Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Side 15
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 15 r m- Beðið um gott veður Ég rak augun í þaö í Pressunni að veðurstofustjóranum nýja er kennt um vonda veðrið hér á landi. Það er rétt athugað hjá þeim Pressumönnmn að veðrið hefur verið óvenju fúlt allt frá því að Eið- ur skipaði Magnús flokksbróður shm veðurstofustjóra. Þó treysti ég mér ekki til að taka undir þaö sjón- armið að kenna megi krötum í ráðuneyti og Veðm-stofu um skít- viðrið. Enn situr Páll Bergþórsson sem veðurstofustjóri með Magnúsi krata. Páll hefur því áhrif og ef rétt er munað komu nokkrir blíð- viðrisdagar í tíð Páls. Það er því ekki útilokað að við eigum efdr að upplifa blíöu undir stjóm Magnús- ar. Veðrið ræður Veður skiptir miklu máli og stjómar jafnvel geðheilsu manna. Þetta vita þeir veðurstofumenn manna best. Sjálfsagt þekkja veð- urfræðingar það aö vera kennt um leiðindi í veðri en fá minni þakkir ef léttir til. Þannig man ég eftir því aö kröfuganga var farin að Veður- stofunni fyrir nokkrum áram, lík- lega þegar rigningarsumar var al- veg að gera út af við menn. Kröfur göngumanná vöru ekki margar. Aðeins var farið fram á gott veður. En það er með þessar kröfur eins og ýmsar aörar. Ekki er hægt aö verða við öllu. Aldrei skiptir veður almenning þó meira máii heldur en þessa þrjá sumarmánuöi sem við fáum, júní, júlí og ágúst. Þá fara menn í sum- arfrí og vonast til þess að fjúka ekki af tjaldsvæðum og því síður að þurfa að byija á því að morgni dags að skafa snjó af bílnum. Dæmi um slíkt eru þó til og ekki þarf að fara lengra aftur í tímann en til Jónsmessu í fyrra. Þá snjóaði hressilega á ferðamenn jafnt sem aöra. Krókur á móti bragði Síðustu ár og jafnvel áratugi hafa íslendingar séð við þessu. Þeir hafa leitað suður á bóginn til heitari landa í sumarfrí. Skítt með rigning- una og rokið heima. Sól og blíða í suðlægu landi hefur reynst sú vítamínsprauta sem dugði næsta árið. Hægt var að þrauka af dimm- an vetur og láta sig hlakka til næstu sólarferðar. Enn er það svo að margir láta þetta eftir sér en þess sér þó merki að harðnað hefur á dalnum. Krepp- an herðir tökin hérlendis og ekki er útlit fyrir að breyting verði á næstu árin. Taka verður tillit til þessa og breyta lífsstílnum. Minn hagur og þjóðarinnar Þetta sagði ég eiginkonu minni þegar daginn tók lítillega að lengja. Hún fær árlegt tilfelli þegar auglýs- ingar ferðaskrifstofanna byija að birtast í febrúar og litfagrir bækl- ingarnir gubbast út úr prentvélun- um. Hún vill utan. Ég benti aftur á móti á stöðu heimilisbókhaldsins og ekki síður stöðu þjóðarbúsins. Hún veit um stöðu heimilisins en hefur ekki sömu áhyggjur af hruni þorskstofnsins og ég. Nú tökum við okkur almennilegt sumarfrí hér heima, sagði ég. Við höfum aldrei ferðast að neinu gagni um landið okkar. Förum austur og vestur og jafnvel yfir hálendið. Eru ekki allir að dásama fegurðina þar, kyrrðina og auðnina? Þaö var auðvitað djarft af mér að leggja þetta til svona snemma árs. Ég vissi alveg á hveiju ég átti von enda fékk ég að heyra það. Betri helmingurinn flutti sundurliðaða ræðu. Þar voru taldir upp kostir þess aö fara til útlanda og ókostir þess að ferðast hér heima. Blíða eða bálviðri Það má treysta því að við fáum gott veður ef við fórum út, segir konan. Hún er dálítið fyrir sólböð og þess háttar. Það er ódýrara að borða, bætir hún við. Krakkamir geta sprangað um léttklæddir. Við sjáum eitthvað nýtt, kynnumst öðrum lifnaðarháttum og menn- ingu. Við látum það eftir okkur sem við gerum aldrei hér heima. Lifum lífinu lifandi, segir konan og er nú komin á flugstig. Hún sækir myndaalbúmin og sýnir mér myndir af sólbrúnni fjölskyldu í Flórída, á Spáni og í Portúgal, auk fjölmargra annarra landa. Allir eru glaðlegir, léttklæddir og yflrleitt að borða ís. Umhverfið er skrýtt blóm- um og pálmatré svigna jafnvel í baksýn. Það fer sæluhrollur um frúna þegar hún sýnir mér mynd- imar. Hún er komin á hvíta sand- strönd í huganum. Hún heyrir öldugjálfrið og teygir sig nánast eftir svaladrykk á strandbamum. Skyndilega kemst hún aftur úr þessum transi. Ætlar þú, segir hún, Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri og bendir vísifingri á eiginmanns- nefnu sína, að bera slíkt sældarlíf saman við ferðalag hér á skerinu? Nei og aftur nei, segir konan. Það er kalt héma og blautt, held- ur konan áfram. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að hristast eftir ein- hveijum óvegum. Ef við ferðumst hér þá rignir ömgglega. Stundum er líka rok. Það er dýrt að gista og dýrt að borða. Krakkarnir heimta að við stoppum í flestum sjoppum sem á vegi okkar verða. Viðlegubúnaður Ætlar þú kannski að sofa í tjaldi? spyr frúin en bíður ekki eftir svari. Hún veit sem er að við eigum ekki tjald. Þú ert kannski tilbúinn meðo prímusinn og pottasettið í útileg- una? Hún veit líka að við eigum ekki útilegusett. Eigum viö kannski að fá lánað htla bláa tjald- ið hjá pabba og liggja í einhveiju hjólfarinu sem þú finnur? Og hver á að útbúa okkur í svona ferð? Heldurðu að þú gerir það? Takir til allar úlpumar, vetthngana, húf- urnar og stígvélin? Konan var ekki lengur í hugan- um á sólarströnd. Hún riíjaði greinilega upp þá sælu stund fyrir mörgum ámm er ég í rómantísku stuði bauð henni í tjaldferð í sveit- ina mína. Við gistum bara eina nótt. Þaö rigndi og htlu munaöi að tjaldið fyki. Það var vont að hggja á fóstuijörðinni enda áttum við ekki dýnur í lánstjaldið. Við athug- un morguninn eftir kom í ljós aö mér hafði sést yfir far eftir vömbíl eða jarðýtu þar sem tjaldað var. Ég flokkaði þessi mistök sem byij- unarörðugleika en hef fengið fá tækifæri til að sýna bætta hæfi- leika til tjöldunar. Áróðursherferð Ég sá að ég réð ekkert við konuna og eyddi málinu. Ég varð að vinna tíma. Ég gat nýtt vorið og allan minn sannfæringarkraft til þess að sýna konunni fram á dásemdir hins íslenska sumars. Hvað er dá- samlegra en að fara út í náttúmna, hggja í grænum lautum og anda að sér hreina loftinu? Ég gæti dreg- ið fram nýju veiðistöngina og látið að því liggja aö ég sæi um aðdrætti með því vopni. Við nánari umhugs- un hætti ég þó við þetta með veiði- stöngina. Hún veit að ég er fiski- fæla. Hálendisferð ætti líka að vera óbrigðul. Ég veit nefnilega að kon- an er svolítið veik fyrir hálendinu. Undirbúningstíminn gekk út á það að fara nokkmm sinnum með konuna í sumarbústað. Venjast sveitaferðunum. Við höfum farið í tvo bústaði. Þeir eru báðir góðir og með öllum búnaði. Það hefur hjálp- að. Vandinn er samt sá að í þau skipti sem við fórum í sveitina var skítkalt. Og ekki nóg með það. Það var alltaf hávaðarok. Ég reyni jafn- an aö gera htið úr þessu og nefni breytileika íslenskrar náttúm. Konan gefur htið fyrir breytileik- ann og enn minna fyrir rokið og hélaða poha þegar sumar er komið samkvæmt almanaki. Lokaæfing Trompið var að fara með konuna og krakkana upp fyrir bæ á mínum fjallabíl og æfa toríæruakstur fyrir hálendisferðir sumarsins. Þar taldi ég víst að konan fengi bakteríuna og heimtaði íjöll og fimindi í stað sólarstranda. Við höfðurn skammt farið er við komum aö ársprænu. Þar var fyrir fólksbíh og komst ekki lengra. Ég var því heldur mannalegur þegar ég snaraðist út og tengdi framdrifslokurnar á fjallabílnum. Ég rak í drif og gerði mig líklegan th að fara yfir ána. Konunni leist ekki á. Eigum við nokkuð að vera að þvælast þetta? sagöi hún. Dætumar ókyrröust í aftursætinu og lögðu ekki í ána. Þaö er til hths að eiga svona bh og nota hann aldrei, sagði ég og suhað- ist út í sprænuna. Konan hélt fyrir eyrun. Ég sá að vísu htla bót í því en lét gott heita. Bíllinn fór létthega yfir. Næsta klukkutímann höktum við upp og niður hraungrýti og eyðimerkurlandslag. Það varð ekki th að æsa upp löngun konunnar th hálendisferða. Dætumar em eftir þetta með öhu fráhverfar shkum ferðum. Það bláa klárt Ég gefst hins vegar ekki upp. Ég hugsa um minn hag og þjóðarinnar og ætla að ferðast innanlands í sumar. Ég hlakka mikið th og sé fyrir mér flahvegi og ár sem ég legg að baki með fjölskylduna í mínum fjallabh, Skítt með veðrið. Konan veit ekki enn að ég ætla að fá lánað htla bláa tjaldið hjá tengdapabba. Því er ljóst að það á eftir að reyna á hjónabandið og fjölskyldulífið nema veðurstofustjórinn nýi taki á honum stóra sínum ogsendi okkur veðurbhðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.