Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 3
3 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993 dv_____________________________________________________________________________Fréttir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, um frekari kröfur á ríkið: Við viljum lækka matar- skattinn í 14 piósent - einnig þarf að ná fram leiðréttingu á ýmsu í tryggingakerfmu Benedikt Davíösson, forseti Alþýðu- sambandsins, sagöi eftir fund aðila vinnumarkaöarins á þriðjudaginn aö enn ætti eftir að leggja fram kröfur um leiðréttingu í skatta- og trygg- ingamálum fyrir ríkisstjómina. Og Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að engu væri hægt að svara tillögum aðila vinnumarkaðarins fyrr en allar kröfur launþegasamtak- anna væru komnar fram. Benedikt Davíðsson var spurður hvaða kröfur það væru í skatta- og tryggingamálum sem ASÍ myndi gera á hendur ríkisstjórninni. „Við höfum verið að ræða um þá skattþyngingu sem varð um áramót- in þegar persónuafslátturinn var lækkaður og hvernig hægt er að vega það upp. Alveg sérstaklega fyrir lág- launafólkið. Hinn margumræddi matarskattur er okkur þar ofarlega í huga. Við viljum láta reyna á hvort hægt er að koma virðisaukaskatti á matvælum úr 24,5 prósentum niður í 14 prósent. Það teljum við að væri veruleg kjarabót fyrir það fólk sem notar stærstan hluta tekna sinna til lífsnauðsynja," sagði Benedikt Dav- íðsson, forseti Alþýðusambandsins, í samtali við DV. Varðandi það sem ASÍ vildi sækja í greipar Sighvats Björgvinssonar, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sagði Benedikt að það væri ekki enn nákvæmlega skilgreint en af mörgu væri að taka. „Þar eru mörg atriði sem ef til vill vega ekki mjög þungt hvert fyrir sig inn í kaupmáttarvísitöluna. En þau eru svo sláandi og svo ósanngjöm gagnvart einstaklingum sem verst eru settir. Þar nefni ég þá er sífellt þurfa að nota lyf og læknishjálp. Hjá þessu fólki hefur orðið svo mikil íþynging að ekki verður hjá því kom- ist að rétta hlut þess eitthvað, enda þótt það vegi ekld þungt inni í vísi- tölunni," sagði Benedikt. -S.dór Deilur starfsmanna RLR við rannsóknarlögreglustjóra: ■ ■ Lögreglufulltrúi kærir Boga til umboðsmanns Fiiippus drottningarmaður af Eng- landi millilenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag á leið sinni til Karíbahafs- eyjarinnar Dominicu. Þaðan ætlar hann i tiu daga siglingu um Vestur- Indíur á skútu konungsfjölskyldunn- ar. Bresk dagblöð hafa gagnrýnt ferð drottningarmannsins og segja hana sóun á almannafé. DV-mynd Ægir Már Landssamband lögreglumanna hef- ur skotið til Félagsdóms deilu starfs- manna RLR við Boga Nilsson rann- sóknarlögreglustjóra vegna breyt- inga á vinnufyrirkomulagi sem tók gildi í febrúar. Máhð var þingfest í Félagsdómi í gær. Einn lögreglufuhtrúi hjá RLR hef- ur hins vegar kært til umboðsmanns alþingis ákvörðun Boga um að færa hann til í starfi innan stofnunarinn- ar. Lögreglufuhtrúinn var færður til eftir að hann lýsti því yfir að hann myndi hhta ákvörðun meirihluta starfsmanna RLR í atkvæöagreiðslu sem fram fór um breytingarnar. Þar var ákveðið að sinna ekki bakvökt- um eftir að rannsóknarlögreglustjóri hafði lýst því yfir „einhliða" að fyrir- komulagi um yfirvinnu yrði breytt. Lögreglufulltrúinn lýsti þá yfir við yfirlögregluþjón RLR að hann myndi hhta ákvörðun meirihlutans en eftir það ákváðu starfsmennimir að hætta við aðgerðirnar. Bogi tilkynnti lögreglufulltrúanum þá engu að síð- ur að hann yrði færður til í starfi. Með því missti hann í raun „manna- forráð“ og fahð starf almenns rann- sóknarlögreglumanns. Landssamband lögreglumanna og lögmaður þess fóru eftir þetta fram á það við dómsmálaráðherra að hann kannaði lögmæti aðgerða Boga - bæði varðandi breytingarnar á fyrir- komulaginu um yfirvinnu, sem þeir töldu einhliða, og hin meintu agavið- urlög vegna tilfærslu lögreglufuh- trúans. Tvö íþróttahús nægja ekki fyrir Akurnesinga - leiga á skemmu er í athugun Það er svo mikil gróska í íþróttalíf- inu á Akranesi að þar nægja mönn- um ekki tvö íþróttahús. Bæjaryfir- völd íhuga nú leigu á skemmu á Kalmannsvöhum sem í yrði lagt gervigras fyrir knattspyrnumenn. „Á ákveðnum tímum ársins fá ekki allir inni sem vilja. Það er verið að koma af stað fimleikum hér og íþrótt- um fyrir fatlaða. Handbolti og körfu- bolti hafa einnig verið í vexti þannig að það hefur þrengt að öðrum grein- um og þá sérstaklega fótboltanum. Ráðherra sagði í samtah við DV í gær að ákveðið hefði verið að ráðu- neytið aðhefðist ekkert í málinu. „Ráðuneytið sá ekki tílefni til að hafa afskipti af þessu máli. Það reyndist vera innan eðlilegra marka. Ég held að málinu sé því lokið og vona að sættir takist," sagði Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra. Gylfi Thorlacius, lögmaður LL, segir ljóst að rannsóknarlögreglu- stjóri hafi brotið lög með tvennum hætti: „Eg tel þesSar breytingar brot á kjarasamningi Landssambands lögreglumanna við fjármálaráðherra þar sem fjahað er um hvernig yfir- vinnu lögreglumanna skuh háttað. Því er alveg ljóst að einhhða ákvörð- un rannsóknarlögreglustjóra er brot á samningnum. Hér er líka um að ræða brot á hvíldartímaákvæði í lög- um um aðhúnað, hohustuhætti og öryggi á vinnustöðum.“ -ÓTT Leikskóli-Setbergi Dæmi um HÚS BYGGT ÚR JÁRN- BURÐARGRIND (0,5-3,0 mm þykkt galv. járn) í STAÐ STEYPU! EINFALT, TRAUST, LÉTTOG HAGKVÆMT. Ætlar þú að byggja? Því ekki að nota járn í stað steypu? Gerum kostnaðaráætlun. BREIÐFJÖRÐS BUkKSMIÐIA HF LmiOá nénmri upptýmingm mó8igtúni7 Simh20022 Hinn almenni bæjarbúi hefur einnig átt erfitt með að fá tíma í íþróttahús- unum,“ segir Gísh Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi. „Máhð er í skoðun hjá íþrótta- hreyfingunni og ef henni líst mjög vel á það þá munum við skoða þetta nánar. Þetta er mjög athyghsverð hugmynd og ódýr lausn," segir Gísh. Hann segir það hafa tíðkast í Nor- egi að til dæmis refaræktendur í rekstrarerfiöleikum hafi leigt skála sínatilíþróttahreyfinga. -IBS Njóttu vel!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.