Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 15 Og enginn þeirra dó „Má ég halda partí?“ Þetta er spuming sem flestir foreldrar unglinga standa frammi fyrir. Góö regla er að segja humm og ha og reyna að þegja málið í hel. Þetta hefur gefist mér vel og því var ég hættur að hafa áhyggjur af þessum málum. Ég taldi að ég kæmist upp með þessa tækni og ungviðið yrði leitt á að reyna við gamla mann- inn. En þar yfirsást mér. Samið um samkvæmi Eldri sonur okkar hjóna náði samkomulagi við móður sína um bekkjarpartí á heimilinu án þess að bera það undir húsbóndann. Málið var klappað og klárt þegar mér var tilkynnt það að bekkjar- partí yrði í mínu eigin húsi í tengsl- um við árshátíð menntaskóla son- arins. Ég vissi að ég var orðinn valdalítiil á heimilinu en hélt þó að ég hefði frestandi neitunarvald. Svo er greinilega ekki. Öllum bekknum var boðið og þeirra fylgi- fiskum sem eru allmargir þegar ungdómurinn er kominn í loka- bekk framhaldsskólans. Ég viðurkenni að kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi er ekki eöis villt og sú sem ég tilheyri. En samt. Bekkjarpartí fólks á tuttugasta ald- ursári eru háskasamkundur að mínu mati. Þau voru það að minnsta kosti þegar ég og skólafé- lagar mínir vorum á þessu þroska- stigi fyrir rúmum tveimur áratug- um. Foreldrar, sem fómuðu húsum sínum undir samkvæmin, tóku mikla áhættu. Finnskur kristall, sem þá var í tísku, var oft hætt kominn. Postulínssvanir gátu háls- brotnað og hugsanlega kvamaöist úr pínustyttum sem þóttu ómiss- andi á hveiju menningarheimili. Nokkur stig gleðinnar Ungdómurinn þá var að prófa sig áfram með guðaveigamar og blandan gat orðið fullsterk. Fyrst færðist því fítonskraftur í tilrauna- dýrin og þau hringsnerust og döns- uðu upp um alla veggi. Annað stig gat verið ógleði svo megn að mag- inn umsnerist og þá var ekki víst að spýjan rataði beint ofan i kló- settið. Fagurgrænt Axminstertepp- ið varð þá gulleitt og lyktin frá- hrindandi. Þriðja stigið var svo áfengissvefninn. Gjaman fundust ungmennin „dauð“ á klósettum og í svefnherbergjum og vel gat komið fyrir að hinir þreyttu skriðu upp í hillu og sofnuðu þar. Hansahillu- samstæður úr tekki vora til margra hluta nytsamlegar. Skilyrði um brottför Allt þetta er Ijóslifandi í minning- unni. Nú var staðan hins vegar sú að ég var kominn í hlutverk þol- andans. Ég var foreldrið sem setti hausinn á stokkinn og var tilbúinn að fóma húsgögnum og postulíni. En hvað gerir maður ekki fyrir blessuð bömin? Eitt jákvætt sá ég þó við partístandið. Talsverðar lík- ur vora á því að framburðurinn mannaði sig upp og tæki til í her- berginu sínu. Varla tæki hann á móti félögum sínum og vinum með draslið úti um allt. Eitt skilyrði setti drengurinn for- eldrum sínmn og yngri systkinum. Þau máttu ekki vera heima meðan á partíinu stæði. Hann ætlaði ekki að þola það að pabbi gamli sæti í djúpu hægindi og hlustaði á frétt- imar og hastaði á liðið. Þá væri í meira lagi pínlegt og raunar með öllu óþolandi ef sá gamli væri með einhveijar óviðeigandi athuga- semdir við félagana eða reyndi jafnvel að koma með einhveija asnalega fyndni. Móðirin hafði þeg- ar, fyrir hönd foreldranna, sam- þykkt þetta skilyrði. Gallinn var bara sá að partíið átti að standa fram á nótt og foreldramir með yngri bömin því sýnilega á ver- gangi meðan á þessu stæði. „Þið getið bara verið hjá ömmu,“ sagði strákur og hafði engar frekari áhyggjur af heimilislausum ætt- ingjum sínum. Hvar er lykillinn? Partídagurinn rann upp bjartur og fagur. Drengurinn og móðir hans höfðu mikið að gera. Hún snurfusaði svo allt væri heimih og Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri fjölskyldu til sóma og strákur tók sig til og kom herberginu sínu í stand. Það jaðraði við kraftaverk. Faðirinn var hins vegar lengi í vinnunni svo lítið mæddi á honum. Hann kom þó með nokkrar vitur- legar ábendingar til konu sinnar þegar heim kom um kvöldið. „Viltu ekki, góða mín, koma nýju krist- alsglösunum þínum fyrir á örugg- nm stað?“ sagði hann og stakk upp á notkun óbijótandi glasa. Konan tók ekkert mark á leiðbeiningun- um. Hún sagði bekkjarsystkini stráksins verð fyllsta trausts. Stúdentsefnin ætluðu að hittast og borða saman á veitingastað og koma svo með rútu í þessa gleði- byggð í Kópavoginum. Strákurinn var orðin glerfínn og tilbúinn í djammiö. Áður en hann fór full- vissaði hann sig um að við yrðum farin úr húsinu áður en hann kæmi með gesti sína. Við hlýddum því og ég stakk upp á ístúr til þess að gera eitthvað. „Heldurðu að hann sé með húslykil?“ spurði ég konuna þegar við vorum á leið í ísbúðina. „Það væri alveg eftir honum að bjóða heim 30-40 manns og komast svo ekki inn.“ Konan fékk létt áfall. ístúmum var frestað, brunað til ömmu með yngri bömin. Jú, mikið rétt. Frumburðurinn hafði í milli- tíð hríngt til ömmu sinnar frá veit- ingastaðnum, lyklalaus. Faðirinn var sendur í skyndingu til að redda málinu. Allt fyrír bömin. Þeim var mikið mál Partígestir komust því inn en heimilislausir foreldramir settust upp á ömmu og afa með yngrí böm- in. Þar sáum við dagskrárlokin í sjónvarpinu og nýr dagur rann. Þegar komin var hálftími fram yfir boðaða brottfór partígesta á ballið nennti ég ekki að bíða lengur. Sof- andi bömum var smalað saman og haldið í gleðihverfi bæjarins, sem sagt heim. Þegar nær dró fór ekki milli mála að partíið var enn í full- um gangi. Dansandi ungmennin vora úti um alla stofu. Þaö sáum við um leið og við renndum í hlað. Ungur maður stóð uppi við bein- vaxna ösp, sem ég gróðursetti í garði mínum fyrir nokkrum áram, og mé. Annar jafnaldri hans var í sömu erindagerðum, ískyggilega nærri heimilisbíl háttsetts ná- granna míns. „Við gefum þeim hálftíma enn,“ sagði konan og bað mig að bakka burt og taka einn hring um bæinn. „Vita þeir ekki að við erum með þijú klósett í hús- inu?“ sagði ég og var enn með hug- ann við ungu mennina sem var svo mikið mál. „Svona, vertu ekki með þessa smámunasemi," sagði konan og dreif mig á rúntinn. Kaupstaðarlykt og stunur Madonnu Við komum aftur eftir hálftíma og stuðið var ekki minna. „Nú slúttum við þessu," sagði ég og nú vai;frúin á sama máh. Ungmennin tóku okkur fagnandi og lítið dró úr dansinum. Kaupstaðarlykt var í húsinu og fyrirfram hefði ég aldr- ei trúað því að hægt væri að ná þvílíkum hávaða úr græjunum sem ég keypti um árið. „Rútan er komin að sækja ykkur," hrópaði ég 1 gegn- um stunur Madonnu og rappsveit- ar hennar. Par kysstist á stofugólf- inu og virtist ekki taka eftir sæta- ferðunum sem ég bauð. Smám saman komst þólosá hóp- inn enda var orðið löngu tímabært fyrir krakkana að koma sér á ball- ið. Ég sá mér til léttis að húsgögn og aðrir innanstokksmunir vora á sínum stað. Ég vildi því vera al- mennilegur og tók ungan mann tali. Þegar hann fór út í rútu, næst- ur á undan syni mínum, hældi ég þessum unga bekkjarbróður fyrir fágaða framkomu. „Hvað er þetta með þig, maður?“ sagði strákurinn. „Sástu ekki að þetta var kennar- inn?“ Enginn uppi í hillu Ég dró niður í Madonnu um leið og sást á eftir þeim síðasta út í rútu. Gleðin hafði greinilega verið mikil og tómu flöskumar vora margar. En engan fann ég dauðan inni á klósetti og því síður uppi í hillu. Þessi kynslóð fær miklu betri eink- unn sem sú næsta á undan. „Þetta era fínir krakkar,“ sagði konan. „Það hefur ekki einu sinni kvam- ast úr glasi.“ Ég sagði humm og ha og vildi ekki hæla þeim um of. Þeim mæðginum gæti nefnilega dottið í hug að endurtaka leikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.