Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993 5 Fréttir Ofbeldisverkið á Eskifirði ekki einsdæmi: Bitsár, kyrkingarför og brunasár algeng sjón - segir Jenný Anna Baldursdóttir hjá Samtökum um kvennaathvarf „Svona sögur heyra því miður ekki til undantekninga. Bitsár eru ekki óalgeng, svo og brunasár eftir sígarettur og kyrkingarfór á hálsi. Maður vill ekki telja upp suma áverkana því þeir eru þannig að fólki verður óglatt. Börnin sleppa heldur ekki. Þeim hefur verið hald- ið yfir stigaopum, lokuð inni í skáp- um, gæludýr drepin að þeim ásjá- andi og byssu miðað á móðurina fyrir framan þau. Stundum hafa bömin verið látin sitja uppi heilu næturnar til að horfa á misþyrm- ingar á móðurinni. Því miður eru þetta sögur af taumlausri grimmd," segir Jenný Anna Baldursdóttir hjá Samtökum um kvennaathvarf. Eins og fram hefur komið í DV hefur ung kona á Eskifirði kært fyrmm sambýhsmann sinn fyrir hrottafengna árás. Hún hélt á 6 mánaða gömul bami þeirra í fang- inu og komst undan með því að stökkva fram af svölum. Jenný segir að sumar konur komi í Kvennaathvarfið út af andlegu ofbeldi og hótunum en þegar lík- amlegt ofbeldi er inni í myndinni á annað borð þá sé það oft svona al- varlegs eðhs. „Þetta er ahtaf síendurtekið of- beldi. Konumar em oft viti sínu fjær af hræðslu eftir að hafa búið á hættumörkum og við lífsógnun lengi. Þær eru í raun oftast að sleppa úr lífshættu og eru andlega niðurbrotnar. Þetta er orðinn svo stór hluti af raunveruleika kon- unnar að hún á erfitt með að kom- ast út úr því. Það erfiðasta er að fá konuna th að skhja það að þetta er eitthvað sem hægt er að breyta,“ segir Jenný. Um hundrað konur með um 60 böm hafa leitað til Kvennaat- hvarfsins það sem af er þessu ári sem er helmingsaukning miðað við sama tíma í fyrra. -ból Nýtt 200 fermetra hús að rísa við Bláa lónið: DV-mynd Ægir Már Kristinn Benediktsson og nýja viðbyggingin við baðhúsið. Breytir öllu fyrir gesti og starfsf ólk Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Þrátt fyrir slæmt tíðarfar í vetur hafa framkvæmdir við nýja viðbygg- ingu baðhúss Bláa lónsins gengið að óskum. Húsið er einingahús og ein- ingarnar voru smíðaðar innan dyra. Fyrir skömmu lauk frágangi á undir- stöðum hússins og hafist var handa við aö reisa útveggina. Þeirri vinnu miðar vel. Húsið verður fihlfrágengið rúm- lega 2002 með búningsaðstöðu fyrir 200 manns. Auk þess er aðstaða fyrir veitingar og reiknað er með að húsið verði tilbúið um miðjan maí. í gamia húsinu rúmast 140 manns. „Þetta breytir miklu fyrir gesti og þrengsli verða að mestu úr sögunni. Þegar þrengja fer að gestum í gamla húsinu er opnað inn í nýju viðbygg- inguna. Gestum verður vígslað mhli húsanna og þetta breytir líka miklu í sambandi við veitingaaðstöðuna. Gestir geta nú sest niður og haft það .notalegt. Viðbyggingin breytir öhu fyrir gesti og starfsfólk," sagði Krist- inn Benediktsson, framkvæmda- stjóri Bláa lónsins, í samtali við DV. Akranes: Bíóferðum fækkar Akurnesingar fara minna í bíó en áður. Vegna erfiðleika Bíóhaharinn- ar á Akranesi, sem er eign bæjarins, hefur bæjarráð heimilað 500 þúsund króna styrk th rekstrarins. „Bíóhöhin, sem á árum áður skh- aði verulegum hagnaði, hefur jafn- framt verið leikhús bæjarins. Það má því segja að þetta sé jafnframt styrkur th menningarstarfsemi,“ segir Gísli Gíslason bæjarstjóri. Bæjaryfirvöld eru nú að skoða möguleika á að leigja húsið eða bjóða reksturinn út. Starfsfólki hefur verið sagt upp. -IBS Snæfellsnes: Jarðskjálfti og brenni- steinslykt Símon Siguimonsson, DV, Görðum; Jarðskjálfti fannst á utanverðu Snæfellsnesi um tvöleytið á þriðju- dag bæðí í Breiðuvíkurhreppi og Staðarsveit. Jarðskjálftar eru fátíðir hér og næsti mælir í Reykjavík. Bóndinn í Knafrartungu í Breiðu- vík, Gunnar Kolbeinsson, segir að fólk þar hafi fundið brennisteins- og hveralykt í lofti um kvöldið mhli 9 og 10. Gunnar var áður búsettur á Suðurlandi á fyrri árum og þekkir þessi fyrirbæri vel frá nábýli við Heklu. Svo virðist sem enginn á Veður- stofu íslands hafi vitað um þetta enda engir mælar hér í grennd eins og er. Vonandi verður ekki eldgos í Snæ- fehsjökli hjá Bárði Snæfellsás. Eldur í geymslu Slökkvhiöið í Ólafsvík var kahað út aö gömlu geymsluhúsi við frysti- húsið í Ólafsvík í fyrradag. Rifa þurfti veggi th að komast að glóöun- um. Tjón varð lítið. -ból ÞRUMU LOSTINN! SMASTÆÐAN ■Fy ri rferða rlíti l og hljómurinn er eins og þruma úr heiðskíru tœki. Verð aðeins 52.500 Stgr. 49.900 (£Í)Heimilistæki SÆTÚNi 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.