Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON- Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Seðlabankanum að kenna Seðlabankinn ber ábyrgð á skjótfengnum tekjum nokk- urra aðila, sem stunduðu öruggt gjaldeyrisbrask áður en markaðsskráning gengis var tekin upp um mánaða- mótin. Fyrir þann tíma var gengisskráning bankans svo bamaleg, að spákaupmenn í gengi áttu auðveldan leik. Um langt árabil hefur verið lagt til í leiðurum DV, að Seðlabankinn hætti að skrá þykjustugengi sitt og gefi gengisskráningu gjaldmiðla frjálsa. Þetta hefur nú loks- ins gerzt að nokkru, en aðeins vegna þess að komið hefur í ljós dæmi um stórfellda brotalöm í kerfmu. Raunar var það fréttastofa Reuters, sem skráði gengi gjaldmiðla fyrir Seðlabankann. Síðdegismat Reuters á stöðu gjaldmiðla var notað í Seðlabankanum við opnun gjaldeyrisdeilda morguninn eftir. Þeir, sem áttuðu sig á þessu, gátu notað svigrúmið til gróðamyndunar. Spákaupmenn notuðu upplýsingar fjármálaþjónustu Reuters til að færa milli gjaldeyrisreikninga fyrir lokun bankanna og biðu svo í rólegheitum eftir gróðanum, sem birtist í síðbúinni gengistöflu Seðlabankans morguninn eftir. Þetta var nærri gulltrygg spákaupmennska. Athyghsvert er, að viðskiptabankarnir, sem höfðu tap- að stórfé á þessu um árabil, skyldu ekki átta sig fyrr en á þessu ári. Það er gott dæmi um, að þeir eru ekki nógu vel reknir, svo sem útlánastefna þeirra og hrikalegar afskriftir hafa einnig sýnt á undanfórnum árum. Alvarlegast er þetta mál þó fyrir Seðlabankann. Það er stofnun, sem aðalbankastj órinn töfraði upp úr skrif- borðsskúffu í Landsbankanum og gerði bókstaflega að stærsta virki blýantsnögunar í þjóðfélaginu. Þar sitja um 150 manns með 600 milljón króna árlegum kostnaði. Seðlabankinn hefur haft einkar óljós verkefni og sinnt þeim iha. Hann hefur séð um tilfærslu á fjármagni af almennum lánamarkaði yfir á sérréttindaborð stjóm- valda, með milljarðatjóni fyrir þjóðarbúið. Og hann hefur þótzt vera að skrá gengi krónunnar í alvöru gjaldmiðlum. Nú hefur komið í ljós, að Seðlabankinn framkvæmdi þessa gengisskráningu með því að nota síðdegistölur Reuters, liggja á þeim í um það bil sautján klukkustund- ir og birta þær síðan að morgni. Seðlabankinn afsalaði þannig gengisskráningarhlutverkinu í hendur Reuters. Þetta gaf gjaldeyrisbröskurum það svigrúm, sem þeir þurftu til að græða á tá og fingri, í fyrsta lagi á kostnað bankanna og síðan óbeint á kostnað viðskiptavina bank- anna, er þurfa að borga brúsann með óheyrilegum vaxta- mun, sem er einsdæmi meðal auðþjóða heims. Frammistaða Seðlabankans á þessu sviði kemur ekki á óvart. Þetta er ekki bara gagnslaus stofnun, heldur beinlinis skaðleg. Við þurfum enga stofnun til að skrá gengi, sem á að skrá sig sjálft, og enga stofnun til að gera peninga arðminni með því að taka þá af markaði. Við getuleysið í meðferð mála, sem virki blýantsnag- ara hefur sankað að sér, bætist svo fordæmið, sem Seðla- bankinn hefur löngum gefið sljómendum í bankakerf- inu, þar sem sameinast lífsstíh stórbokka og getuleysi í starfi. Seðlabankinn hefur leitt fínimannsleikinn. Veruleikafirring bankastjóra og bankaráðsmanna, sem birtist í, að bankar reka saklaust láglaunafólk úr starfi tugum samam, en hlífa hverjum einasta stórbokka og fást ekki ernu sinni til að feha niður laxveiðiferðir þeirra, á homstein sinn í sandkassa Seðlabankans. Gengisbraskið var htið dæmi um þetta. Það var ekki spákaupmönnum að kenna, heldur Seðlabanka, sem gegndi ekki hlutverkum, er hann sankaði að sér. Jónas Kristjánsson Úrræðaleysi NATÓ vatn á myllu Milosevics Yfirmaður líknarstarfs Samein- uðu þjóðanna í Bosníu var ómyrk- ur í máli við fréttamenn í Sarajevo á miðvikudag. „Leiðtogar á al- þjóðavettvangi verða að gera upp hug sinn hvort þeim er alvara að bjarga bosnískum múslímum. Og lengi hafa þeir látið viö það sitja að vekja falsvonir," sagði Larry Hollingworth. Hver vikan líður af annarri án þess að nokkuð sé gert til að koma í framkvæmd síðustu ályktun Ör- yggisráðsins um griðasvæði fyrir múslíma. Eitt þeirra, Gorazde, Ugg- ur undir fallbyssuskothríð og áhlaupum Serba dag eftir dag. Eini aðilinn sem fær er um að hafa forgöngu um aðgerðir til að hefta ófriðinn á Balkanskaga er Atlantshafsbandalagið. En hver fundur NATÓ af öðrum rennur út í sandinn: fyrst fundur landvarna- ráðherra fyrir viku, síðan fundur fastafulltrúa og nú þykir sýnt að fundur utanríkisráðherra banda- lagsríkjanna fari sömu leið. „Tímaskeið er á enda runnið, tímabil bandarískrar forustu og valds í Evrópu,“ hefur bandaríski dálkahöfundurinn Anthony Lewis eftir reyndum diplómat. NATÓ er þannig úr gerði gert að bandaríska forustu þarf til aðgerða af hálfu bandalagsins. Bandarískar ríkisstjórnir hafa brugðið fæti fyrir alla viðleitni til að skapa Evrópu- ríkjum í bandalaginu aðstöðu til sjálfstæðra aðgerða, til að mynda á vegum Vestur-Evrópubandalags- ins. Stjóm George Bush í Washington einsetti sér að hafast ekkert að vegna ófriðarins á Balkanskaga. Bill Clinton gagnrýndi þá afstöðu í kosningabaráttunni en þegar til- lögur hans um að reyna að vopna múslíma og senda bandarískan flugher til árása á víghreiður Serba sáu dagsins ljós fengu þær engar undirtektir í Evrópu. Meginástæð- an er að Clinton þvertekur fyrir að senda bandarískan landher á vett- vang; evrópsku hersveitirnar sem fyrir eru, aðallega franskar og breskar, skulu látnar einar um að taka afleiðingunum á vígvellinum meö lífið að veði. Því er nú talað um það fullum fetum beggja vegna Atlantshafs að NATÓ hafi ratað í tilvistarkreppu, jafnskjótt og upp kemur í Evrópu hættuástand að kalda stríðinu af- stöðnu. Og háskinn getur hæglega magn- ast. Slobodan Milosevic Serbíufor- seti, sem hratt af stað upplausn Júgóslavíu með því að veðja á þjóö- rembu eftir gjaldþrot kommúnism- ans, þóttist vera að reyna að hemja Bosníu-Serba meðan möguleild þótti á utanaðkomandi, sérstaklega bandarískri, íhlutun. En nú hefur hann snúið sér að því að kveða niður serbneska friðarsinna. Milosevic gerði bandalag við Vojislav Seselj og herskáan flokk Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson hans til að setja af í vikunni forseta Júgóslavíu, Dobrica Cosic. Júgó- slavía var að vísu ekki nema nafn- ið tómt og sfjóm hennar án sjálf- stæðs valds en Cosic hefur verið hugmyndafræðingur serbneskrar þjóðernishyggju og því áhrifamik- iU. Upp á síðkastið hefur hann gert sig líklegan til að koma saman frið- arflokki meðal fomstumanna í Belgrad. Milosevic sakaði Cosic um að hafa í heimildarleysi kallað saman æðstu foringja Júgóslavíuhers til að kynna þeim hugmyndir sínar. Meðan á þingfundi stóð tók hnefaleikamaður úr þinghði Seselj sig til og rotaöi þingmann úr röðum lýðræðissinna, eftir aö hann sté niður úr ræðustól. Efnt var til mótmæla við þinghúsið af þessu tilefni eftir áeggjan Vuk Draskovics, leiðtoga lýðræðisinna. Þar handtók lögreglan, sem Milo- sevic ræður, tugi þingmanna og fréttamanna. Drascovic var færður í varðhald og misþyrmt þar svo hann lá þungt haldirm á sjúkrahúsi þegar síöast spurðist. Fyrir Milosevic vakir greinilega að beija niður allan mótþróa gegn sér í Serbíu sjálfri. Þar er ástand orðið herfilegt vegna viðskipta- banns umheimsins. Óðaverðbólga ríkir og atvinnuleysi er komið yfir þriðjung vinnufærra. Líkur fara vaxandi á að Serbíu- forseti reyni með frekari landvinn- ingum í þágu draumsins um Stór- Serbíu að fá landsmenn til að sætta sig við bágan hag. Nýskeð varaði hann Madedóníuforseta við afleið- ingunum af að taka við bandarísk- um friðargæslusveitum. Magnús T. Ólafsson Vuk Draskovic, foringi stjórnarandstöðunnar í Belgrad, liggur á sjúkra- húsi eftir misþyrmingu lögreglu Milosevics. Símamynd Reuter Skoðanir aimarra Hlutleysi ráðherrans „Forsætisráðherra Danmerkur, Poul Nyrup Ras- mussen, lýsti þvi yfir í Pohtiken í gær að drápin á tveimur dönskum bílstjórum í Júgóslavíu gætu leitt til þess að Danir skipti um skoðun um hemaðar- íhlutun í borgarastríðinu. Á meðan stríðið hefur geisað og þúsundir týnt lífi, minnihlutahópar verið ofsóttir og beittir hroöalegu ofbeldi hefur forsætis- ráðherra Danmerkur sætt sig við hlutleysi - en ekki þegar tveir danskir bílstjórar hafa orðið fórnarlömb. Þá þykir ástæða til að grípa til aðgerða." Úr forystugrein Politiken 3. júní. Tvenns konar siðgæði „Þegar maður hugsar um hvemig tyrknesk yfir- völd koma fram við kúrdíska minnihlutann í landinu er það tvenns konar siðgæði og hræsni sem kemur fram í umfjöllun tyrkneskra blaða og stjómmála- manna um íkveikjuárásina í Solingen. Þar með er ekki sagt að það eigi að þegja yfir þessu hroðalega ofbeldisverki eða láta sem það skipti ekki máli. Ahs ekki.“ Úr forystugrein Berlingske Tidende 3. júní. Raunsætt mat nauðsynlegt „Þegar menn hafa jafnaö sig eftir fyrsta áfallið er nauðsynlegt að draga úr neikvæðum áhrifum á þjóðfélagið með því að rannsaka gaumgæfilega hvað gerðist og meta hættuástandið á raunsæjan hátt. Það er einkum nauösynlegt fyrir stjómmálamenn að bregðast ekki við án þess að hugsa sig vel um því annars gætu þeir óvhjandi ýtt undir þau öfl sem standa á bak við ofbeldið.“ Úr forystugrein Svenska dagbladet 2. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.