Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Fréttir Nauðasamningar heimilaðir við kröfuhafa Sólar hf.: Er með allt veðsett og afsala mér eftirlaunum - segir Davíð Scheving sem leggur allt sitt undir Héraðsdómnr Reykjavíkur veitti í gær Smjörlíki-Sól hf. heimild til nauðasamninga við kröfuhafa fyr- irtækisins. Óveðtryggðum kröfu- höfum hefur verið boðin greiðsla fyrir 30% af kröfunum, auk 14% virðisaukaskatts sem þýðir að 56% skuldanna myndu falla niður. Að sögn Davíðs Schevings Thorsteins- sonar framkvæmdasijóra hefur meirihluti kröfuhafa þegar sam- þykkt nauðasamninga. Davíð legg- ur allt undir til að bjarga rekstri fyrirtækis síns og hefur hann m.a. fallið frá kröfum um mestan hluta þeirra eftirlauna sem hann hefur unnið til síðustu 40 ár. Heildarskuldir Smjörlíkis-Sólar hf. eru taldar vera um 1200 milljón- ir króna. Skuldir hjá óveðtryggðum kröfuhöfum eru um 300 miHjónir króna þannig að skuld hjá veð- tryggðum kröfuhöfum, og jafn- framt þeim stærstu, er tæpar 900 milljónir. Heildareignir fyrirtækis- ins eru metnar í kringum 1200 milijónir. „Þaö sem er öðruvísi hjá okkur en hjá mörgum öðrum er að við vorum búnir að semja við veð- tryggða kröfuhafa áður en vand- ræðin skullu á. Sá samningur er grundvöllur nauðasamninganna. í öðru lagi erum við búnir að stofna rekstrarfélag fyrir Smjörlíki-Sól og fá Seltzer Drinks Limited í Eng- landi til að stofna rekstrarfélag fyr- ir gosdrykkina og vatnið. Þannig urðu aldrei neinir hnökrar á starf- semi fyrirtækisins. Það er allt í blússandi gangi. Hér er engin greiðslustöðvun eða gjaldþrot á ferðinni og engum starfsmanni verður sagt upp,“ sagði Davíð. 120 milljónir í auknu hlutafé Nú þegar leyfi hefur fengist fyrir nauðasamningum verður hafist handa við söfnun nýs hlutafjár meðal hluthafa og nýrra aðila upp á 120 milljónir króna. Davíð er næststærsti hluthafinn en sagðist því miður ekki geta lagt krónunni meira í fyrirtækið. „Ég er gjörsam- lega eignalaus maður því allt er veðsett upp í topp. í samkomulag- inu við bankana var mér gert að afskrifa 80% af eftirlaunasamningi mínum við fyrirtækið. Sparifé mitt til 40 ára er allt bundið sem hlutafé í Sól, auk þess sem húsið mitt er veðsett langt upp fyrir markaðs- verð,“ sagði Davíð að lokum við DV. -bjb Hestamenn viö komuna til Reyðarfjarðar. Ekki er laust við að hópurinm sé þynnri á vangann en í upphafi ferðar. DV-mynd Halla EinarBollason: Stolt í lok hestaferðar „Við finnum fyrir blendnum til- finningum nú í lok ferðarinnar hér á Reyðarfirði. Allir eru mjög ánægð- ir og stoltir yfir því að okkur hefur gengið svona vel. Menn eru svekkt- astir yfir því að geta ekki haldið áfram,“ segir Einar Bollason í sam- tali við DV í morgim en hann hefur ásamt hópi hestafólks lagt að baki um 1130 km leið á hestbaki. -em Fangar ásaka yfirvöld á Litla-Hrauni í bréfi til D V: Segjast hafa náð í vopn og lyf í opinni geymslu í bréfi fanganna til DV segir: Mánudaginn 23. ágúst fóru fangar inn í kompu sem var ólæst en þar voru geymd lyf á vegum fangelsisins. Er og hefur ekki verið neitt eftirlit með henni að ráði. Komust fangamir yfir talsvert magn af róandi lyfium og jafnframt eitthvað af öðrum hlutum, svo sem hnífum, svo dæmi séu tekin. Eftir umtalsverða leit í öllum klefum aðf- aranótt þriðjudags var einn maður settur í einangrun vegna gruns um aðild að málinu. Það er furðuleg stefna hjá fangels- ismálayfirvöldum að geyma hluti sem þessa fyrir opnum dyrum í húsi þar sem menn eru veikir fyrir þess- um hlutum. Það mætti halda að stjóm fangelsisins sé alveg sofandi gagnvart öryggismálum innanhúss þrátt fyrir allt umtal um öryggismál í fangelsinu. Furðulegt er að yfirvöld hér láti hluti sem þessa liggja á glámbekk þar sem þau hafa nóg af stöðum til að geyma þá á þar sem fangar ná ekki til þeirra. Undir þetta skrifa tveir fangar af Litia-Hrauni. Efni bréfsins var borið undir Jón Sigurðsson, yfirfangavörð á Litla- Hrauni, og sagði hann það rétt að fangar hefðu komist inn í kompu á mánudagskvöld og náð þar í vasa- hnífa og annað smálegt sem tekið hafði verið úr umferð í fangelsinu. Jón segir að kompan hafi verið læst en hins vegar hafi fongum tekist að opna hana án þess að brjóta upp lás- inn. Hann sagði að allar geymslur í húsinu væm veikur punktur en hins vegar væri farið með öll hættuleg vopn úr húsinu um leið og þau fynd- ust. . Engin lyf hefðu hins vegar verið geymd í þessari kompu og þau væm því ekki þaðan komin. Ávísanir lyíja til fanga væru í algjöru lágmarki í dag en þeir læknar sem sæju um þá hlið mála hefðu verið lengi í starfi og væm famir að þekkja inn á brögð sumra fanga til að verða sér úti um lyf. -pp Smugan: Norska strand- gæslan um borð í íslenska togara - segir of míkiö af smáfiski í aílanum „Við fórum um borð í Otto Wathne og Helgu n í gær og fund- um út að hlutfall smáfisks í aflan- um var of mikið,“ sagði Torstein Myore, yfirmaður strandgæslunn- ar í Norður-Noregi, í samtali við DV í gær. „í afla Ottos Wathne var hlutfallið 19,1 prósent og 1 afla Helgu H var það 17,8 en má mest vera 15 prósent. Heim eftir helgina? Mér skildist á skipstjórum þess- ara togara að litið hefði fiskast og þeir ætluðu heim til íslands eftir tvo til þijá daga,“ sagði Torstein. Hann sagöi að eftirlitsflugvél hefði flogið yfir vemdarsvæðið við Bjamarey í gær og hefði þar séð þijá íslenska togara á siglingu, þeir hefðu ekki verið að toga. „Þetta vom togararnir Sléttanes, Ýmir og Akureyri sem við sáum en hins vegar höfum við ekki séð til Sjóla,“ sagði Torstein að lokum. -bm Jón Guðmundsson hjá Sjólaútgerðinni: Trúi ekki að Sjóli sé að veiðum við Bjarnarey segir að togarinn muni fara aftur í Smuguna „Ég heyrði þaö í dag (gær) að Sjóli væri kominn á miöin við Bjamarey en ég trúi því nú ekki að hann sé að veiða þar. Hann er líklega að keyra yfir svæðið og skoða það enda trúum við því að þetta verði veiðisvæði hjá okkur í framtíðinni," sagði Jón Guð- mundsson hjá Sjólaútgerðinni í Hafnarfirði. í hádegisfréttum RÚV í gær kom það fram að frystitogarinn Sjóli væri nú staddur á vemdarsvæði Norðmanna við Bjamarey en í samtali blaðamanns DV við yfir- mann norsku strandgæslunnar í gær kom það fram að eftirlitsflug- vél strandgæslunnar, sem flogið hefði yfir svæðið við Bjamarey í gær, hefði ekki orðið Sjóla var. „Við vitum ekki annað en Sjólinn sé á heimleið, enda hefur aflinn ekki veriö burðugur. Ég held nú að hann sé ekki að veiða þama við Bjamar- ey enda myndi hann líklega fá allan norska flotann yfir sig ef hann gerði það!,“ Jón segist ekki sjá eftir því að hafa sent Sjóla norður í Smuguna. „Ég held að það hafi nú veriö rétt að senda togarann þangað. Við er- um að undirbygga framtíðina og kanna miðin. Veiöisvæðið er auð- vitað óþekkt og við þurfum að kanna það eins og önnur óþekkt svæði. Það mun fást fiskur þarna í framtiðinni og þetta er alþjóða- svæði sem við megum fiska á. Norðmenn hafa engin sérstök yfir- ráð yfir þessu svæði,“ sagði Jón Guðmundsson. -bm 150 manns að hætta í Álverinu Um 150 manns munu hætta störf- um í Álverinu í Straumsvík á næstu vikum. Að sögn Einars Guðmunds- sonar, tæknilegs framkvæmdastjóra, er einkum um sumarafleysingafólk að ræða en einnig starfsmenn sem fengu tímabundna ráðningu. Einar sagði að allar fregnir um uppsagnir væru úr lausu lofti gripnar. - Alls starfa um 500 manns í Álver- inu. Einar sagði að um árlegan við- burð væri að ræða þegar svo margir sumarafleysingamenn hætta störf- um. „í ráðningarsamningum þeirra sem fengu ráðningu síðastliðinn vet- ur stóð að vinna væri aðeins til haustsins,“ sagði Einar. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.