Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Þrætufundur og kráa- rölt í Stokkhólmi „Miövikudagurinn 25. ágúst getur engan veginn talist venjulegur vinnudagur því yfirleitt vakna ég 1 Akurgerði en ekki á hótelherbergi í Stokkhólmi. í öðru lagi hefur það ekki gerst fyrr að samstarfsmaður minn á fréttastofu, Björg Eva, veki mig með landskunnri blíðurödd. Ég þóttist að vísu hafa vaknað áður en síminn hringdi. En það var nú lygi. Með öðrum orðum: ég var í Stokk- hólmi til að fylgjast með Barents- hafsþrætufundi Islendinga og Norð- manna. Þeirri samkomu lauk með tilþrifamikilli hvellsprengingu seint um kvöldið. Mér þótti það út af fyrir sig hreint ekki slæmt þvi að svona flugeldasýningar gera sig alla jafna nokkuð vel í fréttum. Þegar málið var afgreitt lá leiðin í ljómandi góðan mat hjá sendiherranum okkar í Stokkhólmi. Þaðan fórum við nokkr- ir að kanna mannlíf og ástand á krám höfuðborgar Svía. Flest reyndist þar í góðu standi og allar hurðir á hjör- um. Morgunverkin Morgunverkin þarna á hótehnu voru þau aö fara yfir það sem yrði um Barentshafsmálið í morgunfrétt- um útvarps klukkan átta. Ég hringdi hka th Oslóar og talaði við Jón okkar Einar. Niðurstaðan varð að sjálf- sögðu sú að hann segði þjóðinni eitt- hvað um viðbrögð í Noregi viö við- ræðuslitum í Stokkhólmi og um yfir- lýsingar utanríkisráðherra vors í þarlendum fjölmiölum. Þar var af nógu að taka því að Jón Baldvin hafði kvöldið áður gefið sér góðan tíma th að tjá sig við fjölmiðlunga frá Noregi - bæði á vettvangi og í síma. Og þeir Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður. norsku lentu í veislu og áttu orðið erfitt með að gera upp á milli krass- andi fyrirsagna því að yfirlýsingar utanríkisráðherrans urðu sífeht skýrari og betri þegar leið á kvöldið. Hámarkinu var náð þegar ráðherr- um Norðmanna var líkt viö japanska stríðsmenn - samóræja - í Verdens gang, útbreiddasta dagblaði Noregs. Meintir samóræjar í stjómarráðinu í Osló voru að vísu ekki ýkja hrifnir af þessari samlikingu. Þeir kaha samt ekki allt ömmu sína því aö umhverfisráðherra Noregs kallar breskan kohega sinn skíthæl og drullusokk - með góðfúslegu sam- þykki forsætisráðherra síns. Það er nú önnur saga. Rannsóknar- blaðamennska Ég reyndi hins vegar að grafast fyrir um það í flugvéhnni á leið heim th íslands síðdegis á miðvikudag hvemig japanskir stríðshanar hefðu komið sterkt th leiks í þessari Bar- DV-mynd JAK entshafsþrætu. Bráöabirgðaniður- staða þeirrar rannsóknarblaða- mennsku er hugrenningatengsl: að utanríkisráðherrann hefði orðið fyr- ir andlegum umhverfisáhrifum í sendiráði Norðmanna í Stokkhólmi og séð fyrir sér hoppandi japanska stríösmenn með sveöjur þegar aht var komið upp í loft við samninga- borðið. íslensku sendinefndarmönn- unum var nefnhega sagt frá því að japanskur innanhússarkitekt hefði komið nálægt innanhússhönnun þar á bæ. Til vitnis um þaö væm huröir sem rynnu th og frá á japanska vísu en héngju ekki á hjömm eins og gerð- ist og gengi á okkar menningarsvæði. Eins og hellt væri úr fötu Það rigndi í Stokkhólmi eins og heht væri úr fotu á þriðjudaginn en daginn eftir skein sól í heiði og hitinn var ein sextán stig. Ég hafði tíma th að rölta úti í klukkustund eða svo áður en kom að því að taka saman fóggumar og drífa sig út á flugvöh. Gönguferðim var mikh hehsubót, enda leiö mér á eftir eins og ég hefði ekki stigið fæti inn fyrir kráarþrösk- uid. Á flugvehinum tókst mér að svíöa út viðtal við Kristján Ragnars- son, foringja útvegsmanna. Hann hefur veriö afskaplega þögull í Bar- entshafsmáhnu og var enn tregur th. Gaf sig nú samt. Utanríkisráð- herrann var heldur ekki tregur th að tjá sig um stöðuna í landsleiknum við Norðmenn þegar eftir var leitað. Þar með var ég kominn með efni fyr- ir kvöldfréttir þegar ég kæmi heim. Háttatíminn var með fyrra fallinu, enda morgunvakt fram undan. Það er hreint ekki slæmt að vakna th vinnu klukkan fimm á morgnana. Einn ókostur er samt við þessa vakt. Ég kemst þá ekki í sund klukkan sjö og missi af daglegu ávarpi Bjarna Guðnasonar um póhtík og þjóðmál. Margir stjórnmálamenn fá örugglega þrálátan hiksta svona sirka hálfátta á morgnana á virkum dögum. Þá er prófessorinn að flytja morgunandakt í buhupottinum í Laugardal. Finnur þú finun breytingar? 220 Gœtir þú flýtt þér svolítiö, frú, viö erum aö leggja í hann! 'C* PIB ta»i Nafn: Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er.að gáð kemur í íjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmaeti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 219 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uðustu og átjándu getraun reyndust vera: 1. Ágúst Jóhannsson, Hvammstangabraut 20, 530 Hvammstanga. 2. Bjamey Ó. Gunnarsdóttir, Sunnuvegi 8a, 220 Hafnar- firði. Vinningamir veröa sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.