engar líkur em á að þessi breyt-
ing á stjómskipan taki gildi. Til að
svo yrði þyrfiti að gera sjö breyting-
ar á gildandi stjórnarskrá og þar
að auki er víst að Jeltsín neitar að
undirrita frumvarpið þótt það fái
fullnaðarafgreiöslu.
Styrkur Jeltsíns er að hann var
þjóðkjörinn sumarið 1991 meö yfir-
gnæfandi meirihluta eftir að raun-
verulegt stjómmálafrelsi hafði náð
að hafa áhrif. Þingfulltrúamir, sem
kjörnir vom ári áður, em flestir
gersamlega vonlausir um endur-
kjör af því að valdabakhjarl þeirra
er gufaður upp viö útþurrkun hug-
myndafræði lenínismans. Þetta
vita þeir og þetta veit almenningur.
Engu að síður getur Þing þjóðfull-
trúa gert Jeltsín erfitt fyrir. Form-
lega renna völd hans til að stjórna
meö tilskipun út um leið og þingið
kemur saman. Það getur einnig
samþykkt vantraust á ráðherra og
ríkisstjóm.
Jeltsín óskaði eftir að Æðsta ráð-
ið frestaði samkomudegi Þings
Erlendtídindi
MagnúsTorfi Ólafsson
þjóðfulltrúa fram í mars svo unnt
væri að leggja fyrir það fmmvarp
að endurskoðaðri stjómarskrá. Því
var hafnað.
Skömmu síðar var Jeltsín í opin-
berri heimsókn í Bretlandi. í ávarpi
til beggja deilda breska þingsins
komst hann svo að orði að „stein-
gerðar leifar hins liðna“ byggjust
nú til atlögu gegn ungu lýðræði og
frelsi í Rússlandi en hann og stjórn
hans væra staðráðin í að gera það
sem gera þyrfti til að ónýta áform
þeirra.
Eftir heimkomu Jeltsíns varð
uppnám á fundi Æðsta ráðsins þeg-
ar Iona Andronof æðstaráðsmaður
kvaddi sér hljóðs og skýrði frá því
að sér hefði borist vitneskja um það
frá heimildarmönnum í Kreml að
þar væm uppi áform um að leysa
þingið upp 24. eða 25. nóvember
með fulltingi hersins. Andronof er
talinn hafa verið hátt settur í leyni-
þjónustunni KGB.
Pavel Gratséf landvamarráð-
herra lýsti jafnharðan yfir að ekk-
ert væri hæft í fullyrðingu þing-
mannsins. Rúslan Khasbúlatof
þingforseti, sem einatt hefur verið
Jeltsín óþægur ljár í þúfu, gerði gys
að henni.
Jeltsín sjálfur er tekinn að leita
sér bandamanna. Hann ávarpaði
um síðustu helgi fund Sambands
iðnrekenda og framkvæmda-
manna í Moskvu. Þessi samtök eru
í rauninni helsta miðjuaflið í rúss-
neskum stjórnmálum. Þau skipa
verksmiðjustjórar og kaupsýslu-
menn, komnir úr gömlu forrétt-
indastétt flokksins, nómenklatúr-
unni. Nú hafa þeir margir hverjir
selt sjálfum sér fyrirtækin sem þeir
stjórnuöu eða hluta af þeim, aörir
sljóma enn hreinum ríkisfyrir-
tækjum. Meginafstaða þeirra er að
ekki verði með nokkm móti horfið
til þess sem áður var en ekki sé ráð
að fara eins geyst í umskiptin til
markaðskerfis og Egor Gaidar,
varaforsætisráðherra Jeltsíns,
stefnir að ásamt nánustu sam-
starfsmönnum sínum.
Fyrir þessum hópi fer gamal-
reyndur verksmiðjustjóri, Arkadí
Volskí. Hann hefur manna mest
unrnð að því að koma á legg stjóm-
málahreyfingu hans, Borgarasam-
bandinu. Það hefur náö sér svo á
strik að því er haldiö fram í
Moskvu að taki Jeltsín höndum
saman við Volskí eigi hann nokkuð
víst að ekki náist meirihluti á Þingi
þjóðfulltrúa til að vega að stöðu
forsetans.
Volskí boðaði í lok fundar Sam-
bands iðnrekenda og fram-
kvæmdamanna samkomulagsum-
leitaiúr við Jeltsín og menn hans.
Var gert ráö fyrir að niðurstaða
fengist um miðja þessa viku. Engar
fregnir höfðu borist af því þegar
þetta er ritað hversu mál hefðu
þróast á þeim vettvangi.
Jeltsín virðist ömggari með sig
en ráða mætti af aðvörunum þeim
um tilraunir æsingamanna til að
ala á æði og ofstopa til aö ónýta
umbætur sem hann flutti Sam-
bandi iðnrekenda og framkvæmda-
manna. Hann lagði af stað í opin-
bera heimsókn til Suður-Kóreu og
dvaldi þar í þrjá daga.
Jeltsín hefur þegar skipað í ríkis-
stjóm Gaidars nokkra ráðherra
tengda Sambandi iðnrekenda og
framkvæmdamanna. Hugsanleg
niðurstaða af samningaumleitun-
um Volskís og manna Jeltsíns um
að snúa bökum saman á fundi
Þings þjóðfuUtrúa er að þeim verði
fjölgað og fái aukin áhrif.
í þá átt gæti bent að eitt síðasta
verk Jeltsíns áður en hann lagði
af stað til Suður-Kóreu var að skipa
Viktor Geratsénkó, seðlabanka-
stjóra Rússlands, ráðherra í ríkis-
stjórninni. Formlega lýtur seðla-
bankinn þinginu og seðlaprentun
hans til að fjármagna halla ríkis-
fyrirtækja hefur verið illa séð í rík-
isstjóm vegna verðbólguáhrifa. Nú
kemur hann að ríkisstjómarborð-
inu og að sama skapi veikjast tengsl
hans við þingið. Geratsénkó er tal-
inn stuöningsmaður stefnu Borg-
arasambandsins.
Magnús T. Ólafsson
Boris Jeltsín og Naina kona hans þiggja blómvendi af kóreskum börnum þegar þau komu til forsetabústaðarins
í Seoul. Miili þeirra stendur Roh Taewoo, forseti Suður-Kóreu
Símamynd Reuter