Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Veiðivon Erbúinnað skjótayfir 100 íjúpur - segir Róbert Schmidt „Rjúpnaveiðin hefur gengið þokka- lega það sem af er veiðitímannm og sjálfiir er ég búinn að skjóta yfir 100 ijúpur,“ sagði Róbert Schmidt, skot- veiðimaður á Bíldudal, í vikunni. „Ég fékk 20 ijúpur á Dynjandis- heiði fyrir skömmu og slatta í ná- grenni Reykhólasveitar. Tíðarfar hefur verið slæmt síðustu daga, miklir umhleypingar og rigning- arsuddi. Ég veit að menn hafa fengið ágætis veiði víða um Vestfirði. Sumir hafa fengið 24 ijúpur eftir daginn en margir aðeins 3 til 7 ijúpur, sem er afit í lagi. Við höfum verið aö velta fyrir okkur hvort hvítasunnuhretið hafi haft stórvægileg áhrif á ijúpna- stofninn og ég held að það sé enginn vafi á því en það er svæðisbundið. Hvítasunnuhretið var t.d. mjög hressilegt á norðanverðum Vest- fjörðum. Úr ísafjarðardjúpi frétti ég af einum skotveiðimanni sem fékk 24 ijúpur í Hestfirði og öðrum í Álta- firði sem fékk 11 ijúpur. Ég held að það sé svipað af rjúpu á suðurfjörð- um og var á síðasta ári miðað við veiði enn sem komið er,“ sagði Ró- bertennfremur. -G.Bender Bókin um Guðlaug Bergmann er væntanleg eftir nokkra daga en á myndinni er Guðlaugur í góðra vina hópi með Stefáni Jónssyni og Guðrúnu Bergmann. DV-mynd GVA Hann Ámi Friðriksson er einn af þeim mörgu sem hafa farið til rjúpna og fyrir skömmu fékk hann 21 rúpu á Kaldadal. DV-mynd RE Veiðieyrad Bækur um fisk o.fl. Það er ýmislegt sem veiðimenn geta lesið þessi jól og þá fyrst og fremst bækumar Og áin niðar eftir Kristján Gíslason og Stangaveiðiár- bókin frá ísafold. En það er meira, veiðimaðurinn Guðlaugur Berg- mann er að koma með ævisögu sína og veiði ber örugglega oft á góma. Halldór HaUdórsson er að koma út með bók um fiskeldið og þar verður rætt margt miður fallegt um þá at- vinnugrein. Sú bók á örugglega eftir að vekja mikla athygli og líklega deil- ur. Núpá á Snæfellsnesi Nokkrar veiðiár eru á lausu þessa dagana og fyrir skömmu voru Svartá og Blanda auglýstar. Skömmu seinna var Núpá á Snæfellsnesi líka auglýst laus. lilboð hafa komið í Svartá og Blöndu. -G.Bender Þjóðar Aðlæðast Eftir dansleik, sem haldinn var austur á Skeiðum, fylgdi piltur einn ungrí stúlku heim. Er þau voru komin að heimili hennar opnaði hún dymar hljóðlega en snerí sér því næst að piltinum og hvíslaði: „Kanntu að læðastr „Já,“ hvíslaöi hann spenntur. „Þá skaltu læðast heim til þín,“ sagði stúlkan og lokaði hurðinni beint á nefið á honum. Einhverju sinni kom eíginkona manni sínura að óvörum þar sem hann var á tali við félaga sinn um : bólfimi, framltjáhald og ráð til að seiöa til sín konur. Hún vatt sér umsvifalaust aö félaga eigin- mannsins og sagði i aumkunnar- „Mundu það, Sæmundur minn, að þeir sem geta - þeir gera það, kenna Sigurður hfiitimi Þórarinsson náttúrufræðingur var eitt sinn spuröur að því hvort kynvilla væri ættgeng. „Varla ef hún er iðkuö ein- göngu,“ svaraði Sigurður að bragði. r .r Er likfylgd fór einhverju sinni iramhjá golfvellinum í Grafar- holti sleppti einn kylfingurinn, maður að nafni Sveinn, kylfunni sinni, tók ofan húfuna og sagði viö kunningja sinn sem stóð þar hjá: „Æ, maöur verður nú aö vera er nú búinn að vera giftur dóttur hennar 130 ár.“ Finnur þú flmm breytingai? 180 SZ-fc-S QJKfe, ©PIB CIPIkMllN Allir aðrir yrðu hamingjusamir að finna oliu, Kalli. ©PIB CflPI KHltlH Myndimar 'tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TÉNSAI ferðaút- varpstæki með kassettu, að verðmæti 5.220 krónur, frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðu- múla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Vighöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 180 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað sjötugustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Sveinbjörg Jónsdóttir, Drápuhlíð 44,105 Reykjavík. 2. Maríanna Sigurðardóttir, Höfðavegi 41,900 Vestmanna- eyjum. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.