Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 28
40
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993
Meiming
Dauðinn og stúlkan:
Margslungið leikverk
með spennandi söguþræði
Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri: „Stórar póltískar spurningar í þrillerformi."
DV-mynd BG
Guðrún S. Gísladóttir og Valdimar öm Flygenring í hlutverkum sínum í Dauðanum og stúlkunni.
^ DV-mynd GVA
í kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á litla
sviöi Borgarleikhússins Dauðann og stúlkuna eftir
chilenska rithöfundinn Ariel Dorfman. Leikritiö
hefur farið sigurfór mn heiminn en það var fyrst
kynnt í London síðla árs 1991. Sviðsetningin í Lon-
don naut mikillar hylli og hefur hlotið margs kon-
ar viðurkenningu. Leikritið var síðan frumsýnt á
Broadway í fyrra í leikstjóm Mikes Nichols og
fóra þá með hlutverkin þrjú Glenn Close, Gene
Hackman og Richard Dreyfuss.
Á þeim stutta tíma, sem leikritið hefur verið í
umferð, hefur það verið sýnt í yfir þijátíu löndum.
Dauðinn og stúlkan er margt í senn: Fyrst og síð-
ast er það spennuverk en leikritið er ekki síður
lýsing á póhtísku uppgjöri og heimspekileg um-
fjöllun um andstæð sjónarmið í átökum samfé-
laga. Verkið hefur óhugnanlega tilvisun til atvika
sem standa samtíð okkar nærri, ekki aðeins hér
á landi heldur líka nær og fjær, bæði í Evrópu og
í Suður-Ameríku.
Hlutverkin í Dauðanum og stúlkunni eru þrjú,
Guðrún S. Gísladóttir, Valdimar Öm Flygenring
og Þorsteinn Gunnarsson leika persónuraar. Leik-
stjóri verksins er Páll Baldvin Baldvinsson og var
hann beðinn að lýsa verkinu, umgjörðinni, boð-
skapnum og höfundinum
Af kynslóðum
flóttamanna
„Dauðinn og stúlkan er eitt fárra suður-amer-
ískra leikrita sem hafa komist inn á vestrænan
markaö. Höfundurinn, Ariel Dorfman, var einn
þeirra menntamanna í Chile sem ákvað að flýja
landið 1973 þegar, Pinochet komst til valda í upp-
reisninni.
Dorfman er að vísu uppalinn í Bandaríkjunum.
Afi hans og amma komu þangað sem flóttamenn
frá Rússlandi og faðir hans fæddist í Bandaríkjun-
um. Var Ariel alinn upp í New York til tíu ára
aldurs. Á McCarthy-tímanum flýr faðir hans með
fjölskyldu sína til Buenös Aires og þaðan flúði fjöl-
skyldan yfir til Chile. Að baki Ariel Dorfman
standa þannig kynslóðir flóttamanna.
Dorfman vakti fyrst athygli með bók sinni,
Hvemig maður les Andrés önd, sem kom út í
kringum 1970. Varð bókin nokkuð þekkt á þeim
tíma sem brautryðjendaverk í lestri á teikni-
myndasögum sem alvarlegt fyrirbæri. Dorfman
flutti eför byltinguna til Hollands og bjó þar í
nokkur ár og var leiðandi gegn herforingjastjóra-
inni á alþjóðavettvangi. Hann flutti síðan til
Bandaríkjanna og bjó þar að mestu þar til herfor-
ingjastjórnin fór frá. Þá flutti hann aftur til Chile.
Ariel Dorfman hefur aðallega skrifað skáldsögur
og er Dauðinn og stúlkan eina leikrit hans sem
vakið hefur athygh og er í dag langþekktasta verk
hans. Skáldsögur hans hafa til að mynda ekki
verið gefnar út í Evrópu þótt þær hafi verið gefn-
ar út í stóru upplagi vestan hiafs.“
Höfðar sterkttil
nýafstaðinna atburða
- Hvenær komst Leikfélagið í tæri við verkið?
„Dauðinn og stúlkan kom fyrst fram í Englandi
í kynningarátaki sem Harold Pinter stendur fyrir,
kynningarátaki sem felst í að birta leikverk eftir
útlæg skáld. Við h)á Leikfélaginu fréttum fyrst af
verkinu á alþjóðlegri leiklistarhátíð í London 1991
og keyptum það um haustið. Dauðinn og stúlkan
höfðar mjög sterkt til atburða sem skeð hafa í
heiminum á síðustu árum, ekki síst í Austur-
Evrópu.
Ariel Dorfman skrifar leikritið inn í hversdags-
legt þriherform og notfærir sér formið í allri fram-
vindu verksins. Það má segja að það sé óvenjulegt
að hann skuh geta komið svona stórum póhtískum
spurningum inn í þetta gamla útjaskaða form sem
við þekkjum af öðrum hveijum spennuþætti 1 sjón-
varpi og annarri hverri kvikmynd. Spumingar
Doiifmans eru margar, th dæmis: Hvað er minni
okkar óbrigóult, munum við rétt? Er það eöhslægt
þeim sem tekur að sér hlutverk kúgarans eða er
hlutverkinu þröngvað upp á hann? Eru þeir menn
saklausir sem nú standa á torgum og hrópa hátt?
Hvaða rétt á fómarlambið og hver á rétt á hefnd
og hvað á samfélagið aö gera við slíkar aðstæður?
Það er kannski þaö síðasta sem hggur Dorfman
helst á hjarta því þegar herforingjastjómin fór frá
völdum veitti hún öhum sem staðið höfðu í ein-
hverjum pólitískum ódæðisverkum á vegum
sljórnarinnar náðun. Sú náðun stendur fram til
1996.“
- Hverfur ekki póhtíkin í spennandi atburðarás?
„í leikritinu er áhorfandiim mataður á upplýs-
ingum jafnt og þétt, upplýsingum sem á einfaldan
hátt gera grein fyrir forsendum leiksins. Við sem
höfum unnið að uppsetningunni vorum í byrjun
nákvæmlega jafn mikið upplýst og hinn almenni
áhorfandi kemur tíl með að vera um hvað Suður-
Ameríka er. Um leið og við lærðum um Suður-
Ameríku upp á nýtt áttuðum við okkur á því að
leikritíö er margslungið verk og það var sífeht
eitthvað sem var að koma okkur á óvart, ekki ein-
göngu í framvindu verksins heldur einnig í mis-
munandi valdaaðstöðu í þríhyrningnum sem fjall-
að er um. Hins vegar útheimta ahar almennar
forsendur í leikritinu ekki annað en að fólk hafi
áhuga á að setjast niður í leikhúsi og njóta spenn-
andi og áhugaverðrar kvöldstundar." -HK
Pekkíírgestir
ánorrænukvik-
myndahátíðinni
10. norræna kvikmyndahótíðin
verður haldin dagana 24.-27.
mars í Háskólabíói. Margir
þekktir gestir koma á hátiðina og
skal þar fyrst telja leikarann
fræga, Christopher Lee, sem hef-
ur leikið i tjölmörgum kvikmynd-
um. Þekktastur er hann sjálfsagt
fyrir leik sinn i Drakúla- ogFran-
kensteinmyndunum frá breska
Hammer-fyrirtækinu en þær
voru mjög vinsælar á sjöunda
áratugnum. Aðrir sem heiðra
okkur eru flestallir leikstjórar
kvikmyndanna sem koma til með
aö keppa um vegleg verðlaun.
Má þar nefna Ari Kaurismáki,
Jan Troel og Colin Nutley. Auk
þess má nefna kvikmyndaskri-
bentinn þekkta, Peter Cowie, sem
hefur í gegnum tíðina sýnt norr-
ænum kvikmyndum mikinn
Kjarvalsstöðum
Á laugardaginn verður opnuð á
Kjarvalsstöðum sýningin ís-
lenskt landslag 1900-1945. Á þess-
ari yfirgripsmiklu sýningu eru
um 120 myndir eftir 26 listamenn
sem allir fengust við gerð lands-
lagsmynda á fyrri hluta aldarinn-
ar. Ekkert hefur verið th sparað
svo sýning þessi verði sem vönd-
uöust og glæsilegust og hefur
jafnframt verið gefin út ákaflega
faheg, litprentuð sýningarskrá og
eru ahs í skránni 36 lítprentaðar
myndir og er óhætt að segja að
þetta sé ein vandaðasta lista-
verkabók um íslenska landslags-
hst frá fyrri hluta aldarinnar sem
komíð hefur út.
250 þúsund
fyrirbestu
stuttmyndina
Á síðasta ári voru haldnir stutt-
myndadagar á Hótel Borg og tók-
ust þeir með ágætum. Þar gafst
ungum og óreyndum kvik-
myndagerðarmönnum tækifæri
th að sýna verk sín opinberlega.
Nú hefur verið ákveðið að halda
slíka kvikmyndahátíð aftur og
verður hún dagana 7., 8. og 9.
aprh 1993. Á áætlaðri dagskrá eru
dagskrárliðir á borð við fyrir-
lestra reyndra kvikmyndagerð-
armanna þar sem kennd verður
framleiðsla kvikmynda allt frá
handritsgerð upp i dreiíingu.
Ákveðið hefur verið aö verðlauna
þijár bestu myndimar og verða
fyrstu verðlaun 250 þusund krón-
ur. Öhum er heimh þátttaka og
er umnsóknarirestur til 1. apríl.
Innsendar myndir skulu skilast
tíl Kvikmyndafélags íslands.
Leðurblakan
áAkureyri
Óperettan Sardasfurstynjan er
nú sýnd í Reykjavik á vegum ís-
lensku óperunnar. Akureyringar
ætla sér ekki aö verða neinir eft-
irbátar höfuðborgarinnar í óper-
ettusýningum og standa nú yfir
æfingar á Leðurblökunni eftir
Johann Strauss yngri. Eins og
flestar Vínaróperettur Strauss er
Leðurblakan fræg fyrir gáska
sinn og fiör. Leikurinn gerist i
útjaðri Vínar um 1880 og er efnið
sótt í þýskan skemmtheik. Aðal-
hlutverkin eru í höndum Jóns
Þorsteinssonar, sem leikur Eis-
enstein, Ingibjargar Marteins-
dóttur, sem leikur Rósalindu, og
Guðrúnar Jónsdóttur sem leikur
Adele. Leiksfjóri er Kolbrún Hah-
dórsdóttir og hljómsveitarstjóri
er Roar Kvam. Frumsýning er
áætluð 26. mars.