Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993
Fréttir
Stuttarfréttir dv
Gunnar Svavarsson, formaður
FÍI, sagði á ársþinginu í gœr að
stjórnendur fyrirtækja þyrftu að
líta í eigin barm þegar hagræð-
ing væri til umræöu.
FormaðurFÍI:
þurfa einnig að lita í eigin barm.
Við þekkjum öll dæmiö þar sem
rekstrarsparnaður hefet á þvi að
hagræöa i ræstmgu. Þá er dregiö
úr yíirtið, lager og útkeyrsla end-
urskipulögð og reynt að auka af-
köst. En hvað roeð okkur sem
stjórnum fyrirtækjunum og sitj-
um í stjórnum þeirra? Mörg fyrir-
tæki og stofnanir eru með fleiri
en einn forstjóra. AlJir vita að
aðeins eimt skipstjóri er á hverju
skipi. Getur veriö að stjórnir fyr-
irtækja og stofhana í einkageir-
anum og þeim opinbera séu of
stórar eða laun stjórnarmanna
og framkvæmdastjóra óþarflega
há? Þeir sem aðstöðu hafa til að
skammta sjálfum sér kjör þurfa
sérstaklega að vanda ákvarðanir
sínai’ og gæta hófe," sagði Gunnar
Svavarson, formaður Félags ís-
lenskrá iðnrekenda, á ársþingi
félagsins á Hótel Sögu í gær.
Gunnar sagði jafnframt að
vegna þess aö þaö sem til skipt-
anna væri í þjóðarbúinu heföi
minnkað væri ljóst að komandi
kjarasamningagerö hlyti að fela
í sér kíaraskeröingu.
Hann talaði einnig um fyrir-
huguð heildarsamtök iðnaðarins.
FÍI hefur gengist fyrir skriflegri
atkvæöagreiðslu um sameining-
una. Þar kora fram að 93,5% fé-
lagsmanna voru fylgjandi en að-
eins 5,5% á móti. Ef af samein-
ingu verður er talið að ná megi
fram 30% spamaöi í rekstrifélag-
arma. -Ari
Þorgeir&EUert:
Bænnn eykur
hlutafé um
30milljónir
Bæjarstjóm Akraness hefur
ákveðiö að auka hlutafé sitt í fyr-
irtækinu Þorgeir & Ellert hf. um
30 milljónir. Munu bæjaryfirvöld
taka lán til hlutaíjáraukningar-
innar.
„Við vorum búnir að sam-
þykkja að ieggja inn lilutaie meö
þeim skflyröum að reynt yrði aö
ná inn hlutafé ffá fleiri aöilum.
En úr því að lilboði fyrirtækisins
um smíði þróunarskíps var tekið
sáum við ekki ástæðu til annars
en að samþykkja hlutafláraukn-
ingu strax." segir Gísli Gíslason
bæjarstjóri.
Harm telur heildarkostnaö við
smíöi skipsins, sem boðin var út
af Þróunarsamvinnustofnun ís-
lands, verða xun 100 milijónir
króna.
Að sögn Gísla em menn bjart-
sýnir á fleiri verkefni. „Það voru
mjög góðar undirtektir hjá þeim :
aðilumi Arkansas í Bandarikjun-
um sem settu upp flæöilínu frá
fyrirtækinu. Núna era menn á
vegum Þorgeirs & Ellerts lif. og
Marels M. að kynna flæðilinur á
sýninguíBoston.“ -IBS
Útboð ræstinga í 23 skólum vekur spurningar um kostnað:
Geta sparað
400 miiyónir á
f imm árum
Tilboð í ræstingu skólahúsnæðis á
höfuðborgarsvæðinu næstu fimm
árin vora opnuð í gær hjá Innkaupa-
stofnun. Með útboðinu átti sam-
kvæmt heimildum DV að ná fram
um 20% sparnaði. Mörg tilboð bár-
ust, annaðhvort í allt verkiö eða
hluta þess, og voru mörg hver veru-
lega langt undir kostnaðaráætlun
sem var rúmar 900 miiljónir króna.
Lægstu tilboðin voru ekki nema rétt
ríflega 50% af kostnaðaráætlun. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um
hvaða fyrirtæki fá verkið.
Útboðið var í þremur hlutum og
hægt var að bjóða í þá alla. Alls var
um að ræða 84.158 fermetra í 23 fram-
haldsskólum. Lægsta tilboðið í allan
pakkann hljóðaði upp á 509 milljónir
króna. Kostnaðaráætlunin var tæp
901 milljón. Tilboðið er upp á 56%
af kostnaðaráætlun þannig að verði
lægsta tilboði tekið er spamaður rík-
isins tæplega 400 milljónir króna
næstu fimm árin.
Útboð þetta þykir vekja upp ýmsar
áleitnar spumingar um það verð sem
borgað hefur verið fyrir ræstingar á
fermetra hjá ríkisstofnunum hin síð-
ari ár. Samkvæmt heimildum DV
hafa til dæmis ræstingar í ýmiss kon-
ar skrifstofuhúsnæði ríkisins kostaö
vel yfir 2000 krónur fermetrinn en í fermetrann. Þannig er til dæmis talið ann í ræstingum sem myndi þýða
þessu útboði var að meðaltali verið að Landspítalinn gæti sparað að spamað upp á 13 milljónir á ári.
að bjóða í kringum 1400 krónur fyrir minnsta kosti 500 krónur á fermetr- -Ari
Ræstingar á skólahúsnæði
- tilboð verktaka og áætlun í milljónum króna
Hreint og beint
Hiimar R. Sölvason
Hreint hf.
Lárus Einarsson sf.
Hvis hf.
ISS þjónustan
Þvegillinn
Áætlun VSÓ
509.294
591.705
600.425
754.699
j 777.773
809.646
1037.245
900.720
„Þetta er náttúrlega hálfgerð bilun en það er voða gaman að þessu. Þegar maður byrjar verður þetta að sýki,“
sagði Magnús Kristjánsson en hann og fjórir félagar hans í samtökum sem kalla sig Hundraðhestaflagengið lögðu
í gær af stað í stranga vélsleðaferð og er ætlunin að keyra þvert yfir landið eða frá Hornbjargi til Hornafjarðar. í
dag og á morgun mun hópurinn aka um Hornstrandir en það er mjög erfitt svæði fyrir vélsleðaakstur. Síðan
liggur leiðin norðan við Langjökul og Hofsjökul, yfir Vatnajökul og niður Skálafellsjökul til Hornafjarðar. Skilyrö-
ið fyrir því að komast inn i félagsskap Hundraðhestaflagengisins er að eiga vélsleöa sem er yfir 100 hestöfl
og öflugasti sleðinn í þessari ferð er heil 145 hestöfl. Ef allt gengur að óskum og veðrið verður gott búast fimm-
menningarnir við þvi aö koma til baka úr reisunni á sunnudaginn. DV-mynd BG
;: Rafmagns vfci tur rikisins lækka
almenna taxta um 10% í tveimur
áföngum á árinu. ÍÆkkunin hef-
ur í för með sér um 4000 króna
sparnað hjá meðalheimili.
Sambandíð veítS afslátt
Landsbréf hf. fara fram á að
Sambandið bæti kaupendum
skaðann af óraunsærri áætlana-
gerð fyrri stjómenda Samskipa
hf. sem hafi skilað sér i óraun-
hæfu gengi bréfanna.
Gjaldþrot Hagvirkis?
íslandsbanki samþykkti ekki að
mæla með nauöasamningum
Hagvirkis-Kletts. f dag mun hér-
aðsdómari á Reykjanesi kveða
upp úrskurð um beiðni fyrirtæk-
isins um nauðasamninga. For-
svarsmeim Hagvirkis-Kletts
segja gjaldþrot blasa við ef þeir
verða ekki samþykktir.
Húsbréfakerfiónýtt?
Jólxanna Sigurðardóttir félags-
málaráðheiTa segir að húsbréfa-
kerfið veröi eyðilagt ef tillögur
ASÍ og VSf um breytingar veröa
samþykktar. Þær muni ekki
stuðla að lækkun væxta. Breyt-
ingarnar gera ráð íyrir að há-
markslán í húsbréfakerfmu
lækki.
Breyttorkustefna
Así og VSí leggja til við rikis-
stjóm að stefnu í orkumálum
veröi gjörbreytt. Selja á umfram-
orku á íjórðungi þess verðs sem
hún er boðin nú.
Formaður LÍÚ segir að íslend-
ingar eigi ekki að kaupa þorsk
af rússneskum frystiskipum,
hluti af þessum viðskiptum sé
svartamarkaðsbrask og fiskur-
inn sé auk þess illa unninn.
Formaður deildar OECD, sem
fer með alþjóðlegar fjárfestingar,
telur afar sennilegt að útlending-
ar fái að íjárfesta í íslenskum
sjávarútvegi á allra næstu árum.
Loðmiskipáleigu
Loðnufyrirtæki á Austíjörðum
hafa leigt grænlenskt skip til að
leita að loðnu en ekkert hefur
fúndist.
Aukaverk presta dýrari
Dómsmálaráðuneytið hefur
hækkað þjónustugjöld fyrir
aukaverk presta um rúmlega
41% í febrúar samkvæmt frétt
Tímans í morgun. Þessi hækkun
hækkar framfærsluvísitöluna
um 0,04% og vegur upp nýlega
lækkun á mjólkurvörum.
Töpum 7 milljörðum
Lækkandi fiskverð á heims-
markaði gæti kostað þjóðarbúið
7 milljarða i ár samkvæmt Stöð
tvö. Astæður eru taldar of hátt
fiskverð og gríöarlegt framboð af
ódýrum fiski úr Barentsliafi.
Veröldinrannsökuð
Bústjóri þrotabús ferðaskrif-
stofunnar Veraldar krefst þess að
Honda umboðið og Texti hf. greiði
iarseðla sem þeir fengu hjá Ver-
öld. Því er haldið fram að Svavar
Egilsson hafi verið að borga per-
sónulegar skuldir sínar.
Vextireigaaðlækka
Bankavextii- eiga að geta lækk-
að segir fjármálaráðheiTa eflir
áð vextir af spariskírteinum rik-
issjóðslækkuðuígær. -Ari
Reykjavíkurskólar ekki með í lestrarkeppninni
Engin þátttaka virðist vera í lestr-
arkeppninni miklu meðal grunn-
skólanema í Reykjavík. Hringingar í
um tug skóla í Reykjavík í gær sýna
að farið er eftir samþykkt Skóla-
stjórafélags Reykjavíkur um að vera
ekki með. í samtölum við skólamenn
í Reykjavík kom fram að fyrirvarinn
hefði þótt of stuttur og eins að lestr-
arátak heföi þegar verið í gangi í
sumum skólanna í allan vetur.
Komst einn viðmælandi DV svo að
orði að „einhver maður úti í bæ“
gæti engu um þaö breytt.
Bullandi gangur er þó í lestrar-
keppninni úti á landi og í Tjamar-
skóla í Reykjavík. Fréttir hafa borist
af foreldrum sem tekið hafa að sér
að halda utan um pappírsvinnuna,
til að mynda á Dalvík. Á ísafirði er
mikið af bókum tekið út úr bókasafn-
inu og lesandi grunnskólakrakkar á
hveiju strái, meira að segja í strætó.
Var áhuginn þar svo mikill að jafn-
vel skíðaæfingar viku fyrir bóklestri.
-hlh