Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Afmæli Ásta Ólafsdóttir Ásta Ólafsdóttir, fyrrum skóla- safnvörður í Breiðholtsskóla, Brúna- vegi 3, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Ásta er fædd á Látrum í Aðalvík og ólst þar upp til fullorðinsára að undanskildum nokkrum árum er hún bjó á Point Roberts í Bandaríkj- unum ásamt fjölskyldu sinni. Ásta lauk stúdentsprófi frá Öld- ungadeild Hamrahlíðarskóla eftir þriggja og hálfs árs nám árið 1975 og síðan prófi í ensku og uppeldis- fræðum frá HÍ. Einnig lauk Ásta námi í bókasafnsfræðum sem er viðbót við kennaranám. Eftir að Ásta giftist Gunnari bjuggu þau hjónin fyrstu árin í Garði og í Keflavík en fluttust svo til Reykjavíkur 1951. Þar starfaði Ásta sem skólaritari í Laugalækjar- skóla um margra ára skeið og síðan við kennslu og sem skólasafnvörður í Breiðholtsskóla, eða þar til hún lét af störfum sl. haust. Fjölskylda Ásta giftist 23.10.1943 Hildigunn- ari Sölva Jónssyni, f. 22.2.1918 (og uppalinn á Látrum) d. 7.8.1991, matsveini á skipum og síðar á Kefla- víkurflugvelli. Böm Ástu og Gunnars em: Karít- as Jóna, f. 12.3.1945 d. 8.12.1956; Sigríður, f. 15.7.1946, talsímavörður í Reykjavík, gift Halldóri Inga Hans- syni og eiga þau þijú böm, Karítas, Gunnar Inga og Láms Rafn; og The- ódór, f. 30.6.1954, tæknifræðingur í Reykjavík, var kvæntur Þuríði Ósk Kristinsdóttur, nú skilinn, og eiga þau Qögur böm, Kristin, Ástu, Hall- dóra og Gunnar Sölva. Foreldrar Ástu vom Ólafur Helgi Hjálmarsson, útvegsb. á Látrum í Aðalvík, og Sigríður Jóna Þorbergs- dóttir, húsfreyja, bæði fædd í Aðal- vík. Ætt Ólafur var sonur Hjálmars, b. í Stakkadal í Aðalvík, Jónssonar, b. á Látrum í Aöalvík, Hjálmarssonar, b. í Kjaransvík í Aðalvík, Jónsson- ar, bróður Sigurðar, langafa Bryn- hildar, móður Þrastar Ólafssonar hagfræðings. Móðir Jóns, b. á Látr- um, var Hildur Ólafsdóttir, b. á Látrum, Ólafssonar. Móðir Hjálm- ars var Ásta Þeófílusdóttir, b. á Látrum, Ólafssonar, bróður Hildar. Móðir Ástu var Gróa Árnadóttir, b. og hreppstjóra á Látrum, Halldórs- sonar og konu hans, Ástu Guð- mundsdóttur, prests á Stað í Aðal- vík, Sigurðssonar, prests í Holti í Ömmdarfiröi, Sigurössonar, próf- asts í Holti, Jónssonar prófasts og skálds í Vatnsfirði, Arasonar, sýslu- manns í Ögri, Magnússonar prúða, sýslumanns í Ögri, Jónssonar. Móð- ir Ástu Guðmundsdóttur var Ingi- björg Vernharðsdóttir, prests í Otradal, Guðmundssonar, bróður Þorláks, foður Jóns, prests og skálds áBægisá. Móðir Ólafs Helga var Ragnhildur Jóhannesdóttir, b. í Stakkadal, Jónssonar, b. i Neðri-Miðvík, Jóns- sonar. Móðir Ragnhildar var Her- borg, systir Ingibjargar, langömmu Kristjáns Sigurðssonar, læknis í Keflavík, og rithöfundanna Jakob- ínu og Fríðu Sigurðardætra. Önnur systir Herborgar var Sigurfljóð, langamma Áma Gunnarssonar, fyrrv. alþingismanns. Bróðir Her- borgar var Sakarías, langafi Rann- veigar Guðmundsdóttur alþingis- manns og Guðrúnar Guðmunds- dóttur, móður Gríms Sæmundsens læknis og Ara líffræðings, fram- kvæmdastjóra Gróko. Herborg var dóttir Sakaríasar, b. í Stakkadal, Guðlaugssonar, b. í Efri-Miðvík, Jónssonar, bróður Jóns í Neðri- Miðvík. Móðir Sakaríasar var Guör- íður Ólafsdóttir, systir Ólafs á Látr- um. Móðir Herborgar var Björg Ámadóttir, systir Gróu. Móðurbróðir Ástu er Ób, afi Óla Þ. Guðbjartssonar ráðherra. Sigríð- ur er dóttir Þorbergs, b. í Efri- Miðvik, Jónssonar, b. í Rekavík bak Ásta Ólafsdóttir. Látur, Bjömssonar, b. í Rekavík, Guðmundssonar, b. í Þverdal, Guð- mundssonar. Móðir Sigríðar var Oddný Finnbogadóttir, b. í Efri- Miðvfií, Árnasonar í Neðri-Miðvík, Jónssonar, bróður Jóhannesar í Stakkadal. Móðir Finnboga var Steinunn Jóhannesdóttir, b. í Efri- Miðvík, Jóhannessonar og konu hans, Rannveigar Ólafsdóttur, syst- urÞeófílusar. Ásta tekur á móti gestum á heim- ili dóttur sinnar og tengdasonar að Heiðarási 14 á milli kl. 16 og 19 á afmælisdaginn. Hörður Hilmarsson Hörður Hilmarsson, starfsmaður hjá Úrvali-Útsýn, Óöinsgötu 16, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Hörður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KI1972, kenndi við Bamaskóla Akureyrar og Lundarskóla á Akur- eyri 1972-77, starfaði hjá SKYRR 1977-79, við tölvudeild Sambandsins 1982-83, var framkvæmdastjóri Knattspymudeildar Vals 1984, kenndi við Öldutúnsskóla 1985-90, hafði umsjón með íþróttaferðum Samvinnuferða-Landsýnar 1986-90 en frá 1990 hefur hann haft umsjón með íþróttadeild Úrvals-Útsýnar. Hörður hefur stundað íþróttir frá sex ára aldri, glímu með UMF Reykjavíkur og knattspymu og handknattleik með Val. Hann lék með mfl. Vals 1970-79, að einu ári undanskildu er hann lék með KA á Akureyri. Hörður er margfaldur íslands- meistari í knattspymu með yngri flokkum Vals, bikarmeistari með Val 1974 og 1977 og íslandsmeistari 1978. Hann var fyrirliði Vals 1975 og KA1976 og hefur leikið fjórtán leiki með landsliðinu. Hann var atvinnu- maður hjá sænska félaginu AIK 1980-82 en eftir heimkomuna þjálf- aði hann og lék með UMF Grinda- víkur í 3. deild og árið eftir með Val. Hann var þjálfari hjáFH 1986, aðstoðarþjálfari Vals 1987, þjálfari UMF Selfoss, 2. d., 1989, þjálfari Breiðabliks í 2. deild 1990, í 1. deild 1991 og þjálfar nú 1. deild FH. Hörður lék með mfl. Vals í hand- knattleik 1971-72 og síðan með KA í 2. deild um fimm ára skeiö. Hann var þjálfari 2. og 4. flokks KA 1975-76, þjálfari og leikmaður með UMF Stjömunni 1977-78 og leik- maður ári síðar og leikmaöur með Val 1979-80. Hörður sat í stjóm Varðar, FUS, á Akureyri 1973 og í stjóm knatt- spymudeildar Vals 1985 og 1988. Hann var ritstjóri Valsblaðsins 1984, ritstjóri Fréttablaðs iðnaðarins 1986 og hefur auk þess ritstýrt og haft umsjón með fjölmörgum blöðum, leikskrám og fleim fyrir félagasam- tök og skrifað greinar í blöð og tíma- rit. Fjölskylda Hörður er í sambúð með Ritu Kárason, f. 2.3.1958, móttökuritara. Hún er dóttir Lúkasar Kárasonar og Mildred Kárason. Hörður og Rita eiga eina dóttur, Söm Mildred, f. 29.11.1990. Fyrir átti Hörður dótturina Bryndísi, f. 28.7.1980, sem nú býr í Svíþjóð. Móðir hennar er Sigríður Brynjúlfs- dóttir. Systkini Harðar era: Hjördís, f. 19.4.1951, skrifstofustjóri í Reykja- vík, og á hún þrjú böm; Bergrós, f. 13.2.1954, skrifstofumaður oghús- móðir í Reykjavík, gift Aðalsteini Aðalsteinssyni og eiga þau fjögur böm; Heiða, f. 31.1.1956, húsmóðir Hörður Hilmarsson. í Reykjavík og á hún þrjú börn; Hanna, f. 4.7.1957, gjaldkeri, búsett á Kirkjubæjarklaustri, gift Einari Magnússyni og eiga þau fjögur böm; Sólbjört, f. 9.6.1959, verkakona í Sandgerði, og á hún fjögur böfn; Jón Hilmar, f. 2.8.1961, bifreiðastjóri í Reykjavík, í sambúð með Erlu B. Jónsdóttur og eiga þau einn son; og Anna, f. 27.6.1969, verslunarmaður í Mosfellsbæ, í sambúð með Friðriki I. Ágústssyni. Foreldrar Harðar eru Hilmar Bjarnason, f. 23.8.1930, bifreiða- stjóri, og Aðalheiður Bergsteins- dóttir, f. 31.8.1929, skrifstofumaður. Þau búa í Reykjavík. Hörður og Rita taka á móti gestum laugardaginn 21. nóvember á milli kl. 20 og 22 í Félagsheimili Vals við Hlíðarenda. Hl hamingju með daginn 21. nóvember 85 ára Stefán Baldvinsson, Litluhlið 4g, Akureyri. Elísabet Theódórsdóttir, Saíamýrí 42, Reykjavik. Snjólaug Bald- vinsdóttir, Áshamri26, Vestmannaeyj- um. Snjólaugverö- urstöddáHótel Örkáafmælis- daginn. Sveinn Haukur Björnsson, Ljósalandi 14, Reykjavik. Kristjana H. Bragadóttir, Krummahölum 2, Reykjavík. Krístjanatekur ámótigestumá heimilibróður sínsaðFrosta- fold 6, fl. hæð, á milIikl.l6ogl9 laugardaginn 21.nóvember. 75 ára Guðlaugur Guðmundsson, Maríubakka 8, Reykjavík. Ragnhildur Bótólfsdóttir, Lækjarfit 3, Garöabæ. Jakob Maríus Sölvason, Skagfirðingabraut8, Sauðárkróki. 70 ára Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Aðalstræti 8, Reykjavík. 60 ára Jens Christian Sörensen, Háaleitisbraut 41, Reykjavik. Þorbjörn Hrafn Gunnarsson, Gerðakoti 3, Bessastaðahreppi. Erna Olsen, Skeiðarvogi 65, Reykjavík. Einar Valdimar lngvarsson, Vallargötu 19, Sandgerði. MargrétÞ. Rögnvaldsdóttir, Lundarbrekku8, Kópavogi. Guðmunda Kristjánsdóttir, Halldórsstöðum, Seyluhreppi. Kristinn Guðjónsson, Heiöargerði 28, Reykjavík. KristjanaE. Kristjánsdóttir, Unufeili 48, Reykjavík. Þorfinnur Snorrason, Selfossi4,Selfossi. Magnús Guðmundsson, Byggðarholti6, Mosfellsbæ. Sveinn Kristjánsson Ólafur Eyjólfsson og Helga Kjart- ansdóttir Hjónin Ólafur Eyjólfsson verka- maður og Helga Kjartansdóttir hús- móðir, til heimilis að Hafnargötu 8 á Fáskrúðsfirði, eiga gullbrúðkaup í dag, laugardag. Þau era að heiman. Sveinn Kristjánsson skrifstofu- maður, Seljahlíð 7c, Akureyri, er sjötugurídag. Starfsferill Sveinn fæddist á Akureyri, ólst þar upp og hefur búið þar alla sína tíö. Hann hóf ungur störf hjá KEA og hefur helgað Kaupfélaginu allan sinn starfsaldur en hann hefúr starfað þar í hartnær 50 ár. Fyrst starfaði Sveinn í kjötbúð KEA í Hafnarstræti, flutti sig síðan í útibúið við Ránargötu en hefur síð- ustu árin starfað við endurskoðun áskrifstofuKEA. Sveinn hefur mikið komið nálægt íþróthnn um ævina því ungur gekk hann til liðs við KA og keppti í hlaupi og tennis en sneri sér svo alfarið að knattspymu og var mark- maður til fjölda ára. Eftir að hann hætti keppni gerðist hann dómari. Sveinn söng einnig í mörg ár með Karlakór Akureyrar, svo og Kant- ötukór Akureyrar og ferðaðist m.a. með honum til Norðurlanda 1951. Frá 1. nóvember 1962 hefur Sveinn verið félagi í stúkunnni ísafold Fjallkonan no. 1 og verið æðsti templari hennar frá árinu 1964. Hann hefur starfað mikið innan Stórstúku íslands um ævina, setið í framkvæmdaráði og verið stór- templari 1978-80. Sveinn hefur ennfremur safnað mynt og frímerkjum af mikliun áhuga um ævina og á ipjög gott safn minnispeninga í fórum sínum. Fjölskylda Sveinn kvæntist 20.11.1943 Únd- inu Ámadóttur, f. 12.10.1923, mat- ráðskonu í Landsbanka íslands á Akureyri. Hún er dóttir Áma Hall- grímssonar og Ingibjargar Þor- steinsdóttur sem bæði era látin. Böm Sveins og Úndinu era: Rafn, f. 3.10.1941, bankamaður á Akur- eyri, kvæntur Kristínu Jónsdóttur; Ámi Kristján, f. 10.6.1946, d. 5.3. 1951; Sveinn Brynjar, f. 23.1.1952, bankamaður á Akureyri, kvæntur Sigurlaugu Hinriksdóttur; ívar Matthías, f. 26.4.1954, vélsmiður í Neskaupstað, kvæntur Sjöfn Magn- Úsdóttur; Ámi Viðar, f. 24.12.1957, sölumaður í Reykjavík; Ingibjörg Hrönn, f. 27.6.1959, húsmóðir í Reykjavík, gift Pétri Kjartanssyni; og Kristján Amar, f. 27.6.1959, mál- arameistari í Reykjavík, kvæntur Gullveigu Kristinsdóttur. Systkini Sveins era: Kristjana, f. 1909, d. 1910; Jón Anton, f. 3.6.1911, d. 25.2.1989, kaupmaður, fyrri kona Matthildur Sveinsdóttir, f. 14.2.1922, d. 14.2.1966, seinni kona Hanna Stef- ánsdóttir, f. 2.8.1920; Emelía, f. 26.10. 1913, d. 27.3.1974, var gift Svavari Bjömssyni, f. 14.12.1910, vélstjóra; og Kristinn Gunnsteinn, f. 26.9.1916, iðnverkamaður, kvæntur Jóhönnu Þorsteinsdóttur, f. 3.12.1917. Sveinn Kristjánsson. Foreldrar Sveins vora Kristján Magnússon, f. 14.7.1887, d. 1.5.1950, verkamaður, og Eugenia Hólmfríð- ur Jónsdóttir, f. 15.7.1984, d. 1.12. 1959, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Olafsfiröi og svo á Akureyri. Sveinn og Úndina hafa opið hús í Félagsheimili KFUM og K í Sunnu- hlíð milli kl. 15 og 18 á afmælisdag- | inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.