Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Sérstæð sakamál Bréfið á háaloftinu Það var tvennt sem vakti undrun hins tuttugu og sex ára gamla Dou- glas Munro þegar hann kom heim úr vinnunni ágústkvöld eitt árið 1938 í Bristol á Englandi. Annað var að sonur hans, Dudiey, sem var þá aðeins þriggja mánaða, grét há- stöfum en hitt að það var enginn ilmur af nýlögðuðu ka£B í húsinu en það var kona hans vön að hafa á borðum í hvert sinn sem hann kom heim að loknum vinnudegi. Ástæðuna uppgötvaði Douglas þegar hann kom upp í svefnher- bergið á fyrstu hæð. Þar lá kona hans, Virginía, þijátíu og eins árs, á gólfinu. Hún var alklædd en nátt- fatabuxur höfðu verið bundnar um hálsinn á henni og það svo fast að Doulgas varð að sækja eldhúshníf til að ná þeim af henni. Hann gerði síðan tilraunir til að lífga hana við en það var um seinan. Douglas tók nú soninn og hljóp með hann í næsta hús. Hann sagði nágrannakonunni að kona sín hefði verið myrt og bað hana um að hafa drenginn hjá sér meðan hann gerði íögreglunni aðvart. Féll í stríðinu Þótt rannsóknarlögreglan teldi Douglas þann sem líklegastur væri til að hafa myrt konu sína tókst ekki að fá hann til að játa á sig morðið og ekkert það kom fram sem nægöi til þess að sanna það á hann. Niðurstaða rannsóknarinn- ar varð því sú að fallið var frá því að höfða mál á hendur Douglas og málið lagt til hliðar með þeim um- mælum að Virginía hefði verið myrt af „óþekktum aðila eða aðil- um“. Douglas seldi nú húsið og fluttist heim til móður sinnar, Maríu, með soninn. Hann einangraðist hins vegar mikið vegna umtals ná- granna og grunsemda um að hann hefði myrt konu sína og í desember 1939 gekk hann í herinn. Þá var síðari heimsstyrjöldin hafin fyrir nokkru. Hann var síðar sendur til Norður-Afríku og þar féll hann þann 6. júní 1942. María Munro sá vel um sonar- soninn, Dudley. Hann fékk gott og kærleiksríkt uppeldi og góða menntun. Áratugirlíða Árið 1970, þegar Dudley var orð- inn rúmlega þrítugur, gekk hann að eiga Brendu Grower, sem hann hafði þá þekkt í rúmt ár. Amma hans var ánægð með ráðahaginn og ungu hjónin hófu búskap í hús- inu sem hún átti. Þá var María Munro orðin áttatíu og sex ára og var til þess tekið hve hrifin hún væri af konu sonarsonar síns. Var samband hennar við ungu hjónin gott en þann 30. janúar 1971 lést hún „úr elli“, eins og sagði í dánar- vottorðinu. Árið 1975 ákváðu Dudley og Brenda, sem höfðu nú eignast tvö böm, að selja gamla húsið og kaupa annaö stærra og nýtískulegra. Það leiddi til þess að Dudley varð að taka til á háaloftinu. Þar var margt um gamla muni og tók verkið nokkum tíma, enda skoðaði hann vandlega allt sem þar var. Og það leiddi í ljós dáhtið sem enginn hafði búist við. Bréfið í gömlu tinskríni á háaloftinu fann Dudley umslag sem var merkt honum. „Til míns elskaða sonar- sonar, Dudleys," stóð á því. Þegar hann reif það upp kom í ljós svo- hljóðandi bréf: „Kæri vimir! Þegar þú lest þetta verð ég dáin og grafin en ég get ekki legið róleg í gröfinni fyrr en sannleikurinn um dauða móður þinnar er kominn fram. Ég veit aö faðir þinn sálugi liggur enn undir gmn um að hafa framið morðið en hann drap ekki móður þína. Það gerði ég. Ég held að hann faðir þinn hafi vitað það en hann sagði aldrei frá því. Móðir þín hataði mig og ég hana. Hún tók ekki aðeins son minn frá mér held- ur gerði hún það sem ég gat ekki fyrirgefið. Hún bannaði mér að sjá þig, Dudley, og það var ófyrirgefan- legt. Hann faöir þinn varð að stelast með þig út úr húsinu og út í al- menningsgarð svo að ég gæti fengið að sjá þig, mitt eigið barnabarn. Það var meira en ég gat umborið. Guð veit að ég reyndi að leita sátta við hana og það síðast daginn sem hún dó. En þá sagði hún um- búðalaust að hún óskaði ekki eftir því að hún, sonur minn eða sonar- sonur hefðu nokkru sinni neitt með mig að gera. Hún bað mig um að fara af heimili sínu og koma þangað aldrei aftur. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. En skyndilega þreif ég skörung úr kolaeldavélinni og sló hana í hnakkann meö honum. Hún féll meðvitundarlaus á gólfið. Ég dró hana síðan upp á efri hæðina, batt náttafatabuxur um hálsinn á henni og herti að. Síðan skildi ég við hana. Ég get aðeins vonað að góður Guð sýni mér þá miskunn að fyrirgefa mér þennan skelfilega verknað. Komdu þessu bréfi í hendur lög- reglunnar svo að nafn fóður þíns verði hreinsað. Þín amma María Helena Munro" Málalok Dudley las bréfið af athygh en sýndi síðan konu sinni það. Þau voru sammála um að fara sem fyrst með það til lögreglunnar. Rann- sóknarlögreglumenn tóku fram gömlu málsskjölin, þá nær fjörutíu ára gömul. Bréfið var lagt í möpp- una en hún síðan lögð með þeim málum sem upplýst hafa verið. Næsta sunnudag fóru Dudley og Brenda ásamt bömum sínum tveimur í kirkjugarðinn og lögðu krans á leiði Maríu Munro. Á korti sem fest var við hann stóð: „í kærleiksríkri minningu um góða og elskulega ömmu.“ Óvenjulegar aöstæður Það hðu aðeins nokkrar mínútur frá því að Douglas hringdi á lög- reglustöðina þar til rannsóknarlög- reglumenn komu á staðinn. Þeim varð hins vegar fljótlega ljóst að máhð kynni að verða erfitt við- fangs. Þó mun fæsta þeirra hafa grunaö aö þrjátíu og átta ár myndu líða þar til lausnin fyndist loks. Ljóst var að kynferðisafbrota- maður hafði ekki verið að verki. Virginía var fullklædd og ýmislegt benti til að hún hefði þekkt morð- ingjann því hvergi var þess nein merki að sjá að brotist hefði verið inn í íbúðina. Allar rúður vom heilar. Á öhum hurðum vora auka- lásar og á útidyrahurðinni var sér- stök öryggiskeðja af svemstu gerð. Gaf Douglas þá skýringu að kona hans hefði verið hrædd við ókunn- uga og hleypti yfirleitt aldrei nein- um ókunnugum inn í húsið. Sú staðreynd að öryggiskeðjan var ekki fyrir útidyrahurðinni benti hins vegar til þess að morð- inginn hefði gengið út um aöal- dymar eftir verknaðinn. Grunurvaknar Virginía hafði verið munaðarlaus og ekki átt nein systkini. Hún hafði umgengist fáa og átti aðeins nokkr- ar vinkonur. En engin þeirra hafði verið nærri húsinu þennan ágúst- dag. Þetta leiddi til þess að granur féh á Douglas Munro. Hann hafði farið að heiman um morguninn en um tveimur tímum áður en hann kom að líkinu af Virginiu hafði hann farið úr vinnunni. Hann gaf þá skýringu að hann hefði heim- sótt móður sína og verið að koma frá henni þegar hann kom að líki konu sinnar. Móðir hans staðfesti svp þessa fuhyrðingu hans. Ástandið í fjölskyldunni var hins vegar sérstætt. María Munro, móð- ir Douglas, var orðin fimmtíu og fjögurra ára þegar sonur hennar kvæntist. Hann var einkabam og í raun sá eini sem hún átti að, því maður hennar hafði fallið í Frakk- landi í fyrri heimsstyijöldinni. Hún hafði frá upphafi verið á móti því að Douglas gengi að eiga Virginíu og sagt að fimm ára aldursmunur væri of mikill og í raun væri Virg- inía tíu árum of gömul því að eðli- legra væri að maðurinn væri eldri en konan. Dudley, Brenda og börn þeirra. Skýringar Douglas „Konan mín sakaði móður mína um að reyna að eyðileggja hjóna- band okkar,“ sagði Douglas við yf- irheyrslu, „en það var alrangt hjá henni,“ bætti hann svo við. „Hún gekk jafnvel svo langt að neita móður minni um að sjá son okkar svo að ég varð að fara með hann út í almenningsgarð með leynd svo að hún gæti fengið að sjá bama- bamið sitt.“ Viðræður við fólk sem þekkti til Munro-hjónanna leiddu í ljós að Virginía hafði verið mjög afbrýði- söm kona. Hún hafði ekki þolað að maður hennar svo mikið sem liti á aðrar konur og það jók gransemdir lögreglunnar um að Douglas hefði myrt hana. Var nú tekiö að kanna fiarvistarsönnun hans betur og kom þá í ljós að hún hélt ekki. í raun hafði hann farið í heim- sókn til Söndra nokkurrar Gough, sem hafði orðið ekkja þremur mán- uðum áður er maður hennar hafði farist í bílslysi. Douglas hélt því hins vegar fram að samband þeirra Söndra væri vináttusamband og annað ekki. Hann hefði aðeins heimsótt hana til að telja í hana kjark. Hann sagði að þótt hann hefði í fyrstu sagt ósatt um hvar hann hefði verið þegar kona hans var myrt sannaði það ekki að hann væri sá seki. Douglas Munro. María Munro.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.