Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993 Ríkisbankamir: Ekkertfrum- varp um einkavæðingu Viðskiptaráöherra mun ekki leggja frumvarp, um að breyta Búnaðar- bankanum og Landsbankanum í hlutafélög, ekki fram á þessu þingi. Samkvæmt heimildum DV er svo mikil' andstaða við frumvarpið í þingflokkum beggja stjómarflokk- anna að það kæmist ekki í gegn. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vildi ekki viðurkenna að hætt væri endanlega við að leggja framvarpið fram. Hann sagði að velja þyrfti því réttan og skynsamlegan tíma, kynna málið vandlega og að ekki yrði hrap- að að því á nokkurn hátt. Guðni Ágústsson, formaður bank- aráðs Búnaðarbankans, sagði aftur á móti að ríkisbönkunum heföi verið tilkynnt að ekkert yrði af því að frumvarpið yrði lagt fram á þessu þingi. Það sama sögðu þingmenn úr báðum stjórnarflokkunum, sem DV ræddi við. Þeir sögðu það enda til- gangslaust fyrir viðskiptaráðherra að reyna það, frumvarpið færi ekki ígegn. -S.dór Reykjanesbraut: Tveir slösuðust Tveir menn slösuöust alvarlega þegar bíll þeirra fór út af og valt nokkrar veltur á Reykjanesbraut, rétt innan við Innri-Njarðvík, um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Menn- imir voru tveir í bílnum. Ekki er vitað um tildrög slyssins en flytja þurfti bæði ökumann og farþega á sjúkrahús. Farþeginn slas- aðist mikið á höfði og var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík. Öku- maðurinn meiddist líka á höfði auk þess sem hann skarst á hendi og var hann fluttur á sjúkrahúsið í Kefla- _vík. -ból Annað hreindýr með netadræsu Eitt hreindýr til viðbótar með netadræsu flækta um homin hefur sést í Nesjum fyrir ofan Höfn í Homafirði. Talið er að þetta hrein- dýr sé kýr sem ekki fellir homin og dregur hún stóra dræsu á eftir sér. Reynt hefur verið að skjóta deyfi- lyflum í hitt neta-hreindýrið sem heldur sig í Lóni, fyrir austan Höfn, en ekki hefur enn tekist að komast nógu nærri dýrinu. Það er talið vera tarfur og missir hann þá homin núna í mars og væntanlega neta- dræsuna með. -ból LOKI Af hverju mega hreindýr ekki setja upp hárnet í friði? natt i eina ■ w Fatnaði, sem metinn er á 700-800 þúsund krónur og talstöð metin að verðmæti hátt í eitt hundrað þús- und krónur, var stolið úr Fiat Uno bíl sem stóð við hús á Grundarstíg í íyrrinótt. Fatnaðurinn var í sex stórum ferðatöskum sem lágu aftur í bílnurn. Þeir sem þama voru að verki bmtu afturrúðu bílsins og tóku ferðatöskumar þannig út. Tildrög málsins eru þau að sölu- kona var að koma úr ferð út á land og lagði hún bíl sínum fyrír utan heimili sitt á Grundarstíg um klukkan 23 á þriðjudagskvöld. Hún skíldi ferðatöskurnar eftir í bílnum en þær voru nánast fullar af fatn- Hér er um að ræöa kven- og bamafatnaö með vöruheitunum Kello og Danwear. Einnig var B- ' Young unglingafatnaður, Rifie gallafatnaður og 20 sýnishom af CD herraskyrtum. Fatnaðurinn til- heyrir heildsölunni Rún í Vatna- görðum. Ferðatöskumar eru úr taui með Delseymerki á. í bílnum var einnig talstöð sem er í eigu formanns Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík. Stööin er með svokölluðum björgunarsveit- arrásum. Málið er óupplýst en þeir sem geta gefið upplýsingar um máliö em beðnir um að snúa sér til Rannsóknarlögreglu ríkisins. ... -------------------- ■ aá;. •• • ■'vi -■_______ Senn liðúr að því að börnin leggi snjógöllunum. Sól fer hækkandi og von er á betri tíð með blóm í haga. Annars taka börnin veðrabrigði ekki jafn nærri sér og fullorðna fólkið. Þegar umhleypingar og snjókoma eyða vorfiðringi þeirra fullorðnu gleðjast börnln sem aldrei fyrr eins og sjá má á þessum glaðhlakkalegu andlitum. DV-mynd GVA Veöriöámorgun: Rigning eða súld á mest- öllu landinu Á morgun verður suðlæg átt, víðast fremur hæg. Dálítil rigning eða súld um landið sunnan- og vestanvert og eins að austur- ströndinni en norðan heiða verð- ur þurrt og sums staðar léttskýj- að. Hiti 3-7 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Tveirsjöára kveiktu í íbúðarhúsi -láviðstórbnma Litlu munaði að stórbruni yrði í Grindavík í gær þegar tveir 7 ára guttar kveiktu í kjallara einbýlis- húss. Eigandi hússins kom að í tæka tíö og gat slökkt eldinn en reykur var kominn um allt húsið. Drengirnir höfðu farið inn um ólæsta kjallarahurð í gömlu íbúðar- húsi. Þeir voru að fikta með eldspýt- ur og kveiktu eld í gömlum fatnaöi sem þar lá. Síðan fóru þeir út aftur. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Þegar eigandinn kom heim til sín skömmu síðar hafði eldurinn náð að breiða úr sér í dót sem var nærri og í stiga. Vel gekk að slökkva eldinn og hlaust ekki teljandi tjón af. Lögregla sá drengina á gangi skömmu eftir atburðinn og voru þeir grunsamlega flóttalegir. Þegar farið var að athuga málið betur kom í ljós að þeir voru sökudólgamir. Þeir fengu tiltal og áminningu frá lögregl unm. -ból Sprengjuhótarirm: Talinn vera á þrítugsaldri Talið er að maður á milli tvítugs og þrítugs hafi hringt í Leifsstöð í fyrrakvöld með sprengjuhótun. Eng- inn var í haldi í morgun vegna máls- ins, að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Þorgeir sagði að talið hefði verið að rödd sprengjuhótunarmannsins hefði líkst rödd ákveðins aðila en sagði að ýmsar getgátur hefðu komið fram. Ekki er talið að maður um fimm- tugt, sem handtekinn var á Braga- götu í fyrrinótt, hafi hringt sjálfa sprengjuhótunina inn á þriðjudags- kvöldið. í yfirheyrslum hjá RLR í gær gat hann gert grein fyrir ferðum sín- um klukkan 19.02 þegar hótunin barst. Maðurinn, sem á við geðræn vandamál að stríða, viðurkenndi að hafa fengið hugmyndina að hring- ingum sínum til hótela, lögreglu og útvarpsins í fyrrinótt eftir að fréttir bárust af sjálfri sprengjuhótuninni. John Tompson, starfsmaður Flug- leiða, sem svaraði í síma þegar sjálf hótunin kom, kvaðst í samtali við DV telja að hringjandi hafi verið á milli tvítugs og þrítugs. Segulbands- upptaka er ekki til af símtalinu. „Maðurinn talaði ekki hátt, frekar lágt,“ sagði Tompson við DV. Rödd mannsins á Bragagötunni er ekki talin líkjast þeim sem hringdi í Leifs- stöð. -ÓTT RAFMOTORAR Po«I»e« SuAurtandsbraut 10. 8. 086488. 0 ý y v 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.