Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993 17 DV Braust inn nýsloppinn úrfangelsi Héraðsdómur Reykjavikur hef- ur úrskurðað 26 ára karlmann i þríggja vikna gæsluvarðhald vegna innbrots sem hann framdi um síðustu helgi. Maðurinn var handtekinn að- faranótt sunnudagsins en hann hafði þá brptist inn í fyrirtækið Frostfisk í Örfirisey og var grip- inn við verknaöinn. Maðurinn hyrjaði ungur í af- brotum og á að b<lki langan feril innbrota um og þjófnaða. Fyrir rúmu ári var hann dæmdur i 13 mánaða fangelsi fyrir uppsöfnuö afbrot sín og losnaði úr fangels- inu 14. febrúar síðastliðinn með hreínan skjöld. Hann virðlst strax hafa tekið upp fyrri iðju þvi ; aðeins rúrnurn tveimur vikum eftir að hann slapp úr fangelsinu var hann handtekinn við innbrot- ið í Örfirisey. Fjórum sinnum, áður en mað- urinn var dæmdur í fangelsi, hat'ði hann fengið reynslulausn en rauf alltaf skilorðið með nýj- um brotum. Stefnt er að því að maðurinn verði ákærður og dæmdur fyrir innbrotið innan þeirra þriggja vikna sem gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn hljóðar upp á. -ból Ólafsflörður: Kvótamiðlun á vegum bæj- arfyrirtækis Helgi Jónsson. DV, Ólafefcrði: : Fiárhagsáætlun Ólafsljarðar var samþykkt sl. þriðjudag eftir að ein róttæk breyting var gerð á henni þá við síðari umræðu. Það er að bærinn standi fyrir stofnun kyótamiðlunarfyrirtækis og leggi fram ákveðna upphæð til þess, 10 múijónir króna. Hálfdán Kristjánsson bæjar- sfjóri segir að vonir standi til aö fyrirtækið verði konúð í gagnið innan 2ja vikna. „Fyrirtæki hér munu nýta kvótann til aukinnar vinnslu í landi og þau sem gera það hafa forgang við kvótakaup. Þetta verður leigukvóti og á aö renna styrkari stoðum undir atvinnúlíf ið hér á Ölafsfirði. Mér vítanlega hefur þetta ekki verið reynt á Is- landi áöur,“ sagði hann við DV. MargrétEA: Stýrishúsá methraða Gyffi Kristjinsson, DV, Akureyri: „Viö emm mjög ánægðir með hvemig til hefur tekist og verkið heí'iu- gengið með ólíkindum vel," segir Brypjólfur Trygpason, yf- irverkstjóri hjá Shppstöðinni Odda hf. á Akureyri, um snúði nýs stýrishúss á Samherjatogar- ann Margréti EA-710. Skipið fékk á sig brotsjó út af Norðurfandi í lok janúar með þeim afleiðingum að brú skipsins var ónýt. Nú er skipið farið á veiðar með nýtt stýrishús. „Það má segja að verkið þjá okkur hafi tekið 30 daga. Við unn- um það þannig aö í tvær vikur unnu um 20 stálsmiðir á vöktum allan sólarhringinn en eftir að búiö var að setja húsiö á skipið uimu 10 trésmiðír og 8 rafvtrkjar á vöktum í aðrar tvær vikur og svo kom lokafrágangur. Verkiö var mun umfangsmeira en aö smlða og koma fyrir nýju stýris- húsi þvi viö bættum viö einni hæð undir stýrishúsið," segir Brynjólfur. Fréttir Kaupir Byggðastofn- un húsið af Degi? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Búnaðarbankinn, sem á það hús- næði sem við erum í, þarf aukið rými undir starfsemi sína og það varð til þess að við fórum að líta í kringum okkur en engar ákvarðanir hafa ver- ið teknar ennþá," segir Valtýr Sigur- bjamarson, forstöðumaður útibús Byggðastofnunar á Akureyri, en til tals hefirr komið að Byggðastofnun kaupi ásamt fleiri stofnunum hús Dags og Dagsprents við Strandgötu. Valtýr segir að húsnæði Dags og Dagsprents hafi verið nefnt varðandi flutning Byggðastofnunar en einnig annað húsnæði, t.d. í Glerárgötu. Samkvæmt heimildum DV hefur einnig komið til tals að Húsnæðis- skrifstofa ríkisins flytti í Dagshúsið ef af yrði og jafnvel fleiri stofnanir, s.s. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar. Hörður Blöndal, framkvæmda- stjóri Dags og Dagsprents, segir að þessi möguleiki hafi komið til greina en sér vitanlega hafi sáralítið gerst í máhnu. Ekkert kauptilboð hafi bor- ist en hann segist vera ánægður ef Byggðastofnun keypti húsið. Húsnæði Dags og Dagsprents er allt of stórt fyrir starfsemi fyrirtækj- anna eftir að byggt var við það fyrir nokkrum árum. Það hefur reynst fyrirtækjunum þungur baggi und- anfarin ár en ekki hefur tekist að selja húsnæðið. Að undanfornu hafa staðið yfir hagræðingaraðgerðir í rekstri Dags og Dagsprents. Prenturum fyrirtæk- isins, ræstingarfólki og hluta þeirra sem unnið hafa við dreifingu blaðs- ins var sagt upp störfum og sagði Hörður að verið væri að skipa mál- um í fastari skorður. Ráðningar- samningur hefur t.d. verið gerður viö prentarana en hann var ekki fyrir hendi áður. Slokkviliðsmenn voru í fyrrakvöld að hreinsa upp vatn sem hafði flætt um gólfið á húsi Öryrkjabandalagsins. Gleymst hafði að skrúfa fyrir krana í skolvaski og hafði tuska stíflað niðurfallið með fyrrgreindum afleiðingum. Slökkviliðsmenn hreinsuðu upp vatnið með sérstökum vatnssugum. DV-mynd Sveinn Sauðárkrókur: Vinabæjamót Þórhafiur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Röðin er komin að Sauðárkróki að nýju í mótshaldi vegna vinabæja- samskipta. í lok júní í sumar verður haldið vinabæjamót á Sauðárkróki og væntanlegir eru gestir frá öllum vinabæjunum fimm; - Köge í Dan- mörku, Kongsbergi í Noregi, Krist- iansstad í Svíþjóð og Esbo í Finn- landi. Skipuð hefur verið nefnd til að annast dagskrá - gera tillögur um aðalviöfangsefni mótsins og skipu- leggja skoðunarferðir gesta. í henni eru Björn Sigurbjörnsson, formaður bæjarráðs, Knútur Aadnegaard, for- seti bæjarstjórnar, og Herdís Sæ- mundsdóttir. Að sögn Bjöms verða ekki neinar framkvæmdir í bænum vegna mótsins. „Það veröur engin vinabæjastétt gerð og nú njótum viö góðs af því hve stutt er síðan forseti íslands kom í heimsókn. Við viljum jú alltaf hafa bæinn okkar snyrtilegan og falleg- an“, sagði Björn. AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI HLJÓMTÆKJ ASAMSTÆÐUR r AKAI MX-92 MINI • MAGNARI 100 VOTT • GEISLASPIIARI • „DIGITAL" ÚTVARP • FM / MW / LW BYLGJUR • TVÖ KASSETTUTÆKI • FULLKOMIN FJARSTÝRING • TVEIR 100 W HÁTALARAR • DOLBY • INNSTUNGA FYRIR HÖFUÐTÓL OG HLjÓÐNEMA • FORSTILLTUR TÓNJAFNARI MEÐ 5 STILLINGUM • „SURROUND" HLJÓÐKERFI • BREIDD 26,5 cm Kr. 42.950 s»9r. MINI PLOTUSPILARI ER FÁANLCGUR A KR. 6.500 stgr ÞETTA FÆRÐU HVERGI NEMA í HUÓMCO AFBORGUNARSKILMALAR oe/vi/ttn VíSA FAKAFENi • SIMI 68 80 05 AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI AKAI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.