Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 23 „Það hefur orðið hugarfarsbreyt- ing varðandi matargerðarhst hér á landi undanfarin ár og sér ekki fyrir endann á því,“ segir Sigurður L- Hall, matreiðslumeistari og hðsstjóri íslenska ólympíuhðsins í matargerð. Tíu manna keppnishð fór héðan th Frankfurt til að taka þátt í stærstu matreiðslukeppni í heimi, The Culin- ary Olympics. Liðið okkar vakti mikla athygli enda kom það heim með bronsverðlaun fyrir heitan mat. íslenska hðið fékk mikla umfjöhun í þýskum blöðum og lof fyrir frábæra matreiðslu. Sigurður Hah segir að það skipti miklu máh fyrir íslenska matreiðslumeistara að taka þátt í aiþjóðlegum mótum þar sem um gíf- urlega landkynningu sé að ræða. „Ólympíumótið er haldið fjórða hvert ár og þetta var í fyrsta skipti sem við vorum með. Það er mikill áhugi á íslandi úti í heimi sem ferða- mannalandi. Margir Evrópubúar eru orðnir dauðleiðir á að fara ahtaf í frí suður th Spánar og Ítalíu. Nú höfða óbyggðaferðir meira th fólks en áð- ur. Island heillar mjög þetta fólk. Vöktu athygli blaðamanna Blaðamönnum þótti skemmthegt að við værum með í keppninni að þessu sinni og voru alltaf í kringum okkur. Við fundum einnig þennan áhuga hjá aðstandendum keppninn- ar. Þeir gerðu aht fyrir okkur meðan á dvölinni stóð. Við bjuggum í Vies- baden en keppendir voru dreifðir kringum Frankfurt. Það var heldur ekkert mál að fá stuðningsaðha fyrir íslendingana en það var stærsta efnaiðnaðarfyrirtæki Þýskalands, Hoechst, sem studdi okkur. Fyrir- tæki taka að sér keppendur og sjá þeim fyrir aðstöðu meðan á keppni stendur. Við fengum að vinna í mötu- neyti Hoechst sem var mjög stórt og fínt. Þar eru veitingastaöir með full- kominni aðstöðu sem yfirmenn fyrir- tækisins nota þegar þeir bjóða gest- um. í eldhúsinu máttum við vera eins og heima hjá okkur,“ segir Sigurður og bætir við að hðið hafi verið ein- staklega heppið að fá þetta fyrirtæki. „Auk þess fengum við mjög jákvæð- Sigurður L. Hall telur verð á veitingahúsum allt of hátt hér á landi og lélegir staðir séu með sama verð og þeir fínustu. DV-mynd GVA skipuleggja næsta landshð hjá sér,“ segir Sigurður ennfremur. Háttverðá veitingahúsum „Það hefur oröið mjög mikh breyt- ing hér á landi á undanfórnum árum. Þeir matreiðslumenn sem hafa mest- an áhuga og metnað fara gjarnan th útlanda eftir að hafa lokið skólanum hér. Bæði th að fá nýjar hugmyndir og kynna sér hvað er að gerast. Það er svohtið hættulegt að halda að maður viti aht eftir nám í Hótel- og veitingaskóla íslands. íslenskir kokkar hafa farið jafnt th Evrópu- landa sem Ameríku. Margir fara th Englands en þar eru mörg afbragðs veitingahús þó íslenskir ferðamenn finni þá kannski ekki á labbinu í London," segir Sigurður. „Það þarf að panta á þessa góðu staði og borga talsverða upphæð fyrir matinn." Sigurður segir aö sama sagan sé hér á landi fyrir útlendinga. „Um aht land eru rándýrir veitingastaðir sem bjóða hræðhegan mat. Matsölu- staðir við þjóðveginn eru oft æghegir og þar er ekki hægt að finna nokkum metnað. Verðlagning er furðuleg á þessum stöðum en þeir virðast miða sig við dýra og fína staði í Reykjavík. Ég skh ekki hvaðan hugmyndir að þessari verðlagningu koma eða hvaða hugsun er á bakvið hana. Ég hef unnið hjá íslenskum matvælum undanfarið við vöruþróun og gerði að gamni mínu í vor að reikna út hráefnisverð á laxi og meðlæti. Mið- aði við vöm sem væri unnin upp í hendur mér. Skammturinn sem ég reiknaði út og sendi öhum veitinga- húsum og hótelum á landinu saman- stóð að einfóldum forrétti, t.d. súpu, sem er mjög ódýr í framleiðslu, og laxi með soðnum kartöflum, góðu salati og sósu. Þessi máltíð með fullri álagningu kom út á tæpar níu hundr- uð krónur. Þegar ég ferðaðist síðan um landið í sumar sá ég lax á mat- seðh, t.d. í Skaftafehi, á rúmar fjórtán hundruð krónur með engum forrétti. Síðan em þessir sömu veitingamenn að kvarta yfir því að útlendingar kaupi ekki matinn hjá þeim. Það er Mikill uppgangur hjá matreiðslumeisturum: Maturinn er besta landkynningin - segir Sigurður L. Hall sem var liðsstjóri á ólympíumóti matreiðslumanna Lið matreiðslumanna, sem fékk bronsverðlaun á The Culinary Olympics, var skipað þeim Sigurði Hall, Emi Garðarssyni, Úlfari Finnbjörnssyni, Francois L. Fons, Bjarka Hilmarssyni, E. Inga Freiðgeirssyni, Herði Héðins- syni, Lindu Wessmann, Baldri Öxdal og Ásgeiri Erlingssyni. ar viðtökur fyrirtækja á íslandi og væri gott aö koma að þakklæti th þeirra. íslenska hðið hélt móttöku í sam- floti með Flugleiðum og Ferðamála- ráði íslands í Frankfurt en Nestlé lagði th aðstöðuna. Ýmsum forráða- mönnum í ferðamálaþjónustu í Þýskalandi, auk fjölmiðla, var boðið th móttökunnar. Boðið var upp á reyktan lax og shdarrétti. „Þama kynntum við ísland og móttakan hafði þau áhrif að mikh lofgrein birt- ist í þýsku blaði um íslenska matar- gerðarhst og einnig birtist viðtal við mig í beinni útsendingu í þýskri sjón- varpsstöð.“ íslenska kjöt- súpan gerði lukku íslensku matreiðslumeistaramir fengu fijálsar hendur varðandi rétti og hráefni í keppninni en þeir ákváðu að nota sem mest íslenska vöm. „Okkur fannst skylda okkar að kynna Island og afurðir landsins enda erum við fyrst og ffemst matvælafram- leiösluþjóð. Enginn er betur th þess fallinn að kynna þessi matvæh en við kokkamir,“ segir Sigurður. Islensk kjötsúpa varð fyrir valinu í heitum mat. Hún veitti þeim brons- verðlaun og var aöeins einu stigi ffá silfuverðlaunum. íslensku kokkarn- ir vom heldur ekki langt frá medahu í kalda matnum, „Við tókum eiginlega hugmyndina að íslenskri kjötsúpu og gerðum hana að rétti - ekki súpu - en hugmyndin er svipuð. Kjöhð var seyh í sterku kraftmiklu kjötseyði og grænmehð sem fylgir kjötsúpunni var einnig notað. Við skárum aha htu burt, vild- um ekkert kólesteról, engan ijóma eða smjör, enda áth rétturinn að sam- ræmast nútíma næringaefnafræði. Ahs staðar era gerðar kröfur um hoh- ustu og því hefur ijómi og smjör ver- ið á undanhaldi í matargerð en græn- meh komið í staðinn." Hugað að næstu keppni Ekki er langt síðan islenskir mat- reiðslumeistarar fóru að taka þátt í erlendum mótum í matreiðslu. Nokkrir þeirra tóku sig th og fóra á stórt mót í Chigaco fyrir ári á eigin vegum. „Þá fengum við nasasjón af því hvemig slík keppni fer fram. Þetta er ein stærsta keppni í Banda- ríkjunum og aðeins sextán þátttöku- lönd sem fá að vera með. Okkur gekk mjög vel þar, fengum bæði brons- og silfurmedahu. Þá var ákveðið að senda uppstöðuna í því hði th Frankfurt á ólympíumóhð. Við erum nú þegar byijuð að huga að næstu ólympíuleikum árið 1996 enda er það hápunkturinn. Við munum taka þátt í minni mótum í millitíðinni og á næstu mánuðum verður búið th nýtt landshð. í undirbúningi er m.a. að halda forkeppni hér á landi þar sem kokkar verða valdir. Við höfum haft mjög góða samvinnu við Norðmenn, þeir hafa náö frábærum árangri í keppni. Þeir era þegar byijaðir að eðhlegt - þetta er rándýrt," segir Sig- urður ennfremur. Úr veiðihúsi á Stöð 2 Sigurður L. Hall hefur vakið tals- verða athygh fyrir matreiðsluþæth sína á Stöð 2 sem sýndir era á mánu- dagskvöldum og verða út veturinn. Hann rekur eigið veisluþjónustufyr- irtæki auk þess sem hann sér um vöraþróun þjá íslenskum matvælum. Efhr nám starfaði Sigurður á Hótel Sögu en hélt síðan th Danmerkur þar sem hann starfaði á Sheraton hótel- inu. Síðan fór hann th Noregs og rak eigin veihngastað, Skarvet Restaur- ant, sem staðsettur var á hinum vin- sæla ferðamannastaö Geho. Fyrir 5 árum var Sigurði boðiö starf í veiði- húsinu í Laxá í Kjós og starfaði þar í 4 sumur. Það varð th þess að hann fluth heim aftur ásamt eiginkonu sinni, Svölu Ólafsdóttur, og dóttur. Sigurður segir að áhuginn á matar- gerð hafi ekki farið minnkandi á síð- ustu árum, matarklúbbar era margir starfandi hér á landi og fyrir suma er eldamennskan tómstundagaman. „Það era ófáir sem taka með sér matreiðslubók upp í rúm th að lesa,“ segirhann. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.