Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1993, Side 31
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 43 „Þegar trúnaður er fyrir hendi, getur fólk talað saman og sagt hvort öðru frá þvi sem á dagana drifur." Um tjáskipti Þau sátu hjá lækninum sínum og töluðu saman um hjónabandið sitt, líflð, tilveruna ogbömin. Hvorugt hlustaði á hitt en mælti af munni fram stuttar ræður í engu samhengi við umræðuefnið. Þau voru löngu hætt að reyna að sannfæra hvort annað um neitt en reyndu að sann- færa lækninn um réttmæti eigin afstöðu. Þegar samtalinu var lokið fann hann til örmögnunar. Honum fannst eins og annað hafi talað á Swahih en hitt á Zulu. Hvorugt skildi hitt, læknirinn skildi bæði en gat ekki komið neinu til skila. Hann sagði þeim að temja sér betri tjá- skipti. Þegar heim var komið velti hann orðinu fyrir sér. Töfraorð nútímans Tjáskipti er töfraorð nútímans. Allir eiga að temja sér betri tjá- skipti alls staðar; heima fyrir, á vinnustað, í skóla. Fólk á að læra að nota tungumálið betur, tjá sig, segja hug sinn allan á skýran og auðskiljanlegan hátt. Allir sem reyna að hjálpa fólki í sambúðarerf- iðleikiun ræða um tjáskipti; þau séu upphafogendir alls. Enþráttfyrir alla þessa áherslu á betri tjáningu, gengur fólki ákaflega illa að tala saman. Allir virðast misskilja, mis- mæla sig, segja eitthvaö í ógáti, tala áður en þeir hugsa, mistúlka og leggja orð út á versta veg. Flesta langar til að geta tjáð sig betur og losnað við þennan misskilning sem veldur stöðugum sárindum og leið- indum og ætlar alla lifandi að drepa. Þaö er erfitt að gefa einhver algild ráö varðandi tjáningu fólks. Hún getur verið á marga mismunandi vegu. Flestir tjá sig bæði með oröum og orðalaust meö svipbrigðum, handahreyfmgum, tóntegund og augnagotum. I samræðum freistast fólk til aö trúa fremur augum sínum en eyrum. Langflestir telja meira mark takandi á því hvemig hlutur er sagður heldur en því sem sagt er. Þetta býður hættu heim og eykur líkur á misskilningi og mistúlkun- um. Fólk er stöðugt að ráða í svipi, blæbrigði raddar, augnatílht og annað sem býr á bak við orðin sem sögð eru. Það er einstaklingsbundið hvaða skilning fólk leggur í tjáningu án orða en túlkunin er yfirleitt i samræmi við þær tilfmningar sem viðkomandi hefur gagnvart sjálfum sér. Sá sem er óöruggur er sífellt á varðbergi. Hann býst við framhjá- haldi eða svikum og túlkar því minnstu augnagotur og svipbrigði á verstaveg. Léleg hlustun Margir fara eftir því sem þeim finnst að hinn aðihnn ætti að segja. Þetta býður heim margvíslegum Álaeknavaktiimi missldlningi. Slíkir einstakhngar hlusta iha á þau orð sem sögð eru og samræðan virðist fara fram á öðru tungumáli eða annarri plán- etu. Tjáning án orða getur orðið ákaflega miskunnarlaus. Fólk lætur vanþóknun sína opið í ljós með vandræðalegum þjáningarsvip þeg- ar hinn aöilinn er aö tala, notar augnagoturoggretturthaðsýna ■ hug sinn. Á sama tíma getur fólk reynt að segja eitthvað allt annað í orðum. Kallaö hvort annað elskuna sína þó að svipurinn lýsi engri ást heldur vanþóknun og vanlíðan. í samböndum, sem eru að fara út um þúfur, verður röddin oft harö- neskjuleg, fólk talar saman í skipun- arlegum mæðutón, leggur allt út á versta veg og kímnin eða hláturinn eru algjörlega horfm á fyrmefndan veg ahrar veraldar. Fólk virðist hverfa um stundarsakir út úr sam- tahnu meðan hinn aðihnn er að tjá sig. Samskiptin verða leiðinleg og þreytandi en þó hl nauðsyn eins og heimsókn í tannlæknastól. Góð tjáskipti Góð tjáskipti geta verið á marga vegu. Þegar trúnaður er fyrir hendi getur fólk talað saman og sagt hvort ööru frá því sem á dagana drífur. Fólk segir frá deginum sem hðinn er, ævintýrum hans og leyndardóm- um, smáatvikum sem í raun hafa enga þýðingu. Þannig verður fólk þátttakendur í lífi hvort annars, dagleg reynsla skarast og líf beggja tengjast saman í eina hehd. Því mið- ur vanrækja margir þetta. Þeir setj- ast fyrir framan sjónvarp eða fela sig á bak við dagblað og loka sig þannig af í heimi óaðgengjleikans. Samlífið einkennist smám saman af tilfmningalegri einangrun sem ber þess merki að sambandið stend- ur mjög höhum fæti. Ef sambandið á að ganga upp verður fólk að læra að tjá sig gagnvart hvort öðru, skynja tjáningu hins aðhans og skfija hana. Að tala saman er eins og að dansa rólegan vals eða ástríðuþrunginn suður-amerískan tangó. Fólk verður að þekkja við- brögö og titfinningar hvort annars til að dansinn veröi áfahalaus. í samræðum er á sama hátt mikh- vægt að þekkja hvemig hinn aðilinn bregst við og leggja sig ahan fram við að skilja tjáningu hans. Þegar sambönd eru lent í ógöngum er stundum eins og fólk geri sér far um að misskhja og rangtúlka allt sem sagt er. Flestir vita af snöggum blettum á hinum aðhanum og nota þá óspart tilaö efna til rifrhda og dehna sem enda hvergi og leiða yfir- leitt ekki th neins nema aukinnar þjáningar. En mestu skiptir að gera upp hug sinn á sambandinu. Ákveða að vera eða fara en drepa ekki sam- bandið með afskiptaleysi, áhuga- leysi og leiða án þess í raun að taka neinaákvörðun. Tívolí Opnum um helgina Opið allar helgar, alla páskana og sumardaginn fyrsta í apríl Spennandi vélknúin leiktæki. Hjá okkur er alltaf gott veður. Góð fjölskylduskemmtun. Til okkar er styttra en þú heldur. ■ Tívolí, Hveragerði STRAX. Skeifan 11 - Sími 688688 Mazda 1800 Doc Turbo 4x4, ’91, ek. 34 þús. V. 1.500 þús. VANTAR BÍLA í Peugeot 106 xsi '92, ek. 14 þús. V. l. 070 þús. Sýnishorn úr söluskrá: Subaru station 1800 ’88, ek. 115 þús., toppeintak. V. 750 þús. Porsche 924 '85, ek. 91 þ. V. 1.450 þús. Honda Accord ’90, ek. 34 þús., m. öllu. V. 1.300 þús. Honda Civic LSi ’92, ek. 24 þús. V. 1.140 þús. Pontiac Trans Am GTA ’86, ek. 85 þús. V. 1.350 þús. Uppboð Framhald uppboðs á eflirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Álflieimar 74, hluti, þingl. eig. Halldór J. Júlíusson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 10. júní 1993 kl. 13.30. Frostafold 14, 2. hæð 02-02, þingl. eig. Edda Klemensdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Sparisjóð- ur vélstjóra og Walter Jónsson, 9. júní 1993 kl. 14.30.___________________ Grensásvegur 14, hluti, þingl. eig. Burstir hf., gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands, Gjaldheimtan í Reykja- vík og Verðbréfasjóður Ávöxtunar hf„ 9. júni 1993 kl. 15.00._______ Hverfisgata 43, hluti, þingl. eig. Hrein föt hf„ fatahreinsun, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Helgi Borgfjörð Kárason, 9. júní 1993 ld. 16.00.____________________________ Hverfisgata 49, hlut^ þingl. eig. Minnie Karen Wolton, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, 9. júní 1993 kl. 16.15.__________________ Hverfisgata 86, hluti, þingl. eig. Þuríð ur Sævarsdóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 9. júní 1993 kl. 16.30.________________________ Leiðhamrar 46, þingl. eig. Sigríður Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík, 9. júní 1993 kl. 14.45. Logafold 101, þingl. eig. Ástríður Har- aldsdóttir og Ámi H. Kristjánsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 9. júní 1993 kl. 14.00. Nökkvavogur 44, hluti, þingl. eig. Helga Magnúsdóttir og Sveinn Þor- valdsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimt- an í Reykjavík, 10. júní 1993 kl. 14.00. Ránargata 10, hluti, þingl. eig. Plast- vörur hf„ gerðarbeiðendur Bygging- arsj. ríkisins, Gjaldheimtan í Reykja- vík og íslandsbanki hf. 515, 10. júní 1993 kl. 14.30.___________________ Safamýri 83, 2. hæð og bílskúr, þingl. eig. Ulfar Gunnar Jónsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissj. starísm. ríkisins og Veðdeild íslandsbanka hf„ 10. júní 1993 kl. 16.00.___________________ Síðumúli 21, bakhús, þingl. eig. End- urskoðun/bókhaldsþjónusta hf„ gerð- arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík, Tryggingamiðstöðin hf. og Veð- deild íslandsbanka, 10. júní 1993 kl. 15.30. ____________________. Skaftahlíð 9, kjallari, þingl. eig. Hulda Jónsdóttlr, gerðarbeiðendur Lífeyr- issj. Dagsbrúnar og Framsóknar og Veðd. íslandsb. hf„ 10. júní 1993 kl. 16.30. ____________________________ Vesturgata 46A, hluti, þingl. eig. Finna Bottelet, geiðarbeiðendur * Gjaldheimtan í Reykjavík, Kaupþing hf„ Þorvarður Gunnarsson og íslands- banki hf„ 10. júní 1993 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.