Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 13
Átta manna hljómsveitin Af lífi og sál: Stendur á tímamótum Hljómsveitin Af lífi og sál hefur verið að sækja í sig veðrið og styrkja stöðu sína á tónleikamarkaðinum að undanfomu. Hingað til hefur hún einskorðað sig við að flytja þekkta tónlist frá ýmsmn tímum en innan skamms verður frumsaminni tónlist bætt við prógrammið. „Að því leyti stendur hjjómsveitm á tímamótum um þessar mundir," segir Ósvaldur Guðjónsson trompet- leikari. Það er ýmislegt fleira í deigl- unni, svo sem saxófónleikaraskipti. Skúli Thoroddsen ákvað að hætta og við erum einmitt að prófa nýjan mann þessa dagana." Átta manns leika og syngja með Af lífi og sál og Ósvaldur segist vel geta hugsað sér að bæta við básúnu- leikara og öðrum trompetleikara! „Það verðrn- þó tæplega á næst- imni,“ segir hann, „nema við tökrnn þátt í einhveijum sýningum. Þá styrkjum við blásarasveitina" Með honum í hljómsveitinni eru Birgir Jónsson trommuleikari, Bent Marinósson gítarleikari, Jón bassi Erlingsson, Sigmundur Sigtryggsson hijómborðsleikari og söngvararnir Haukur Hauksson og Kristjana Ól- afsdóttir. Sá áttundi í hópnum er saxófónleikarinn sem er að bætast í hópinn þessa dagana. Það fylgja því bæði kostir og ókost- ir að spila með stórri hljómsveit Það getur til dæmis verið ókostur þegar þarf að koma hljómsveitinni fýrir á sviðinu. Ósvaldur segir að hingað til hafi það þó tekist með því að koma trommusettinu fyrir fyrst. Síðan hafa hinir raðað sér upp með txUiti til þess. „Við höfum til dæmis mikið spilað á Gauki á Stöng. Hann hefur eigin- lega verið fasti punkturinn okkar í tilverunnL Þar er sviðið hins vegar svo lítið að við þurfum að standa ansi þröngt Þegar við komum fram á Hótel íslandi á dögunum nutum við okkar hins vegar til fulls. Þar hafði hver og einn nóg olnboga- rými,“ segir Ósvaldur. Hann segir að Aflífi og sál hafi ein- beitt sér jafiit að rokki og soultónlist hingað tiL Á prógramminu er að finna mörg þekktustu lög Blood Swe- at And Tears og Chicago í bland við annað gott „Við þökkum okkur eig- inlega það hve margir þekkja orðið tónlist Blood Sweat And Tears núna,“ segir hann og hlær. „Annars erum við ákaflega ánægð með þá at- hygh sem við höfum vakið. Reyndar hefur okkur gengið mun betur en við bjuggumst við. Við komum hvert úr sinni áttinni og erum á mismunandi aldri, allt frá nítján ára og upp í þri- tugt. Og stefiian er að sækja hressi- lega í sig veðrið á næsta ári og helst að keppa við þá bestu í bransanum." Af lífi og sál: Mannmörg hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Sjöunda sólóplatan: Rúnar Þór Hugsun Rúnar Þór sendi fyrr í vikunni frá sér sjöundu sólóplötu aína. Sú nýja heitir Hugsun. Skifan gaf út tvær síðustu plötur listamanns- ins en kvikmyndafelagið + Film er útgefandi Rúnars að þessu sinnL Á Hugsun er að finna eitt lag affVrstu plötu Rúnars Þórs, Auga í vegg. Það er lagið Friður. Texti þess er eftir Jónas Friðgeir sem íést ftrrr á þessu ári. Lagið hefur verið hijóöritað að nýju og er til- einkað minningu textahöfundar- ins. Jónas Friögeir á annan texta á Hugsun, svo og Sverrir Storm- sker, Þorsteinn Magnússon gítar- leikari í hljómsveit Rúnars og fjórir eru eftir Heimi Má, bróður Rúnars. Þá er eitt lag plötunnar samið viðljóð eftir Stein Steinarr. Þá heldur Rúnar Þór þeim sið sinum að bjóða upp á eitt ósungið lag á plötu sinni eins og undan- farin ár. Ósungna lagið á Hugsun heitir Alda. Þótt haldið sé i ýmsar hefðir segist Rúnar Þór þó leita að ýmsu leyti nýrra leiða á nýju plötunni. LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Helgaipopp Keith Richards í Evrópuferð Keith Richards leggur upp í sina fyrstu hljómleikaferð um Evrópu án The Rolling Stones á næstu dögum. Hann hefur æft af kappi fyrir ferðina ásamt hinni hijómsveitinm sinni, The Xpensive Vinos. Fyrstu hjjóm- leikamir veröa í Kaupmanna- höfh. Síðan liggur leiðin til Hol- lands, Frakklands, Spánar og Bretlands. Hugsanlegt er talið að fleiri löndum veröi bætt við eftir að ferðin er hafin. Kehh Richards ætlar í ferðinni að fylgja eftir nýrri sólóplötu sinni sem heitir Main Offender. Hún er önnur sólóplata Richards. Mick Jagger verður önnum kaf- ínn við það á næstu mánuðum að fylgja sinni þriöju plötu eför. Fastlega er búist við að Fimm- menningarnir í Rofiing Stones komi saman á næsta ári til að vinna að nýrri plötu. Jafhvel strax i mars. Richards sagði í nýlegu blaðaviðtali að hann byggist fastlega við að Bill Wy- man yröi með þrátt fyrir að Wy- man hafi lýst því yfir að hann sé hættur. > ...BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ! Tryggingamiðstöðin hefur starfað á íslenskum vátryggingamarkaði í áratugi og er nú þriðja stærsta vá- tryggingafélag landsins. Félagið er leiðandi í fiskiskipatryggingum landsmanna, en býður einnig allar almennar vátryggingar fyrir einstaklinga svo sem bifreiða-, fasteigna- og fjölskyldutryggingar. í nýlegri könnun kom fram sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í allri þjónustu við viðskiptavini sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga- gjöf og persónulegri þjónustu. Við erum sveigjanleg í samningum, bjóðum góð greiðslukjör og sann- gjarna verðlagningu. Hafðu samband við sölumenn Tryggingamiðstöðvarinnar í- nýjum húsakynnum í Aðalstræti 8, sími 91-26466 eða næsta umboðs- mann og kynntu þér góð kjör á TM tryggingum. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Aðalstræti 6-8, sími 91-26466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.