Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 35
43
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993
dv Skák
Tal-stíllinn lifir í Lettlandi
Lettinn ungi, Alexei Sírov, er ís-
lendingum að góðu kunnur frá
Reykjavíkurskákmótinu í fyrra er
hann varð efstur ásamt Jóhanni
Hjartarsyni. Sírov var fimmti stiga-
hæsti stórmeistarinn á miiiisvæða-
mótinu í Biel en tókst ekki að krækja
sér í eitt áskorendasætanna tíu.
Margir hefðu þó fagnaö þátttöku
hans í áskorendakeppninni því að
hann teflir bráðskemmtilega - oft í
anda gömlu meistaranna.
Ef mið er tekið af skák Sírovs við
bandaríska stómeistarann Seirawan
á mótinu er auðvelt að geta sér til
um það hvert hann sækir sér fyrir-
myndir. Skákina hefði allt eins mátt
finna í safni annars Letta sem oft var
nefndur „töframaðurinn frá Riga“.
Þarna er að sjálfsögðu átt við fyrr-
verandi heimsmeistara Mikhail Tal
og er ekki leiðum að líkjast. Tal var
frægur fyrir glæsilegar fléttur og
óvæntar fómir svo að mörgum and-
stæðingum hans fannst eiga meira
skylt við töfrabrögð en skák.
Skák Sírovs við Seirawan er ein
faUegasta skákin sem tefld var í Bi-
el. Sírov er aðeins 21 árs gamall og
trúlegt er að hann eigi eftir að láta
að sér kveða 1 heimsmeistarakeppn-
inni þótt síðar verði.
Hvitt: Yasser Seirawan
Svart: Alexei Sirov
Enskur leikur.
1. c4 e5 2. Rc3 Bb4 3. Rd5 Be7 4. Rf3
d6 5. d4 e4 6. Rd2 f5 7. e3 RfB 8. Rxe7
Dxe7 9. d5
Á þennan hátt hindrar hvítur að
svartur fái sjálfur leikið peði til d5
og treyst miðborðsstöðuna. En leik-
urinn hefur þann augljósa annmarka
að gefa eftir e5-reitinn þar sem svart-
ur riddari getur hreiðrað um sig og
orkar því tvímæhs.
9. - 0-0 10. Be2 Rbd7 1L 0-0 Re5 12.
Rb3 Bd7 13. Rd4 Rfg4 14. h3
Seirawan grunar ekki hvað hann á
í vændum...
14. - HfB!
Sírov telur ástæðulaust að hörfa
með riddarann heldur byggir stöðu
sína upp eins og ekkert hafi í skor-
ist. Nú er andi Tals farinn að svífa
yfir vötnum. Hvítur hefur áreiðan-
lega ekki gott af því að þiggja ridd-
arafómina. Svarið við 15. hxg4 yrði
einfaldlega 15. - fxg4 og hótanir eins
og Hh6 ásamt Dh4, eða Haf8 og Rf3 +
vofa yfir.
15. g3 Hh6! 16. Kg2
Enn er hæpið að þiggja fómina.
Eftir 16. hxg4 fxg4 17. Kg2 Df7! (best)
á svartur afar hættuiega sókn. Reyni
hvítur að andæfa á h-línunni, grípur
svartur f-línuna - ef 18. Hhl HfB 19.
Hfl Hf8 20. Del Rf3 með vinnings-
stöðu. Önnur tilraun til vamar væri
18. Re6 en þá yrðu lokin faheg: 18. -
Bxe619. dxe6 Hh2+!! 20. Kxh2 Dh5 +
21. Kgl Rf3+ 22. Bxf3 gxf3 og óveij-
andi mát með Dh3-g2.
Eftir textaleikinn virðist svarta
sóknin loks vera að renna út í
sandinn...
>1 7 A 6 1 * iM á A i I
5 4 % k
4 & k
3 2.4 1 s 4 ÉL Á. 4 2 p 4
ABCDEFGH
Alexei Sírov, sem sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 1992 ásamt Jóhanni
Hjartarsyni, tefldi glæsilega skák í sannkölluðum Tal-stíl gegn Seirawan á
millisvæðamótinu í Biel.
16. - Hxh3!! 17. Kxh3 f4! 18. exf4!?
Skákskýrandinn var dágóða stund
að komast að því hvað Sírov hafði í
huga eftir 18. Kg2 og fann loks eftir-
farandi afbrigði: 18. Kg2 f3+ 19. Rxf3
Umsjón
Jón L. Árnason
exf3+ 20. Bxf3 Rxf3 21. Dxf3 Re5! 22.
De2 (22. De4 gefur svörtum góð færi;
t.d. 23. f4? Bf5 24. Dd4 Dh5 með vinn-
ingsstöðu) Bg4 23. f3 Rxf3! 24. Hxf3
De4! og hótuninni 25. - Hf8 er aðeins
möguiegt að svara með 25. Kf2 en þá
kostar 25. - Bxf3 26. Dxf3 Hf8 drottn-
inguna.
Af þessum ástæðum kýs Seirawan
að láta drottninguna með góðu og
þykist sjá fram á að fá nægUegt Uð í
staðinn.
18. - Rf2+ 19. Kg2 Rxdl 20. fxe5 Dxe5
21. Hxdl
Ef hvítur ætti nú leik gæfi 22. Be3
álitiega stöðu.
21. - e3! 22. Rf3 De4 23. Hd3 Dxc4 24.
Hxe3 Dxd5 25. b3 Bb5 26. Bxb5 Dxb5
27. Bb2 He8 28. Hxe8+ Dxe8
Drottning og þrjú peð gegn hróki,
biskup og riddara gefa svörtiun góða
vinningsmöguleika. Seirawan hefði
trúlega getað veitt meiri mótspymu
en eins og skákin teflist er honum
smám saman ýtt út af borðinu.
29. Kf2 h6 30. Hel Df7 31. g4 c5 32. Kg3
g5 33. Bcl b6 34. Bd2 d5 35. He5 d4 36.
Hf5 De6 37. Bel De2 38. b4 c4 39. Hd5
d3 40. Bd2 Ddl 41. b5 Da4 42. Kf2 Dxa2
43. Hd8+ Kf7 44. Hc8 Ke7 45. Ke3 c3
46. Hxc3 De6+ 46. Kxd3 Dxg4 48. Rd4
Kd6 49. Hc6+ Kd5 50. Be3 h5 51. Re2
h4 52. Rc3+ Ke5 53. Hh6 h3 54. Hh8
Dg2 55. He8+ Kf5 56. Re4 h2 57. Hf8+
Kg6 58. Hg8+ Kf7 59. Hxg5 hl=D 60.
Hxg2 Dxg2
- Nú þarf varla að rekja skákina
lengra. Svartur á auðunnið tafl.
61. Rc3 Ke6 62. Bd4 Dfl+ 63. Kd2 a6
64. bxa6 Dxa6 65. Rdl Kd5 66. Bg7 b5
67. Re3+ Ke4 68. Rc2 b4 69. Bb2 Dd3+
70. Kcl Dfl+ 71. Kd2 b3
- Og nú var Seirawan nóg boðið.
NUMIIMIM A BROTT
AF GEIMVERUM
5. NOVEMBER, 1975
KL. 5:49 E. H.
ARIZONA
MYND BYGGÐ A
SANNSÖGULEGUM
ATBURÐUM
leikstjóri ROBERT LIEBERMAN %
AÐALHLUTVERK D. B. SWEENEY,
ROBERT PATRICK, CRAIG SHEFFER,
PETER BERG OG JAMES GARNER
í tilefni frumsýningar myndarinnar ELDUR A HIMIMI verður haldin
athyglisverð ráðstefna laugardaginn 28. ágúst í Háskólabíói
á vegum Snæfellsáss hf. um geimverur.
Rádstefnan stendur frá kl. 10.30 til 16.30.
HASKOLABIO
ELDUR Á HIMIMI sýnd á öllum sýningum