Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993
9
Utlönd
Haraldur Nor-
vamarhvalveiði
Haraldur Noregskonungur hef-
ur komið til vamar þeirri ákvörð-
un norskra stjómvalda að hefja
hrefnuveíðar á nýjan leik.
í viðtali viö fmnska sjónvarpið
segir Haraldur að spuraingin um
að hetja aftur hrefnuveiðai- hafi
ekkeit með náttúruvemd aö
gera. Konungur vísar til þess að
bæöi norskir vísindamenn og
annarra þjóða áliti að hrefnu
stofninn þoliþaö að veranýttur.
Þegar konungur var spuröur
hvað hann vildi segja þeiro sem
vilja koma í veg fyrir hvalveiðar
Norðmanna, svaraði hann: „Það
er svo sem ekki mikið hægt að
segja þeim annað en það að þetta
er ekkidýrategund i útrýmingar-
hættu. Við munum nýta hana á
sama hátt og við nýtum aðrar
náttúraauðlindir okkar,“ sagði
Haraldur Noregskonungur.
Mikis Þeódórak-
þingmennsku
Gríska tónskáldið Mikis Þeó-
dórakis, sem samdi tónlistina við
kvikmyndina um Grikkjann
Zorba, sagði af sór þingmennsku
á þriðjudagskvöld til að einbeita
sér að nýju starii sínu sem tón-
listarstjóri gríska ríkisútvarps-
ins.
Þeódórakis var eldheitur
kommúnisti mestallt sitt líf og sat
á þingi fyrir kommúnistaflokk-
iim á árunum 1981 til 1986. Hann
sagði hins vegar skilið rið vinstri-
menn árið 1989 og var kosirrn á
þing fyrír íhaldsmenn.
Lög Þeódórakisar hvöttu grísk-
an almenning til andófs gegn her-
foringjastjóm Iandsins á árunum
1967 til 1974. Herforingjamir
fangelsuöu hann og bönnuðu
tónlist hans.
Bretarvilja
minnkaraforku-
kaupafFrökkunt
Bresk stjórnvöld viþa heija viö-
ræður við Frakka í því skyni að
reyna að draga úr raforkusölu
Frakka tii Englands.
Michael Heseltine, verslunar-
og íðnaðarráðherra, sagði að
Iiann hefði skilning á því að kola-
framleiðsla í Bretlandi gæti auk- ■
ist ef minni raforka væri keypt
af Frökkum. Hann sagði þó að
ekki væri í myndinni að hætta
öUum raforkuinnflutningi eða
minnka hann nyög verulega.
Nefnd í breska þinginu telur aö
auka megi kolaframleiðsluna um
6,5 milljónir tonna með því að
draga úr raforkuinnflutningi frá
Frakklandi. Það gæti hins vegar
reynst erfitt vegna laga Evrópu-
bandalagsins umfrjálsaverslun. :
Clinton Banda-
lega til Oxford
Yfirvöld við háskólann í Oxford
á Englandi eru mjög bjartsýn á
að Bill Clinton Bandaríkjaforseti
muni sækja borgina heim á þessu
ári og um leið veita viðtöku heið-
ursnafiibót frá gamla skólanum
sínum.
Stjóm skólans staðfesti á
þriðjudag að ekki hefði verið
hreyft neinum mótmælum í há-
skólaráði við tillögu um að gera
Clinton að heiöursdoktor I lögum.
Aðeins ríkjaleiðtogar og konung-
borið fólk er sæmt svona nafnbót.
Clinton stundaöi nám við Ox-
fordháskóla á árumun 1968 til
1970 en lauk aldrei prófgráðu frá
skólanum. Hann lauk framhalds-
námi sínu í Bandaríkjunum.
NTB og Reuter
Borís Jeltsín þrumar yfir fulltrúaþlnginu:
Valið er á milli
sáttaogátaka
Borís Jeltsín Rússlandsforseti veittist
harkalega að hinu íhaldssama fulltrúa-
þingi Rússlands, æðstu löggjafarsam-
komu landsins, í morgun og sakaði það
um að reyna að eyðileggja allar tilraunir
til samkomulags um að binda enda á
valdabaráttuna milli forsetans og þings-
ins.
Jeltsín fordæmdi uppkast að þingsá-
lyktunartfilögu sem mundi útiloka allt
samkomulag um skiptingu valdanna og
aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann
styður.
„Það er ekkert eftir af samkomulaginu
sem til þessa var til. Ég vil sterkt forseta-
vald í Rússlandi en ekki af því að ég er
forseti heldur af því að ég er viss um að
það er eina leiðin til að Rússland geti
risið upp aftur," sagði hann í ræðu á
öðrum degi sérstaks aukafundar full-
trúaþingsins.
„Þingið verður að velja mfili sátta og
átaka. Ég er tilbúinn tfi að gera löglegt
samkomulag.“
Jeltsín sagði að ef ekki næðist sam-
komulag um valdaskiptinguna væri
þjóðaratkvæðagreiðsla um stjómar-
skrána eina leiðin til að leysa ágreining-
inn. En hann sagði að fresta þyrfti at-
kvæðagreiðslunni sem fyrirhugað var
að halda þann 11. apríl til að gefa mönn-
umtímatilundirbúnings. Reuter
Svissneska
þingið kýs konu
i ráðherrastól
Svissneska þingið kaus verkalýðs-
foringjann Ruth Dreifuss í embætti
ráðherra í stjóm landsins í gær og
batt þar með enda á defiur sem
stefndu stjómarsamstarfmu í hættu.
Ruth Dreifuss fékk 144 atkvæði af
228. í síðustu viku felldu þingmenn
hins vegar tilnefningu annarrar
konu, Christiane Bmnner, í sama
ráðherrastól.
Dreifuss er önnur konan sem gegn-
irráðherraembættiíSviss. Reuter
Ruth Dreifuss verður ráðherra í*
Sviss. Simamynd Reuter
Hollendingar
opna flóðgáttir
Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að
sökkva aftur í sæ hluta af því landi
sem þeir hafa sótt í greipar Ægis á
síðustu ámm. Hafa menn komist að
þeirri niðurstöðu að landvinningar
þessir séu náttúmspjöll, fágæt flæði-
lönd hafi verið þurrkuð upp, náttúr-
legum gróðri eytt og fuglar verið
hraktir á brott. Nú em storkar t.d.
með öllu landflótta.
Landbúnaöi á nýræktunum hefúr
og fylgt mikfi notkun eiturefna. Hol-
lendingar segja að þeir verði að fylgja
tímans straumi og hugsa meira um
náttúruna.
Timinn er að renna úr fyrir Jeltsín Rússlandsforseta ef ekki næst sam-
komulag við þingið. Teikning Lurie
Nidal Ayyad var ákærður fyrir
hlutdeild í tllræðinu vlð World
Trade Centre. Simamynd Reuter
Annar
urhandtekinn
Bandaríska alríkislögreglan
FBÍ telur nú að hún hafl höfuð-
paurana í sprengjutfiræðinu við
Worid Trade Centre eftir að hún
handtók 25 ára gamlan efnaverk-
fræðing, Nidal Ayyad, í gær og
lagöi fram ákæra á hendur hon-
um.
Yfirvöld tolja að Ayvad beri
ábyrgð á þeirri flóknu vinnu sem
liggur aö baki sprengjugerðinni.
Hinn maðurinn sem er í haldi,
Mohammed Salameh, leigði
sendibílinn sem talið er að hafl
veriö notaður tfi að flytja sprengj-
una.
„Þessir tveir náungar em ör-
ugglega þeir sem stóðu á bak við
sprenginguna," sagði heimildar-
maður innan FBI við Reuters.
Ayyad er hámenntaður í sínu
fagiogað námi sínu í Rutgershá-
skóla ioknufórhann til starfa hjá
fyrirtæki sem m.a. framleiðir
búnaðíhergögn. Reuter
Saab 900 ’84 kr. 190.000
FiatUno45,3dr. ’87 kr. 190.000
FiatUno45S, 3dr. ’87 kr. 190.000
Lancia Y10,3dr. ’87 kr. 190.000
Lada Sport, 5 gíra '87 kr. 190.000
Lada Sport ’87 kr. 190.000
Ford Fiesta ’85 kr. 190.000
Ford Escort 1,6,5 dr. ’85 kr. 190.000
Ch. Malibu V8 ’79 kr. 190.000
Lada Samara 1,3,5 dr. ’89 kr. 190.000
EINNIG ÚRVAL ANNARA BÍLA Á GÓÐU VERÐI.
Dæmi: Dodge Aries, 4 dr„ sjálfsk., ek. 61 þ„ ’89, kr. 650.000.
Volvo 740 GL, sjálfsk., ek. 110 þ. ’85, kr. 690.000.
Honda Civic 1,3, 3 dr. ek. 75 þ„ 185, kr. 350.000.
OPIÐ VIRKA DAGA 9-18
LAUGARDAGA 13-16
mm.
SUZUKl BÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100