Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2L NÓVEMBER 1992. Kvikmyndir Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn aö ætla sér að fjalla í þessari grein um nýjustu mynd Woodys Allen sem ber heitið Hus- bands and Wives. Einkalíf Woodys Allen hefur fengið svo mikla um- flöllim á síðustu mánuðum að það er líklegt að gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur eigi erfitt með að leggja hlutlaust mat á þetta nýja verk hans. Woody Ailen hefur alla tíð verið þekktur fyrir að nota sér ýmsa þætti úr einkalífi sínu í kvik- myndum sínum þannig að margir sjá fyrir sér hluta af lífsmynstri Woodys Allen endurspeglast á hvíta tjaldinu. Það er því dálitið kaldhæðnislegt að efnisþráður Husbands and Wives virðist að mörgu leyti endurspegla ekki að- eins hjónabandsslit þeirra Woodys Allen og Miu Farrow, heldur einnig ástæðima fyrir þeim. Það er nokkuð langt síðan Woody Allen lauk við gerð Husbands and Wives, en það leið hins vegar lang- ur tími þangað til myndin var frumsýnd. Ástæðan er sú að Orion fyrirtækið, sem hefur um árabil framleitt myndir Woodys AUen, var lengi svo fjárhagslega illa statt að það treysti sér ekki að setja myndina á markaðinn. Það endaði með þvi að Tristar fyrirtækið, sem er í eigu Sony samsteypunnar, tók að sér dreifingu myndarinnar. Mannleg samskipti Husbands and Wives fjallar eins og flestar myndir Woodys Allen um mannleg samskipti. Myndin hefur hlotið góðar móttökur og verið sett í flokk með Manhattan (1979) og Hannah and Her Sisters (1986) sem af mörgum eru taldar bestu mynd- ir Woodys Allen. Upphafsatriði myndarinnar er einnig dæmigert fyrir Woody Allen. Þau hjónakom- in Gabe og Judy Roth, sem era leik- in af þáverandi hjónakomum, Wo- ody Allen og Mia Farrow, hafa boð- ið kunningjafólki sínu í mat. Þegar þau Jack (Sydney Pollack) og Sally (Judy Davis) mæta á staöinn, til- kynna þau vinum sínum svona til- fallandi að þau hafi ákveðið að skilja eftir langt hjónaband. Þetta hefur mikil áhrif á Judy, sem fer að líta í eigin barm og velta fyrir sér sínu eigin hjónabandi. Gabe reynir að útskýra fyrir henni hvers vegna hjónaband þeirra Sally og Jack hafi farið út um þúfúr. Jack hafi verið farinn að halda við vændiskonu sem vinnufélagi hans hafði kynnt hann fyrir. Þetta leiðir af sér heilmiklar umræöur milli þeirra hjóna um hjónabandið, hvers vegna Gabe vfiji ekki eignast böm og hvemig mikið vinnuálag og stíf tímaáætlun hafi niðurdrep- andi áhrif á kynlíf þeirra. Annarþáttur Þá er fyrsti þáttur búinn og kom- ið að öðrum þætti í þessu fjöl- skyldudrama. Sally ákveður að fara að líta í kringum sig eftir karl- manni en þegar hún kemst að því að Jack er farinn að búa með ann- ari konu, hringir hún í hann ösku- ill. Gabe stendur sig að því að vera farinn að líta hým auga á Rain, tvítuga stúlku sem er nemandi í bekk sem hann kennir. Til að kór- óna allt er Sally komin á þá skoðun að hún njóti þess að vera fráskilin og að ástæðan fyrir því hve Judy tekur nærri sér skilnaö þeirra Jack sé sú að hana dreymi sjálfa um að vérða laus og liðug. Hvort það er ástæðan eða ekki, þá kynnir Judy vinkonu sína fyrir Michael, vinnu- félga sínum, sem endar með því að þau fara að vera saman þótt SaUy sé mjög hikandi og varkár að taka upp annað samband. Það hefur einnig orðið nokkur breyting á hjónabandi þeirra Judy og Gabe. Nú vill hann að þau eign- ist böm en hún tekur það sem ein- hvem óánægjuvott hjá honum. Flókið ástarsamband Og áfram heldur ballið. Rain kynnir Gabe fyrir foreldrum sínum og einnig hittir hann fyrrverandi kærasta hennar, eldri mann sem hún hafði staðið í ástarsamandi við. Viðbrögð Judy viö þessu er að hún fer að líta hým auga á Micha- Leikstjórinn og eiginmaðurinn Woody Allen. Eiginkonur el. í veislu þar sem Jack kemst að því að Sally og Michael hafa verið saman, endar þessi hringavitleysa með allsherjar uppgjöri á þann veg að Jack og Sally ákveða að ragla aftur saman sínum reytinn. Hins vegar ákveða Judy og Gabe að skilja. Hún vill kanna nánar til- fimiingar sínar gagnvart Michael meðan Gabe heldur áfram róman- tísku sambandi sínu við Rain. Tæp- um tveimur árum síðar em þau Judy og Michael gift meðan Gabe útskýrir að hann hafi ekki viljað verða of háður Rain og hafi því snúið sér að skriftum. Svo mörg vom þau orð. Fyrir þá sem hafa fylgst meö skiinaðarmáli þeirra Woodys Allen og Mia Farrow er forvitnilegt að sjá samhengið í ástarsambandi þeirra Rain og Gabe og svo raun- veruleikann, þ.e. samband Woodys Allen við hina ungu Soon-Yi sem Mia Farrow ættleiddi á sínum tíma. Því virðist sem Woody Allen hafi einu sinni enn samofið sitt per- sónulega líf við efnisþráð myndar- innar. Langurferill Myndir Woodys AUen sem leik- ara og leikstjóra em nú komnar yfir á þriðja tuginn. Ferill hans sem leikstjóra hefur verið viðburðarík- ur og svo virðist sem hann eflist við hverja raun. Hver hefði trúað því að maðurinn á bak við Hus- bands and Wives sé sá sami og fyr- ir 23 árum leikstýrði sjálfum sér og skrifaði handritiö aö myndinni Take the Money and Rim (1969)? Á þessu tímabili leikstýrði Woody Allen hálfgerðum aulamyndum þar sem hann var sífellt í vandræð- um og mddi út úr sér heilmiklum pælingum um lífið og tilveruna ásamt fimm aura bröndurum inni á milli. Þetta vora myndir eins og What’s up, Tiger Lily (1966), Banan- as (1971), Play it Again Sam (1972), Everything You Always Wanted to Know about Sex* (*But Were Afra- id to Ask) (1972), Sleeper (1973) og svo Love and Death (1977). það var svo með myndinni Annie Hall (1977) sem Woody Allen sýndi hvað Umsjón Baldur Hjaltason í honum bjó sem kvikmyndagerð- armanni en fyrir þá mynd hlaut hann óskarsverðlaunin sama ár. Með þeirri mynd hófst nýr kafli í lífi Woodys AUen sem leikstjóra og á eftir fylgdu myndir eins og Interi- ors (1978) og Manhattan (1979), sem staðfesti að Annie Hall hafði ekki veriö nein tílvfijun. Og eiginmenn Er Soon-Yi fyrirmyndin að Rain í Hjónakornin Judy og Gabe í myndinni. myndinni? Uppgjör við þátíðina En næstu myndir á eftír stóðu ekki undir væntingum áhorfenda en það vora Stardust Memories (1980), A Midsummer Night’s Sex Comedy (1982) og svo Zelig (1983), sem þó var sérstök á margan máta og dálítið öðravísi en flestar mynd- ir Woodys Allen. En síðan náði Woody Allen sér aftur a strik með Broadway Danny Rose (1984), The Purple Rose of Cairo (1985) og svo Hannah and Her Sisters (1986) sem líklega er ein besta mynd hans fyrr og síðar. Þangað til Husbands and Wives var frumsýnd hafði Woody Allen gert nokkar miðlungsmyndir eins og Radio Days (1987), September (1987), Another Woman (1988), New York Stories (1989), Crimes and Misdemeanors (1989), Alice (1990) og svo 1 fyrra Shadows and Fog. Það er von að allt þetta neikvæða umtal um Woody Állen dragi ekki úr áhuga aödáenda hans til að sjá Husbands and Wives. Þessi mynd er án efa ákveðinn vendipunktur 1 lífi hans og spuming hvaða stefnu næstu myndir hans taki. Það er líkt ástatt fyrir honum og söguhetju myndarinnar, hann er orðinn ein- stæðingur og er að leita fyrir sér að nýju hlutverki í lífinu. Helstu heimildir: Variety, Entertainment Weeklý, Sight and Sound

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.