Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 7 Fréttir Hugmyndir sem ræddar eru í Atvinnumálanefnd um kostnaðarlækkun fyrirtækja: 126 þúsund á fjölskyldu Hver fjögurra manna flölskylda tekur á sig tæplega 126 þúsund krón- ur í auknar álögur á næsta ári gangi þær hugmyndir eftir sem ræddar hafa verið í Atvinnumálanefnd og miili aðila vinnumarkaðarins að undanfómu. Að sama skapi mun kaupmáttur ráðstöfunartekna rýma - kaupmáttur á næsta ári myndi rýma um 3 til 3,5 prósent um 3 til 3,5 prósent á næsta ári. Stefnt er að því að lækka kostnað fyrirtækja um 9 milljarða en auka að sama skapi álögur á launafólk. Af hálfu aðila vinnmnarkaðarins er meðal annars rætt um að virðisauka- skattur hækki úr 24,5 í 25 prósent. Það myndi skila ríkissjóði 850 millj- ónum aukalega. Ríkisstjómin hug- leiöir hins vegar að auka tekjurnar af þessum skatti enn frekar eða allt að 2,4 milljarða með upptöku á tveim skattþrepum. Til að bæta sveitarfélögum tekju- missi upp á 5 milijarða með afnámi aðstöðugjalds er um það rætt að hækka útsvar sveitarfélaga um 1 prósentustig. Við það myndu út- svarstekjur aukast um 2,2 milljarða. Útsvar hverrar fjögurra manna fjöl- skyldu myndi þá að meðaltaii hækka um rúmlega 31 þúsund krónur. í tengslum við þetta hefur einnig verið rætt um áþekka hækkun tekju- skatts. Mismunurinn myndi þá renna til sveitarfélaganna. Ýmsar fleirl tillögur em á vinnuborði At- vinnumálanefndar, til dæmis að hækka álögur á bifreiðaeigendur um 9 til 13 þúsund krónur með hækkim bifreiðagjalds og bensíngjalds. -kaa Gpsonuieq JÓLAKORT með IjósmLjnd CleÖilegjjól Til siyRkiAR CiqTARfÉUqi íslANds. Veró Frá I<r 69^ MAqNAfslÁmjR lil aIIra KodAk ExpRESS klúbbfélAqA, atIh AÖqANquR í klúbbiNN er ókEypis. HANS PETERSEN HF Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur með útskriftina eftir jarðskjálfta- kippinn í gær. Eins og sjá má er „sá stóri“ efst á örkinni en um miðjan dag í gær höfðu mælst um hundrað litlir skjálftar í kjölfar hans. DV-mynd GVA Jarðskjálftinn á Reykjanesi — upptök skjálftans voru um 4 km frá Kleifarvatni — 0 Reykjavík • Kópavogur Hafnarfjörður ® Garðabær Keflavík Njarðvík Grindavík, eifarvatn Snarpur kippur - átti upptöksmviðKleifarvatn Snarpur jarðskjálftakippur fannst í Reykjavík og nágrenni fyrir hádegi í gær. Hann mældist rétt um 4 á Richter, að sögn Ragnars Stefánsson- ar jarðskjálftafræðings. Skjálfdnn átti upptök sín um 4 kílómetra austur af suðurenda Kleifarvatns. Ragnar sagði að margir lithr skjálftar hefðu mælst á undan þeim stóra. Um miðjan dag í gær höfðu mælst a.m.k. 100 litlir skjálftar sem voru allt að 2,7 á Richter. Flestir hefðu þeir þó verið mjög litlir. Upp úr klukkan sex í gærmorgun hafði fundist nokkur kippiu: í Hvera- gerði. Hann var ekki nema rúmlega 1 á Richter og átti upptök sín á Hellis- heiði. „Við Kleifarvatnið og Krýsuvíkina geta skjálftamir nálgast 5 á Richter ef marka má þá reynslu sem hefur fengist á seinni árum,“ sagði Ragnar, „þannig að þessi sem fannst núna er ekkert sérstaklega stór.“ -JSS Jóhanna Sigurðardóttir: Ungiroggamlir flyUastsuður íslendingum hefur fjölgað um 16 þúsund á síðustu fimm árum. Á sama tíma hefur íbúum á höfuðborgar- svæðinu fjölgað um 15 þúsund. Á allri landsbyggðinni hefur fjölgunin verið tæplega eitt þúsund manns. Jóhanna Sigurðardóttur félags- málaráðherra sagði á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga að á síðustu árum hefði íslendingum á aldrinum 15 til 24 ára fækkað um 500 á landinu öllu, en um 1.300 á landsbyggöinni og fólki á þessum aldri hefði því 5 ölg- að um 800 á höfuðborgarsvæðinu. íslendingum, sem eru 65 ára og eldri, íjölgar mun meira á höfuðborgar- svæðinuenálandsbyggðinni. -sme SOMfHltGÁSjtoi Islensk og betri u Sn\ot Pantaðu tíma - engin bið! SÓLNING Smiðjuvegi 34, sími: 44880 og 43988

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.