Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993
Toyota Corolla ’90, rauður, elnnig
'91, '92 og '93 á sölu.
Ford Explorer 9t,
dyra, einnig '91, 2ja
Chrysler LeBaron ’89, rauöur.
BMW 316, '92, dökkgrænn.
gylltur/einnig tvílitur
Ford Bronco, Eddie Bauer, ’88, ek.
37 þ. km.
v/Miklatorg
simi 621055
*
Fjögur íslenskböm nýkomin úr sumarbúðum í Japan:
„Borðuöum alltaf
með prjónum"
- segja þau Áslaug, Dagmar, Kristófer og Logi
„Þaö var mjög gaman aö koma í
svona ólíkan heim og við kynntumst
mörgu sem viö höfum aldrei séð áö-
ur. Verst var hversu erfitt var að tjá
sig þar sem viö erum ekki nógu góö
í ensku. En Japan er skemmtilegt
land og viö viljum gjaman koma
þangað aftur,“ segja fjórir ellefu ára
krakkar, Áslaug Einarsdóttir, Dag-
mar Una Ólafsdóttir, Kristófer Egils-
son og Logi Guðjónsson, sem eru
nýkomin heim úr mánaðardvöl í
sumarbúöum í Japan. Fararstjóri
þeirra var Jón Víöis Jakobsson.
Bömin fóru á vegum CISV, sem em
alþjóðlegar sumarbúöir bama, en
það var dr. Doris ARen, bandarískur
barnasálfræðingur, sem stofnaði
samtökin sem vinna í anda og stefnu
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
um rétt bamsins. íslandsdeild var
stofnuð árið 1981 og em sumarbúðir
barna haldnar hér þriðja hvert ár,
síðast fyrir ári.
Á hverju sumri fara íslensk börn í
sumarbúðir víða um heim og má þar
nefna Noreg, Svíþjóð, Bandaríkin,
Mexíkó og Brasiliu svo eitthvað sé
tahö. Þá fóru þau Dagmar, Áslaug,
Logi og Kristófer til Japans en þang-
að hafa krakkar farið einu sinni áö-
ur.
Þegar börnin vom spurð hvað hefði
komið þeim mest á óvart svara þau
að það hafi verið siðirnir, maturinn
og klósettin. „Maturinn var ekkert
sérstaklega góður, eiginlega allt
djúpsteikt eða hrár fiskur og svo
hrísgijón með öllu. Þaö var hræði-
legt að borða sushi,“ segja þau. Böm-
in vom ákveðin áöur en þau fóru að
heiman að prófa sushi og það geröu
þau strax á leiðinni frá Kaupmanna-
höfn til Tokyo í flugvélinni. Þau voru
ekki hrifin, svo vægt sé til orða tekið.
Maturinn skrítinn
Logi segir að hann hafi sérstaklega
óskað eftir að fara til Japans þegar
ákveðið var að hann færi í sumar-
búðir. í fyrstu var þó annað land,
talsvert nær, ákveðið. Þar sem allt
var fullt þar bauðst honum að fara
til Japans og segist hann hafa orðið
mjög hrifinn. „Mig hefur oft langað
aö koma þangaö. Þetta var eiginlega
alveg eins og ég átti von á. Það var
bara maturinn sem var öðruvísi en
ég hélt. En ég gæti vel hugsað mér
að fara aftur," segir Logi.
Kristófer segir að mamma hans
hafi fyrst stungið upp á að hann færi
til Japans. „Mér var alveg sama, leist
bara vel á það. Ég hafði ekki hugsað
mikiö um Japan áður en ég fór og
kveið ekkert fyrir. Svo fannst mér
þetta rosalega garnan.”
Dagmar Una segir að sér hafi fund-
ist það mjög spennandi þegar Japan
var nefnt við hana. „Mamma mín og
fararstjórans þekkjast og það voru
þær sem töluðu fyrst saman um
þessa ferð. Mér leist vel á ferðina en
kveið þó hversu langt flug þetta væri.
Japan var allt öðravísi en ég bjóst
við. Ég hélt að í Tokyo væra húsin
eins og musteri en svo voru þau bara
venjuleg. Þetta var líkara því sem
maður þekkir.”
Áslaug segir að hún hafi sérstak-
lega óskað eftir að komast til Mexíkó
eða Japans. „Þetta var svolítið erfitt
ferðalag en mér fannst rryög gaman
að koma til Japans. Ég fékk smá-
heimþrá meðan ég dvaldi hjá fjöl-
skyldu minni, enda kunni hún ekki
ensku og það var erfitt að tjá sig. Það
var á miðju tímabilinu sem við fórum
til fjölskyldna hvert í sína áttina en
þá fór ég með stúlku frá Filippseyjum
til japanskrar fjölskyldu. Hins vegar
Jón Víðis og börnin fjögur sem hann fór með til Japans i sumarbúðir: Logi, Dagmar, Aslaug og Kristófer.
DV-mynd ÞÖK
Hreinlætisaöstaðan i Japan kom krökkunum mjög á
óvart.
Eitt kvöldið i sumarbúðunum áttu strákarnir að vera
stelpur og öfugt. Fararstjórinn breyttist í kvenmann með
skegg.
var maturinn ekkert sérstakur en ég
fékk uppáhaldsmatinn minn þegar
ég kom heim.“
Enginvandamál
komu upp
Jón Víðis segir að það hafi veriö
skemmtilegt að fara með krökkunum
til Japans. Systir hans starfar hjá
CISV og hann kynntist starfinu í
gegnum hana. Fararstjórar starfa í
sjálfboðavinnu. „Ég hafði aldrei
komið til Japans áður og þetta var
jafn framandi fyrir mig og krakkana.
Þetta gekk ótrúlega vel. Allir farar-
stjórar tóku saman á vandamálum
sem upp komu en íslensku krakk-
amir voru mjög þægilegir og engin
sérstök vandamál komu upp,“ segir
hann.
Jón Víðis segir að hreinlætisað-
staðan hafi komiö þeim mjög á óvart.
„Hreinlæti er mjög mikið í Japan en
okkur fannst aðstaðan framandi. Við
þurftum að fylla lítinn bala með
vatni og skvetta yfir okkur áður en
við fórum í baðiö sjálft. Klósettin
minna á skálar á vestrænum karla-
snyrtingum."
Talsverður
undirbúningur
- Þurfti ekki talsverðan undirbún-
ing áður en þið hélduö til Japans?
„Jú, við bjuggum til bækling um
okkur og landið okkar. Síðan var
öllum afhentur bæklingurinn um ís-
land og við fengum annan eins frá
hinum sem voru þarna. Þau voru frá
Austurríki, Kanada, Þýskalandi,
Bretlandi, Ítalíu, Japan, Kóreu, Hol-
landi, Filippseyjum, Bandaríkjun-
um, Brasilíu, Frakklandi og Noregi.
Undirbúningsvinnan fór að miklu
leyti í að búa til bæklinginn og kynn-
ast þannig áður en við færam út.
Einnig reyndum við að fræðast um
Japan, siði og menningu. Allir hóp-
amir, sem fóra til útlanda á vegum
samtakanna, fóra í útilegu og þar var
farið í gegnum dagskrána í tvo daga.
Þannig kynntust allir nokkuð áður
en haldið var í ferðina.
Við flugum síðan til Kaupmanna-
hafnar og þaðan til Tokyo. Þá þurfti
ég að fara beint í sumarbúðirnar
ásamt fararstjórum hinna landanna
til að undirbúa komu krakkanna.
Þeir vora hjá japönskum fjölskyld-
um á meðan, tveir saman hjá hverj-
um. Logi og Kristófer voru saman
hjá einni og Dagmar og Áslaug hjá
annarri. Fjölskyldur þeirra bjuggu í
sama hverfi þannig að þau hittust.
Leikir og samvinna
Lífið í sumarbúðunum sjálfum ein-
kenndist af hinum ýmsu leikjum og
áhersla var lögð á að börn frá ólíkum
löndum kynntust. „Við byrjuðum
daginn á að haldast í hendur og
mynda hring og síðan sungu allir
saman sérstakan söng CISV. Síðan
sögðu allir góðan daginn, hver á sínu
tungumáh. Eftir morgunverö áttu
krakkarnir að hreinsa til í herbergj-
unum því mikið er lagt upp úr að
allt sé í röð og reglu. Svo er farið í
ýmsa leiki. Á kvöldin vora kvöldvök-
ur, t.d. átti hvert land að koma með
sína skemmtidagskrá. Við kynntum
ísland með því að sýna skyggnur sem
við höfðum tekið á ýmsum stöðum í
Reykjavik og víðar. Einnig sýndum
við myndir af okkur með forsetan-
um, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og
með borgarstjóranum, Markúsi Emi
Antonssyni. Það vakti mikla athygli
að við skyldum fá að mynda okkur
með svo háttsettu fólki. Síðan spiluð-
um við þjóðsönginn og dönsuðum
þjóðdans í þjóðbúningum,” segir Jón
Víðis.
Krakkamir era sammála um að
mjög skemmtilegt hafi verið aö
kynnast jafnöldram frá svo mörgum
löndum þó tungumálaerfiðleikar
hafi stundum verið. „Við gátum þó
alltaf gert okkur skiljanleg," segir
Dagmar. Þegar þau era spurð hvort
þetta sé eitthvað svipað og fara í sum-
arbúðir á íslandi svara þau neitandi.
„Þama er miklu strangara pró-
gramm að fara eftir en t.d. í Vatna-
skógi. Hér heima ræður maður frek-
ar hvað maður gerir,” segja strák-
amir.
Jón Víðis segir að mikið sé lagt upp
úr að hafa samvinnuleiki þannig að