Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Svipmyndin Hver var maðurinn? peninga. Starfs síns vegna var hann oft aö heiman. Charlotte undraöist hvaö hann hefði þá fyrir stafni. Hélt hann áfram aö eiga fundi meö ástkonum sínum? Eigin- konan leigði spæjara til að fylgjast með honum. Charles komst í uppnám. Hann frétti af grunsemdum konu sinnar. í þeim hópi, sem hann inngekkst, þótti hliöarspor ekki tiltökumál. Reyndar var það í tísku að eiga ástkonu. Sjálfur konungurinn gaf fordæmi í því efni. Veginn í Hollandi En Charlotte var greinilega ann- arrar skoðunar. Það komu brestir í hjónabandið. Og þegar það hafði staðið í sex ár lauk því með skiln- aði. í hlut Charlotte kom aö sjá um drengina tvo sem þau höfðu eign- ast. Sá sem svipmyndin er af hafði ekki tíma til að sinna uppeldinu. Hann var framagjarn. Honum vegnaði vel um þessar mundir og var skipaður í eitt æðsta embætti ríkisins. Þegar landið lenti í stríði var honum fengin yfirstjóm mikils herafla. Árið 1673 féll hann í árás á virki í Hollandi. Til er eignaskrá frá heimili hans. Líklega var hún samin eftir andlát hans. Þar má lesa um það sem var í húsinu við Quai de la Grenouill- ere. Það var heldur fábrotið tveggja hæða hús. Á neðri hæðinni var eld- hús og borðstofa. Á efri hæöinni vora nokkur stór herbergi og nokk- uð af íburðarlitlum húsgögnum. Sá sem svipmyndin er af hafði stórt herbergi á efri hæðinni. Rúm- ið hans var á bak við hlíf og yfir því var himinn og tjöld úr ósviknu silkiefni. Húsgögnin voru ekki mikils virði. Hins vegar hafði Charles átt mikið af fótum, jakka, buxur úr leðri, peysur, sloppa, skikkjur, sokka og skinnhanska. Til notkunar við hátíðleg tæki- færi átti hann einkennisjakka með gullísaumi og silfurblómum. Þá voru silfur- og gullhnappar á mörg- um fata hans. Á listanum er einnig tyrkneskur morgunsloppur og neftókbaksdósir en engar bækur, peningar eða skjöl, að frátöldu þó aðalsbréfinu, hjúskaparsamningnum og nokkr- um vhdlblöðum. Skuldimar voru miklu meiri en eignimar en þær voru taldar 4.500 franka virði. í búinu fundust einnig sverðin hans. Eitt er með mattfáguðu hjalti úr gulli og látúnsgripi. Þaö eru sverðin sem hafa gert hann frægan um allan heim, því þeim er vel lýst í skáldsögunum um hann og ótelj- andi kvikmyndum um ævi hans og ævintýri. Það er þess virði að íhuga hvaö fengist fyrir þau á uppboðum í dag. Hver var hann? Svar á bls. 56 Allir þekkja eftimafn þess sem svipmyndin er af. En það em ekki margir sem vita að fomafn hans var Chaiies. Hann átti sér athyglisverðan fer- il. Líf hans einkenndist af áhrifa- miklúm atburöum og ævintýmm. Það einkenndist einnig af ást. Vitað er aö hann átti margar ást- konur. Ýmsar af þeim vom vel efn- aðar. En sá sem hér er lýst vildi halda sig ríkmannlega og laun hans nægðu ekki til þess að hann gæti það. Útgjöldin vom alltaf meiri en tekjumar. Þess vegna þáði hann fé af ást- konum sínum. Hann skammaðist sín ekki fyrir það. Það var viðtekið á þeim tímum meðal þess fólks sem hann umgekkst. Þeir sem lifa á þennan hátt eiga eðlilega ýmsa óvildarmenn. Tál- dregnir eiginmenn og eiginkonur, sem sviknar era í tryggðum, em ekkert lamb að leika sér við. Oft var reynt að ráða þann sem svip- myndin er af af dögum. Launmorð- ingjar vom fengnir til að myrða hann. Og nokkrum sinnum slapp hann lifandi fyrir hreina heppni. Mest er vitað um þann sem svip- myndin er af úr bók sem skrifuö var fyrir langa löngu. í rúma öld lá hún gleymd og grafm í bókasafni og hjá fornbóksala en svo var hún dregin fram í dagsljósið. Því miöur er bókin mjög óáreið- anleg. Hún hefur bæði að geyma staðreyndir og skáldskap. Þess vegna em stórir þættir í lífi Char- les myrkri huldir. Kvæntist35 ára . Margir telja að sá sem svipmynd- in er af hafi byijað meö tvær hend- ur tómar og líkja megi honum við þá sem á okkar dögum vinna sig í áht og verða að lokum forstjórar fyrirtækisins sem þeir byrjðu hjá sem sendisveinar. En þannig var það þó ekki. Sá sem hér er lýst var af efnafólki. Foreldrar hans höfðu notið vel- gengni. Og án stuðnings áhifaríkra ættingja hefði hann líklega aldrei komist eins langt og raun bar vitnl Þær vom margar kommiar sem dreymdi um að gjftast Charles. En það var ekki fyrr en hann var orö- inn þijátíu og fimm ára að hann gekk í hjónaband. Og eiginkonan var honum að skapi. Hún var rík ekkja, Charlotte að nafni. Auðvitaö var brúpkaupsveislan glæsileg. Bæði konungurinn og for- sætisráðherrann vom viðstaddir. Brúðhjónin settust síðan að í húsi við Quai de la Grenouillere í París, með útsýni yfir Signu. Ekki er Ijóst hvemig Charlotte leit út. En þaö má slá því fostu að hún hafi verið skynsöm. Hún leit nefnilega á það sem skyldu sína að vemda eignir sínar með sérstökum kaupmála. Charlotte var sparsöm og hagsýn. Sá sem svipmyndin er af var aftur á móti eyðslukló og kunni að meta Matgæðingur vikuimar Fiskréttur sælkerans „Ég fékk þennan fiskrétt í Reykjavík, hjá Hafliða Kristins- syni, forstöðumanni í Hvítasunu- kirkjunni. Ég útvegaði mér náttúr- lega uppskriftina enda er hann mjög ljúffengur," segir Rósa Aðal- steinsdóttir á Vopnafirði. Rósa tók áskorun Guðrúnar Markúsdóttur eftir að Guðni Ein- arsson, sem skorað var á í blaðinu, neitaði að vera með. Rósa segist hafa gaman af góðum mat og segist af og til elda eitthvert góðgæti, sér- staklega við hátíðleg tækifæri. Hún segist fá uppskriftir hjá hinum og þessum, auk þess sem hún leikur af fingmm fram. Rósa býður upp á ýsurétt, fiskrétt sælkerans. Ekki era gefin upp ákveðin mál svo lesendur verða aö „spila eftir eyranu“. Það sem þarf í þennan sælkerarétt þarf: ýsuflök salt pipar sítrónusafa hveiti 'A tsk. karrí smjör 1 pela rjóma Skorin í stykki Ýsuflökin em roðflett og skorin í Rósa Aðalsteinsdóttir. hæfileg stykki, þerruð og söltuð. Sítrónusafa er síðan hellt yfir stykkin þar sem þau hggja á skurð- arbrettinu eða diski og þau látin standa þannig í nokkrar mínútur. Þá eru fiskstykkin þerruð aftur með eldhúsrúllu. Þá er hveiti, salti, pipar og 'A tsk. af karríi blandað saman, fiskinum velt upp úr og hann snöggsteiktur í smjöri. Stykkjunum er síðan rað- að í smurt eldfast mót. Nokkmm dropum af sojasósu er bætt í pönnuna auk pela af ijóma og sósan soðin aðeins niður (ef vill má blanda mjólk í rjómann). Sós- unni er hellt fyir fiskinn, ostur rif- inn og stráð yfir auk smávegis af raspi. Mótið er loks sett í 200 gráða heitan ofn í 15-20 mínútur. Með þessu eru snædd soðin hrísgijón, sojasósa og hrásalat. Rabarbarapæ TO að setja punktinn yfir i-ið ákvað Rósa að gefa einnig upp- skrift að finnsku rabarbarapæi sem hún fékk hjá mágkonu sinni. í það þarf: 100 g smjörlíki 'A dl sykur 2 dl hveiti /i kg rabarbara 2 dl sykur Smjörlikinu, sykrinum og hveit- inu er hnoðað saman í skál (verður laust í sér). Rabarbarinn er settur í eldfast mót og 2 dl af sykri stráð yfir. Þá er deiginu stráð yfir og aht sett í 225 gráða heitan ofn í rúman hálftíma. Rabarbarapæið er borið fram með ís eða þeyttum rjóma. Rósa skorar á mágkonu sína, Astrid Öm Aðalsteinsson, að vera matgæðingur næstu viku. -hlh Hinhliðin Ætla að halda lífsgleðinni - segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur vakið athygh sem pistlahöf- undur á rás tvö en ekki em allir ahtaf sammála því sem hann hefur fram að færa. Hannes Hólmsteinn hefur í gegnum árin verið umdeild- ur maður og varla breytist þaö í bráð. Um þessar mundir er að koma bók út eftir Hannes þar sem hann segir frá lífi Jóns Þorláksson- ar. Það er Hannes Hólmsteinn sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fæðingardagur og ár: 19. febrúar 1953. Maki: Ókvæntur. Böm: Ég er barnlaus. Bifreið: Nissan NX 100 1991 (th af- nota við og við). Starf: Dósent í stjómmálafræði. Laun: Um 150 þúsund á mánuði. Áhugamál: Stjómmál, fagrar bók- menntir, klassísk tónhst, saga og síðast en ekki síst lifandi fólk. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Eg tek ekki þátt í því. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að skrifa bækur og sitja aö skrafi með skemmtilegu fólki um lífið og tilveruna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að lenda í vandræðum vegna vanrækslusynda annarra. Uppáhaldsmatur: Steiktir humar- halar og góður íslenskur fiskur (ýsa og lúða). Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent í stjórnmálafræði. Uppáhaldsdrykkur: Chateau Cant- enac Brown rauðvín og Puhgny Montacket hvítvín. Hvaða íþróttamaður fmnst þér standa fremstur í dag? Carl Lewis. Uppáhaldstímant: Bókmennta- tímaritið Times Literary Supple- ment. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Frænka mín, Hólmfríð- ur Karlsdóttir. (Sumir segja að sterkur svipur sé með okkur!) Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Margréti Thatcher. Uppáhaldsleikari: Chnt Eastwood. Uppáhaldsleikkona: Hanna Schy- guha. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og breskir gamanþættir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður G. Tómasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Jafnmikið. Mér finnast fréttimar á Stöð 2 hressilegri en ýmsir þættir í Sjónvarpinu að jafn- aði betri. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ehn Hirst. Uppáhaldsskemmtistaður: Café Romance og Bíóbarinn. Uppáhaldsveitingahús: Við Tjöm- ina og Hótel Holt. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Róðrar- félag Oxford-háskóla. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Aö halda lífsgleðinni hvemig sem viðrar á lífsleiðinni. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Skipti tímanum sl. sumar á milli dönsku sólarinnar og bókasafna í Kaupmannahöfn. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.