Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Helgarpopp Hannes Jón Hannesson kveður sér hljóðs að nýju með plötunni Kærleiksblóm: Afrakstur tveggja ára vinnu „Ég hef verið með þessa plötu í smlðum í nokkuð langan tíma, um það bil tvö ár. Ég kostaði hana sjálfur og varð því að láta afköstin ráðast af efnahagnum hveiju sinni,“ segir Hannes Jón Hannesson tónhstar- maöur. Hann kveður sér hljóðs að nýju eftir talsvert langa fiarveru með plötunni Kærleiksblóm. Hannes Jón vakti fyrst athygli sem tónhstarmaður í lok sjöunda áratug- arins. Á blómatímanum þegar allir voru vinir og sungu um frið. Hann kom fram á sjónarsviðið með Fiðr- hdi, blómlegu tríói sem var í takt við tímann. Eftir að Fiðrildi var aflagt kom Hannes Jón fram einn síns hðs um skeið og vakti th dæmis athygli fyrir lögin sem hann söng við djarft orta texta í útvarpsþáttunum sögu- frægu, Útvarp Matthhdi sem Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjám stýrðu. Og árið 1972, fyrir réttum tuttugu árum, sendi Hannes Jón frá sér fyrri sóló- plötuna sína. „Ég ætia nú ekki að láta jafn langan tíma hða þar th sú næsta kemur,“ segir hann og brosir. „Ég vona að ég geti látið í mér heyra á næsta ári eða því þamæsta og þá gjaman með hfjómsveit með mér. Það er meira gaman að vinna með hljómsveit en einn síns hðs. Ifljómsveitarstofnun er ekki á dagskránni alveg strax, en vonandi fljótlega." í Brimkló En hljómsveitarstofnun var á dag- Hannes Jón Hannesson: Kom með kántritónlistina i Brimkló. skránni árið 1972 og þá varð Brimkló th. Með henni var Hannes Jón nær óslitið th ársins 1977. „Ég kom með kántrítónhstina í Brimkló," segir hann. „Ég fór upp- haflega í Ameríska bókasafnið og komst þar í spólur með bandarískri tónhst og þar var th dæmis að finna úrvals kántrí sem við æfðum og flutt- um. Eitthvað af þeirri tónlist kom út á fyrstu plötu Brimklóar. Til dæm- is lagið Stjúpi.“ Hannes Jón kom fram á fyrstu tveimur plötum Brimklóar. Um miðj- an áttunda áratuginn var hann einn- ig beðinn um að leggja th lög á Vísna- bókarplötu sem bókaútgáfan Iðunn hugðist gefa út. Af lögunum, sem Hannes Jón bauð fram, var Heiðlóar- kvæði notað. Bí bí og blaka átti einn- ig að fara á plötuna en hætt var við þaö. Lagið kemur nú út á Kærleiks- blómi. Að Brimklóartímanum liðnum lá leiö Hannesar Jóns th Svíþjóðar þar sem hann lagði stund á tónlistarnám. Þegar hann kom heim aftur var diskóið á fullu svo að það var að htlu að hverfa í tónhstinni. Síðar gekk hann th hðs við hljómsveitina Hálft í hvoru, spilaði meö henni um skeið og tók upp með henni plötuna Götu- mynd. Að því loknu lá leið hans að nýju utan og til tónlistamáms. Að þessu sinni í tvo skóla í Los Angeles. Platan „Síðan ég kom heim hef ég aðahega fengist við kennslu og einnig sphað svohtið hér og þar, á pöbbum og öðr- um skemmtistöðum,“ segir Hannes Jón Hannesson. „Svo hefur dágóður tími farið í plötuna. Flest lögin á henni eru eftir mig og einnig nokkrir textar. Aðrir era meðal annars eftir Hahdór Laxness, Snorra Hjartarson og foður minn, Hannes Bjömsson. Ég lét nokkur atriði fljóta með úr sjónvarpsþætti sem ég kom fram í fyrir tuttugu áram. Þetta er efni í gamansömum dúr sem mér fannst rétt að hafa með. Það era miklir böl- móðstímar núna og veitir því ekki af svohtlu gríni.“ Umsjón Ásgeir Tómasson Meðal þeirra sem koma fram á nýju plötunni með Hannesi Jóni era Ásgeir Óskarsson, Anna Vilhjálms, Gísh Helgason og Guðmundur Ing- ólfsson. Hann segist hafa hugsaö sér að fá Karl Sighvatsson th að leggja sér hð. Karl fórst í bílslysi áður en að því kom. „En ég var svo heppinn að njóta hðsinnis Guðmundar áður en hann lést,“ segir hann. „Mér þyk- ir mjög vænt um aö hans ágæti píanóleikur skuh hljóma í einu lagi plötunnar." ■ ÞEGAR MEST Á REYNIR...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.