Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. „Mamma, ég var kosinn" ■ brot úr bók Guðmundar Einarssonar sem fjallar m.a. um upplifun nýkjörins þingmanns á Alþingi í stól látins manns „Hvernig kemst maður inn á bílastæðið? hugsaði Þórólfur. Hann beið við slána í hliðinu á stæðinu sunnan Alþing- ishússins. Sláin var niðri og haggaðist ekki. Hann snaraði sér út úr bílnum og reyndi að tala inn í rist sem hann sá á öðrum hliðstólpanum." Guðmundur Einarsson sat eitt kjörtímabil á Alþingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna. Þar upplifði hann nýja reynslu í liíi sínu. Om og örlyg- ur hafa gefið út skáldsögu þar sem Guðmundur fjaliar um líf og störf nýkjörins þingmanns. Margir telja að þar styðjist hann við eigin reynslu og vafalaust má það til sanns vegar fáera. Helgarblaðið fékk leyfi til aö birta úr bókinni. Hvar lærirmaður þingmennsku? „Nýr þingmaður veit ekki einu sinni hvar á að ganga inn í Alþingis- húsið. Það eru til endurmenntunar- námskeið og kvöldskóiar fyrir allt fólk í landinu nema þingmenn. Það em til bækur um hvemig eigi að ganga á skíöum en ekki um hvernig eigi að semja lagafrumvörp. Og hvar em upplýsingar um það hve oft á að hrópa húrra fyrir forseta vomm og fóstuijörð? Þingmenn eiga að geta allt með bijóstvitinu. Það er fylgst grannt með nýjum þingmönnum á fyrsta þingflokks- fundinum. Menn velta því fyrir sér hvort þeir verði til vandræða eða muni gera kröfur til einhvers fyrir sjálfa sig, nefndarformennsku eða þess háttar. Ef þingmaður kemur nýr inn eftir glæsta kosningu bera menn fyrir honum tiltekna virðingu þang- að til hann er búinn að glutra henni niður, annaðhvort með kjánaskap eða leiðindum. Á fyrstu þingflokksfundunum eru menn nokkuð varir um sig og tala í óræðum tón um það hvemig þeir meti stöðuna. Gömlu refimir eru auðvitað búnir að eiga símtöl við menn í öllum flokkum og þreifa og þukla eins og það er kallað á stjóm- armyndunarmáli. Þeir era eins og stelpur í gagnfræðaskóla sem em komnar í vandræði seinni partinn á dansæfingunni því að þær em búnar að lofa svo mörgum strákum að fylgja sér heim. Aðtalavið bílastæðisslá Hvemig kemst maður inn á bíla- stæðið? hugsaði Þórólfur. Hann heið við slána í hliðinu á stæðinu sunnan Alþingishússins. Sláin var niðri og haggaðist ekki. Hann snaraði sér út úr bílnum og reyndi að taia inn í rist sem hann sá á öðrum hliðstólpanum. En ekkert heyrðist og enginn gerði vart við sig. Þórólfur Jónsson, þing- maður Reykvíkinga, varð að leggja við stöðumæh í Kirkjustrætinu rétt eins og kjósendur hans. Þórólfur leit á klukkuna og sá að það var hálftími þangað til þing- flokksfundurinn átti að byija. Hann ákvað að fara inn í garðinn bak við Alþingishúsið. Hann vildi ekki mæta snemma því hann kveið fyrir að hitta þingmennina. Inni í Alþingisgarðin- um settist hann á bekk og leit í kring- um sig. Gróðurinn bar merki vetrar- ins enda ennþá apríl. Hvemig skyldi hann líta út á sumrin? hugsaði Þórólf- ur. Hvemig skyldi ég líta út á Al- þingi? í hverju er ég eiginlega lentur? Hann var ennþá með bfiiyklana í hendinni og þreifaði á naglaklippum sem héngu við þá á stuttri keðju. Best að klippa neglumar og skafa undan þeim, hugsaði hann, eins og maður gerði alltaf fyrir munnlegu prófin. Ætli þeir heimti að ég segi af mér út af kjördæmamálinu? Það er nú vont að hafa eyðilagt heila ríkis- stjómarmyndun. Kannski lá á aö mynda stjóm út af ástandinu í geng- ismálunum í Evrópu. Þórólfur hélt um naglaklippumar og sveiflaði lyklunum í keðjunni. Kannski yrði farið fram á miðstjóm- arfund út af þessu. Fjandinn. Hann missti takið og kippan kastaðist út í runna. Hann stóð upp og byijaði að leita. Löggumenn í rónaleit í beðinu var for, fallin laufblöð og kvistir. Hann fann ekki lyklana. Hann fór úr frakkanum, lagði hann á bekkinn og teygði hægri handlegg- inn eins langt og hann gat inn í mnn- ann. Greinamar vom óhreinar svo hann ákvað að fara úr jakkanum, bretti upp skyrtuermarnar og fálm- aði í moldinni. Að hveiju emm við aö leita? spurði karlmannsrödd fyrir aftan hann. Þórólfur sneri höföinu hálfboginn og sá tvo lögreglumenn hhð við hlið með hendur fyrir aftan bak. Emm við kannski að leita að flösku? sagði annar þeirra. Við höf- um falið hana svona vel um helgina. Þetta var ekki sá sami og talaði fyrst. Ég er að leita að bíllyklunum mín- um, sagði Þórólfur, sem var staðinn upp og reyndi að nudda óhreinindin af höndum sér: Þeir em hér inni í víðinum, bætti hann við. Lögreglumaðurinn, sem fyrr hafði talað, leit á blaðlausan mnnann. Svo við erum grasafræðingar? Ég er að fara á fund hér í þinghús- inu klukkan tvö. Það á að fara að mynda ríkisstjóm. Ég vil ekki missa af því. Nei, ég vil líka hafa ríkisstjóm, sagði sá sem virtist frekar hafa orð fyrir lögreglumönnunum. En má ekki nota þessa gömlu? Af hveiju ertu búinn að klæða þig úr? Ég heiti Þórólfur Jónsson. Ég er nýkjörinn alþingismaður. Muniði, í fimmta sæti. Lögreglumennimir litu vantrúaðir hvor á annan. Strákar, ég er sonur hans Jóns Þórólfssonar, yfirvarðstjóra. Ég er með mynd af honum í veskinu. Þórólfur teygði sig í jakkann sem lá á bekknum og sýndi þeim mynd af foreldrum sínum sem hann hafði borið í veskinu í mörg ár, án þess að vita almennilega af hveiju. Þetta dugði. Lögreglumennimir trúðu honum. Og það sem meira var. Þeir leituðu með honum og fundu lyklana. Við dyrAlþingis Klukkan var alveg að verða tvö og Þórólfur flýtti sér út úr garðinum og velti því fyrir sér hvort hann ætti að ganga inn um framdymar eða bak- dymar. En hann velktist ekki lengi í vafa. Framan við aðaldymar var hópur fréttamanna. Hann sá að sum- ir þingmennimir sem komu aðvíf- andi stöldraðu andartak á þröskuld- inum og töluðu í tækin þeirra. Það var spumarsvipur á vörðun- um í þinghúsinu þegar Þórólf bar að. Þeir opnuðu dymar í hálfa gátt. Ég heiti Þórólfur Jónsson, þing- maöur í Reykjavík. Verðimir horfðu á óhreina skóna og moldugar hend- urnar. Það var erfitt hjá þeim þessa dagana vegna nýju þingmannanna. Hvað er þetta? Á ekki að hleypa sigurvegaranum í Reykjavík inn? Þórólfur kannaðist við þessa rödd. Þetta var fréttamaöurinn, sem hann hafði talað við um kjördæmamálið í eldhúsinu. Ég tek ábyrgð á honum. Ykkur er óhætt aö opna. Verðirnir opnuðu betur og Þórólfur smeygði sér inn fyrir. Hann varð vandræðalegur þegar hann kom inn í anddyrið því hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Til hægri handar vom fatasnagar á standi en til vinstri var fatahengi og þar var kona að hengja upp frakka. Láttu mig fá frakkann, Þórólfur. Ég bið svo að heilsa mömmu þinni. Ég er að austan eins og hún. Segðu henni að Sigurborg biðji að heilsa. Þú ferð inn um dymar, hægra megin við stigann og þar geturðu þvegið þér um hendumar. Þórólfur fór inn á ganginn, fann snyrtiherbergið og þvoði sér. Það var mold undir nöglunum en nú var lyklakippan í frakkanum frammi. Það var enginn tími. Hann yrði bara að muna að hafa hendumar ekki uppi á borði. í röngu flokksherbergi Þórólfur fór aftur fram á gang. Hann vissi ekki hvar þingflokks- fundurinn átti að vera en sá Ólaf, formann flokksins, fara inn um dyr með kaffibolla og kökudisk og ákvað að elta hann. Hann opnaði dymar sem Ólafur var nýbúinn að loka og kom inn í forstofu. Til hliðar inn úr henni sá Þórólfur í bakhlutann á manni sem stóð í símaklefa. Þórólfur gekk fram hjá honum og opnaði dyr til hinnar handarinnar. Þar inni vom tveir menn á hljóðskrafi. Þeir litu upp og Þórólfur sá að annar þeirra var Ólaf- ur en hinn var ungur þingmaöur úr öörum flokki. Þingmaðurinn gekk glaðbeittur að Þórólfi, tók í hönd hans og þrýsti innilega. Sæll, Þórólfur og vertu vel- kominn. Vonandi eigum við eftir að hafa gott samstarf. Þórólfur horfði á málverkin sem héngu á veggjum herbergisins. Hann var í vitlausu herbergi. Þetta vom allt málverk af formönnum úr öðrum flokki. En hvað var Ólafur að gera hér? Þetta var grunsamlegt. Var hann að svíkja? Þetta verður að taka enda. Þórólfur sagði: Þingflokks- fundurinn er víst að byija. Verðum við ekki að koma okkur að verki? Tvímenningamir litu hálfundr- andi á þennan röggsama nýliða og Ólafur tók bollann sinn og kvaddi. Þórólfur elti og fann þannig sinn fyrsta þingflokksfund. Inni- í þingfiokksherberginu var þröng á þingi. Þar voru nýkjörnir þingmenn flokksins og fram- kvæmdastjóri og fleiri andlit sem Þórólfur kannaðist lauslega við. Menn voru ekki sestir en röltu um, teygðu sig yfir borðin, heilsuðust og skiptust á hamingjuóskum. Þeir litu á Þórólf þegar hann gekk inn. Alhr heilsuðu honum með handabandi og óskuðu honum til hamingju með kosninguna í Reykjavík. Hann von- aði að ekki sæist hvað hann var óhreinn undir nöglunum. Enginn minntist einu orði á kjördæmamálið. Þórólfur hafði legið lengi andvaka um nóttina og velt því fyrir sér hvemig hann ætti að snúa sér í því ef einhveijir tækju það upp. Formaðurinn settist við borðs- endann. Menn fóm aö draga fram stóla og þeir sem áður höfðu verið þingmenn áttu augljóslega ákveðin sæti. Þórólfur stóð hikandi aftan við auðan stól og þingmaður við hliðina á honum hvíslaði: Þér er óhætt að sitja þama. Þetta var stóllinn hans Bergsveins. Þórólfur hugsaði: Á ég að setjast í stól látins manns? Þingmaðurinn hélt áfram: Ég reyndi að fá karlinn til að beijast en það var eins og viljann vantaði. Þórólfur spurði með hluttekningu: Var hann þá orðinn veikur? Já. Á pörtum. Og svo var hlaupið illt í þetta hjá honum. Úti um allt? Nei, aðallega sunnan til í kjördæm- inu. Þar var unnið stíft gegn honum. En hann var ekki veikur á þéttbýhs- stöðunum. Ef hann hefði beitt sér í prófkjörinu sæti hann hér nú. Þórólf- ur settist. Skvaldrað eins og í skólastofu Ég býð ykkur öll velkomin, sagði formaðurinn. Þar sem ekki er búið að kjósa þingflokksformann tek ég að mér fundarstjórn. í dag metum við kosningarnar og ræðum stjórn- armyndun. En ég vil fyrst óska nýju þingmönnunum til hamingju. Hann- es Sigurðsson boðar forfoll. Og svo byrjaði Ólafur aö tala um kosningamar. Hann hafði djúpa rödd og talaði hægt. Þótt borðið væri fullt af pappír talaði hann blaða- laust. Hann rakti útkomu allra flokka og tíndi fram prósentur og atkvæðatölur. Þórólfur horfði í kringum sig við borðið. Við það sátu tuttugu menn. í þingflokknum áttu að vera fimmtán. Ellefu karlar og fiórar konur. Þórólf- ur var ekki alveg viss um hveijir vom þingmenn. Sumir sátu mak- indalega með stóra bunka af óopnuð- um pósti fyrir framan sig og sötruðu kaffi. Hann bjóst við að þeir væru á þingi. Þeir hvísluðust á og hlógu öðru hveiju. í skólastofu hefði þetta ekki þótt gott hljóð. Formaður hélt áfram að ræða niðurstöður kosninganna. Þingmennimir voru famir að rífa upp póstinn sinn og hávaðinn af pappírsskijáfinu var truflandi. Þór- ólfur fann hvemig hann spenntist upp. Öðm hveiju var kaffibollum skellt á undirskálar og menn hvísl- uðu og pískruðu. Þess á milli tróðu þeir rifnum umslögum og bækling- um ofan í mslafotu sem var ýtt á milli manna við borðið með bram- bolti. Þórólfi var orðiö alltof heitt og hann stakk fingri í skyrtuhálsmálið og teygði á því. Þingmaður lauk við að skrifa fiórar línur á blað og rétti sessunaut sínum. Sá tók bakfóll af innibyrgðum hlátri. Þórólfur þoldi ekki við lengur. Hann lyfti sér upp í sætinu og sagði: Er ekki hægt að hafa hljóð? Fólkið horfði undrandi á hann. Enginn sagði orð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.