Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993
Neytendur
DV kannar verð á fermingarhlaðborðum:
Þúsund króna verð -
munur á mann
- mismunur er tugir þúsunda í fjölmennum veislum
Fermingarhlaóborðin eru glæsileg og maturinn rennur Ijúflega niður. Það getur munað þúsund krónum á mann hvað veislan kostar.
Tími ferminganna er að renna upp
og veisluhöld framundan hjá mörg-
um. Það kostar sitt að halda veislu
fyrir fjölskylduna í tilefni þessara
tímamóta hjá unglingnum. Víst er
að mismikið er í buddunni hjá fólki
og það má heyra á þeim sem sjá um
veisluþjónustur að fólk hugsar sig
vel um áður en lagt er í kostnað.
Sumir geta án vandræða snarað út
peningum fyrir aðkeypta veislu en
aðrir láta sér nægja að kaupa aðeins
hluta af pakkanum eins og kransa-
kökuna, eina ijómatertu eða snitt-
urnar. Afganginn sér heimilisfólk
sjálft um með aðstoð vina og vanda-
manna.
Neytendasíða DV gerði verökönn-
un hjá veisluþjónustum á höfuðborg-
arsvæðinu í vikunni. Það er margt í
boði og verðið er misjafnt. Hins vegar
segir verðið ekki allt því samsetning
matar er misjöfn og hér er ekkert
mat lagt á gæði kræsinganna eða
framreiösluna. Flest fyrirtækin
bjóða upp á fleiri möguleika en einn
og mismunandi verð. Hér á eftir er
byrjað á hæsta verði og endað á því
lægsta. Þegar upp er staðið munar
þúsund krónum á hæsta og lægsta
verði á mann. í fimmtíu manna
veislu er mismunurinn fimmtíu þús-
und krónur.
Sum fyrirtækin leigja líka út sah
og þá er verð á mann aðeins hærra.
Einnig er til í dæminu aö fá leigðan
borðbúnað á vægu verði og í sumum
tilfellum fylgist matreiðslumaðurinn
með frá upphafi til enda veislu. Verð-
könnunin er ekki tæmandi því að
ekki er alltaf getið um aukaviðvik,
akstur, borðbúnað, þvott, sem kosta
lítið eða mikið eftir atvikum.
Sextán dæmi um verð
Brauðbær: Fermingarborð I. Graf-
lax, fiskpaté, villibráðarpaté, sjávar-
réttasalat, innbökuð nautalund, fyllt
lamb, hamborgarhryggur. Meölæti:
Graflaxsósa, blaðlaukssósa, chate-
ubriandsósa, hrásalat, eplasalat,
brauð, grænmeti, kartöflur, ribsgelé.
Matreiðslumaður fylgir veislunni.
Borðbúnaöur getur fylgt og má skila
óhreinum. 2190 á mann.
Skútan: Fermingarhlaðborð 3. Nýr
lax með rækjum og laxakæfu, ham-
borgarhryggur m. kartöflum, græn-
meti, sveppasósu, eplasalati, Sérrí-
ijómarönd með ijóma. Matreiðslu-
maður fylgir matnum heim og sýnir
hvernig hann er framreiddur. Hægt
að fá án forréttar og eftirréttar. 2100
á mann.
Veislan: Heitt og kalt hlaðborð. Reyk-
laxakonfekt, graflax, smálúðupaté,
rækjur, piparrótarsósa, sinnepssósa,
pastasalat, fyllt egg, brauö, smjör,
roastbeef, hamborgarhryggur, kart-
öflusalat, eplasalat, tartarsósa. Heit-
ur matur: Innbakað lambakjöt, kalk-
únabringa eða fyllt önd, kryddgrjón,
grænmetisblanda, heit sósa. Kr. 1850
á mann.
Brauðbær: Fermingartilboð: Innbak-
aður lax, hreindýraterrine, fiskljúf-
meti, roast beef, kjúkhngur, lamba-
pottréttur, eplasalat, hrásalat, remú-
laði, kartöflur, týtubeijasulta, blað-
laukssósa, hrísgijón, grænmeti,
sýrður rjómi og brauð. Matreiöslu-
maður fylgir veislunni úr hlaði og
borðbúnaður getur fylgt. 1790 kr. á
mann.
Skútan: Fermingarhlaðborð 1. Nýr
lax og rækjur, kjúkhngar, hamborg-
arhryggur, roastbeef, innbakaður
lambahryggur í smjördeigi með
steiktum kartöflum, heitu grænmeti
og kjörsveppasósu, hrásalat, eplasal-
at, remúlaði og kokkteilsósa. Mat-
reiðslumaður fylgir matnum heim
og sýnir hvemig hann er framreidd-
ur. 1789 krónur.
Lækjarbrekka: Reyktur og grafmn
lax, síld, paté eða fiskisúpa, ham-
borgarhryggur, kjúkhngur, roast
beef, lambalæri, tilheyrandi sósur og
salöt, kartöflusalat, brauðkollur,
rúgbrauð og fleira. Terta eftir vah,
t.d. fermingarterta. Frítt fyrir 0-6 ára
og 7-12 ára hálft gjald. 1700 krónur á
manninn.
Skútan: Fermingarhlaðborð 2. Nýr
lax og rækjur, kjúkhngar, hamborg-
arhryggur, roastbeef og kaldur grísa-
hryggur, hrásalat, eplasalat, remú-
laði og kokkteilsósa. Matreiðslumað-
ur fylgir matnum og sýnir hvemig
hann er framreiddur. 1690 krónur á
mann.
Gafl-inn: Kalt borð fyrir 25 eða fleiri.
Hamborgarhryggur, svínasteik,
hangikjöt, kjúklingur, roast beef, lax,
sjávarréttir í hlaupi, 3 teg. síld, brauð
og smjör, 3 teg. kaldar sósur, heit
sósa og 2 teg. salat. Krónur 1650 á
mann.
Veislan: Reyklaxakonfekt með pipar-
rótarsósu, graflax með sinnepssósu,
brauð og smjör, innbakað lambakjöt
í smjördeigi, kryddgijón, hrásalat og
beikonsósa. Leirtau gegn vægu
þvottagjaldi. Verð 1500 á mann.
Gafl-inn: Kabarettborð fyrir 10 og
fleiri. Hangikjöt, roast beef, kjúkhng-
ur, skinka, grænmeti meö kjöti,
blandaðir sjávarréttir í hlaupi, síld
og rúgbrauð, salat og sósur. Krónur
1500 á mann.
Gæðamatur: Fermingarhlaðborð.
Bakaður heih lax með chantillysósu,
graflax með graflaxsósu og hrærðu
eggi, sjávarréttapaté með melónusal-
ati, kjúkhngar með kokkteilsósu og
strákartöflum, roastbeef með remú-
laði, reykt grísalæri með ávaxtasal-
ati, ijómalagaður lambapottréttur og
3 tegundir af brauði og smjör. 1490
krónur á manninn.
Risna: Kalt borð. Heih lax, graflax
eða reyktur lax, sjávarréttasalat, ro-
ast beef, kjúkhngar, svínakjöt og
hangikjöt, kartöflusalat, ávaxtasalat,
hrásalat, grænmeti, kokktehsósa,
remúlaði, heit sósa og brauð og
smjör. Minnst 25 manns. Hægt að
fjölga og fækka réttum og fá heita
pottrétti með. 1490 krónur á mann.
Borðbúnaður með 50% afslætti.
Veislan: Reyklaxakonfekt með pipar-
rótarsósu, graflax með sinnepssósu,
brauð og smjör, innbakað lambakjöt
í smjördeigi, kryddgrjón, hrásalat og
beikonsósa. Verð kr. 1450 á mann.
Veislan býður að gera klárt gegn
sendibhagjaldi og lána leirtau gegn
vægu þvottagjaldi.
Matborðið: Roast beef, kjúkhngur,
steikt grísalæri, grafinn lax, blandað-
ir sjávarréttir og lambapottréttur,
thheyrandi grænmeti og sósur, salöt
og kartöflur. Verð á mann 1410. Borð-
búnaður lánaður og komiö heim með
matinn fólki að kostnaðarlausu.
Gæðamatur: Kabarettborð.
Nautabuff með hleyptu eggi, krydd-
jurtarpaté með rifsbeijahlaupi, fyht-
ar skinkurúhur, sítrónugrafinn lax,
rækjufyhtur skötuselur, laxakæfa,
hrásalat, grænmeti, brauð. 1390
krónur á mann.
Gæðamatur: Sjávarréttahlaðborð.
Blandaður fiskur í hvítvínshlaupi,
lúða með rækjufyllingu, hehl lax,
graflax, sjávarréttapottréttur í karrí-
eða hvítvínssósu, grænmeti, salat,
sósur, brauð og smjör. 1350 krónur á
mann.
Múlakaffi: Kalt borð. Skelfisksalat
og glóðað brauð, graflax með sin-
nepssósu, sjávarréttapaté með rehs-
hsósu, shdarsalöt með brauði, ro-
astbeef með remúlaði, lauk og kartöf-
lusalati, kjúkhngar með strákartöfl-
um og kokktehssósu, léttsaltað kalt
grísalæri með rauðkáli, pastasalati
og heitri rauðvínssósu, heitur pott-
réttur með kryddhrísgijónum, hrá-
salati og brauði. Krónur 1290 á mann.
Gleymmérei: Kalt borð. Sjávarréttir
í hvítvínshlaupi, roast beef, kjúkhng-
ar, reykt svínahamborgarlæri,
hangikjöt, lambalæri, lax í majones
eða reyktur eða grafinn, kartöflusal-
at, rækjusalat, ítalskt salat, heit sósa,
brauö, smjör og thheyrandi meðlæti.
-JJ