Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 45 Lydia Einarsson, eina konan í hópi Fjallamanna, á fyrsta námskeiði þeirra í Keriingarfjöllum 1939. þeir félagar hitt tvær stúlkur sem voru á ferð einar síns liðs. Önnur þeirra hét Soffla Kristinsdóttir og hana þekkti Guömundur lítillega frá fyrri tíö en hún vann um skeið í bak- aríi og nýólkurbúð við Bergþóru- götu. Þama endumýjaði Guðmund- ur kynni sín við Soffiu. Um haustið varð hún ófrísk eftir hann. Sonur þeirra fæddist í júlí og hlaut nafnið Guömundur Guðmundsson, nú bet- m þekktur sem Erró.“ Þessi tíðindi urðu sem reiðarslag fyrir Lydiu en hún fyrirgaf manni sínum. Nokkru síðar skýrir Lydia sambúð þeirra Guðmundar og móð- ur hennar. Sagði skilið við kaþólsku kirkjuna Lydia varð aldrei sjálf vör við sög- umar sem gengu um þau Guðmund og móður hennar en þó má rekja við- skilnað Lydiu og kaþólsku kirkjunn- ar til umtalsins. Hún sótti messur í Landakoti og skriftaði áður en hún gekk til altaris eins og kaþólikar verða að gera. „Eitt sinn þegar ég skriftaði var áheyrandinn ungur prestur. Hann spurði mig um syndir mínar og ég svaraði eftir bestu sam- visku. Þá fór hann að gerast æði nærgönguU í spumingum sínum um mín einkamál og samlíf okkar Guð- mundar. Hann gekk svo langt að ég mótmælti og þá sagði hann að ég gæti ekki gengið til altaris nema ég svaraði spumingum hans. Ég varð svo reið að ég gekk út og sagði mig úr kaþólska söfnuðinum. í staðinn fór ég að sækja messur í Hallgríms- kirkju og hef gert það síðan.“ Sökuð um hollustu við nasista í stríðsárunum lentu Guðmundur og Lydia imdir smásjá breskra og bandarískra hermanna, hann vegna mikilla samskipta við Þýskaland, hún sökum þess að hún var af þýsku bergi brotin. Hvomgt þeirra hafði hins vegar nokkra samúð með mál- stað nasista. „Líkast til breytti stríðið flefru í lífi okkar Guðmundar en flestra ann- arra á íslandi og fyrir því era margar ástæður. Það getur reynst erfitt fyrir þann sem aldrei hefur upplifað stríð að setja sig inn í það hugarástand sem því fylgir. Þótt ísland slyppi að mestu við þær hörmungar sem Evr- ópubúar gengu í gegnum teygðu ang- ar stríðsins sig líka hingað,“ segir Lydia. Hún skýrir í bókinni sam- skipti Guðmundar og Himmlers en að því hefur veriö ýjað að þau hafi verið talsverð fyrir stríð og kemur það m.a. fram í bók Þórs Whitehead að þeir hafi hist að minnsta kosti tvisvar og i annað skiptið hafi verið um einkafund að ræða. Þá er í bók- inni haft eftir Baldri Ásgeirssyni að hann hafi séð bréf frá Himmler á skrifborði Guðmundar á vinnustofu hans. „Þegar við fórum til Berlínar árið 1936 til að vera viðstödd Ólympíu- leikana var okkur boðið til opinberr- ar móttöku ásamt hundruðum ann- arra gesta, ef ekki þúsundum, bæði innlendra og erlendra. Þar var Himmler og við vorum kynnt fyrir honum eins og allir aðrir. Það var í eina skiptið sem þeir Guðmundur hittust. Þeir ræddu ekkert saman, heilsuðust aðeins. Að Guðmundur hafi svo hitt Himmler á einkafundi er af og frá og helber lygi. Hvað varðar bréfið frá Himmler get ég ekki sannað að Guðmundur hafi ekki fengið slíkt bréf en mér finnst þaö i meira lagi ótrúlegt, hann hefði þá sagt mér frá því. Viö áttum engin leyndarmál hvort fyrir öðra. Baldur segist hafa séð þetta bréf á skrifborði Guðmundar en mér finnst það mjög undarlegt að ég hafi þá ekki rekist á það. Þegar Guðmundur dó fór ég í gegnum öll hans plögg og póst. Við geymdum yfirleitt öll bréf sem okkur bárast en þetta umrædda bréf er þar hvergi aö finna. Vera má aö Himmler hafi sent Guðmundi bréf til að stað- festa boð til strákanna um að nema leirkerasmíði í Þýskalandi en eins og fyrr segir þá finnst mér afar ein- kenrúlegt að ég hafi þá aldrei séð þaö. Þetta bréf er mér hreinasta ráð- gáta.“ Kjarval á glugganum Lydia og Guðmundur bjuggu í List- vinahúsinu í Reykjavík. Þangað vöndu listamenn komur sínar, þ.á m. Kjarval. Fyrstu kynni þeirra Lyd- iu vora með nokkuö undarlegum hætti. Hún var nýkomin til landsins og ein heima. Hún notaði tækifæriö og fór í bað og gerði síðan frjálslegar leikfimisæfingar úti um alla stofu á eftir - kviknakin. „Allt í einu sá ég skugga á einum glugganum. Mér brá ægilega og hentist á bak við skerm- inn og vafði handklæði utan um mig. Þá sá ég að á gluggatjöldunum var örlítiö brunagat sem hægt var að sjá í gegnum og varð hálfhrædd. Mér fannst eins og einhver hefði legið á gægjum. Ég klæddi mig í snarhasti og þá heyrði ég að bankað var á úti- dymar. Ég var svo hrædd að ég ætl- aði ekki aö þora að opna. En það var bankað aftur og á endanum opnaði ég. Fyrir utan stóð Kjarval.“ Þau biöu síðan saman eftir Guð- mundi og reyndu að tala saman þótt Lydia kynni ekki íslensku og Kjarval ekki þýsku. Þegar Guðmundur kom spurði hann Kjarval hvort hann hefði séð eitthvert fallegt myndefni nýlega. Hann sagðist þá hafa séð Lydiu og ætlaði að teikna hana. Hann bætti því við aö hún þyrfti ekki að sitja fyrir, hann hefði haft tækifæri til að skoða hana gaumgæfilega þeg- ar hún var í baði.“ Helga Guðrún Johnson og Lydia Einarsson. Það kostaði grat að rifja þetta upp - segir Lydia Einarsson um bókina og samstarfið við Helgu Guðrúnu Johnson Eftir hálfrar aldar þögn hefur Lydia Pálsdóttfr Einarsson rofið þögnina um hneykslið á Skóla- vörðuholti sem legið hefur á henni eins og mara undanfama áratugi. „Ég vildi hreinsa út fyrst ég.fór að segja sögu mína á annað borð,“ segir hún. Þetta hefur legið á mér eins og farg öll þessi ár. En ég neita því ekki að ég er óróleg vegna út- komu bókarinnar, ég er spennt að sjá hvemig þessu verður tekið. Ég veit ekki hvemig ég verð dæmd... Dæmd? Finnst þér þú eiga von á dómi? Já, í aðra röndina finnst mér ég sitja og bíða dóms. Að vissu leyti skiptir það ekki máli en samt... Nú, ef ég fæ slæma dóma, þá verð- ur bara að hafa það. Ég er búin að hreinsa út, bæði um samband mitt og Guömundar og móður minnar og svo um lygamar sem gengu um okkur, og sérstaklega Guðmund, á stríösárunum. Lydia rekur þessi átök öll í end- urminningum sínum. Hún segist hafa verið lengi að velta því fyrir sér hvort hún ætti að rifja þetta upp. Reykvíkingar á mínum aldri og yngri muna þetta náttúrlega og þaö getur vel veriö að það verði óþægilegt fyrir einhveija fleiri en mig að fara aö ýfa upp þessa hluti sem aldrei var talaö um upphátt á sínum tíma. Lydia viöurkennir að hún hafi látið undan þrýstingi, í fyrsta lagi frá Ara Trausta, syni sínum, en ekki síður af hálfu Ólafs Ragnars- sonar í Vöku-Helgafelli og Helgu Guðrúnar Johnson. Þær Helga og Lydia kynntust snemma á síðasta ári þegar Lydia var viðfangsefni Helgu í mannlífs- þættinum Sjónaukanum á Stöð 2. Þar var eingöngu fjallað um há- lendis- og veiðiferðir þeirra Lydiu og Guðmundar og svo listsköpun þeirra, en hvergi komið inn á þau persónulegu mál sem við erum að gera skil núna, segir Helga Guðrún. Það vill svo vel til að Guðmundur tók mikið af kvikmyndum í ferða- lögum þeirra og þær gat ég notað í þáttixm sem fyrir bragðið fékk mjög áhugaverðan blæ. Þessi þátt- ur vakti talsverða eftirtekt og í framhaldi af því má segja að bókin hafi oröið tíl. Þær fóra svo aö hittast reglulega og ræða saman haustiö 1991 og sátu þá 2-3 tíma í senn, tvisvar og þrisv- ar í viku. Fyrstu handritsdrögin lágu fyrir í apríl á þessu ári en svo var verið aö vinna í textanum og myndöflun langt fram eftir sumri. Oftast vorum við að borða eitthvað með þessu, segir Helga og horfir glettnislega á vinkonu sína, því að Lydia hefur einstakt lag á að töfra fram ómótstæðilegt, heimabúið góðgæti. Við reyndum að haga vinnunni þannig að við ákváðum fyrirfram hvað átti aö tala um næst þannig að Lydia gæti undir- búið sig... ... og oft tók þessi upprifjun svo mikið á að ég svaf lítiö nóttina áður en Helga kom, bætir Lydia viö. Stundum grét ég meira að segja, það var svo erfitt aö fara að rifja upp öll þessi gömlu sárindi og erfið- leika,“ segir Lydia Einarsson. ^ STANGAVEIÐIMENN ^ ÚTBOÐ Tilboð óskast í veiðirétt í Langadalsá. Tilboð sendist Ragnari Magnússyni, Hamri, 401 Isafirði, fyrir 1. jan- úar 1993. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Langadalsár. ------------------------------------------------\ Utboð Kúðafljót, smíði stálbita Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í smiði stál- bita fyrir brú á Kúðafljót. Um er að ræða smíði 30 soðinna plötubita, 18 og 22 m langra, ásamt tilheyrandi þverbitum og samskeytum, alls 220 t. Ennfremur er innifalin hreinsun og ryðvörn stálsins ásamt flutningi þess , á byggingarstað við Kúðafljót. Efni í stálbitana verður afhent á næstu uppskip- unarhöfn Eimskips í janúar 1993 og skal smíði og afhendingu vera lokið 15.05.-30.06.1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgartúni 5, Reykjavík, (aðalgjaldkera) frá og með 23. þ.m. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 14. desember 1992. Vegamálastjóri _______________________________________________/ Auglýsing Styrkir til háskólanáms í Danmörku skólaárið 1993-94. Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa Is- lendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1993-94. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 4.000 d. kr. á mánuði. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar 1993 á sérstökum eyðu- blöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 19. nóvember 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.