Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1993, Blaðsíða 20
32
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1993
Iþróttir______________
Firmakeppni ÍR
Firmakeppni ÍR í innanhúss-
knattspyrnu fer fram í íþrótta-
húsi Breiðholtsskóla 13.-14.
mars. Upplýsingar veitir Þorkell
í síma 75013 milli kl. 13 og 17.
Úrslitaleikirnir tveir í Reykja-
víkurmótinu í innanhússknatt-
spyrnu endurtaka þarf vegna
kærumáls, hafa veríð færöir til
16. mars. Þá leika KR og Leiknir
í Laugardalshöll klukkan 21 og
sigurliöið spilar þar á eftir úr-
slitaleik gegn Fram.
Gotfdómarar
Golfsamband íslands stendur
fyrir dómaranámskeiði á Akur-
eyri og i Vestmannaeyjum 13.-14.
mars og í Reykjavík og á Selfossi
20.-21. mars.
Stofnfundur KR-klúbbsins,
stuðningsklúbbs knattspymu-
deildar KR, verður haldinn í KR-
heimilinu í kvöld klukkan 20.30.
Ræðumenn verða Ellert B.
Schram, Kristinn Jónsson og Ath
i - Eðvaldsson.
Nðlssonvann
Peter Nilsson úr KR vann Guð-
mund Stephensen, Vikingi, í úr-
slitaleik á punktamóti Víkings i
borðtennis á sunnudag.
Ásþór Sigurðsson, Ármanni,
sigraði í stórsvigi karla á bikar-
móti SKÍ sem fram fór í Hlíðar-
tjalli um síðustu helgi. María
Magnúsdóttir, Ólafsfírði, sigraði
í stórsvigi kvenna.
Marthatólfta
Martha Emstdóttir hafnaöi i 12.
sæti í stigakeppni Alþjóða frjáls-
iþróttasambandsins í víðavangs-
hlaupi. Þar með hefur hún rétt
til að keppa á heimsmeistaramót-
inu í greininni sem fram fer á
Spáni 28. mars.
Ólafursigraði
1 Ölafur P. Jakobsson sigraði á
f meistaramóti i loftskammbyssu
sem fram fór í Uppsala í Svíþjóð
um helgina. Hann varð annar á
svæðamóti á sama stað og 10.-15.
á úrtökumóti sænska landsliðs-
ins þar sem hann náði 566 stigum.
Mike Brown og Þorsteinn Páll
Hængsson sigmðu íslandsmeist-
arana í tvíliðaleik, Brodda Krist)-
ánsson og Áma Þór Haligríms-
son, í úrslitaleik á opna meistara-
móti KR í tvíliða- og tvenndarleik
um síðustu helgi, 12-15,15-11 og
15-12. Bima Petersen og Guðrun
Júlíusdóttir sigmðu í tviliðaleik
kvenna, og þau Birna og Brown
í tvenndarleik.
Bandaríkjamenn komu á óvart
á heimsmeistarmóti unglinga-
landsliða í knattspymu sem nú
stendur yiir í Ástralíu þegar þeir
unnu Evrópumeistara Tyrkja,
6-0. Þeir komu síðan niður á jörð-
ina þegar þeir töpuðu fyrir Eng-
lendingum, 1-0.
Mílanóhættvið
Mílanóborg á Ítalíu hefur dreg-
iö til baka umsókn sina um að
halda ólympíuleikana árið 2000.
Þá standa eftir Sydney, Peking,
Istanbúl, Brasilía, Berlín og
Manchester.
Ráðast úrslitin í B-riðli úrvalsdeildarinnar 1 kvöld?
Fjögur lið berjast um
úrslitasætin tvö
- Snæfell og Grindavík geta tryggt sér fyrsta og annað sætið í kvöld
John Rhodes er sem fyrr stigahæsti leik-
maður Japisdeildarínnar í körfuknattleik.
Hann liefur hækkað meðalskor sitt í síðustu
leikjum og er nú búinn að skora 26,1 stig að
meðaltali í leik með Haukum í vetur.
Rondey Robinson, Njarðvík, hefur þó nálg-
ast hann með góðum leikjum að undanfórnu
og er nú annar með 25 stig aö meðaltali í leik.
Það er athyglisvert aö nú eru þeir fjórir er-
lendu leikmeim sem hafa ..lifað áf ‘ yeturijm
í fjórum efstu sætunum.
Þessir eru stigahæstir af þeim sem hafa leik-
ið 75% eða meira af leikjum liöa sinna í vetur:
John Rhodes, Haukum............627/24 26,1
Rondey Robinson, Njarðvík......526/21 25,0
Alex Ermolinskij, Skallagr.....540/24 22,5
Jonathan Bow, ÍBK..............543/25 21,7
Guðjón Skúlason, ÍBK...........533/25 21,3
Teitur Örlygsson, Njarðvík.....487/24 20,3
Birgir Mikaelsson, Skallagi-...449/24 18,7
Valur Ingimundarson, Tindast...430/23 18,7
Magnus Matthíasson, Val........439/24 18,3
Guðmundur Bragason, Grind......420/25 16,8
JóhannesKristbjörnss., Njarðv..400/24 16,7
Jón A. Ingvarsson, Haukum......382/23 16,6
Pétur Ingvarsson, Haukum.......372/23 16,2
Bárður Eyþórsson, Snæfelli.....363/23 15,8
Rúnar Guðjónsson, Snæfelli.....361/23 15,7
Kristinn Friðriksson, ÍBK......372/24 15,5
Hermann Hauksson, KR...........369/24 15,4
Wright með48íleik
Af þeim sem leikið hafa undir 75% af leikjum
tímabilsins er Joe Wright hjá Breiðabliki
langefstur með 48 stig aö meðaltali í leik. Þess-
ir eru þar fremstir:
Joe Wright, UBK................528/11 48,0
Keith Nelson, KR...............229/8 28,6
Raymond Foster, Tindastóli.....244/9 27,1
Shawn Jatnison, Snæfelli.......189/7 27,0
John Taft, Val.................293/11 26,6
ChrisMoore.Tindast.............370/14 26,4
Franc Booker, Val...............341/14 24,3
Dan Krebs, Grindavik............312/13 24,0
Larry Houzer, KR................129/6 21,5
Pétur Guömundsson, UBK.........262/13 20,2
Jonathan Roberts, Grindavík.....212/11 19,3
-VS
Þegar aðeins fjórum leikjum er
ólokið í B-riðh úrvalsdeiidarinnar í
körfuknattleik eiga enn fjögur af
fimm hðum riðilsins möguleika á að
hafna í öðru af tveimur efstu sætun-
um og komast þar með í úrslita-
keppnina um íslandsmeistaratitil-
inn.
Snæfell stendur best að vígi, er með
28 stig og á tvo leiki eftir, og dugir
að vinna annan til að gulltryggja sig
og má jafnvel við því að tapa báðum.
Grindavík, Valur og Skallagrímur
gera sér einnig öll vonir um úrslita-
sæti.
Staðan
Staðan í B-riðli er nú þannig:
Snæfell.......24 14 10 2044-2133 28
Grindavík.....25 13 12 2090-2007 26
Valur.........25 12 13 2081-2028 24
Skallagr......24 12 12 1983-1985 24
KR............24 9 15 1984-2074 18
Þessir leikir eru eftir:
Skallagrímur - KR..................í kvöld
Snæfell - Grindavík................í kvöld
Valur - Skallagrímur........14. mars
KR - Snæfell.....................14. mars
Liðið sem vinnur riðihnn leikur við
Hauka í undanúrslitum en liðið sem
hafnar í öðru sæti mætir Keflavík.
Margþættir möguleikar
Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi,
eftir því hvernig leikimir fara. Verði
lið jöfn að stigum, ráða innbyrðis
úrslit þeirra á milli því hvort verður
ofar. Þannig getur þetta endað:
1. Grindavík vinnur Snæfell,
Skallagrímur vinnur KR og Val, og
KR vinnur Snæfell: 1. Skallagrímur
28 stig, 2. Grindavík 28 stig, 3. Snæ-
fell 28 stig, Valur 24 stig. (Ef Grinda-
vík vinnur Snæfell með 20 stigum
verður Grindavík númer eitt og
Skallagrímur númer tvö).
2. Grindavík vinnur Snæfell, Valur
vinnur Skallagrím: 1. Snæfell 30/28,
2. Grindavík 28,3. Valur 26,4. Skalla-
grímur 26/24.
3. Grindavík vinnur Snæfell,
Skallagrímur vinnur KR og Val og
Snæfell vinnur KR: 1. Snæfell 30, 2.
Grindavík 28, 3. Skallagrímur 28, 4.
Valur 24.
4. Snæfell vinnur Grindavík,
Skallagrímur vinnur KR og Val: 1.
Snæfell 32/30, 2. Skallagrímur 28, 3.
Grindavík 26, 4. Valur 24.
5. Snæfell vinnur Grindavík,
Skallagrímur vinnur KR, Valur
vinnur Skallagrím: 1. Snæfell 32/30,
2. Valur 26,3. Grindavik 26,4. Skalla-
grímur 26.
6. Snæfell vinnur Grindavík,
Skallagrímur tapar fyrir KR og Val:
sunnudag, nema Grindavík vinni
Snæfell og Skallagrímur tapi fyrir
KR. Fari leikar þannig í kvöld, veröa
Grindavík og Snæfell komin áfram,
annars kraumar spennan áfram til
sunnudagskvöldsins. -VS
1. Snæfell 32/30,2. Vaiur 26,3. Grinda-
vík 26, Skallagrímur 24.
7. Snæfell vinnur Grindavík,
Skallagrímur tapar fyrir KR en vinn-
ur Val: 1. Snæfell 32/30, 2. Grindavík
26, 3. Skallagrímur 26, 4. Vaiur 24.
Eitt eða tvö komin
áfram 'eftir kvöldið?
Sem sagt - sigurliðið í viðureign
Snæfells og Grindavíkur í kvöld er
örugglega komið í úrslit, taphðið þarf
að bíða niðurstöðu lokaleikjanna á
Jonathan Roberts, Grindavík, skýtur en Alex Ermolinskij,
Skallagrími, reynir að stöðva hann. Lið þeirra verða í eldlín-
unni í kvöld en þau berjast um sæti í úrslitakeppninni.
DV-mynd GS
Sögulegur sigur New York á Lakers í NBA-deildinni í nótt:
Sá fyrsti heima í 9 ár
New York Knicks náði að vinna
sinn fyrsta heimasigur á Los Angeles
Lakers í heil níu ár í nótt. Patrick
Ewing var rnaðurinn á bakvið sigur
New York, hann skoraði 34 stig og
liö hans sigraði, 110-104. Charles
Smith gerði 18 stig fyrir heimaiiðið
en A.C. Green skoraði 22 stig fyrir
Lakers og Sedale Threatt 20 fyrir
Lakers. Þetta var tíundi heimasigur
New York í röð og fertugasti sigur
liðsins í 58 leikjum á keppnistímabil-
inu.
Úrshtin í nótt urðu þessi:
New York - LA Lakers........110-104
Orlando - Indiana...........119-106
Philadelphia - Boston.......100-104
Washington - Denver........112-126
Dallas - Portland.......... 96-124
Phoenix - Golden State.....111-100
LA Clippers - New Jersey... 98-109
Mikilvægur sigur Orlando
Orlando lagði Indiana í mikilvægum
leik en þessi hð berjast ásamt At-
lanta um 7.-8. sæti í austurdeildinni
og Orlando stendur þar best að vígi.
Shaquille O’Neal fór í fararbroddi
þjá Orlando og skoraði 26 stig en Tom
Tolbert geröi 22 og Nick Anderson
20. Reggie Miller skoraði 32 stig fyrir
Indiana og Þjóðveijinn Detlef
Schrempf 22.
Denver vann á útivelli, aldrei þessu
vant, og Dikembe Mutombo og La-
Phonso Ellis gerðu 20 stig hvor gegn
Washington. Tom Gugliotta skoraði
26 stig fyrir heimaliðið.
Lewis bjargaði Boston
Reggie Lewis tryggði Boston sigur á
Philadelphia á síðustu stundu. Hann
skoraði úr fjórum vítaskotum á loka-
sekúndunum og Boston vann,
100-104. Xavier McDaniel skoraöi 23
stig fyrir Boston og Lewis 22 en Jeff
Homacek skoraði 24 fyrir Philad-
elphia.
Dallas setti félagsmet þegar hðið
tapaði sínum 16. leik í röð, með 28
stigum á heimavelh gegn Portland.
Terry Porter skoraði 24 stig og Cliff
Robinson fyrir Portland en Randy
White skoraði 31 fyrir Dallas.
Charles Barkley skoraöi 16 stig í
fyrsta leikhluta þegar Phoenix vann
Golden State. Hann hægði síðan á en
gerði 30 stig og Dan Majerle 28. Latr-
ell Sprewell skoraði 22 stig fyrir
Golden State, sem hefur nú tapað í
síðustu 16 heimsóknum sínum til
Phoenix.
Rumeal Robinson kom inn í byrj-
unarliö New Jersey, fyrir Kenny
Anderson sem leikur ekki meira í
vetur vegna meiðsla, og skoraði 21
stig gegn Clippers í Los Angeles.
-VS