Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Blaðsíða 28
40
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
Iþróttir
Hafþór Guðmundsson sundþjálfari eftir gullregnið á Möltu:
Óttumst rassskell
áheimavelli 1997
- þurfum 50 metra innilaug til að heltast ekki úr lestinni
Petteri Laine og Hafþór Guðmundsson virða fyrir sér sundlaugina glæsilegu á Möltu. Þar er hitastigið sjaldan
undir 20 gráðum og ekki þörf á innilaug en öðru máli gegnir hér heima þar sem æft er í frosti og kulda allan veturinn.
DV-mynd VS
Frammistaða íslenska sundfólks-
ins á Smáþjóðaleikunum á Möltu í
lok síðasta mánaðar vakti verðskuld-
aða athygli, enda fékk ísland 23 af
þeim 33 gullverðlaunum sem í boði
voru í sundkeppni leikanna. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem sundið er
aðalgrein íslands á Smáþjóðaleikum
og í Jiessari íþrótt má með sanni segja
að Island beri höfuö og herðar yfir
aðrar smáþjóðir Evrópu.
En getur ísland haldið þessu sæti
sínu? Forvígismenn sundíþróttar-
innar hér á landi hafa vaxandi
áhyggjur af þvi að það verði erfitt
við óbreyttar aðstæður og óttast að
þegar að því kemur að ísland haldi
leikana árið 1997 verði frumkvæðið
ekki lengur í okkar höndum.
Nýjar laugar og
miklarframfarir
Á Kýpur, í Mónakó, Andorra og á
Möltu eru alls staðar komnar 50
metra laugar, sem byggðar hafa ver-
ið vegna Smáþjóðaleikanna í þessum
löndum á undanfómum ámm, og
framfarir hjá sundfólkinu hafa alls
staðar verið miklar í kjölfarið.
Möltubúar settu til dæmis 22 lands-
met í nýju lauginni sinni á leikunum
um daginn.
Haíþór Guðmundsson, sundþjálf-
ari úr Armanni, sem stjórnaði ís-
lenska keppnishðinu á Möltu ásamt
Petteri Laine, þjálfara Ægis, segist
óttast að fslendingar verði rassskellt-
ir í sundinu á heimavelli 1997 ef ekk-
ert verði gert. Mál númer eitt, tvö
og þrjú sé að byggð verði ný 50 metra
innisundlaug.
Þjálfaramir týna
krökkunum í gufunni
„Aðstaða til tækniþjálfunar er á
núlli í dag. Æfingatímabil sundfólks
er frá september fram í júlí og mest
allan tímann erum við þjálfaramir í
vélsleðagöllum með þykka vettlinga
uppi á bakka. Það er vonlaust að taka
krakkana upp úr til að leiða þau í
gegnum tökhi, til þess er of kalt. Síð-
an er munurinn á lofthita og laugar-
hita oftast svo mikill að við sjáum
krakkana synda 10 metra og sjáum
þau aftur eftir tvær mínútur. Við
getum ekki fylgst með því hvemig
þau synda vegna gufu. í innilaug
væri hægt að bæta tæknina og bjóða
upp á fjölbreyttari æfingar," sagði
Hafþór.
Sundlaugargestir sem
neita að færa sig
„Svo em eilífir árekstrar við al-
menning, nánast upp á hvem dag.
Við erum að æfa í Laugardalslaug-
inni frá klukkan 5 til 9, á sama tíma
og almenningur kemur mest í laug-
ina, og stundum syndir fólk inn á
okkar brautir og harðneitar að færa
sig. í Sundhöll Reykjavíkur era
Reykjavíkurfélögin með frátekna
tíma frá klukkan 7 til 9 á kvöldin en
hann nýtist aðeins fyrir yngri krakk-
ana sem ekki er hægt að vera með
úti. Landsliðsfólkið getur því aðeins
æft í 25 og 50 metra útilaugum.
Ég vil taka fram að sú aðstaða sem
við höfum í dag er góð eins langt og
hún nær og starfsfólk lauganna er
okkur ákaflega velviljað."
Alþjóðlegtmót
í 4 stiga hita
„Við þurfum líka að geta haldið
sterk mót hér heima. Það hefur varla
bragðist undanfarin ár að meistara-
mótin á sumrin hafa farið fram í
kulda og rigningu. Alþjóðlega Ægis-
mótið í fyrrasumar fór til dæmis
fram í 4 stiga hita og það er ekki
hægt að búast við árangri við slíkar
aðstæður."
Bjóðum ekki upp á
útisundlaug á Smá-
þjóðaleikum í maí
„Við erum þátttakendur i sam-
starfi smáþjóðanna og höldum leik-
ana 1997. A Möltu sáum við að ríkis-
stjómin tók þá ákvörðun að þetta
samstarf væri mikilvægt og lét reisa
nýja sundlaug, nýjan frjálsíþrótta-
völl og nýtt skotsvæði. Ef ein sund-
laug er allt sem þarf til að halda
glæsilega Smáþjóðaleika á íslandi
trúum við ekki öðra en að hún verði
byggð. Leikamir era haldnir í lok
maí og við bjóðum ekki keppendum
frá þessum þjóðum að keppa utan-
húss á íslandi á þeim árstíma.
Ef 50 metra innilaug rís hér á landi
er loksins hægt að halda hér mót
með toppaðstæðum. Þá eigum við
möguleika á fleiri mótum og afsökun
fyrir því að ekki sé hægt að ná lág-
mörkum fyrir stórmót hér á landi
verður ekki lengur fyrir hendi. Um
leið sparast stórfé hjá félögunum og
Sundsambandinu."
Sundlaug en ekki
minnismerki
Síðast en ekki síst getur svona
mannvirki minnkað árekstrana við
almenning. Þessa laug yrði að byggja
tæknilega vel - við viljum ekki
steypuhöll sem væri minnismerki
---------v(-------------;------^--------
'91 '93
DV
fyrir arkítektana, eins og verið er að
byggja í Árbænum fyrir 600 milljón-
ir. Laugin sjálf með öllum búnaði
kostar um 50-60 milljónir og síðan
ætti yfirbyggingin að vera úr límtré
og gleri. Heildarkostnaður gæti verið
nálægt 160 mfiljónir króna. Áhorf-
endasvæði eru nauðsynleg, ekki fyr-
ir fleiri þúsund manns eins og á
Möltu en það mætti hugsa sér út-
dregna bekki eins og í mörgum
íþróttahúsum. Þetta á að vera einfóld
bygging, erlendis byggja menn sund-
laug þegar vantar sundlaug, ekki
minnismerki eins og íslendingum
hættir til.“
Margir möguleikar
á nýtingu
„Svona laugar á að byggja með fær-
anlegu skilrúmi, laugin er þá 51 metri
með metra skilrúmi sem er fært að
vild. Þá er hægt að vera meö keppnis-
fólkið öðrum megin og almenning
hinum megin og vera með kennslu-
sund fyrir fullorðna, vatnsleikfimi,
æfingar fyrir aldraða, ungbamasund
og alls kyns endurhæfingu. Sund-
íþróttin er orðin það útbreidd á mörg-
um sviðum að svona nýting er vel
möguleg," sagði Hafþór Guðmundsson.
Hér til vinstri má sjá hvernig
keppinautar íslands á Smáþjóðaleik-
um, sem fengið hafa nýjar 50 metra
laugar á undanfómum árum, hafa
dregið á íslenskt sundfólk í 200 metra
baksundi og komist fram úr því í
„þjóðarsundgrein" íslendinga, 100
metrabringusundi. -VS