Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993
27
í úrtöku fyrir HM komst Viola Hail-
mann í iandsliö Hollands á stóðhest-
inum Sel frá Aldenghoor.
Voldug og rík
Viola Hallmann er ein af ríkustu
og voldugustu konum í Evrópu. Hún
er hluthafi, forseti og stjórnarfor-
maður í fyrirtækinu Theis Cold Roll-
ing Mills sem rekur sex stálverk-
smiðjur í Þýskalandi, þá sjöundu í
Bandaríkjunum og áttundu á Spáni.
Viola Hallmann styrkti mótshald-
ara verulega í framkvæmd mótsins.
Viola Hallmann ræktar islenska hesta á búgarðinum Aldenghoor i Hollandi. Hér er hún með Kára frá Aldenghoor
og Vin frá Víðidal I Skagafirði.
DV-mynd E.J.
Framkvæmdastjóri
ársins 1979
Viola Hallmann hefur staðið sig
með prýði í hinum harða heimi við-
skiptanna og var valin framkvæmda-
stjóri ársins í Evrópu árið 1979, árið
sem Evrópumót var haldið í Hollandi
í fyrsta skipti.
Skömmu áður hafði hún séð ís-
lenska hesta í fyrsta skipti.
„Mitt aðal-
tómstundagaman"
„Ég sá íslenska hesta í fyrsta skipti
á Equitana-sýningu í Essen og kynnt-
ist þeim betur á heimsmeistaramót-
inu í Hollandi árið 1979,“ segir Viola
Hallmann. „Síðan hefur þetta verið
mitt aðaltómstundagaman. Garpur
frá Oddstöðum er fyrsti gæðingurinn
sem ég eignaðist, fékk hann hjá Sig-
urbimi Bárðarsyni og Fríðu Stein-
arsdóttur sem eru miklir vinir mínir.
Ég hef fengið flest bestu kynbóta-
hross mín frá íslandi og þau nota ég
í ræktun minni. Ég hef ekki ræktað
hross nema í tíu ár en fékk snemma
tíu hryssur frá íslandi og stóðhest-
ana Vin frá Víðidal og Skarða frá
Syðra-Skörðugili. Þeir hafa gefið vel
af sér ásamt hryssunni Sædísi frá
Reykjavík og fleiri hryssum.
„Vel sjálf stóð-
hesta á hryssur"
Nú er ég með átta virka stóöhesta
og margir ungir eru á uppleið. Ég vel
sjálf undir hvaða hest á að setja
hvaða hryssu. Ég fylgi ekki sérstök-
um línum en er þó með Kirkjubæjar-
stóðhestinn Skól, undan Dreng og
Snerru frá Kirkjubæ.
Ræktunin hefur gengið mjög vel
og hafa tveir Aldenghoor-stóðhestar
fengið heimsmeistaratitil, Selur frá
Aldenghoor, undan Fáfni frá Laugar-
vatni og Sædísi frá Reykjavík, í Dan-
mörku 1989 og Kári frá Aldenghoor,
undan Skarða frá Syðra-Skörðugili
og Kempu frá Hólum, hér á HM í
Hollandi.
Nú eru hrossin orðin það mörg og
kostnaður það mikill að ég verö að
fara að selja.
Heimsæki vini mína
á íslandi næsta sumar
Þá ætla ég að kaupa töluvert af
merum til uppeldis og fer til íslands
á næsta ári að heimsækja vini mína
og kaupa merar, hugsanlega fylfull-
ar. Bestu meramar okkar eru orðnar
tuttugu ára og ég þarf nýtt blóð í
ræktunina.
Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma
í ræktunina en ég geri eins og ég
get. Þegar ég verð hætt að þekkja öll
hrossin er tími til kominn að einbeita
sér betur að þeim,“ segir stáldrottn-
ingin Viola Hallmann sem hefur
fundið sitt tómstundagaman í ís-
lenskahestinum.
-E.J.
Aldenghoor var nafn sem gaf að
líta víða á heimsmeistaramótinu í
hestaíþróttum í Spaarnvoude í Hol-
landi og hefur reyndar heyrst nefnt
á heimsmeistaramótum undanfarin
ár.
Aldenghoor er búgarður Violu
Hallmann, þýsks viöskiptajöfurs sem
býr í Hollandi og er heltekin áhuga
á íslenska hestinum.
Á þessum búgarði er hún með tæp-
lega eitt hundrað íslensk hross og
ræktar af mikilli elju. Sem dæmi um
umönnun hrossanna má nefna að á
Aldenghoor eru dýralæknir og járn-
ingamaður í fullu starfi allan ársins
hring.
Átta viðurkenndir stóðhestar eru
notaðir í ræktuninni, sem er um 30%
af heildinni i Hollandi. Þar er einnig
aö finna fimm alda gamalan kastala.
*150.50 kr.: Verð á 1 mínútu
símtali (sjálfvirkt val) til Japan
á næturtaxta m.vsk.
Það kostar minna ;
en þig grunar að “
hringja til útlanda
PÓSTUR OG SÍMI
stóð í Hollandi
Stáldrottning
með hundrað hrossa
Allt að 70% afsláttur
málningarvörur
blöndunartæki
flísar, dúkar,
teppi og
margt, margt
fleira.
Skeifan 8, s. 813500.