Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JÚNl 1993 Veiðivon Halldór Nikluásson veiöivörður var mættur á árbakkann til að fylgjast með fyrsta veiðidaginn með hitamælinn. Viö hliðina á honum stendur Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Norðurárveiðihúsinu. DV-mynd G.Bender ,,Mér líst velá sumarið - segir Halldór, veiðivörður í Norðurá Það eru fimm atriði sem hægt er að ganga að vísum við opnun Norð- urár í Borgarfirði, stjóm Stanga- veiöifélags Reykjavíkur, Laxfossi, Glanna, veiðihúsinu við Norðurá og Halldóri veiðiverði. En Halidór Nikulásson hefur verið veiðivörð- ur í Norðurá svo lengi sem elstu menn muna og hvemig líst honum á veiðisumarið? „Mér líst bara vel á sumarið þó veiðin hefði kannski mátt byija betur en tíðarfarið bauð bara ekki upp á það,“ sagði Halldór veiði- vörður og bætti við: „þetta er aö koma. Laxinn er að mæta í meira mæh og það er stórstraumur um helgina.“ -G.Bender Bjami Júlíusson og Ingólfur Ásgeirsson voru mættir við Norðurá á opn- unardaginn með sin tæki. DV-mynd G.Bender Áfleygiferð áeftirfréttum Þeir em komnir á fleygiferð, félag- amir á Bylgjunni, með veiðifrétt- imar, Bjami JúUusson, Ingólfur Ásgeirsson og Ásgeir Heiðar. Þar sem veiðimenn renna fyrir fisk em þeir mættir til að lýsa atburðarás- inni. Þeir vom mættir við Noröurá og Þverá fyrsta daghm Bjami og Ingólfur, en Ásgeir Heiðar var ann- an daginn í Ásunum að veiða. Eggertmeð Sporðakastþættina Það hefur verið gengið frá því aö Eggert Skúlason fréttamaður verð- ur með næstu þætti af Sporðaköst- um og verða þeir teknir upp í sum- ar. Verður meðal annars farið í Víðidalsá í Húnavatnssýslu og KerUngadalsá og Vatnsá höfum við frétt. MikiU áhugi Eggerts á stanga- veiði kemur honum verulega tíl góða í þessum þáttum. -G.Bender Matgæðingur vikunnar_______________dv Súrsætur kjúklingur HrafnhUdur Kristbjömsdóttir tók áskorun systur sinnar, Soffiu, og gefur lesendum DV uppskrift að súrsætum kjúkUngi. „Ég hef aíltaf haft gaman af aö elda. Ég nota uppskriftir frekar Ut- ið og vU heldur spUa af fingrum fram. Matseldin er skemmtUegust þegar Utið er til í kotinu og maður verður að finna upp eitthvað nýtt,“ segir HrafhhUdur Kristbjömsdótt- ir, starfsmaður Hins íslenska kennarafélags. Af því að HrafnhUdur notar sjald- an uppskriftir fannst krökkunum hennar hálfskondið að hún ætlaði að gefa eina slika frá sér. En hún setti niöur á blað þessa uppskrift að súrsætum kjúkUngi. Hún hefur boðið gestum og fjölskyldufólki þennan rétt og allir sem smakkað hafa láta vel af honum. HrafnhUdur tók fram að aprí- kósusultan þyrfti að vera góð og best væri hún ef eitthvað af bitum væri í henni. „Ég reyndi einu sinni ódýra sultu en það gafst ekki vel,“ segir HrafhhUdur. En í réttinn fer eftirfarandi hráefni: 2 kjúklingar í bitum Sósan: 2 dl grUlsósa (Hunt’s) 1 dl sojasósa 1 dl apríkósusulta 100 g púðursykur f ■ að hætti Hrafnhildar Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir gefur uppskrift að kjúklingarétti. * DV mynd Brynjar 50 g smjör Setjið aUt saman í pott og látið suðuna koma upp. Veltið kjúkl- ingabitunum upp úr sósunni og leggið í eldfast mót. HelUð því sem eftir er af sósunni yfir. Bakið í ofni við 200° í 45-60 mínút- ur. Ausið sósu yfir bitapa á 10 mín- útna fresti. Beriö fram með hrís- grjónum og góðu grænmetissalati. HrafnhUdur ætlar að skora á vin- konu sína, Valgerði Dan leikkonu, að vera næsti matgæðingur. „Hún er mjög flink að búa til mat,“ segir HrafnhUdur Kristbjömsdóttir. -JJ Hinhliðin Vann heimilis- tæki í félagsvist - segir Baltasar Kormákur leikari „Ég hef aldrei unnið í happdrætti en vann einu sinni heimilistæki í félagsvist á Stokkseyri," segir Balt- asar Kormákur leikari sem er í hinni hliðinni þennan laugardag- inn.Fullt nafn: Baltasar Kormákur. Fæðingardagur og ár: 27.02. ’66 Maki: Enginn. Börn Baltasar Breki, 3ja ára. Bifreið: Subaru ’88 station. Starf: Leikari. Laun: 500 krónur í yfirvinnu, en sá er galUnn að hún er mjög fátíð í Þjóðleikhúsinu. Áhugamál: Hestamennska, almenn heimiUsstörf og félagsstörf í HRIP. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef aldrei unnið í happdrætti en vann einu sinni heimiUstæki í félagsvist á Stokks- eyri. Hvað flnnst þér skemmtilegast að gera? Ríða úti í sumamóttinni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara á fætur á morgnana. Uppáhaldsmatur: Fæst á hótel Mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Viskí á ís. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Georg Kristjánsson boxari. Uppáhaldstímarit: Lögbirtinga- blaðið og Alþingistíðindi. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Rosanne Barr og Linda Hunt. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Em ekki leynilegar kosningar? Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Tvífara minn sem stöðugt er að koma á mig óorði. Uppáhaldsleikari: Max von Sydow, Kjartan Guöjónsson og Robert de Niro. Uppáhaldsleikkona: Ólafía Hrönn og Steinunn ÓUna. Uppáhaldssöngvari: Paolo Conte og Odis Reading. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Pálmi Gestsson leikari. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simp- son-fjölskyldan. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er andvígur tilgangsleysi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Það fer eftir því hvaða lag þeir em að spila. Uppáhaldsútvarpsmaður: Broddi Broddason. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Horfi lítið á sjónvarpið og hef ekki aðgang að Stöð 2. Uppáhaldssj ónvarpsmaður: Rósa Þórsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Fer aldrei út aö skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ung- mennabandalag Kópavogs. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að starfa viö þá Ust- grein sem ég hef menntað mig í. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Hafa það eins huggulegt og ég mögulega get.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.