Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993 Fréttir Tryggingafræðlleg úttekt bankaeftirlits Seðlabankans: Lifeyrissjóður ríkis- starfsmanna 67,4 milljarða í mínus - vers. TryggingafræðilegTíttekt banka- eftirlits Seðlabankans sýnir aö Líf- eyrissjóður verslunarmanna er á góðu róli, um 3,5 milljónir króna í plús, en Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins er hörmulega staddur, 67,4 milljarða í mínus. Þessi úttekt kom fram nýlega og miðar hún við stöðu lífeyrissjóð- anna í árslok 1991 en nýrri sam- bærilegar tölur eru ekki tdl enn. Sá jöfnuður, sem hér er stuðst við samkvæmt hinni tryggingafræöi- iegu úttekt, sýnir mismun á höfuð- stól og áfollnum skuldbindingum. Neikvæður jöfnuður þýðir þannig þá fjárhæð sem vantar upp á að eignir sjóðsins dugi til að mæta áfóllnum skuldbindingmn á upp- gjörsdegi. Með áföllnum skuld- bindingum er hér átt við þær skuldbindingar sem aðilar að líf- eyrissjóði hafa áunnið sér fram að uppgjörsdegi en ekki er reiknað með framtíðariðgjöldum né skuld- bindingum vegna þeirra. Hagstæður jöfnuður hjá Lífeyris- sjóði verslunarmanna nam 16 pró- sentum af höfuðstól en „hallinn" hjá Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins var3,5 sinnum meiri en höf- uðstóll sjóðsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna stóð allra sjóða best. Fjölmargir líf- eyrissjóðir voru mikið í mínus. Þannig var Lífeyrissjóður sjó- manna 7,5 milljarða króna í mínus eða 59 prósent af höfuðstól. Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar var um 2,2 millljarða í mínus. Lífeyrissjóður bænda var um 3,2 milljarða í mínus. Þá var Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna 6,3 milljarða í mínus sem voru þre- faldur höfuðstóll sjóðsins. Lífeyris- sjóður alþingismanna var um 2,2 milljarða í mínus en þar er enginn höfuðstóll. unarmenn 3,5 miUjarða í plús Staða lífeyrissjóðanna - Niðurstöður tryggingafræðilegrar úttektar Seðlabankans - +3554 ^SL-/ Lífeyrissj. verslunarm. - **w4y-'—;—........ -] ----- _00*JQ co/T7 "2233 -7513 ‘6347 Lífeyrissj. Lífeyrissj. L(feyrissi- alþingism. sjómanna hjúkrunarkv. -67409 Lífeyrissj. starfsm. rfklsins Jöfnuður í milljónum króna DV Staða nokkurra lífeyrissjóöa samkvæmt úttekt Seðlabankans. Sjónarhom Gegnumstreymiskerfi? Þessi geysilegi munur á stöðu líf- eyrissjóðanna leiðir hugann að því hversu „ruglað" og ósanngjamt núgildandi kerfi lífeyrissjóða er. Sjóðimir eru of margir og fjölmrgir þeirra geta ekki staðið við skuld- bindingar í framtíðinni miðað við óbreytt form. Þá kemur að því aö hinir tæpustu þeirra verða að minnka tryggingamar eða hækka iðgjöldin. Ranglætið er mikið milli sjóðanna, sem hið opinbera heldur gangandi, oghinna. Skásta kerfið hefði að líkindum verið „gegnumstreymissjóður" sem Guömundur H. Garðarson, þáverandi alþingismaður, barðist fyrir um miöjan áttunda áratuginn. Þá hefðu menn öðlast rétt á grund- velli ævitekna sinna og allir að lík- indum getað hlotið boðleg eftirla- un. Iðgjöldin gengju í einn sjóð. Komið yrði upp 6 mánaða „stuðp- úða“, uppsafnað í sjóðinn til að tryggja greiðslugetu hans en síðan heföu sjóðfélagar getað ráðstafað því sem þeir eignuöust í sjóðnum umfram þarfir sjóðsins. Þetta mál þarf að taka upp að nýju. Hlutfallslegt atvinnuleysi — í febrúar 1991 og 1993 — Atvinnuleysi 1 febrúar var 5 prósent: Tæplega 6.200 voru án vinnu - fjölgun um 78 prósent miðað við febrúar í fyrra Tæplega 6.200 manns vom að jafn- aði án atvinnu í febrúar. Það jafn- gildir 5 prósent atvinnuleysi. Alls vom skráöir tæpir 134 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, um 73 þúsund dagar hjá körlum en tæp- lega 61 þúsund hjá konum. Miðaö viö mánuöinn á undan fækkaði skráðum atvinnuleysisdögum um tæplega 2.700 en fjölgaði um 59 þúsund miðaö við febrúar í fyrra. Samkvæmt nýju yfirhti félags- málaráðuneytisins um atvinnuleysið í febrúar var það mest á Suðurnesj- um eða 8,6 prósent en minnst á Vest- fjörðum eða 2,5 prósent. Á höfuð- borgarsvæðinu mældist atvinnu- leysið 4,4 prósent. Atvinnuleysi síð- ustu 12 mánuða mæhst nú 3,3 pró- sent en var 3 prósent á síðasta ári. Aö undanfömu hefur atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu farið vaxandi. í lok febrúar vora þar 3.789 einstakl- ingar skráðir atvinnulausir. Á lands- byggðinni hefur atvinnulausum hins vegar fækkaö um 11,5 prósent milli mánaða. í lok febrúar voru þar 3.210 skráðiratvinnulausir. -kaa Snorri fékk kveðju frá HSÍ Guðmundur Hilmaissan, DV, Gautaborg: Snorri Ásbjamarson, yngsti hjartaþeginn á Norðurlöndum, fékk í gær kveðju frá íslensku landshðs- mönnunum í handbolta. Það var Stefán Carlsson, aðalfarar- stjóri og læknir íslenska liösins, sem afhenti Snorra gjöf á Östra sjúkra- húsinu í Gautaborg um leið og hann heimsótti starfsbræður sína og fylgd- ist með aðgerðum þeirra. Gjöfin til Snorra var veifa með HSÍ-merkinu árituð af öllum landsliðsmönnum. Að auki gaf HSÍ Snorra htla húfu með merki íslands. í dag mælir Dagfari Fréttasprengjan Það var uppi fótur og fit í fréttatíma Stöðvar 2 í fyrrakvöld þegar þang- að barst frétt um að Leifsstöð.ætti að springa í loft upp eftir korter eða nákvæmlega klukkan átta. Frétta- stjórinn var sjálfur í settinu og fór hamförum þegar tíðindin bámst eins og sönnum fréttastjóra sæmir. Útsendari Stöðvarinnar í Keflavík var þegar sendur á vettvang með farsímann sinn og honum skipað að hringja inn fréttir ótt og títt fram að sprengingunni og svo átti hann aö sjálfsögðu að vera með beina lýsingu á því þegar flugstöðin splundraðist. Fréttastjórinn mddi úr sér hefö- bundnum fréttum af mannfalh í átökum hér og þar um heiminn milh þess sem hann kallaði upp útsendarann við Leifsstöð og krafö- ist frétta. En það kom brátt í Ijós aö sá haföi ósköp fátt til málanna að leggja annað en þaö aö þama væri aht fuht af löggubílum með blikkandi þós og sér væri meinaö að koma nálægt flugstöðinni. Þetta líkaði fréttasljóranum knáa miöur og setti sína innanhússmenn í að afla frekari frétta. Kom þá frétt þess efnis að sést heföi th hös- manna víkingasveitarinnar við Leifsstöð fyrr um daginn og því mætti búast við að sprengjuhótun- in væri bara liður í æfingum sveit- arinnar í að hreha fólk. Sú frétt var hins vegar borin til baka hálfri mínútu síðar. Klukkan tifaði og spennan jókst sífeht á heimhum landsmanna svo ekki sé minnst á fréttastjórann sem var orðinn heltekinn af sprengju- fréttinni. Enn kom ný frétt þess efnis að sprengjusérfræðingar Gæslunnar væra lagðir af stað ak- andi frá Reykjavík áleiðis að Leifs- stöð. Var búist við komu þeirra á staðinn svona upp úr því að sprengjan springi. Útkiksmaður Stöðvarinnar á staönum var beð- inn að fylgjast með þegar sérfræð- ingamir ækju hjá. Hann upplýsti þá að komu þeirra mundi seinka þar sem sprungið heföi á bh þeirra á leiðinni. Ómar Ragnarsson var sendur á Reykjavíkurflugvöh til aö fylgjast með því að Flugleiðaþota lenti þar hehu og höldnu. Aht var komið á suöupunkt. Nokkrum mínútum fyrir klukkan átta, þegar spennan var að ná hámarki, birtast svo gamlar handboltahetjur aht í einu á skjánum og fara að diskút- era tapið gegn Svíum. Sprengju- æstir áhorfendur gáfu auðvitaö frat í svo fáfengilegar umræður rétt í þann mund að flugstöðin dýra átti aö springa í loft upp. Enda haföi þessi diskúsjón um handboltann ekki staöiö lengi þegar fréttastjór- inn birtist og var að springa af spenningi. Þaggaði snarlega niöur í handboltamönnum. Nú var stóra stundin runnin upp. Springur hún eða springur hún ekki með Stöðina á staðnum ásamt sprengjuherdehd hersins sem náði ósprungin á vett- vang? Sprengjan sprakk ekki vegna þess aö það var ekki um neina sprengju aö ræða. En hún var alveg við það að springa á Stöð 2 og má raunar segja aö þar hafi orðið sprenging og leifar hennar vom aö hrynja yfir landsmenn allan dag- inn í gær. Þá var Þorgeir sýslumað- ur á Keflavíkurvehi tekinn á beinið á Bylgjunni þar sem þeir samein- uðust gegn honum Ingvi Hrafn og Bogi ríkisfréttastjóri. Þorgeir lýsti sig nefnhega mótfallinn þessum beina fréttaflutningi af sprengju- máhnu. Slíkt gæti auðveldlega orð- iö th að æsa upp sprengjufýsn í veikgeðja mönnum. Þorgeir vísaði meira að segja í hegningarlögin þar sem mönnum er lofað allt að þriggja ára fangelsi ef þeir hafi uppi hótanir gegn loftförum. Sýslu- maður var raunar einnig þeirrar skoðunar að ekki ætti að segja fréttir af ofbeldisverkum þvi of- beldið blundaði í mörgum og slíkar fréttir gætu leitt th þess að þeir hæfust handa. Ingvi Hrafn og Bogi sögðu Þorgeiri að frétt væri frétt og th hvers væm fréttamiðlar ef ekki th að miðla fréttum. Auk þess heföi enginn beðið þá um að þegja yfir sprengjumálinu þar th í ljós kæmi hvort það yrði sprengt eða ekki sprengt. Um þetta var deht góða stund þar th menn sprungu á lmumnu og höföu ekkert meira að segja. Má segja að nú loksins sé dynur sprengjunnar sem aldrei var aðfjaraút. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.