Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Vítaverðar tillögur
Þegar málskraf og óskhyggja hafa verið skorin utan
af tillögum aðila vinnumarkaðarins til ríkisstjórnarinn-
ar, stendur eftir tillaga um, að teknir verði 2,2 milljarð-
ar að láni í útlöndum til að flytja hluta af atvinnuleysi
þessa árs og næsta árs til áranna, sem koma þar á eftir.
Með þessu leggja aðilar vinnumarkaðarins til, að
þjóðin geri hvort tveggja í senn, stingi höfðinu í sandinn
og pissi í skóinn sinn. Tillagan fjallar ekki um, að dreg-
ið verði úr atvinnuleysi, heldur verði það fært milli
tímabila. í tillögunni felst, að frestur sé á illu beztur.
Til að borga þetta á samkvæmt tillögunum að taka
skammtímalán í útlöndum að færeyskum hætti, jafnvel
þótt leitun sé að þeim, sem ekki telur fyrri lántökur
þegar vera komnar yfir hættumörk. Slík höfuðverkjar-
tafla gagnast ekki, ef sjúkdómurinn geisar áfram.
Þessi kjarni í tillögum aðila vinnumarkaðarins er
ekki aðeins heimskulegur, heldur vítaverður. Það sýnir
bezt ábyrgðarleysi og flottræfilshátt í þjóðmálunum, að
þekktir menn skuli leggja nafn sitt við annað eins end-
emi og þessa 2,2 milljarða króna höfuðverkjartöflu.
Leiðtogar aðila vinnumarkaðarins eru annað hvort
veruleikafirrtir eins og leiðtogar opinberra starfsmanna
eða taka alls ekkert mark á eigin tillögum. Vandamál
atvinnuleysis og versnandi lífskjara byggjast á forsend-
um, sem eru utan áhrifasviðs þessara tillagna.
Formaður vinnuveitenda sagði nýlega á fundi, að
þjóðin hefði í einn áratug sóað sem svarar fjórum millj-
örðum króna á hverju ári í Blönduvirkjun, fiskeldi, loð-
dýr, ull og fleira þjóðlegt. Ef þjóðin hættir að sóa slíkum
fjármunum, stígur hún fyrsta skrefið fram á veg.
Formaður vinnuveitenda gat þess ekki, að þjóðin
hefur sóað, sóar enn og ætlar framvegis að sóa sem
svarar níu milljörðum á hverju ári af fé skattgreiðenda
í hefðbundinn landbúnað og sem svarar tólf milljörðum
á hverju ári af fé neytenda í sama þjóðlega tilgangi.
Formaður vinnuveitenda og aðrir félagar hinnar póli-
tísku yfirstéttar í landinu hafa staðið fyrir þessari rúm-
lega tuttugu milljarða árlegri sóun í landbúnaði, sem
veldur því, að atvinnuleysi er nú komið upp í hærri
tölur en nemur samanlagðri atvinnu í landbúnaði.
Þjóðin er auralaus til átaka í atvinnuaukningu og lífs-
kjarabótum af því að hún hefur sóað meira en tuttugu
milljörðum árlega til hefðbundins landbúnaðar. Fjög-
urra milljarða árleg viðbótarsóun í Blöndu, refi og fleira
þjóðlegt er bara viðbót ofan á stóra sukkið.
Er þjóðin ræðst gegn verðmætabrennslunni, munu
vandamál atvinnuleysis og fátæktar leysast smám sam-
an af sjálfu sér. En það gerist ekki fyrr en hún losar sig
við hina póhtísku yfirstétt, sem ráfar veruleikafirrt í
ríkisstjómum, á Alþingi og í hagsmunasamtökum.
Ekkert bendir til, að á neinum þessara valdastóla sitji
nokkur, sem muni í náinni framtíð lyfta höfðinu upp
úr sandinum. Því meiri jarðskjálftar sem verða í at-
vinnu og efnahag, þeim mun fastar mun póhtíska yfir-
stéttin einbeita sér að málskrafi og óskhyggju.
Þjóðin hefur lengi hagað sér þannig í vah yfirmanna
sinna í þjóðmálum og félagsmálum, að hún kemst ekki
hjá vaxandi atvinnuleysi og versnandi lífskjörum, hvort
sem haldið verður áfram á vegi sjónhverfinga eða loks-
ins farið að skera á grundvallar-meinsemdimar að baki.
Með uppskurði hefur hún þó von um betri tíð eftir
nokkur ár. Vítaverðar tihögur aðila vinnumarkaðarins
færa ekki með sér minnstu von um slíka tíð.
Jónas Kristjánsson
Hér á árum áður var heimilisiðnaður í baðstofum virkur hluti daglegs lífs.
Eflum heimilisiðnað
Nú undanfarið, þegar samdrátt-
ur hefur verið í hefðbundnu at-
vinnulífi, hefur hand- og smáiðnaö-
arframleiðsla blómstrað víðs vegar
um land. Konur og aðrir þeir sem
hafa viljað sinna handverki hafa
tekið sig saman og myndað hópa
sem unnið hafa að fjölbreyttum
.verkefnum.
Lítiö hefur boriö á stuðningi
stjómvalda við þetta fjölbreytta
framtak, nema hvað einhverjir
hafa eflaust fengið lánafyrirgre-
iðslu og aðrir stuðning frá sveitar-
félögum.
En hvað fleira er hægt að gera til
að styðja og efla þennan vaxtar-
brodd í íslensku atvinnulífi?
Frá því í apríl 1991 og þar til í
byrjun þessa árs var starfandi
nefnd á vegum forsætisráðuneytis-
ins til að leggja fram tillögur um
hvemig efla mætti íslenskan heim-
ihsiðnað. Hún hefur nú skilað
skýrslu, þar sem athyghsverðar til-
lögur koma fram um heildarstefnu
í smáiðnaði, minjagripagerð og list-
iðnaði og hvemig greiða megi götu
fólks sem starfar við þessar grein-
ar.
Hvað er heimilisiðnaður?
Konumar í nefndinni komust að
þeirri niðurstöðu að orðið heimhis-
iðnaður hefði breytt um merkingu.
Áður var það notað yfir allt sem
unnið var á heimilum en nú um
aht handverk og hstiðn sem unnin
er af einstakhngum eða hópum,
með það sameiginlega markmið að
halda við íslenskum handverks-
hefðum, byggja upp nýsköpun í
hstiðnaði og gera þessa vinnu arð-
vænlega.
Hópar, einkanlega kvenna, víða
um land eru að koma á stofn hand-
iðnaðarverkstæðum. Aðrir hafa
sameiginlega sölu á handunnum
vörum að markmiði. Áhugi er mik-
hl og stefnir þetta fólk að þvi að
sameina atvinnu og ánægjuna af
skapandi starfi.
Þegar hugað er að nýjum at-
vinnutækifærum í landi þar sem
unnið er að bættri og aukinni
ferðamannaþjónustu er vistvæn
framleiðsla í smáum sth æskhegur
kostur.
Kjallariim
Ásta R. Jóhannesdóttir
fulltrúi í nefnd um
eflingu heimilisiðnaðar
Nýleg könnun á vegum Byggða-
stofnunar á kaupum ferðamanna á
minjagripum hér á landi, þar með
talinni uharvöru, leiðir í ljós að
ferðamenn telja hér htið úrval af
miiyagripum.
Víða um heim er framleiðsla hst-
iðnaðar og minjagripa blómleg at-
vinnugrein í tengslum við ferða-
mannaþjónustu. Helstu hráefni,
sem auðvelt er að nálgast og vinna
úr hérlendis, eru ull, skinr., bein
og hom. Geitaull, fiða, hreindýra-
skinn og hom, nautshúðir og horn,
hrosshár, húðir og fiskroð, hreistur
og fiskbein - svona má lengi upp
telja, að ógleymdum hvalafurðum,
verði hafnar hvalveiðar að nýju.
Hönnunarmiðstöð er leið til
úrbóta
Það sem menn, sem hafa farið út
í smáiðnaö og handverk, hafa rekið
sig á er að fagleg sérhæfð ráðgjöf
er af skomum skammti. Til að
bæta ástandið þarf að byggja upp
handverksffæðslu í skólum, leita
þarf að hepphegu félagsformi fyrir
starfsemi sem þessa, bæta þarf
meðferð hráefnis, sinna rannsókn-
um á því og ótal margt fleira þarf
að koma th.
í lok skýrslu sinnar leggja nefnd-
arkonur th að stofnuð verði hönn-
unarmiðstöð. Þar er gert ráð fyrir
því að öh starfsemi, sem lýtur að
handverki og hönnun þess, eignist
sameiginlegan vettvang. Hlutverk
hennar er aö hafa yfirsýn yfir og
aðstoða við uppbyggingu listiðnað-
ar, smáiðnaðar og minjagripagerð-
ar.
Á vegum hönnunarmiðstöðvar
yröu verkmenntarannsóknir til að
auðvelda samvinnu. Starfsmenn
miðstöðvarinnar hefðu umsjón
með hönnun og stæðu fyrir hönn-
unarsamkeppnum, á hennar veg-
um færi fram gæðamat, aðstoð við
markaðssetningu, þar væri sölu-
og kynningaraðstaða á íslenskri
framleiðslu, hugmyndabanki og
námskeiðahald væri einnig á veg-
um miðstöðvarinnar, sýningar og
kynningar á gömlu og nýju og fjöl-
margt fleira.
Hönnunarmiðstöð sem þessi yrði
handverksfólki mikil lyftistöng í
starfi og myndi efla mjög þá vakn-
ingu sem orðin er á þessu sviði.
Ég skora á stjómvöld að leggja sitt
af mörkum með því að koma á fót
hönnunarmiðstöð í þá veru sem
lagt er th í skýrslu þeirri sem for-
sætisráðherra hefur nú undir
höndum.
Ásta R. Jóhannesdóttir
„Þegar hugað er að nýjum atvinnu-
tækifærum í landi þar sem unnið er
að bættri og aukinni ferðamannaþjón-
ustu er vistvæn framleiðsla 1 smáum
stíl æskilegur kostur.“
Skoðanir annarra
Stjórnarandstaða
„Stjómarandstöðuflokkamir á Alþingi hafa
greinilega htið þannig á undanfarið, að þeir þurfi
ekki að hafa sig mikið í frammi gagnvart rhdsstjóm-
inni, því að forystusveit KÍ og BSRB hafa tekið að
sér stjómarandstöðuna fyrir þeirra hönd. Póhtísk
framganga verkalýðsforingjanna hefur einnig vakið
umræður um þá staðreynd, aó hér á landi hafa menn
ekki frelsi th að standa utan verkalýðsfélaga eða
losna undan greiðsluskyldu th þeirra.“
Björn Bjarnason i Mbl. 10. mars.
Einangrun forystunnar
„Hinn afgerandi meirihluti gegn verkfalh innan
BSRB vekur athygh fyrir þá sök, að forysta samtak-
anna hefur að eigin sögn lagt mikið upp úr að hlusta
á yminn í grasrótinni, rækta tengslin við fólkið á
vinnustöðunum. Niðurstaðan vekur upp þá spum-
ingu, hvort verið geti að forystan sé svo upptekin
viö að afla sér athygh með því að hrópa á torgum
aö hún hafi einangrast, - hafi misst tengshn við sitt
eigið fólk?" Leiðari Alþb. 9. mars.
Mistök Jeltsíns
„Líklega voru það afdrífaríkustu póhtísku mistök
Jeltsíns að mynda ekki flokk í kringum sig og stefnu
sína þegar vinsældir hans vom sem mestar á síðasta
ári og boða að því búnu til þingkosninga. Nú stendur
hann í staðinn uppi án baklands í þinginu og án
flokks sem gæti aflað stefnu hans stuðnings í hinu
víðfeðma Rússlandi . . .Svo gæti farið að Jeltsín
hrökklaðist frá völdum. Þó að sú verði raunin er þar
með ekki útséð um hvort umbótunum verður slegið
á frest í lengri eða skemmri tíma.“
Leiðari Mbl. 10. mars.