Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Sérstæð sakamál Eiginkona missir stjóm á sér Christine Dryland haföi orðiö aö þola margt af manni sínum um árin. Hann var ákaflega veikur fyr- ir öörum konum og oft haföi legið við skilnaði en ætíð hafði Anthony Dryland lofað að taka sig á og ger- ast góður og tryggur eiginmaður. En veikleiki hans varð ætíð góðum ásetningi hans yfirsterkari og loks kom þar að til alvarlegra tíðinda dró vegna framhjáhalds hans. Anthony átti fjörutíu og sex ára afmæh tuttugasta og sjöunda júlí árið 1991. Christine hafði búist við að hann yrði með henni á afmæhs- daginn en í staðinn valdi hann að vera með ungri ástkonu sinni. Þá missti Christine stjóm á sér. Anthony var í sjöundu skrið- drekaliðssveitinni bresku í Soltau í Þýskalandi. Þegar hann ók að heim- an þennan dag í Mercedes Benz-bíl sínum elti Christine hann í Saab-bíl sem hún átti. Anthony, sem var majór, ók beint til hestamanna- klúbbsins þar sem ástkona hans, Marika Sparfeldt, var þjálfari. Hún var tuttugu og fjögurra ára. Voðaakstur Klukkustundu eftir að Anthony kom í klúbbinn kom Christine að honum í faðmlögum með Mariku á efra loftinu í hlöðu klúbbsins. Ma- riku brá mjög þegar Christine kom og upphófst nú mikið rifrildi henn- ar og Anthonys. Á meðan leitaði Marika út í horn í hlöðunni. Hávað- inn var það mikill að brátt komu ýmsir klúbbfélaganna á vettvang og tóku að fylgjast með því sem helst varð skilgreint sem hávaða- samt uppgjör hjóna. Eitt skammaryrðið fylgdi öðru, en skyndilega sneri Christine baki í mann sinn og ástkonu hans, gekk út og settist inn í Saab-bílinn. Hún fór síðan að aka hratt í hringi á hlaðinu fyrir framan húsin. Urðu hringimir stöðugt stærri. Loks ók hún á Mariku Sparfeldt og yfir hana. Um leið féll maður hennar á jörðina en hann hafði á síðustu stundu reynt að toga í Mariku. Eft- ir atburðinn ók Christine á brott og skildi mann sinn eftir með ást- konuna deyjandi í örmunum. Afhermönnum komin Drylands-þjónin höföu gengið í hjónaband þegar þau voru enn ung að árum en þau höfðu kynnst á hermannaballi. Bæði voru af her- mönnum komin. Anthony Dryland fékk skjótan frama, ekki síst vegna þess aö hann var mjög góður hesta- maður og keppti fyrir breska her- inn. Haustið 1990 var hann sendur til Soltau, þar sem hann kom hestum sínum fyrir í húsum hestamanna- klúbbsins. Og skömmu síðar tókust kynni með honum og Mariku. Þau urðu brátt náin. Marika var ólík Christine sem var fámælt, hlédræg kona og var flestum stimdum heima við heimil- ishald en gætti þess þó að sinna þeim skyldum sem á henni hvíldu vegna starfs manns hennar. Hún var því með honum við opinberar athafnir þegar ætlast var til að kona hans kæmi fram með honum. Það fór hins vegar fljótlega að spyrjast í þessu tiltölulega fámenna breska hermannasamfélagi í Sol- Anthony með syninum Robert. tau, sem og í hestamannaklúbbn- um, að Dryland majór heföi mjög mikinn áhuga á Mariku. Ósk um skilnað en... Þegar Persaflóastríðið braust út var Dryland majór sendur til Saudi-Arabíu og síðan íraks til að berjast. Stríðið var ljótt á köflum, eins og flestum er kunnugt um, og þegar hann sneri aftur til Soltau var ljóst að breyting hafði orðið á honum. Hann ræddi við vini sína um reynsluna á vígvellinum og sagðist vera skelfdur yfir því blóð- baði og þeim hörmungum sem hann hefði oröið vitni aö. Jafn- framt hafði hann á orði að lífið væri of stutt til þess að hann vildi ljúga sig frá vandamálunum frá degi til dags. í mars 1991 tilkynnti hann Christ- ine að hann vildi fá skilnað frá henni því hann hygðist yfirgefa hana og þau tvö hálfuppkomnu böm sem þau áttu. Marika Spar- feldt væri konan sem hann ætlaöi að ganga að eiga. Christine baö hann um að yfir- vega allt þetta mál gaumgæfilega. Christine Dryland. Hann lofaði að gera það þannig að bjarga mætti heiðri fjölskyldunnar. Ljóst varð hins vegar síðar að lof- orðið var ekki gefið af heilum hug. Staðfestingin á því fékkst á afmæl- isdeginum örlagaríka þegar Christ- ine kom að honum og ástkonunni á efra lofti hlöðunnar. Morðákæra Þýska lögreglan og enska herlög- reglan fengu málið til meðferöar. Þegar Christine Dryland hafði ver- ið yfirheyrð ásamt vitnum úr hestamannaklúbbnum og Anthony Dryland sjálfum var borin fram ákæra. Christine var talin sek um að hafa myrt Mariku Sparfeldt að yfirlögðu ráði sem og að hafa reynt að myrða mann sinn. Vitni báru eiðsvarin að Christine hefði ekið á Mariku af ásetningi og hefði hún gert það þrisvar eða fjór- um sinnum og hefði Marika engum vömum getað komið við. Þá hefði Christine einnig reynt að aka mann sinn niöur. Christine sat tvö hundmð daga í varðhaldi áður en mál hennar var tekið fyrir í enska herréttinum í Velden við Bremen. Sækjandinn, Richard Spencer ofursti, krafðist þess að Christine yrði dæmd fyrir bæði morð og morðtilraun. Óvæntar upplýs- ingar Í réttinn komu geðlæknar og sál- fræðingar og gáfu þeir yfirlýsingar um geðheilsu Christine Dryland. Þá lagði einn kunnasti lögfræðing- ur á Bretlandseyjum, Ann Cumow, fram í réttinum sannanir sem sýndu, svo ekki varð um villst, að Christine hafði aðeins ekið einu sinni á Mariku, ekki þrisvar eöa fjórum sinnum eins og áður hafði veriö borið. Var þannig hnmdið framburði þýsku vitnanna og Dry- lands majórs. Þessi gögn urðu til þess að ákveð- ið var að breyta ákærunni. Hún hljóðaði nú á mandráp en ekki morð að yfirlögðu ráði. í skýrslum og framburði geð- læknanna og sálfræðinganna kom fram að Christine hafði þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Var það tahð á svo alvarlegu stigi aö telja yrði að á vissum stundum vissi hún vart hvað væri aö gerast umhverfis hana. En fleira kom til. Illastödd Ann Cumow dró nú fram í dags- Ijósið ýmislegt úr fortíð Christine. Þannig varð ljóst að nokkrum árum áður hafði hún átt við alvar- lega vanheilsu að stríða. Þar kom að Christine taldi ekki að nein leið væri lengur fær fyrir hana en sú að svipta sig lífinu. Hún reyndi því sjálfsvig en hún hélt lífinu. Ann Cumow sýndi fram á að ör- vinglan Christine á þessum tíma hefði stafað af ótryggð manns hennar, en einmitt um þaö leyti hafði hann haldið við aðra konu. Eftir sjálfsvígstilraunina gaf Anthony konu sinni enn loforð um tryggð en nokkru eftir að þau hjón fluttust til Soltau hófst svo sam- band hans við Mariku Sparfeldt. Þótti ljóst, eftir að Ann Curnow hafði dregið allt þetta fram og fleira, að Christine hefði um árabil þótt hún vera forsmáð af manni sínum og þegar hann hefði svo kos- ið aö fara að heiman á afmælisdag- inn hefði eitthvað gerst innra með henni. Hún hefði elt mann sinn og þegar hún hefði svo komið að honum með ástkonunni á lofti hlöðunnar hefði hún misst stjórn á sér. Málalok Verjanda Christine tókst þannig að leiða rök að því að daginn sem hún kom í hestamannaklúbbinn hefði hún bæði verið ringluð og örvæntingarfull. Henni hefði hins vegar ekki gengið til að ráða Ma- riku af dögum og heldur ekki mann sinn. Christine hefði sest upp í bíl- inn og tekið að aka í hringi meðan hún bjó sig undir að stytta sér ald- ur með því að aka á hesthúsið en það var úr steini. Þegar rétturinn hafði heyrt allt sem Ann Curnow hafði fram að færa sem og öll vitnin sem fram voru leidd var dómurinn birtur. Christine Dryland hélt frelsi sínu en á skilyrtan hátt, þannig að henni var gert að ganga reglulega til geð- læknis og sálfræðinga um ótil- greindan tíma, eða þar til þeir teldu að hún hefði náð sér. Dómurinn vakti nokkra athygli, því niður- staða rétarhaldanna varð allt önn- ur en sú sem flestir höfðu reiknað með í upphafi, þegar Christine var ákærð fyrir bæði morö og morðtil- raun. Einnig vakti það athygli hve illa ótryggð eiginmannsins hafði leikið hana, og einnig þótti það mjög at- hyglisvert hve mikið virtist vanta á að framburður vitna að þvi þegar Christine ók á Mariku Sparfeldt reyndist áreiðanlegur. En ljóst er að viðstaddir höfðu ekki hugmynd um hvernig geðheilsa Christine var og virðast ályktanir vitnanna og tilfinningar hafa ruglað eftirtekt þeirra en slíkt er engan veginn einsdæmi. Framtíð majórsins er nokkuð óljós eftir það sem gerst hefur. Framkoma hans þykir ekki í samræmi við það sem búist er við af majór, manni sem á að gæta velsæmis. Mál Anthonys Dryland er enn til athugunar hjá yfirmönnum breska hersins og kann svo að fara að hon- um verði refsað fyrir brot á reglum um siðgæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.