Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993 Afmæli Gísli Maack Gísli Maack rekstrarráögjafi, Lang- holtsvegi 163b, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Gísli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1973, nam við viðskiptadeild HÍ1973-75, sat námskeið til löggild- ingar í fasteigna- og skipasölu 1991-93. Gísli var skrifstofustjóri Ferða- miðstöðvarinnar 1975-79 og starfaði á Endurskoðunarskrifstofu Hjartar Pjetursonar 1979-82. Á árunum 1982-84 starfaði hann hjá Arnarflugi hf. þar sem hann gegndifyrst stöðu stöðvarstjóra á Keflavíkurflugvelli og síðaríLíbíu. Hann var fjármálastjóri Kredit- korta sf. frá 1984-85 og verkefna- stjóri fyrir leiguflug Amarflugs hf. í Saúdí-Arabíu 1985-86. Gísli var framkvæmdastjóri hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. 1986-88 og síðar hjá Velti hf. Hann hóf sjálf- stæða rekstrarráðgjöf árið 1988 og starfaði í framhaldi af því sem fram- kvæmdastjóri Von Veritas Vester- borgíDanmörku. Þegar heim var komið starfaði Gísli við rekstrarráðgjöf fyrir ýmis fyrirtæki, þ.m.t. fyrir Sameind hf. þar sem hann gerðist hluthafi og síðan stjórnarformaöur um tveggja ára skeið, eða þar til fyrirtækið var sameinað Tæknivali hf. Gísli starfaði síðan sem fram- kvæmdastjóri hjá Ólafi Laufdal frá 1990-91 en frá árinu 1991 hefur hann rekið ráðgjafarþjónustuna Hugboö hf. og annast þar verkefni fyrir fjöldafyrirtækja. Fjölskylda Gísli kvæntist 16.6.1973 Krist- björguÁslaugsdóttur, f. 18.9.1951, starfsmanni Lífeyrissjöðs Félags starfsfólks í veitingahúsum. For- eldrar hennar em Áslaugur Bjarna- son rafvirkjameistari og Sigríður Guðbjörnsdóttir verslunarmaöur. Fósturfaðir Kristbjargar er Steinn Gunnarsson verslunarmaður. Gísh og Kristbjörg eiga tvö börn. Þau eru: Sigríður Ása Maack, f. 15.8. 1972, nemi, býr í heimahúsum; og Árni Pétur Maack, nemi, býr í for- eldrahúsum. Systkini Gísla era: Aðalheiður Maack, f. 5.9.1944, sjálfstæður at- vinnurekandi, gift Óðni Geirssyni, búsett í Reykjavík og eiga þau tvö börn; PéturÁndreasMaack, f. 21.2. 1949, framkvæmdastjóri VR, kvænt- ur Kristjönu Kristjánsdóttur, búsett í Kópavogi og eiga þau fjögur börn; Þórhallur Maack, f. 27.9.1950, kerf- isfræðingur, kvæntur Gyðu Bárðar- dóttur skrifstofutækni, búsett í Kópavogi og eiga þau tvö börn; Sig- ríður Maack, f. 8.11.1963, arkitekt, gift Má Mássyni lífefnafræðingi, búsett í Japan, og eiga þau einn son. Foreldrar Gísla era Áðalsteinn P. Maack, f. 17.11.1919, fyrrv. forstöðu- maður byggingaeftirlits við embætti húsameistara ríkisins, og Jarþrúð- ur Þórhallsdóttir Maack, f. 8.5.1920, húsmóðir. Þau búa í Reykjavík. Ætt Faðir Jarþrúðar var Þórhallur, smjörgerðarmaður í Smára, Ólafs- son, prentara og umsjónarmanns Iðnaðarmannahússins og Iðnó, Ól- afssonar, Konráðssonar. Móðir Þór- halls var Helga Einarsdóttir, systir Magnúsar organista á Akureyri. Fósturmóðir Þórhalls var Anna Hafliðadóttir húsmóðir. Móðir Jar- þrúðar var Sigríður Bjamadóttir, skipstjóra frá Mýrum, Elíassonar. Foreldrar Aðalsteins voru Pétur Andreas Maack togaraskipstjóri, f. 1892, d. 1944, og Hallfríður Hall- grímsdóttir húsmóðir. Pétur var sonur Péturs Maack, prests á Stað í Grunnavík, Þorsteinssonar, kaup- manns á Skipaskaga, Guðmimds- sonar. Móðir Péturs Maack Þor- steinssonar var María Pétursdóttir. Móöir Péturs Andreas var Vigdís Einarsdóttir, b. í Neðri-Miðvík í Gísli Maack. Aðalvíkurhreppi, Friðrikssonar, Haflssonar. Móðir Einars var Katr- ín Jónsdóttir. Móðir Vigdísar var Ragnhildur Jóhannesdóttir, b. í Skáladal, og Rannveigar Ólafsdótt- urfráLæk. Hallfríður, móðir Aðalsteins, var dóttir Hallgríms Benediktssonar, b. í Eiðaþinghá austur, og Elísabetar Jónsdóttur sólargangs Guðmunds- sonar. Móðir Elísabetar var Ingi- björg Sigurðardóttir frá Heiðarseli Benediktssonar og Ingibjargar Ein- arsdótturfráBót. Gísli tekur á móti gestmn á Café Romance, Læjargötu2, Reykjavík, frá kl. 18 á afmælisdaginn. Emma Kolbeinsdóttir Emma Kolbeinsdóttir, húsmóðir og bóndi, Eyvík í Grímsneshreppi, Ár- nessýslu, er sjötug í dag. Starfsferill Emma fæddist í Eyvík og ólst þar upp. Hún lauk bamaskólanámi og nam svo við Héraðsskólann að Laugarvatni vetuma 1939-41. Emma lærði klæðskerasaum hjá H. Andersen og son í Reykjavík árið 1941 og starfaði þar til ársins 1949. Hún lauk námskeiði í Hússtjórn- arskóla Reykjavíkur 1946 og hefur gegnt húsmóðurstörfum í Eyvík frá árinu 1953. Emma var í ritstjórn skólablaðs Laugarvatnsskóla 1940-41, átti sæti í trúnaðarmannaráði klæðskera- sveinafélagsins Skjaldborgar frá stofnun þess til ársins 1949, var nokkur ár í varastjóm Kvenfélags Grímsneshrepps, í fulltrúaráði Kvenréttindafélags íslands fyrir Suðurland, í sóknamefnd Stóru- Borgarkirkj u í tíu ár og er þar nú meðhjálpari. Hún hefur verið full- trúi aldraðra í Grímsneshreppi, var í undirbúningsnefnd fyrir útgáfu Galtarættar sem gefin var út 1986 og hefur starfað í Ferðaþjónustu bænda í Eyvík síðastliðin flögur ár. Fjölskylda Emma giftist 9.5.1953 Reyni Tóm- assyni, f. 28.5.1925, b. í Eyvík. Hann er sonur Tómasar Sigurtryggvason- ar, b. í Syðri-Neslöndum í Mývatns- sveit, og Guðrúnar Sigtryggsdóttur, b. sama stað. Börn Emmu og Reynis eru: Stein- unn, f. 11.2.1954, d. 29.1.1984, skrif- stofumaður á lögmanns- og endur- skoðunarskrifstofu og húsmóðir í Reykjavík, var gift Pétri Haukssyni húsgagnasmiö og eignuðust-þau Guðmund Kristin, f. 28.11.1972, nema í FB, og Reyni Viðar, f. 7.3. 1976, skiptinema í Bandaríkjunum; Sigrún, f. 16.10.1955, húsmóðir og meinatæknir á Heilsugæslustöðinni í Laugarási, gift Þórarni Magnús- syni, b. í Eyvík II, og eiga þau Lilju, f. 6.6.1979, grunnskólanema, og Magnús, f. 6.9.1980, grunnskóla- nema; ogKolbeinn, f. 16.11.1959, bílasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Bergmann Vilhjálmsdótt- ur, húsmóður og skrifstofumanni, og eiga þau Steinunni Erlu, f. 30.12. 1984, gmnnskólanema, og Smára, f. 22.1.1987. Systkini Emmu eru: Jóhannes, f. 3.7.1917, deildarfulltrúi hjá Vatns- veitu Reykjavíkur, var kvæntur Hildegard Kolbeinsson, þau skildu, eignuðust þau þijú böm, tvö þeirra eru nú látin; Anna Margrét, f. 10.8. 1920, hjúkrunarfræðingur og hús- móðir, gift Sigurði Pálssyni, vöm- bílstjóra í Reykjavík, og eiga þau fjögur börn; Sólveig, f. 3.3.1922, hús- móðir og verslunarmaöur, nú saumakona, var gift Páli Pálssyni baðverði sem nú er látinn og eignuð- ustþau þrjúbörn. Foreldrar Emmu voru Kolbeinn Jóhannesson, f. 20.6.1892, d. 24.9. 1952, b. í Eyvík, og Steinunn Magn- úsdóttir, f. 15.2.1885, d. 8.8.1982, Emma Kolbeinsdóttir. húsmóðirþar. Kolbeinn var sonur Jóhannesar, b. í Eyvík, Einarssonar, b í Eyvík, Einarssonar og k.h., Guðrúnar Sig- urðardóttur eldri frá Gelti. Kona Jóhannesar var Guðrún Geirsdótt- ir. Foreldrar Guðrúnar Geirsdóttur voru Geir, b. að Bjarnastöðum í Grímsnesi og viðar, ívarsson, land- pósts, og Guðrún Jónsdóttir ljós- móðir. Steinunn var dóttir Magnúsar í Haga í Grímsnesi Guömundssonar og k.h., Önnu Margrétar Guðnadótt- ur frá Helludal Tómassonar. For- eldrar Önnu Margrétar voru Hólm- fríður Magnúsdóttir, dóttir Önnu Vernharðsdóttur og Magnúsar Jónssonar á Laugarvatni Vern- harðssonar, stúdents frá Búrfelli. Bróðir Magnúsar var Bjöm á Búr- felli. Emma verður að heiman á afmæl- isdaginn. Kristinn Vilhjálmsson, Sigluvogilö, Reykjavik. _ Krístinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Haukur Halldórsson, Hæðargötu 10, Njarðvík. .Sigrún Aradóttir, Reynimel 55, Reykjavík. ll.mars GunnarKárason, Reynilundi 2, Akureyri. Eiginkona : j Gunnars er SvanaÞor- geirsdóttir.Þau taka á móti gestum laugar- daginn 13. mars í KA-heimilinu ámilhkl,17og 19. Jón Þorvaldsson, Hólabergi 16, Reykjavík. 70ára Friðbjöm Friðbj örnsson, Tungötu 18, ísafirði. Gunnlaugur Árnason, Háaleitisbraut 17, Reykjavik. Kristinn Kristinsson, Brekkuhúsi, Vestmannaeyjum. Jóhannes Benjamínsson. Torfufellil9, Reykjavik. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Geitlandi 43, Revkjavík. ; V ■ Dögg Theódórsdóttir, Gyðufelli 16, Reykjavik. V Póll Arnór Sigurðsson, Kríultólum 2, Reykjavík. Ragnheiður K. Lárusdóttir, Rimasíðu 17, Akureyri. Svanur Jóhannsson, Lundarbrekku 12, Kópavogi. Bryndís Valgeirsdóttir, Hálsaseh 24, Reykjavik. Sigurður Már Sigurðsson, Hverfisgötu 22b, Hafnarfirði. Benedikta S. Steingrímsdóttir, Laugarbrekku 14, Húsavík. Hólmfríður G. Þorleifsdóttir, Jörvabyggð 14, Akureyri. Sigurður S. Reykdal Markússon Sigurður S. Reykdal Markússon flutningabílstjóri, Suðurgarði 2, Keflavík, er sextugur í dag. Starfsferill Sigm-ður fæddist í Garðinum og ólst þar upp. Hann lauk skyldimámi og starfaöi að því loknu við fisk- verkun um nokkurra ára skeið hjá Sveinbimi Ámasyni í Kothúsum, Garði. Áfján ára gerðist Sigurður bíl- stjóri hjá Sveinbimi en starfaði síð- ar við akstur hjá afa sínum, Ingi- mundi Guðjónssyni, til ársins 1954. Árið 1954 hóf hann sinn eigin rekstur, fyrst sem vömbílstjóri en síðastliðin þrjátíu ár hefur hann verið flutningabílsljóri á mfili Reykjavíkur og Keflavíkur. Fjölskylda Sigurður kvæntist 25.12.1955 El- ínu Ólu Einarsdóttur, f. 18.8.1932, en hún sér um mötuneytið fyrir ís- landsbanka í Keflavík. Hún er dóttir Einars Ólafssonar, sem nú er látinn, og Kristínar Guðmundsdóttur hús- móður sem hýr hjá Sigurði og Elínu á97. aldursári. Börn Sigurðar og Elínar era: Kristín R., f. 18.10.1955, bankastarfs- maður í Keflavík, og á hún soninn Stefán Þór Haraldsson; Þórunn, f. 19.1.1957, starfsmaður á leikskóla í Keflavík, gift Grétari Ólasyni bíl- sljóra og eiga þau Elvu Sif, Sigurð Markús og Grétar Þór; Einar, f. 25.5. 1959, d. 20.11.1959; Markús, f. 31.3. 1961, d. 21.9.1961; ogKatrín, f. 20.4. 1963, fatahönnuður og markaðs- fræðingur, gift Klemensi Sæmunds- syni, matvæla- og næringarfræð- ingi, og eiga þau Elínu Ólu og Soffíu. Systkini Sigurðar eru: Guðmund- ur, f. 22.9.1929, verkamaður í Garð- inum, ókvæntur og bamlaus; Ingi- mundur, f. 25.7.1931, bílstjóri í Garö- inum, ókvæntur og barnlaus; Jó- hanna Andrea, f. 18.8.1935, starfs- maður á Keflavíkurflugvelli, gift Vah Kristinssyni matreiðslumanni og eiga þau fimm böm; Stefanía Reykdal, f. 26.11.1936, starfar á sjúkrahúsinu í Keflavík, gift Eggerti Olafssyni, starfsmanni á smurstöð, og eiga þau þrjú böm; Jónína Þóra, f. 6.3.1940, starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík, ógift og barnlaus; Þorvaldur, f. 19.11.1943, útgerðar- maður í Garði, ókvæntur og barn- laus; Sigurlaug Guðbjörg, f. 27.5. 1945, starfsstúlka á Garðvangi, gift Finnbirni Guðjónssyni útgerðar- manni og eiga þau þijú böm; Guð- mundaMargrét, f. 12.3.1948, starfs- stúlka á Garðvangi, og á hún tvö böm; Marta Guðfinna, f. 7.2.1950, dagmóðir, gift Sigurði R. Jónssyni tækjastjóra og eiga þau tvö börn; og Dfijá Sigríður, f. 12.1.1952, starfs- stúlka á Garðvangi, gift Viggó Bene- diktssyni trésmið og eiga þau þijú börn. Foreldrar Sigurðar eru Markús Guðmundsson, f. 9.7.1903, múrari, og Þómnn Þórlaug, f. 3.2.1909, hús- móðir. Þau bjuggu að Bjargasteini í Garði. Markús var sonur Guðmundar, sjómanns í Ánanaustum í Reykja- vík, og Sigríöar Maríu Reykdal Stef- ánsdóttur, húsmóður. Foreldrar Þórannar vom Ingi- mundur Guðjónsson, trésmiður i Garðstöðum í Garði, og Jónína Guð- mundsdóttir húsmóðir. Sigurður verður að heiman á af- mæhsdaginn. Sigurður S. Reykdal Markússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.