Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 5 Fréttir Enn ein hugmyndin um veg sunnan Nesstof u „Byggingamefnd Nesstofu hefur ekki lagt fram erindi til skipulags- nefndar um að fá veg að safninu. Fyrir tveimur árum var svæðið, sem við eigum, hins vegar skipulagt og þá ímynduðu menn sér aðkomuna úr suðri. Á fundi með skipulagsnefnd í vikunni voru þessi mál rædd en það var bara umræða. Þetta er visst vandamál því eigi að byggja safn þá verður að tryggja aðkomu að þvi. Það er hins vegar bæjaryflrvalda að leysa það mál,“ segir Kristinn Magnússon, fulltrúi Þjóðminjasafnsins í bygging- arnefnd Nesstofu. Ráöagerðir eru uppi um að stækka Lækningaminjasafnið á Seltjamar- nesi. Af háifu byggingarnefndar hef- ur verið farið fram á leyfi til að gera upp íjós suðvestur af Nesstofu og rífa samtengda hlöðu. í staö hlöðunnar á að byggja um 700 fermetra safnhús. Byggingamefnd gekk á fund skipu- lagsnefndar í vikunni til að kynna hugmyndir sínar. I nefndinni eiga sæti þau Gunnlaugur Snædal læknir, Kristinn Magnússon, Þjóðminjasafn- inu, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, Erna Nielsen, formaður skipulags- nefndar Seltjarnamess, og Friðrik Friðjónsson, menntamálaráðuneyt- inu. Miklar deilur hafa undanfama mánuði staðið um skipulag vestast á Seltjamamesi og á borgarafundi fyr- ir skömmu var samþykkt tillaga um að svæðið yrði gert að fólkvangi. Bæjarstjórinn, Sigurgeir Sigm-ðsson, er hins vegar ákafur talsmaður þess að byggðar verði allt að 97 íbúðir á svæðinu og lagður verði hringvegur vestan Nesstofu. Samkvæmt heimildum DV mun nú vera unnið að því af hálfu meirihlut- ans á Seltjamarnesi að koma hluta hringvegar inn í skipulag meö vísan til aðkomu að safninu í Nesstofu. Um er að ræða viðkvæmt svæði með miklu fuglalífi. í samtah við DV í gær vildi Þor- steinn Gunnarsson arkitekt ekki kannast við hugmyndir um veg að Lækningaminjasafninu sunnan við Nesstofu en vísaði á Kristin Magnús- son varðandi þær skipulagshug- myndir sem væm uppi. Kristinn vildi hins vegar ekki veita DV heim- ild til að birta þá skipulagstillögu sem unnin hefur verið á lóð Nesstofu. -kaa Lítið notuð bílagey msla Svo virðist sem bíleigendur noti sér ekki bilageymslur þær sem í boði eru i borginni. Meðfylgjandi mynd var tekin á háannatíma í bílhýsinu undir Ráðhúsinu. Þar er hægt að koma fyrir 130 bílum en ekki höfðu nema 28 ökumenn lagt bifreiðum sínum þarna í þetta sinn. DV-mynd GVA Ódýrt kaff i og meðlæti Regina Thorarensen, DV, Selíbssi; Ég fór nýlega til Hveragerðis að kvöldlagi með vinafólki mínu frá Selfossi og komum við í hina ódýru álnavörubúð við Breiðumörk. Að því búnu fórum við í bakaríið að Breiöumörk 10, sem er þarna rétt hjá, og fengum okkur súkkulaði með þeyttum rjóma og brauð að eigin vali. Þetta voru góðar veitingar á góðum stað og ódýrar svo undrun sætti, aðeins 200 krónur fyrir mann- inn. 192 BÓKAÐIR TIL KANARÍ UM JÓUN MEÐ HEIMSFERÐUM Nú eru aðeins örfá saeti laus um jólin til Kanaríeyja á hreint einstöku verði. Njóttu jólanna í sól og hita og við frábæran aðbúnað. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Kanrí og þjónustu reyndra fararstjóra í allan vetur 17. desember - 3 vikur Verð frá kr. 55.500 á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára. Kr. 74.900 á mann m.v. 2 i smáhýsi 7. janúar - 3 vikur Verð frá kr. 39.700 m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára. Kr. 59.900 á mann m.v. 2 í smáhýsi Heimsferðir Austurstræti 17, 2. hæð, sími 91-624600 Þetta er Sigurlína. Húnereinaf 78 þjónustuMtrúum í Landsbankanum. Þjónustufulltrúinn veit allt um ávöxtun, skattafsiátt og lánsrétt í tengslum við húsnæðisreikninginn Grunn. Þjónustufulltrúinn I Landsbankanum er persónulegur fjármálaráðgjafi þinn og trúnaðarmaður og gætir fjárhags- legra hagsmuna þinna í hvívetna. Hann gefur þér ráð og svarar spurn- ingum þínum um hvaðeina sem lýtur að fjármálum og bankaþjónustu. Ef þú ert þátttakandi í Vörðu, Námu eða RS, Reglubundnum sparnaði, færðu þinn eigin fasta þjónustufulltrúa. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.