Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Ruth Tryggvason forstjóri - hæsti skattgreiðandinn á Vestfjörðum: Við næsta borð sátu tveir útlendir herrar og örlögin voru ráðin - Ruth kom hingað til lands á eftir manni sínum í febrúar 1950 Allir ísfirðingar þekkja Ruth Tryggvason, forstjóra Gamla bakar- ísins á ísafirði - huggulegu konuna með ljósa hárið sem stjórnar fyrir- tæki sínu af stakri reisn og skarar fram úr mörgum karlkyns atvinnu- rekendum á landinu hvað fyrir- tækjarekstur varðar. Ruth hefur get- ið sér góðan orðstír á ísafirði og reyndar öllum Vestfjörðum. Hún hefur haslað sér völl á ýmsum svið- um, verið formaður barnaverndar- nefndar í 25 ár og tekið þátt í rekstri leikskóla. Hún rak húsgagnaverslun í fjölda ára og ól upp þrjú böm sem nú taka þátt í rekstri bakarísins með henni. Ruth gengur í öll störf í bak- aríinu, hún vinnur tíu tíma á dag og hlífir sér hvergi. Hún hefur gott sam- band við starfsmenn sína, fjölskyldu og bæjarbúa og flestir ísfirðingar em sólgnir í brauðin hennar. Ruth er dönsk að uppruna en flutt- ist hingað til lands í febrúar árið 1950. Hún kynntist manninum sínum, Aðalbirni Tryggvasyni, 2. ágúst árið 1946, daginn eftir að hann kom til Kaupmannahafnar til náms. Ruth hafði farið ásamt systkinum sínum í Tívolí til að skemmta sér og „við næsta borð sátu tveir herrar". Það var ekki að sökum að spyrja. Dömun- um var boðið upp í dans og örlög Ruthar voru ráðin. Strax í afgreiðsluna „Við vorum saman í fjögur ár í Danmörku meðan maðurinn minn var í námi. Hann fór til íslands í árs- lok 1949 og ég kom í febrúar 1950. Tengdaföður mínum fannst ótækt að við byggjum saman á ísafirði án þess að vera gift þannig að hann fékk vin sinn til að gefa okkur saman í há- skólakapellunni í Reykjavík áður en við héldum vestur. Ég vissi ekki mik- ið um ísland þegar ég kom. Við kom- um með Esjunni og ég var gasalega sjóveik. Veður var slæmt og ég var alveg óvön að sigla. Það var erfitt að koma frá Kaupmannahöfn til ísa- fjarðar því að Ísaíjörður var allt öðru vísi en ég var vön,“ segir hún. Eftir nokkra daga á ísafirði kom tengdafaðir Ruthar að máh við hana og sagði að stúlkan í bakaríinu væri veik og því yrði hún að annast af- greiðsluna. „Hann fór með mig inn á skrifstofu í tíu mínútur til að kenna mér að telja upp að tíu og segja takk fyrir og gjörðu svo vel. Það vissu all- ir hver ég var en ég sagði bara gjörðu svo vel, takk fyrir og brosti," segir hún og hlær við minninguna. Stofnaði húsgagnaverslun Ruth segist hafa venð með mikla heimþrá fyrsta árið á Íslandi en eftir eitt ár hafi tengdafaðir hennar boðið henni í mánaðarferðalag með Gull- fossi til Danmerkur. „Þar sá ég hvað ég hafði það gott og hvað mig langaði mikið aftur til Islands. Þegar maður- inn minn féll skyndilega frá árið 1970 hvarflaði ekki einu sinni að mér að flytja aftur til Danmerkur. Hér hafði ég börnin mín og hér stundaði ég mína vinnu. Ég var búin að vera svo lengi hér að ég hafði ekkert til Dan- merkur að gera,“ segir hún. Áður en Ruth fluttist tii íslands starfaði hún í nokkrum frægustu og bestu glervöruverslunum Kaup- mannahafnar en hún hafði að baki fjögurra ára nám í afgreiðslu og verslun með glervöru. Það var því ekki að furða að verslunarrekstur væri henni hugleikinn og fljótlega eftir að hún settist að á ísafirði stofn- aði hún húsgagnaverslun þar ásamt manni sínum. „Mér fannst alveg Líkamsrækt m Jiu-jitsu Sjálfsvörn Þjálfarar Michal Vachun 6. dan Bjarni Friöriksson 6.dan Eiín Þórðardóttir l.kyu Fitubrennsla Þrekstigar Ljósabekkir Sauna Opnunartími mán. - föstud. kl. 08-22 Laugardaga 11-16 Sunnudagakl. 12-15 Einholti 6, 125 Reykjavík. Sími 627295 Ruth Tryggvason er dönsk aö uppruna en fluttist hingaö til lands áriö 1950. Hún starfaði í verslun með glervörur í Kaupmannahöfn áður en hun flutti hingað og verslun hefur henni ávallt verið hugleikin. Hún er forstjóri Gamla bakarisins á ísafirði og segist vera stolt af velgengni fy rirtækisins. DV-myndirGHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.